Morgunblaðið - 01.09.1985, Síða 9

Morgunblaðið - 01.09.1985, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 9 HUGVEKJA Frá Hólum í Hjaltadal Enda er hér einskis að dyljast og ekkert að harma. Það sem gjörzt hefur er einfaldlega þetta, að afhelgunin hefur beðið skipbrot. Veraldarhyggjan, sem verða skyldi burðarás nýrrar aldar, hefur alls ekki reynzt þess megnug að veita einstaklingum og þjóðum þá lífs- fyllingu, sem mennskir menn fá ekki án verið. Kirkja á krossgötum Fyrsti þáttur eftir séra HEIMI STEINSSON Eftir tveggja mánaða hlé tekur undirritaður aftur upp sunnu- dagshugleiðingu í Morgunblað- inu. Að öllu forfallalausu verður þeirri iðju fram haldið til ára- móta. Nýlega gjörðust góðir menn til að kveðja mig norður í land að flytja erindi á Hólahátíð. Staður- inn fornhelgi skartaði þennan dag. Gleði rikti í hugum fjöl- mennis. Mikil tíöindi voru á döfinni, þótt ekki verði þau gjörð að umtalsefni hér. Heils hugar þakka ég öllum þeim, er hlut áttu að máli. Erindi mitt, sem flutt var í Hóladómkirkju, nefndist „Kirkja á krossgötum". Hvorki tengdist það Hólastað sér í lagi né Hóla- hátíð. Um var að ræða almenn- ara efni. Þessu efni verða nú gjörð skil í þremur sunnudagshugleiðing- um. Er fyrr greint erindi stofn þeirra þriggja þátta. Tímamót Yfirskrift þessarar ritsmíðar er margræð. Kirkja Krists er öllum stundum „á krossgötum" í þeim skilningi, að hún fetar veg sinn um aldanna ósléttu grund undir merki krossins. Byrði krossins er lögð henni á herðar, sigur krossins er sigur kirkjunn- ar í fyrirheiti upprisuljómans. Hneyksli krossins er leyndar- dómur kirkjulegrar trúar. Án þess leyndardóms lifa hvorki kirkjan né trúin. Glatist hann, kann svo að fara, að báðar beri að þeim krossgötum, þar sem Drottinn réttir fram hönd sína og gjörir sig líklegan til að færa ljósastikuna um set, eins og segir í Opinberun Jóhannesar — tendra loga sinn í nýjum stað. Hið síðast talda er kirkjunni ögrun og andvaragestur á hverri öld. Við erum á linnulausri hrað- ferð, kristnir menn, og hljótum að sjá við óvæntum umskiptum í sífellu. Óðar en við er litið erum við stödd á krossgötum í orðsins fyllstu og eiginlegustu merkingu. Einhverjir atburðir hafa gjörzt, er valda því, að við verðum að endurskoða akstursstefnuna, velja nýja braut. Margt bendir til, að kirkja Krists standi nú á þeim kross- götum, sem ekki hefur getið aðrar slíkar um nokkurt skeið, jafnvel ekki um alda bil, hugsan- lega tæpast frá því að kirkjan á fyrstu öldum kristni tók til við að snúa áleiöis því endurlausnar- verki, er henni í upphafi var falið. Aðdragandi Til almælis er haft, að kirkjan hafi varizt í vök undangengna mannsaldra. Afhelgun menning- ar og samfélags eru ekki ný- lunda. Hún rekur þvert á móti rætur aftur í aldir. I stuttu máli má orða einkenni þeirrar þróun- ar á þá lund, að heimsmenningin hafi verið að baksa við að byggja Guði út, gjöra hann óþarfan og óæskilegan. Viðbrögð kirkjunnar í þessari stöðu hafa verið á ýmsa lund. Samvinna og aðlögun, andóf og eindregin barátta hafa einkennt úrræði hennar á víxl. Kirkjan hefur þannig af þessu tilefni staðið á krossgötum æ ofan í æ. Alla jafna hefur hún fremur verið í vörn en sókn. Aðgjörðir kirkjunnar hafa ráðizt af end- urnýjuðum tilræðum árásaraðil- ans, en sjálf hefur hún tæpast haft bolmagn til að leggja til atlögu og taka frumkvæðið í baráttunni við þau öfl, er vilja feiga veröld trúar og kristni. Vöxtur veraldarhyggjunnar Að þessu leyti kunna það því að teljast litil tíðindi, þótt talað sé um kirkju á krossgötum sér- lega í dag. Hin litlu tíðindi standa hins vegar til endurskoð- unar, ef litið er nánar á þau öfl, er kynt hafa undir afhelgun Vesturlanda um langa hríð og gjöra enn. Það er alkunna, að lengi vel héldu þessi öfl vaxtarbroddi menningar- og þjóðfélagsþróun- ar í hendi sér. Nægir í því efni að minna á mannskilning upplýs- ingaraldar og margvísleg af- kvæmi hans, byltingarkenndar stjórnmálahugmyndir 19. aldar og bjartsýna framtíðarspá þeirra tíma, að ógleymdri tröllatrú nokkurra undangenginna kyn- slóða á vaxtarmöguleika raun- vísinda og tækni, ásamt þeim vonum um alfullkomið mann- félag, er þessu öllu tengdust. Ekki mun ofmælt, að framan af þessari öld sigldu þær hug- myndir, er nú voru nefndar, bæði hátt og mikinn og höfðu i hendi sér ráð almennings víða um lönd, beittu sívaxandi ógnarmætti fjölmiðlunar og áróðurstækni og leiddu landsmúginn eftir sér hvarvetna. Skipbrot veraldarhyggjunnar Sú breyting hefur orðið allra síðustu áratugina, að hin glað- beitta vonardýrð veraldarhyggj- unnar hefur vikið fyrir nýrri meðvitund um vanmátt og úr- ræðaleysi. Hér skal ekki sett á tölur um hrun hugmyndakerfa ellegar vonbrigði vegna stjórnar- fars í ýmsum heimsálfum. Eigi verður heldur fjölyrt um þá svartsýni varðandi þroskamögu- leika mannsins, sem tvær heims- styrjaldir hafa getið af sér og síðan áframhaldandi átök í ýms- um myndum. Sízt af öllu væri það drengskapur að hlakka yfir óförum þeirra tæknivísinda, er ætlað var að leggja grundvöll alsældar í mannheimi, en virðast nú að allra dómi vera á góðri leið með að breyta veröldinni í forardý. Hitt er rétt að horfast í augu við án allra undanbragða, að þeir hlutar heims, sem við þekkjum bezt og eitt sinn voru sérlegir heimahagar kristninnar, en urðu um skeið gróðurreitur afhelgun- ar og veraldarhyggju, búa í seinni tíð við sívaxandi örvænt- ingu. Verður hún þeim mun dýpri sem hærra bylur í tómri tunnu innihaldsleysis og brostinna vona. Ekki hefur alltaf þótt við hæfi að nefna þessar staðreyndir, sízt af öllu hér á Íslandi. Menn hafa verið ákærðir fyrir niðurrifs- starfsemi og svartagallsraus, ef þeim varð það á að gjöra hinu nýja ástandi umtalsverða skó. Nú virðist þeirri sennu vera lok- ið, enda öllum ljóst, hvernig komið er. Spámannlegar at- hugagreinar skálda og lista- manna innan lands og utan eru ekki lengur teknar sem hót- fyndni og áreitni við saklausa menn. Undirtektir kirkjunnar þjóna við málflutning þeirra eru almennar orðnar, en ekki sér- vizka fárra. Við horfumst loksins eftir nokkuð langa mæðu í augu við staðreyndir tómhyggjunnar án þess að fara undan í flæmingi svo nokkru nemi. Enda er hér einskis að dyljast og ekkert að harma. Það sem gjörzt hefur er einfaldlega þetta, að afhelgunin hefur beðið skip- brot. Veraldarhyggjan, sem verða skyldi burðarás nýrrar aldar, hefur alls ekki reynzt þess megnug að veita einstaklingum og þjóðum þá lífsfyllingu, sem mennskir menn fá ekki án verið. Því fer raunar víðs fjarri, að afhelgunin sé hætt að láta til sín taka. Menn halda dauðahaldi í þá efnis- og efnahagslegu ávexti hennar, sem fyrirferðarmestir hafa orðið. En það verður sífellt berara, að um er að ræða eigin- legt „dauðahald“. Úrræðalaus kynslóð grípur með krampa- kenndum rykkjum um rófubrodd lífvana forynju, er eitt sinn rudd- ist vígreif um völl, en liggur nú fallin á eigin bragði. Eggjaskurn ytri hagsældar lýkur um fúlan ávöxt: Hvítan og blóminn eru löngu hætt að gefa fyrirheit um þann Fönix jarðneskrar fullsælu, er fljúga skyldi úr egginu og gjöra óþörf öll þau verðmæti, sem ekki eru af þessum heimi. Við hjartarætur samtíðar okkar býr dapurlegur leiði. Og framtíð- in er ekki björt. Reyndar er fram- tíðin tæpast á dagskrá, einungis næstu skref — tilefni samfelldr- ar og sífleyttrar vangaveltu, er öðru fremur þjónar þeim tilgangi að fela þá staðreynd, að stóru vonirnar eru að engu orðnar og hið annálaða „stefnumark mann- kyns“ týnt og tröllum gefið. Hin nýja staða Andspænis þessu stendur kristin kirkja í dag. Hún á ekki lengur undir högg að sækja hjá hugdjörfum andstæðingi. Miklu fremur svipast hún um í valnum, sem þessi andstæðingur lét eftir sig, er hann féll og gróf heiminn undir sér í fallinu. Og þessi staða er ný, öldungis ný. Kirkjan stendur á krossgötum og á leiki á borði slíka sem hún tæpast hefur átt frá því á fyrstu öldum sögu sinnar, er hún tók að sópast um í rústum þeirrar menningar, sem þá var að hrynja með viðlíka hætti og veraldarhyggja Vestur- landa nú á dögum. r v SÖLUGENGI VERÐBRÉFA 2. september 1985 SpadsUitolDt bappdnattlilán og raðbiét Veðikuldabiél - TerðtiyggS SMugwgl Avöxturv DagafjöicM LAnet Nafrv Söiugangl m.v. Ar-ftokkur pr. kr. 100 aiknrta tM Inni.d. 2afb. vextir mi*m. Avöxtunar- 1971- 1 1972- 1 23,782,80 20.868,50 kmtv. 1 Seðlab 15.0045 Aérl HLV kröfu 7,50% 143 d. 12% 14% 18% 1972-2 17.186,51 Innlv 1 Seðlab 15.09.85 1 ér 4% 85 93 92 1973-1 1Z514.96 Innlv I Seðiab. 15.0645 2Ar 4% 91 90 88 1973-2 11.484,04 7,50% 143 d. 3ér 5% 90 87 85 1974-1 7.584,97 Innlv. I Seðiab. 154945 4Ar 5% 88 84 82 1975-1 8043,30 7,50% 128 d. 5Ar 5% 85 62 78 1975-2 4.491,31 740% 143 d. 6ér 5% 83 79 78 1978-1 4.063,87 7,50% 188 d. 7Ar 5% 81 77 73 1978-2 3.342,59 740% 143 d. 8ér 5% 79 75 71 1977-1 2.931,98 7,50% 203 d. 9*r 5% 78 73 68 1977-2 2.80641 Inniv. I Saðiab. 10.09.85 10Ar 5% 78 71 66 1978-1 1 96808 1978-2 1.884,34 Inntv ( Saðiab 10.09.65 1978-1 1978-2 1.365,98 1.065,03 7,50% 173 d. Inntv. I Seðiab. 15.09.85 Veðskuldabrél - óTgrðtrygjð 1960-1 919,76 740% 223 d. Sðlugangl m.v. 1960- 2 1961- 1 1961-2 72946 «20,78 45248 7,50% 740% 7,50% 53 d. LAnet 1 afb. A Ari 2afb. AArl 1 ér 43 d. 20% 26% 20% 26% 1982-1 425,27 7,50% 179 d. 1«r 79 •4 85 89 1962-2 32346 7,50% 29 d. 2*r 66 73 73 79 1963-1 247,07 740% 179 d. 3 Ar 58 83 83 70 1963-2 158,93 7,50% 1 ér 59 d. 4Ar 49 57 55 84 1964-1 16241 7,50% 1 *r 149 d. 5Ar 44 52 50 56 1964-2 145,08 7,50% 2 ér 1 d 1964-3 14040 7,50% 2 Ar 70 d. 1966-1 125,84 7,50% 2 Ar 128 d. IJaiabiél Vgiðbiétasjððslnt 197843 197841 3.684,06 3.40441 6,00% 6,00% 89 d. 208 d 19784 2.568,60 8,00% 1 Ar 86 d. Qanal pr. 30/9 - 1,17 1977-J 1961-1FL 2426,47 46242 8,00% •40% 1 Ar209d. 239 d. 5.000 Söluv*rb 5.960 1968118 83,04 11,00% 10 ér, 1 afb é Arl ■0.000 56.500 19682IB 96,01 10,00% 5 Ar, 1 afb. é Arl --------------------— N Ætlarðu að spara? Hveijar eru ósMr þínar um óvöxtun og áhœttu? íslenskur fjármagnsmarkaður í september Ávöxtun Serírœðingar okkar hja Fjaríestingaríelaginu aðstoða og veita raðgjöí við val a spamaðarkostum sem henta hverjum og einum. . ,. _ Fj a Sérgrei^ Verðbréfaniarkaður Fjárfestingaifélagsins Fjárhúsinu, Hafnarstræti 7. 101 Reykjavík, sími 28566. J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.