Morgunblaðið - 01.09.1985, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 01.09.1985, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 25 Heribert Hellenbroieh prýddi forsfAu Der Spiegel síAasta minudag. iiHi C7007C Hr. 3S _ 39. Jahrgang • DM I 76- Auguat 1985 Richard Meier, heldur fram að það taki að minnsta kosti tvö ár að bæta þann skaða sem uppljóstran- ir Tiedges til Austur-Þjóðverja gætu valdið og vikuritið Der Spi- egel vitnar í bandarískan leyni- þjónustumv.nn um að komið hefði á daginn sem alltaf var haldið: „Vestur-þýska leyniþjónustan er eins og gatasigti, uppfull af njósn- urum andstæðingsins." Þekking Tiedges er vænn fengur fyrir Markús Wolf, sem hefur ver- ið yfirmaður austur-þýsku gagn- njósnaþjónustunnar í 27 ár. Hann hefur náð umtalsverðum árangri í njósnum í Vestur-Evrópu á ferli sinum. Talið er víst að bandamenn Þjóðverja, sér I lagi Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn, verði héðan af tregir til að sýna þeim fullan trúnað í málum sem varða njósnir og hernað. Skuldum hlaöinn drykkjusjúklingur Ekki bætir úr skák að yfir- mönnum Tiedges hafði um langt skeið verið ljóst að það stofnaði öryggi þjóðarinnar í hættu að láta hann gegna svo ábyrgðarmikilli stöðu: hann var óreglumaður, safnaði skuldum og þjáðist af þunglyndi upp frá því að kona hans féll frá fyrir þremur árum. En kristibgi demókratinn Heri- bert Hellenbroich, sem var yfir- maður Tiedges til 31. júlí, gerði engar ráðstafanir til að setja hann af, þrátt fyrir þrálátar ábendingar öryggisdeildar stofnunnar sinnar. Þeirri kenningu hefur verið haldið fram að örvilnan hafi kom- ið Tiedge til að flýja og styður Hellenbroich hana: hann hafi þekkt Tiedge í nítján ár og treysti sér til að bera því vitni að lífsskoð- anir hans mæli gegn því að hann hafi unnið fyrir andstæðinginn um árabil. Hellenbroich leiðir að því getum að Tiedge hafi brugðið á flótta vegna þess að annar maður var tekinn fram yfir hann í stöðu- veitingu fyrir skömmu. Einnig gæti verið að hann hafi óttast að nýi yfirmaðurinn, Holger Pfahls, sýndi vandamálum hans ekki jafn mikinn skilning og Hellenbroich. En hvernig gat Hellenbroich réttlætt það að halda manni I svo ábyrgðarmiklu starfi, sem var ekki þess megnugur að sigrast á drykkjuvanda sínum? Síðastliðinn föstudag reyndi hann að gera grein fyrir sinni erfiðu aðstöðu: Atti hann að hjálpa breyskum undirmanni sínum og koma þann- ig í veg fyrir að hann gripi til ör- þrifaráða, eða reka hann?. Hellenbroich valdi fyrra kost- inn eftir nákvæma athugun, að eigin sögn. Sá kostur reyndist rangur og það varð úr, sem Hell- enbroich ætlaði að koma i veg fyrir: Tiedge flúði með umfangs- mikla þekkingu sína á ríkisleynd- armálum til Austur-Þýskalands. Hans Neusel, ritari Friedrichs Zimmermanns, innanrikisráð- herra, fellst á að betra hafi verið að veita Tiedge tækifæri til iðrun- ar og yfirbótar, en setja hann af. Og einhver benti á að ekki hefði Á heimili Tiedges var mikið um hjónaerjur og oft þurfti lög- reglan að skerast í leikinn. Van- hirtur garður þeirra hjóna var þyrnir í augum nágrannanna. Þar lágu ruslapokar í hrúgum og , sagði Tiedge eitt sinn við ná- granna sinna að helst vildi hann Steinsteypa garðinn og mála . ííteypuna græna. • Vandræðin færðust í aukana Í982 þegar kona hans lést af höfuðhöggi. Upp frá því voru dætur hans þrjár í umsjá móður einnar skóla- systra þeirra. Hun segir að drykkja Tiedges hafi ágerst eftir £áfall konu hans, á hverjum morgni hafi tóm glös legið á víð og dreif um íbúðina og dætur ' hans hafi kvartað undan fram- 1 Perði föður síns jafnframt því sem : þær byrjuðu drekka. Þá hafi skjöl Itegiö á glámbekk. -«• Móðirin hafði samband við gagnnjósnaþjónustuna 1983 og þaðan var sendur maður til að athuga málið, en hún segir að það hafi ekki verið til neins. Einn nágranna Tiedges, Hans Trömner, fyrrverandi ofursti, skrifaði yfirmanni hans, Heri- bert Hellenbroich, bréf 15. febrú- ar þessa árs þar sem hann sagði að með drykkjuskap sínum, skuldasöfnun og lifsháttum í samræmi við það, stefndi Tiedge öryggi þjóðarinnar í hættu. Hellenbroich svaraði bréfinu 20. febrúar og sagði að sér væri kunnugt um vandamál Tiedges og tveir samstarfsmenn Tiedges heimsóttu ofurstann skömmu síðar, en höfðu honum aðeins það að segja að ekki væri á þeirra valdi að gera neitt í málinu. Tiedge hvarf jafn hljóðlaust og hann hafði verið hávaðasamur í frístundum sínum og hafði ekki einu sinni fyrir því að kveðja dætur sínar. Heimiidir: Der Spiegel, Newsweek of Time. Þar sem njósnír eru daglegt brauð — Ýmis njósnamál úr sögu sambandslýðveldisins Vestur-Þýskaland er gós- enland hvers kyns njósna- starfsemi. Þar eru fleiri njósn- arar og uppljóstrarar á fer- kílómetra en nokkurs staðar í heiminum. Um þessar mund- ir er talið að einir 3.000 austur-þýskir njósnarar séu að störfum í Vestur-Þýskalandi og ólíklegt að Hans-Joachim Tiedge verði sá síðasti sem flýr austur yfir. Um þúsund njósnamál hafa kom- ið upp í Vestur-Þýskalandi á ári undanfarna þrjá áratugi. Þar á meðal er hin sorglega saga af njósnaranum Leonore Sutterlin, sem hengdi sig þegar upp komst að maðurinn hennar var njósnari fyrir KGB og hafði aðeins kvænst henni til að öðlast aðgang að leynilegum upplýsingum. Hér verður sagt frá helstu njósnamálum sem upp hafa komið í sögu sambandslýöveldisins. Otto John var yfirmaður vestur- þýsku gagnnjósnaþjónustunnar. Hann hvarf til Austur-Þýskalands 1954 og flutti áróður gegn Vestur- löndum á opinberum vettvangi. Hann kom aftur til Vestur-Þýska- lands ári síðar og hélt þá fram að sér hefði verið rænt og hann þvingaður til samstarfs við Aust- ur-Þjóðverja. John sat í fangelsi til 1958 og gerði nokkrar tilraunir til þess að reka af sér slyðruorðið eftir það. Guillaume-málið: Af öllum njósnahneykslum hefur ekkert haft slikar hræringar í för með sér sem mál Giinthers Guillaume. Guill- aume var einn helsti aðstoðarmað- ur Willys Brandt þangað til flett var ofan af honum í september 1974 sem austur-þýskum njósnara. Tveimur vikum síðar sagði Brandt af sér. Guillaume hafði öðlast traust Brandts fyrir tryggð sina við Sósíaldemókrataflokkinn frá því að hann flúði Austur-Þýskaland 1956. Hann var ráðinn aðstoðarmaður Brandts 1973, og um sumarið það ár tók Brandt hann með sér í frf til Noregs. Þar átti Guillaume þess kost að skoða þagnarbundin ríkis- skjöl kanslarans og fylgjast með skilaboðum frá Brandt til ríkis- stjórnarinnar í Bonn. Guillaume vann fyrir Brandt f fimmtán mánuði og hafði á þeim tíma gnótt tækifæra til að kynna sér ýmis leyniskjöl sem m.a. vörð- uðu tilraunir Vestur-Þjóðverja til að slaka á spennunni milli austurs og vesturs. Með því að koma uppiýs- ingum þar að lútandi til rikja Varsjárbandalagsins hefur hann án efa veikt stöðu Brandts til að knýja fram tilslakanir úr austri. Guill- aume var dæmdur til 13 ára fang- elsisvistar 1975, en var sleppt sex árum sfðar í njósnaraskiptum við A ustu r-Þj óðverj a. Lutze-hjónin: Guillaume-málið kom af stað miklum njósnaraveiö- um í vestur-þýsku leyniþjónust- unni. Sumarið '76 komst upp um 21 austur-þýskan njósnara og voru Lutze-hjónin feitasti bitinn. Loth- ar-Erwin Lutze og kona hans, Ren- ate, unnu i varnarmálaráðuneytinu og gátu sent upplýsingar um ráða- gerðir Atlantshafsbandalagsins til Austur-Þýskalands í fjögur ár áður en þau voru handtekin. Líkast til tókst þeim að koma fleiri og mikilvægari upplýsingum um ráðagerðir Atlantshafsbanda- lagsins til Austur-Berlínar en Guillaume, því hann hafði ekki að- gang aö skjölum þess nema endrum og eins. Renate Lutze var aftur á móti ritari starfsmannastjóra vamarmálaráðherra, Georgs Leber, og þurfti hann að segja af sér vegna málsins. Renate Lutze var sleppt úr haldi i sömu njósnaraskiptum og Guill- aume. Ritarinn sem var dreginn á tálar: Ursel Lorenzen var ritari vestur- þýskrar sendinefndar á Atlants- hafsbandalagsráðstefnu í Brussel. Hún hafði aðgang að leyniskjölum sem vörðuðu hernaðarmál og var jafnframt njósnari Austur-Þjóð- verja. Hún hafði verið tólf ár í Vestur-Evrópu áður en austur- þýskir njósnarar smygluðu henni til Austur-Þýskalands. Lorenzen var ekki fyrr komin inn úr kuldan- um en hún kom fram í austur-þýska sjónvarpinu og ljóstraði upp tugum pólitískra og hernaðarlegra leynd- armála sem hún hafði stolið. Þar á meðal voru skjöl Atlants- hafsbandalagsins um gloppur f áætlunum þess til að vernda óbreytta borgara og upplýsingar um dreifingu liðsafla og skotfæra ef til styrjaldar kæmi. Talið er að austur-þýskur njósn- ari f gervi hótelstjóra í Brussel hafi dregið hana á tálar og fengið hana til að njósna fyrir ástina. Rotsch: Hann virtist ósköp venju- legur borgari, barst lítið á og hafði andkommúnískar stjórnmálaskoö- anir. En Manfred Rotsch, yfirmað- ur flugverkfræðingadeildarinnar hjá Messerschmidt-Bölkow-Blohm, helsta vopnaframleiðanda Vestur- Þýskalands, var handtekinn 1979 fyrir njósnir í þágu KGB í október 1984. Hafði hann þá verið njósnari í 17 ár. Hann ljósmyndaði teikningar af öllum helstu vopnum og herþpt- um sem Messerschmidt framleiddi á þeim tíma og sendi beint til sendi- boða þeirrar deildar KGB sem sér um að safna upplýsingum um rann- sóknir vesturveldanna á sviði vís- inda og tækni. Mikill fengur þótti að Rotsch, en fyrst hann gat starfað svo lengi án þess að upp um hann kæmist gátu menn ekki varist þeirri tilhugsun, að fleiri njósnarar hefðu komið sér fyrir í ábyrgðar- miklum embættum án þess að upp um þá kæmist. Það sama kemur upp á teninginn nú, þegar Tiedge hefur sitt annað líf i Austur-Þýskalandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.