Morgunblaðið - 01.09.1985, Síða 26

Morgunblaðið - 01.09.1985, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 verið hægt að loka manninn inni, eins og tíðkast hjá KGB, þótt hon- um væri ekki að fullu treystandi. Hellenbroich hefur þegar fengið að gjalda þolinmæði sinnar gagn- vart Tiedge. Hann var leystur frá störfum á fimmtudag og Hans Georg Wieck, sendiherra Vestur- Þjóðverja hjá Atlantshafsbanda- laginu, var skipaður yfirmaður leyniþjónustunnar. Helmut Kohl hefur lýst því yfir opinberlega að Friedrich Zimm- ermann, innanríkisráðherra, yrði ekki vikið frá. Gagnnjósnaþjón- ustan heyrir undir ráðuneyti Zimmermanns og hafa ýmsir, þar á meðal Hans-Jochen Vogel, leið- togi sósíaldemókrata, farið fram á afsogn hans. Þeir, sem eru ábyrgir fyrir því að Tiedge hélt stöðu sinni, hugga sig nú með því að njósnarar í Austur-Þýskalandi voru varaðir við áður en ljóst var að svika- hrappurinn var staddur í Austur- Berlín og ferðir njósnara til Austur-Þýskalands voru stöðvað- ar. Einkaritarar undir fölsku flaggi Ursula Richter var undir eftir- liti gagnnjósnaþjónustunnar í sex mánuði áður en hún hvarf. Deild Tiedges tókst ekki að finna neinar sannanir gegn henni, og mögulegt er að Tiedge hafi varað hana við því að hún lægi undir grun. Hún gæti þá hafa komið viðvöruninni áfram til Sonju Lúneburg, einka- ritara Bangemanns. Þegar einkaritararnir hurfu leitaði lögreglan á heimilum þeirra og fann skjalatösku með leynihólfi og ljósmyndavél, sem nota mátti til að taka myndir af leyniskjölum. Við nánari athugun kom í ljós að Sonja Lúneburg og Ursula Richter voru ekki rétt nöfn stall- systranna. Kona að nafni Sonja Lúneburg vann við hárskurð í Vestur-Berlín. 1%6 tilkynnti hún vestur-þýskum yfirvöldum aðset- ursskipti sín til Colmar í Frakk- landi. Skömmu síðar flutti Sonja Lúneburg aftur til Vestur-Þýska- lands, en ekki hárskerinn heldur njósnarinn. Lögreglan segir að myndir, sem teknar voru af Sonju áður en hún fluttist til Frakklands og eftir komuna til Þýskalands, sanni að hér sé ekki um sömu kon- una að ræða. Hún var einkaritari Martins Bangemanns, sem var framarlega í flokki frjálsra demókrata (FDP) og er nú leiðtogi hans. Frjálsir demókratar hafa setið í öllum rík- isstjórnum Sambandslýðveldisins síðan 1969. Bangemann tók við embætti viðskiptaráðherra þegar Lambsdorff greifi sagði af sér vegna Flick-málsins. Ursula Richter tók sér nafn konu, sem var búsett í Freiburg og flutti til Austur-Þýskalands 1964. Staðgengill Richter kom til Vestur-Þýskalands frá Kanada. Austur-Þjóðverjar senda njósnara sína iðulega til Vestur-Þýskalands um eitthvert þriðja land til þess að vekja ekki eftirtekt útlendinga- eftirlitsins. Hún vann fyrir sam- tök landflótta Austur-Þjóðverja og hefur ekki getað náð í miklar upplýsingar þar, en vestur-þýsk yflrvöld telja að verkefni hennar hafi verið að koma skipunum til austur-þýskra njósnara. Einn þeirra gæti hafa verið Lor- enz Betzing. Hann var náinn vinur Richter og vann sem sendiboði hjá vestur-þýska hernum í Bonn. Ekk- ert hefur til hans spurst i tæpar tvær vikur og er talið að hann hafi flúið austur yfir. Á sjöunda ára- tugnum vann Betzing við að koma fyrir lyftum I kjarnorkubyrgi í Eifel-héraði, sem ætlað er ráða- mönnum Vestur-Þýskalands ef til kjarnorkustyrjaldar kemur. En hann getur ekki ljóstrað miklu markverðu upp um byrgið og f starfi sínu sem sendiboði fóru heldur ekki mikilvæg skjöl um hendur hans. Margarete Höke, ritari forseta Sambandslýðveldisins, Richards von Weiszackers, var handtekin fyrir viku. Forsetinn gegnir reyndar valdalitlu viðhafnaremb- ætti, en hann fær skýrslur um öll málefni ríkisstjórnar í sínar hend- ur og hafði Höke aðgang að þeim. Grunur féll á ritarann þegar henni bárust 4.100 mörk frá austur-þýskum tengilið sinum i Kaupmannahöfn. Yfirmaður í vestur-þýsku leyni- þjónustunni var handtekinn á fimmtudag, en grunurinn sem á hann féll reyndist ekki á rökum reistur og var hann látinn laus samdægurs. En nú virðist dæmið vera að snúast við og málið að flækjast: Austur-Þjóðverjar eru farnir að flýja til Vestur-Þýskalands. Mart- Sn Winkler, háttsettur embættis- maður úr austur-þýska utanrík- isráðuneytinu, flúði land á fimmtudag og sótti um pólitiskt hæli í Vestur-Þýskalandi. Vestur- þýsk dagblöð telja að hann tengist njósnamálinu. Kohl vill heröa eftirlit Mikið er nú talað um að rýmka þurfi lög um aðgang yfirvalda að persónulegum upplýsingum um starfsmenn vestur-þýska ríkisins. Sagt hefur verið að gagnnjósna- þjónustan hafi ekki fengið upplýs- ingar um Sonju Lúneburg hjá við- komandi yfirvöldum í Vestur- Berlín vegna þessara laga. Eftir að upp komst 1974 að Gúnther Guillaume, aðstoðarmaður Willy Brandts, var handgenginn Aust- ur-Þjóðverjum var sett fram laga- frumvarp á sambandsþinginu um einkamál starfsmanna, ritara og bílstjóra sem vinna með hátt- settum embættis- og stjórnmál- amönnum. Frumvarpið var fellt, þar sem það hefði í för með sér að friðhelgi einkalífsins yrði virt að vettugi. En Kohl virðist staðráðinn í að leggja fram tillögur um nánara eftirlit með ríkisstarfsmönnum þótt hann viðurkenni að ekki sé hægt að koma upp fullkomnu eft- irlitskerfi, sem komi í veg fyrir þau áform Austur-Þjóðverja að koma njósnurum fyrir í hverju skúmaskoti vestur-þýska stjórn- kerfisins. Kohl má vera þvi feginn að stjórnarandstaðan hefur haldið aftur af sér í njósnamálinu. Sósí- aldemókratar segja að hér sé um vandamál að ræða sem taka þurfi á í sameiningu, en græningjar gera grín að öllu saman. Daginn sem fréttist að Tiedge hefði beðið um pólitískt hæli í Austur-Þýska- landi kváðust græningjar hafa gert manntal í sínum röðum! Og viti menn: Tvo vantaði og hafði ekkert til þeirra spurst. Leiddu gárungarnir nú að því getum að þeir hefðu verið sendisveinar ná- grannaþjóðarinnar í austri. Þetta var framlag græningja til njósna- málsins. Ileimildir: Der Spiegel, Frankfurter Rundschau, Newsweek, Time, International Herald Tribune og AP. • o VOLUNDUR SKEIFUI Við höfum staðið í stórræðum í Skeifunni 19 að undanförnu. Þaropnar nústórog mikil búð og sýningarsalur þar sem aðaláhersla er lögð á að sýna og selja Uno form innréttingar, fjölbreytta framleiðslu Völundar og D-line vörur. |MMRÚTTINGAR FRÁ (JNO FORM Uno form eru danskar innréttingar sem hlotið hafa einróma lof hönnuða, iðnaðarmanna og síðast en ekki síst notendanna sjálfra. Uno form byggir á einföldum formum eins og nafnið bendir til. Efnið og smíðin eru óvenju vandað, t.d. eru allar skúffur úr gegnheilum viði, útlitið er stílhreint og fágað. í Íýnmgarsalnum er fjöldi uppsettra eldhús- ]innréttinga, sem gefa góða hugmynd um möguleikana. En Uno form er ekki hgöngu eldhúsinnréttingar inrettmgar i baðherbergi, forstofur, borðstofur og skrifstofur eins og sjá má í salnum. Arkitektinn okkar veitir áhugafólki um Uno form fullkomna þjónustu að kostnaðarlausu. ! ÚTI-OQ IMMIHURÐIR, QLUQQAR OQ Fög Úti- og innihurðir, gluggar og fög frá Völundi er löngu landsþekkt og viðurkennd framíeiðsla. Nýjar gerðir koma sífellt á markaðinn og nú er hægt að virða hurðirnar fyrir sér uppsettar með öllu tilheyrandi. Völundur framleiðir nú m.a. útihurðir úr furu, oregon pine, og tekki og innihurðir í fjölmörgum gerðum. SVONAGERUMV®

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.