Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 Umfangsmiklar flotaæfíngar NATO: Tugur skipa sigl- ir inn í Hvalfjörð á mánudaginn Þessi raynd var tekin i Möðrudalsöræfum nýlega. Þar er allra veAra von úr þessu. Flestir fjallvegir færir „ÁSTANDIÐ á fjallvegum landsins er sæmilegt ennþá, vegirnir um Sprengisand, Uxahryggi, Kaldadal og Kjöl eru enn færir flestum bílum," sagði Ólafur Torfason hjá Vegaeftirliti ríkisins í samtali við Morgunblaðið. „Ég veit ekki til að neinir vegir séu ófærir nema vegurinn yfir Hellisheiði eystri. Axarfjarðarheiði er ófær fólksbílum og á Möðrudalsöræfum er hált. Hinsvegar má búast við að færð fari að versna hvað úr hverju. Á Austurlandi hefur gránað í byggð svo þar geta menn verið viðbúnir hálku." Neikvæðir vextir á afurðalánum: Viðskiptabankarnir standa frammi fyrir miklum vanda VEXTIR afuróalána til landbúnaðarins eru neikvæóir og nú þegar fer aó líóa aó sláturtíó hafa margir vióskiptabankanna áhyggjur af því að ekki sé unnt aö standa undir lánveitingunum. Afurðalán bera 26,25% vexti og eru óverð- tryggð. Ef ekki verður breyting á stefnir í stórvanda fyrir þá banka sem standa aö mestu undir afuróalánunum. UM 140 SKIP og kafbátar og hundr- uð flugvéla taka þátt í umfangsmikl- um heræfingum NATO á Atlants- hafinu sem nú standa yfir og mióa aó því að verja flutningalestir á leiö frá Bandaríkjunum til Evrópu. Á mánudaginn nk. verður hluti skip- anna við strendur íslands og sjö flutningaskip og tvö olíubirgðaskip Flugleið- ir segja sumar- fólkinu upp UPPSAGNIR um 130 Bugfreyja og flugþjóna eru um þessar mund- ir að taka gildi og ennfremur er verið að segja upp öðru starfsfólki, sem í sumar hefur unnið hjá fyrir- tækinu á flugvöllum og hótelum. Er hér um að ræða starfsfólk, sem aðeins var ráðið til hausts. Engum flugmönnum hefur verið sagt upp. Sveinn Sæmundsson, blaða- fulltrúi Flugleiða, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að hér væri um að ræða svokallað sumarfólk og fólk, sem hafið hefði störf fyrr á árinu og við ráðningu verið sagt, að það gæti ekki búizt við vinnu nema fram á haust. Alltaf væri mikið um ráðningar fyrri hluta árs, þegar umsvif félagsins ykjust, en síð- an væri viðkomandi fólki sagt upp, er umsvifin drægjust sam- an á haustin. Sem dæmi um starfsmannafjöldann í sumar mætti nefna að alls hefðu um 300 flugfreyjur og flugþjónar starfað hjá félaginu. munu sigla í fylgd íslensks varðskips inn í Hvalfjörð og hafa þar viðdvöl í einn sólarhring. Flugvélar varnar- liósins á Keflavíkurflugvelli munu taka þátt í æfingunum hér við land. Það er yfirmaður Atlantshafs- flota NATO, Wesley McDonald, sem stjórnar æfingunum, sem hóf- ust þann 28. ágúst sl. og standa til 20. september. Æfingarnar fara fram á sjóleiðunum milli Boston og íslands, Portúgals og Bret- lands, og frá Skotlandi og íslandi til Ermasunds. Flotanum er skipt í fimm hópa, hver með sínu lyk- ilskipi, sem eru fjögur flugmóð- urskip og eitt orustuskip. Skipin eru America, Saratoga, Eisenhow- er, Ulustrious og orustuskipið Iowa. „Bankarnir hafa lýst áhyggjum sínum við mig og þau mál verða athuguð á næstunni, en hver niðurstaðan verður skal ég ekki segja um,“ sagði Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra þeg- ar hann var spurður um þessi mál. Það sem gerst hefur er að verð- bólguþróunin hefur ekki orðið sú sem ríkisstjórnin reiknaði með eða stefndi að. Vextir afurðalána eru ákveðnir af ríkisstjórn að fenginni tillögu frá Seðlabanka. Við ákvörðun vaxtanna var gengið út frá forsendum ríkisstjórnar- innar um verðlagshækkanir. Sam- kvæmt endurskoðaðri spá Þjóð- hagsstofnunar mun framfærslu- vísitalan hækka frá síðustu ára- mótum til ársloka um 30%, áður var gert ráð fyrir 20% hækkun. Vextir af þessum afurðalánum eru eins og áður segir 26,25%. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins verða ekki teknar ákvarðanir fyrr en eftir 10. þessa mánaðar um það hvort vextir verða hækkaðir, en þá liggur fyrir hversu mikið framfærsluvísitalan hefur hækk- að. Nú þegar sláturtíðin fer í hönd munu afurðalánin leggjast þungt á bankana ef vextir verða ekki hækkaðir, en út á sláturafurðir er stærsti hluti lánanna veittur. Það eru einkum Landsbankinn, Búnað- arbankinn og Samvinnubankinn sem standa undir afurðalánunum. Morgunblaöiö/J.S. Jón ísberg sýslumaður ásamt ritara sínum stjórnar hér uppboðinu á stóðhestinum. Stóðhestar handsamaðir Blonduósi, 5. aepteniber. JARPSOKKÓTTUR þriggja vetra stóóhestur var á dögunum handsamað- ur í Sauðadal í A-Hún. Þar sem lög kveða á um að lausaganga stóðhesta sé óleyfíleg má þetta teljast eðlileg aðgerð. Þessi stóðhestur var síðan boðinn upp að Stóru-Giljá mið- vikudaginn 4. september. Jón ts- berg sýslumaður Húnvetninga stjórnaði uppboðinu og óskaði eftir boðum í hestinn. Það er skemmst frá því að segja að eftir tiltölulega stutta stund og fá til- boð var stóðhesturinn sleginn Einari Svavarssyni á Hjalla- landi fyrir 6000 kr. Þótti mönnum sem von var lítið verð fyrir gripinn. Haukur Pálsson á Röðli sem aðstoðað hafði við að markaskoða hestinn í húsunum á Stóru-Giljá lét hafa eftir sér að hann hefði boðið betur í hest- inn væri hann ekki svona hræddur við hann. Það virðist sem eitthvert líf sé aö færast í þessi mál þvi það stendur til að bjóða upp annan stóðhest 7. september í Svína- vatnshreppi. Sá stóðhestur var handsamaður á Svínavatnshálsi fyrir nokkrum dögum. JJS. Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri: Verðtrygging inn- og út- lána verður ekki aflögð „ÞAÐ ER langt frá því að það sé komið það traust á markaóinum hér á landi að fólk sé reiðubúið að binda fé sitt til lengri tíma, nema því aðeins að það hafi einhvers konar verðtryggingu," sagði Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann um það hvort von væri á því að verðtrygging inn- og útlána banka og sparisjóða yrði afnumin. Jóhannes sagði að á meðan að verðbólgan væri ekki lægri en raun ber vitni og menn hefðu ekki meiri trú á framtíðarverðgildi peninganna, þá yrði erfitt að kom- ast út úr verðtryggingunni: „Ég held að bankarnir telji það of áhættusamt að leggja niður verð- trygginguna, enn sem komið er, þó menn vilji þegar til lengri tíma er litið komast yfir á venjulega vexti.“ Þá benti Jóhannes á að bankarnir stæðu í samkeppni við verðtryggð verðbréf, og verð- tryggð spariskírteini ríkissjóðs um sparifé landsmanna, en mjög stór hluti innistæðna í bönkum er verðtryggður með beinum eða óbeinum hætti. Vextir eru ákveðnir til skamms tíma í einu, en Jóhannes sagöi að þegar lagt er inn á reikninga I inn- lánsstofnunum til langs tlma þá veit viðkomandi ekki hvaða vexti hann kemur til með að fá. Með verðtryggingu er hins vegar gefin trygging fyrir því að peningarnir haldi verðgildi sínu. Aðspurður sagði Jóhannes að auðvitað væri þetta einnig spurning um það hversu sveigjanlegt vaxtakerfið væri hverju sinni. Jóhannes taldi að verðtrygging myndi haldast enn um sinn, enda engar áætlanir um að fella hana niður, hvað sem yrði i framtíðinni. Sjá einnig leióara Morgunblaðs- ins. Sauðfjársjúkdómanefnd: Niðurskurði frestað á sunnanverðum Vestfjörðum SAUÐFJÁRSJÚKDÓMANEFND samþykkti á fundi sínum í vikunni að fresta niðurskurði sauðfjár vegna riðuveiki sem fyrirhugaður var í haust í þremur hreppum á sunnanverðum Vestfjörðum til næsta hausts. í fyrra var skorið niður fé á öllum bæjum í Barðastrandar- hreppi og tveim bæjum í Arnar- firði. Fyrirhugað var að skera niður í Tálknafjarðarhreppi, Suð- urfjarðahreppi og Ketildalahreppi í haust en fjáreigendur mótmæltu þeirri aðgerð. Á síðasta aðalfundi Búnaðarsambands Vestfjarða varð samkomulag um að fresta niðurskurðinum til næsta hausts og að sögn Kjartans Blöndal, fram- kvæmdastjóra Sauðfjárveiki- varna, féllst sauðfjársjúkdóma- nefndin á það en taldi að skilyrðis- laust ætti að lóga því fé sem fyrir- hugað var að lóga í fyrrahaust, og landbúnaðarráðuneytið hefur fyr- irskipað, en það er á einum bæ á Rauðasandi og öðrum í Tálkna- firði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.