Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 3 María Sólveig Hédinsdóttir, annar skólastjóri Tjarnarskóla, flytur setn- ingarávarp sitL Tjarnarskóli sett- ur í fyrsta sinn TJARNARSKÓLI, nýi einka- grunnskólinn vió Tjörnina í Reykjavík, var formlega settur í Kvennaskólanum í Reykjavík í gær, og hefst kennsla nk. mánu- dag, 9. september. Viðstaddir skólasetninguna voru kennarar og nemendur ásamt foreldrum sínum. María Sólveig Héðinsdóttir, annar skólastjóri Tjarnarskóla, bauð viðstadda velkomna til fyrstu setningar Tjarnarskóla. Kvað hún eitt af meginmarkmið- um með stofnun skólans vera að efla uppeldis- og fræðslustarf meðal íslenskra barna og ung- menna. Stór þáttur í starfsemi skólans yrði að kynna nemend- um það þjóðfélag sem þeir lifðu í. Því væri mikil áhersla iögð á atvinnulífsfræðslu, með aðstoð fjölmargra fyrirtækja og stofn- ana. Tjarnarskóla hefur verið fundinn staður í hinu gamla menntasetri við Tjörnina. María Sólveig sagði að skólinn hefði þar til afnota þrjár kennslustof- ur auk skrifstofu og annarrar aðstöðu. Nemendur skólans á komandi vetri yrðu 75 í þremur bekkjardeildum, 7., 8. og 9. bekk. Öll kennsla færi fram í Tjarnar- skóla utan kennslu í tölvu- og heimilisfræðum. Tölvufræði yrðu kennd í húsnæði Stjórnunarfélags fslands og heimilisfræði í Álftamýrarskóla. María Sólveig þakkaði því- næst öllum þeim sem þátt hefðu átt í því að gera Tjarnarskóla að veruleika. Kvað hún það von sína og trú að nemendur og starfs- menn skólans ættu eftir að eiga ánægjulegar samverustundir á komandi vetri. Að svo mæltu af- hentu skólastjórarnir, María Sólveig Héðinsdóttir og Margrét Theódórsdóttir, nemendum stundaskrár sínar og lýstu Tjarnarskóla settan. Morgunblaðið/Ölafur K. Magnússon Skólastjórar og kennarar Tjarnarskóla fyrir utan gamla Miðbæjarskól- ann, þar sem hinn nýi einkaskóli hefur aðsetur sitL F.v. Anna Þórhalls- dóttir, Anna Bjarnadóttir, Rós Bender, María Sólveig Héðinsdóttir, og Margrét Theódórsdóttir skólastjórar, Sigríður Ólafsdóttir, Þórdís Krist- insdóttir, Ellen Svavarsdóttir og Elín K. Thorarensen. Á myndina vantar tvo kennara, Auðunn Einarsson og Álfheiði Sigurgeirsdóttur. 3 Glæsilegt úrval í fiskborði ‘n' ^ /J) Það er skemmtilegt að versla í V ÍÐI! Opið til kl. 20í Mjóddinni en til kl. 19 í Starmýri og Austurstræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.