Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 37 Verk- og kerfisfræðistofan Reyklaus vinnustaður að hlýtur að vera hreint og gott loftið hjá þeim á Verk- og kerfisfræðistofunni því þar hefur sú regla gilt að ekki sé reykt á vinnustað. Um þrjátíu manns vinna hjá fyrirtækinu og síðan það var stofnað 1981 hefur þessi siður verið í heiðri hafður. Að sögn starfsmanna sem starfa ann- ars við hugbúnaðarþróun dags daglega hefur þetta mælst mjög vel fyrir og þá ekki síst hjá þeim sem reykja ekki. Þegar viðskiptavinirnir koma inn og spyrja hvort leyfilegt sé að reykja er þeim bent vinsamlega á að þessi siður sé ríkjandi í fyrir- tækinu en þó gerðar undantekn- ingar ef þannig ber undir. Tölvustýrðir skór Hér gefur aó líta nýjustu skokkskóna frá Adidas. Þeir hafa að geyma örsmáa tölvu, er sýnir hlauparanum vegalengdir, hraða og jafnvel hvað margar hitaeiningar hafa tapast. Hlauparinn matar tölvuna áður en lagt er af stað á t.d. líkamsþyngd og skrefalengd og síðan vinnur tækið undir stóru tánni sitt verk. Skórnir koma á markaðinn í Bandaríkjunum með haustinu. Númer tvö í kepprxi um ungfrú ísrael COSPER — Nú veit ég hvað ég fæ í afmælisgjöf — kvef frá þér. Barnabarn Begins Ayelet Milo, 17 ára yng- ismær, varð númer tvö í kcppninni um ungfrú ísra- el. llngfrúin vakti líka at- hygli vegna þess að hún er barnabarn fyrrverandi forsætisráðherra, Men- achem Begin, og frænka utanríkisráðherrans. Þó svo að hún eigi ættir sínar að rekja til stjórnmála- manna hyggst hún ekki snúa sér að þeirri hlið. VLT HRAÐABREYTAR fyrir: dælustýringar, færibönd, ioftræstingar, hraðfrystibúnað o.fl. Danfoss VLT hraðabreytar fyrir þriggjafasa rafmótora allt að 30 hö. Hraðabreytingin er stiglaus frá 0-200% og mótorinn heldur afli við minnsta snúningshraða. Leitið frekari upplýsinga í söludeild. = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞUÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.