Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 Túlkun tónlistar er alltaf persónuleg Rætt við organistana Ann Toril Lindstad og Þröst Eiríksson Kirkjutónlistin er að vísu oft alvarleg, en Ann Toril og Þröstur eru samt ekki alltaf svona alvarleg. Þarna eru þau við orgelið í Laugarneskirkju og skoða saman eitthvert verkið. Hjónin Ann Toril Lindstad og Þröst- ur Eiríksson hafa verið ráðin til að gegna stöðu organista við Laugarnes- kirkju í Reykjavík og hófu þau ný- lega störf. Þá hafa KFUM og KFUK í Reykjavík einnig ráðið Þröst í hlutastarf að tónlistarmálum félag- anna. Síðustu sex árin hafa þau stundað tónlistarnám í heimalandi Ann Toril, Noregi, og eru þau fyrst beðin að segja nokkuð frá náminu: — Við lukum bæði cand. mag.-- prófi í kirkjutónlist eftir fjögurra ára nám við Tónlistarháskólann í Osló. Það er hefðbundið nám í orgelleik, kórstjórn og öðrum kirkjutónlistargreinum, en síðan tókum við bæði tvö ár til viðbótar og lukum þá svokölluðu cand. musicae-prófi. Aðalgrein Ann Toril í fram- haldsnáminu var orgelleikur og Þröstur lagði stund á sálma- og helgisiðafræði ásamt orgelleik og hljómfræði: — Já, ég tók fyrir Pétur Guð- jónsson og starf hans á sviði kirkjutónlistar, segir Þröstur. — Pétur var fyrsti orgelleikarinn við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hann lauk kennaranámi í Danmörku 1840 þar sem mikill hluti námsins var stjórn kirkjusöngs og orgel- leikur. Starf hans sem dómorgan- isti og kennari við Lærða skólann markaði miklar breytingar á kirkjusöngnum, það miklar að fólk kallaði kirkjusöng hans „nýja sönginn" og var það notað sem skammarheiti, en ritgerð mín um Pétur heitir einmitt Nýi söngur- inn. En hvernig gengur þeim tveimur að skipta með sér hálfri stöðu organista og hvernig munu þau haga störfum sínum? — Það er náttúrlega ekki full- mótað ennþá og við verðum að átta okkur á því smám saman. Trúlega eru ekki margir sem skipta með sér starfi sem þessu, en starf org- anista við Laugarneskirkju er eins og hjá öðrum organistum, við spil- um við messur og eigum að annast tónlistarhliðina með kór og í samráði við prestinn. Þröstur kvaðst gera ráð fyrir að hann myndi sennilega fremur hafa á sinni könnu kórstjórn, Ann Toril þá frekar sjá um tónleika og bæði sjálfstýringar Wagner-sjálfstýringar, komplett með dælusettum 12 og 24 volt, kompás og fjarstýringum fram á dekk, ef óskað er, fyrir allar stærðir fiskiskipa og allt niöur í smá trillur. Sjálf- stýringarnar eru traustar og öruggar og auðveldar í uppsetningu. Höfum einn- ig á lager flestar stærðir vökvastýrisvéla. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Atlas hf Borgartún 24 — Sími 26755. Pósthólf 493, Raykjavfk myndu þau skiptast á að spila við messur, en þessi verkskipting væri ekki fastbundin. — Það verður okkar hlutverk að auka fjölbreytni tónlistar í kirkjustarfinu eftir megni, sagði Þröstur, og ég vona að við getum til dæmis komið á fót kór sem vill taka þátt í því. Þá hef ég í huga að slíkur kór æfi ýmis kirkjuleg verk til flutnings við sérstök tæki- færi í guðsþjónustunni, mótettur og fleira, en hinn hefðbundni sálmasöngur kórsins í messunni verði ekki fjórraddaður heldur einraddaður forsöngur sem hvetur hinn almenna kirkjugest til auk- innar þátttöku. Margt væri hægt að gera með þannig kór eins og dæmin hafa sýnt og það er engin hætta á að erfitt verði að finna verkefni. Ann Toril segir að fyrir utan þetta starf muni þau reyna að efna til sérstakra tónleika þar sem hún taki til dæmis til flutnings einhver orgelverk og hægt væri að hugsa sér blandaða tónleika kórs og orgels. Orgeltónleikar — Þessi verkskipting stafar líka af því, segir Ann Toril, að ég er að undirbúa orgeltónleika, kannski í haust og áreiðanlega í janúar. Ég ætla að reyna að sækja námskeið í Hollandi í haust og í janúar gefst mér kostur á að spila í tónlistar- höllinni í Osló. Ég býst við að geta gefið íslendingum eitthvert sýnis- horn af þeim tónleikum líka. — Annars verður það líka að ráðast af því hvað við komumst yfir mikið, segja þau, - og vissulega kostar allt svona starf peninga fyrir utan laun organista. Þess vegna byggist það upp á framlagi sjálfboðaliða auk þeirra fjárveit- inga sem fást til annars. Auðvitað væri draumurinn sá að koma upp barnakór og kannski unglingakór og síðan gætu menn haldið áfram í kórstarfi á fullorðinsárum. Þann- ig fengist reynt fólk og vel þjálfað í kórstarfi, en tíminn verður að leiða það í ljós hvernig svona draumar rætast. Á námsárunum spilaði Þröstur Háþrýstidælur, mótorar, ventlar og stjórntæki í vökvakerfi til sjós og lands. Elnkaumboð ó íslandi. Atlas hf Borgartún 24, sími 26755. Pósthólf 493 — Reykjavík. MetsökiHad á hverjum degi! við kirkju í Osló og við spyrjum hann hvort mikill munur sé á tón- listarlífi í kirkjum þar og hér: — Hann er talsverður og þá einkum að því er varðar allar aðstæður. Norðmenn eiga margar og miklar kirkjur með góðum hljóðfærum, vönduðum orgelum. Starfsaðstaða safnaðanna er líka betri en hér, því þar eru fleiri starfsmenn en prestur og organisti launaðir af ríkinu og bæjarfélög- unum og ríkið tekur meiri beinan þátt í hinum daglega rekstri kirkj- unnar en hér. Það þýðir að auð- veldara er til dæmis að reka fjöl- breytt tónlistarlíf í kirkjunni. Hins vegar held ég að áhugi á kórstarfi sé meiri hérlendis en í Noregi. Þar er mikil lúðrasveita- menning ef svo má segja og annar hver maður er meðlimur í lúðra- sveit, rétt eins og að hér syngur annar hver maður í kór. Þess vegna held ég að við eigum auðvelt með að koma upp góðum kórsöng í kirkjunni, enda eru til hér margir góðir kórar. En hvað segið þið um aðstöðu til orgeltónleikahalds hér? — Aðstæður eru náttúrlega ekki eins góðar og við helst vildum. Vissulega á það eftir að breytast, með nýjum orgelum í Dómkirkj- unni og síðar í Hallgrímskirkju og víðar, en hér í Laugarneskirkju takmarkar hljóðfærið nokkuð það sem mögulegt er að spila af kirkju- tónlist. En með betri hljóðfærum skapast líka aukin tækifæri og vissulega verður það alltaf svo að við munum að einhverju leyti nota mismunandi kirkjur fyrir mis- munandi tónlist. Reynum hérlendis Var það erfið ákvörðun hjá ykkur að velja í hvoru landinu þið vilduð starfa? — Nei, eiginlega ekki. Við vorum sammála um að reyna fyrir okkur hér og það verður bara að koma í ljós hversu lengi það verður. Ytri aðstæður eru að mörgu leyti betri í Noregi eins og áður gat, en við vonum að þetta gangi allt vel. Okkur fyndist auðvitað æskilegast að fá hvort um sig sérstaka stöðu, en við erum ekkert hrædd við að vinna saman á þennan hátt. Verður enginn ágreiningur um túlkun og meðferð tónverka sem þið eruð að æfa? — Tónlistin er alltaf persónuleg og hver tónlistarmaður túlkar verkin eins og honum er lagið og finnst réttast. Auðvitað erum við ekki alltaf sammála, þetta er alltaf matsatriði, en okkur finnst gott að vera ekki að æfa sama verkið á sama tíma. Það gæti valdið óþarflega miklum skoðanaskiptum og truflað heimilisfriðinn! En það er líka ágætt að geta fengið við- brögð á það sem við erum að gera hjá hinum aðilanum. Það má líka minna á að túlkun manna er oft breytileg. Nú spiia menn Bach til dæmis allt öðruvísi en var fyrir 20 árum. Nú er reynt að afla sem gleggstra upplýsinga um það hvernig gömlu meistararn- ir vildu að spilað væri og með betri heimildum um það breyta tónlist- armenn túlkun sinni og reyna sem mest að líkja eftir því sem var um þeirra daga. Tónlist hjá KFUM ogK Þröstur er að lokum spurður í hverju starf hans hjá KFUM og KFUK verður fólgið: — Það snýst um hvaðeina er lýtur að tónlistarmálum, sem hafa verið fjölbreytt hjá félögunum gegnum árin. Þar hafa starfað sönghópar og kórar og það þarf að annast undirleik, útgáfu söng- bóka og kanna nótur og ný lög og sjá um þjálfun þeirra er vilja leggja liðsinni sitt til söngmála. Það þýðir samt ekki að ég vinni sjálfur alla hluti heldur er þetta starf meira í því fólgið að virkja sem mest hinn almenna félags- mann og sjá til þess að tónlistarlíf- ið þar geti verið með sem mestum blóma. Þarna er ég kannski eitt- hvað að keppa við sjálfan mig með því að sinna svo hliðstæðum störf- um, en þó held ég að þetta eigi að geta gengið og að gott samræmi verði þarna á milli. Afmælisboð Pinters Myndbönd Árni Þórarinsson Þegar fyrsta leikrit Harolds Pinter í fullri lengd, The Birthday Party, var frumsýnt í London ár- ið 1958 botnuðu gagnrýnendur hvorki upp né niður í því og sýn- ingum var hætt eftir þrjá daga. Áratug síðar var þetta leikrit kvikmyndað og mér er til efs að þeim hafi fjölgað sem skildu til hlítar hvað höfundur er að fara. Nú er þessi kvikmynd komin á spólur á myndbandaleigunum hér og svo mikið er víst að leig- urnar hafa ekki fundið haus eða sporð á verkinu, því óvíða er myndin flokkuð sem „spennu- mynd“. Það er að vísu nokkur spenna í því rafmagnaða andrúmslofti sem Pinter skapar með samtala- kúnst sinni. En sú spenna er ekki af viðtekinni sort. The Birthday Party er dæmi um þá sérkenni- legu mixtúru fáránleika og raunsæis sem Pinter innleiddi í breska leikritagerð og náði há- marki á sjöunda áratugnum. Leikvettvangurinn er niður- drabbað gistiheimili á suður- strönd Englands sem rekið er af rosknum hjónum. Hjá þeim dvelst einn gestur. Tveir dular- fullir menn úr fortíð hans sækja hann heim á afmælisdegi hans og eftir undarlegt afmælisboð . fara þeir með hann burt. Þetta er nú atburðarásin í hnotskurn. Persónusköpun er heldur ekki matarmikil í hefðbundnum skilningi; viðbrögð fólksins og innbyrðis sambönd þess eru ein- att órökrétt, óútreiknanlegt. En hið næma eyra höfundar fyrir hljómfalli vors daglega þvaðurs magnar upp sérstæða orðræðu verksins; lágkúra og flatneskja fær ekki aðeins kómíska vídd heldur nánast kosmíska merkingu. t kvikmyndinni The Birthday Party er ekki veikan hlekk að finna í leikhópnum; einkum er Dandy Michels dásamleg sem hin tornæma húsfrú, Robert Shaw sem manískur og hræddur gesturinn og Sidney Tafler og Patrick Magee sem „skuggar for- tíðarinnar". En myndin er allt of löng og valið á leikstjóranum, bandaríska hasarmyndastjóran- um William Friedkin (The French Connection I, The Exor- cist I) í meira lagi misráðið. Friedkin virðist ekki hafa fattað eðli verkefnisins og grípur til Harold Pinter — meistari innan- tómrar samræðulistar. þess að rjúfa einangrun persón- anna með tilgangslausum úti- atriðum sem dregur úr þeirri innilokunarkennd sem mettar verkið. Hann er líka hallur und- ur fáranlega linsunotkun og val sjónarhorna sem eru út í hött. The Birthday Party er for- vitnileg fyrir þá sem vilja kynn- ast Pinter og breskum úrvals- leik. En þetta er leikrit sem á heima í leikhúsi eða sjónvarpi. Stjörnugjöf: The Birthday Party * ★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.