Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 W Sjötugur: Ofeigur Sigurðs- son frá Keflavík ófeigur vinur minn Sigurðsson frá Keflavík er sjötugur í dag 6. september. Með þessum fáu línum vil ég senda þessum öðlings dreng mínar beztu óskir í tilefni dagsins. Ég er þess fullviss að ófeigur er hvers manns hugljúfi er honum hafa kynnst. Ég kynntist ófeigi fyrir um það bil 6 árum og síðan hefur aldrei borið skugga á okkar kunningsskap. Framkoma þessa mæta drengs einkennist af trygg- lyndi, góðmennsku, tillitssemi og öðrum góðum dyggðum, er hann ber í ríkum mæli. Slíkir menn geta aldrei eignast nema vini. Ófeigur Sigurðsson fæddist 6. september árið 1915 á Eskifirði. Foreldrar hans voru María Guð- mundsdóttir og Sigurður ólafsson. Þriggja ára gamall fluttist fjöl- skylda hans til Keflavíkur og er þangað kom var honum komið í fóstur til Önnu Hákonardóttur og Einars Jónssonar þar sem hann ólst upp. Reyndust þau Anna og Einar honum ávallt sem bestu foreldrar. Upp úr fermingu fór ófeigur að stunda sjómennsku með syni Ein- ars, Þórhalli, og varð sjómennskan hans megin lífsstarf upp frá því. Það er ávallt ánægjulegt að vita er góðir og dugmiklir drengir leggi sig fram til stuðnings aðal uppi- stöðu atvinnugreinar íslenzku þjóðarinnar. ófeigur giftist Steinunni Krist- mundsdóttur 31. maí 1968. Hjóna- band þeirra varð stutt, því hann missti konu sina 14. nóvember 1975. Er ófeigur minnist margra góða ára og kunningja, nefnir hann helst börn hins nafntogaða manns Stjána bláa og okkar sam- eiginlega vinar Marteins Árnason- ar bóksala í Keflavík. Ég vil að lokum óska þess að mega njóta ánægjulegra stunda með ófeigi sem allra lengst. Lifðu heil vinur minn. Guðmundur Samúelsson ■* G-fcVrr öútt * AUStURSTl^ÆTI 1G iTT 'T c f-y 1 k »h 0 f r i AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Heinrich Heine 17. sept. Bakkafoss 1. okt. Vessel 15. okt. Bakkafoss 29. okt. NEW YORK Heinrich 16. sept. Bakkafoss 30. sept. Vessel 14. okt. Bakkafoss 28. okt. HALIFAX Bakkafoss 4. okt. Bakkafoss 1. nóv. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Alafoss 8. sept. Eyrarfoss 15. sept. Álafoss 22. sept. Eyrarfoss 29. sept. FELIXSTOWE Álafoss 9. sept. Eyrarfoss 16. sept. Álafoss 23. sept. Eyrarfoss 30. sept. ANTWERPEN Álafoss 10. sept. Eyrarfoss 17. sept. Alafoss 24. sept. Eyrarfoss 1. okt. ROTTERDAM Álafoss 11. sept. Eyrarfoss 18. sept. Alafoss 25. sept. Eyrarfoss 2. okt. HAMBORG Álafoss 12. sept. Eyrarfoss 19. sept. Álafoss 26. sept. Eyrarfoss 3. okt. GARSTON Fjallfoss 9. sept. Fjallfoss 23. sept. Fjallfoss 7. okt. PINETAR Skeiösfoss 9. sept. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Skógafoss 8. sept. Reykjafoss 15. sept. Skógafoss 22. sept. Reykjafoss 29. sept. KRIST1ANSAND Skógafoss 9. sept. Reykjafoss 16. sept. Skógafoss 23. sept. Reykjafoss 30. sept. MOSS Skógafoss 10. sept. Reykjafoss 17. sept. Skógafoss 24. sept. Reykjafoss 1. okt. HORSENS Reykjafoss 20. sept Reykjafoss 4. okt. GAUTABORG Skógafoss 11. sept. Reykjafoss 18. sept. Skógafoss 25. sept. Reykjafoss 2. okt. K AUPMANNAHÓFN Skógafoss 12. sept. Reykjafoss 19. sept. Skógafoss 26. sept. Reykjafoss HELSINGBORG 3. okt. Skógafoss 13. sept. Reykjafoss 19. sept. Skógafoss 27. sept. Reykjafoss HELSINKI 3. okt. Lagarfoss GDYNIA 6. sept. Lagarfoss ÞÓRSHÖFN 12. sept. Skógafoss UMEA 20. sept. Lagarfoss GAVLE 9. sept. Lagarfoss 10. sept. EIMSKIP Pósthússtræti 2. Sími: 27100 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.