Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 35 Sjötugur: Sturla Pétursson skákmeistari í dag, 6. september, er Sturla Pétursson skákmeistari 70 ára. Ég hef verið svo lánsamur að eiga hann að vini og taflfélaga sl. 16 ár, en skákklúbbur, sem hann og tveir bræður hans voru í ásamt fleiri góðum mönnum, hafði þá verið við lýði í þó nokkur ár og nokkrum árum seinna varð ég svo heppinn að verða fastur meðlimur í þessum ágæta klúbbi. Ætlunin var að þessar fáu línur yrðu stutt afmæliskveðja, en ekki ýtarleg ævi- eða ættarsaga. Þó má geta þess, að Sturla er innfæddur Reyk- víkingur, fæddur á Laugavegi 75, 1915, sonur hjónanna Péturs Zóph- aníassonar, ættfræðings, sem allir þekkja, og Guðrúnar Jónsdóttur frá Asmundarstöðum á Melrakka- sléttu, náfrænku barnanna minna. Hann ólst upp með foreldrum sínum í stórum systkinahópi, sem allt varð myndarfólk og setti mikinn svip á bæjarlíf Reykjavík- ur. Snemma bar á góðum hæfileik- um hans í skák og var hann orðinn einn af allra bestu skákmönnum landsins í lok kreppunnar miklu og hafði þó lítil tækifæri, líkt og margur annar þá, til þess að ein- beita sér að hugðarefnum sínum. Hann gaf sér þó ávallt tíma til þess að hjálpa og leiðbeina yngri mönnum, og efast ég ekki um að hann hefði orðið stórmeistari í skák ef hann hefði haft þau tæki- færi, sem bjóðast í dag. Þrátt fyrir það, er hann ef til vill ánægðari með lifið og tilveruna en margir okkar, sem höfðum úr meiru að spila. Hann hefur verið blessunar- lega laus við það lífsgæðakapp- hlaup, sem þjakað hefur þjóðina síðustu 2-3 áratugina, látið hverj- um degi nægja sína þjáningu og aldrei reynt að frelsa heiminn, en látið margt gott af sér leiða. Nokk- ur síðastliðin ár hefur hann m.a. stuðlað að andlegri heilbrigði og vellíðan eldri borgara með því að þjálfa þá í bridge og skák af gleði og ósérhlífni. Sturla og kona hans, Steinunn Hermannsdóttir, ættuð úr Mýrdal eiga fjögur börn, hvert öðru efni- legra, eins og þau eiga kyn til, sem eru hreykin af foreldrum sínum. Sturla var kosinn heiðursfélagi Taflfélags Reykjavíkur í nóvember 1984, enda fyrrum formaður þess félags, og tefldi reyndar á ólymp- íuleikum í Stokkhólmi 1937 fyrir íslands hönd og stóð sig með ágæt- um. Við félagar Sturlu í skákklúbbn- um óskum honum langra lífdaga og vonumst til þess að mega njóta ánægjulegra samvista hans við skákborðið, þótt hann haldi áfram að bursta okkur alla í hraðskák, eins og hann hefur gert hingað til, þrátt fyrir drjúgan aldursmun. Sæmundur Kjartansson Afmælisbarnið tekur á móti gestum, ættingjum, vinum, kunn- ingjum og skákfélögum í Félags- heimili Rafveitunnar við Elliðaár milli kl. 5 og 7 e.h. í dag. NYTT FRA MITSUBISHl! 1986 árgerðirnar verða kynntar um helgina Þá sýnum við: —LANCER— — LANCER STATION — — TREDIA 4WD - ALDRIF ---- — COLT — — GALANT— — PAjERO - BENSÍN/TURBO DIESEL — — PAJERO SUPERWAGON * BENSÍN/TURBO DIESEL - — L 300 4WD - SENDIBÍLL/MINI BUS — — L 300 - SENDIBÍLL/MINI BUS — — L 200 - PALLBÍLL - BENSÍN/DIESEL - BILARNIR, SEM SELJAST MEST,V ERU FRÁ MITSUBISHI. — 50 ára reynsla í faginu — * Samkv. skýrslu Hagstofu íslands irunu HAMRABORG 3, SÍMI. 42011, KÓPAVOGI wimmm® MASSIV FURA Furuskatthol Lútuð kr. 18.800. Natur kr. 17.600. » 1 * I ! w * 1 '# *# . 1 * ' % * •#’ ■■■"■■ :,J' ■ ■’I-J g»«MÍMlliNifMMMI. Kr. 10.970, kr. 11.800, kr. 9.260, kr. 7.980.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.