Morgunblaðið - 06.09.1985, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.09.1985, Qupperneq 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 199. tbl. 72. árg. FOSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaósins Afganistan: Harðir bardagar og mikið mannfall iHlamabad, Pakwtaa, 5. seplember. AP. GÍFURLEG átök geisa enn milli sovéska innrásarhersins í Afganistan og skæruliða og fara fréttir af miklu mannfalli. Talið er, að Sovétmenn beiti 10—15.000 hermönnum í sókninni gegn skæruliðum en fyrir þeim vakir að rjúfa birgðaflutningaleiðir sksruliða frá Pakistan. Haft eftir heimildum, að skæru- liðar haldi enn flestum stöðvum sinum í Paktia-héraði í Austur- Afganistan og það þótt þeir séu ekki vel búnir vopnum og Sovét- menn beiti gegn þeim jafnt stór- skotaliði sem flugvélum. Skærulið- um hefur verið að berast liðsstyrk- ur frá löndum sínum í Pakistan og sjálfir eru þeir bjartsýnir á að geta varist ofureflinu. Megintilgangur með sókn Sovétmanna er að koma í veg fyrir, að skæruliðum berist vopn og vistir og fara mestu bar- dagarnir fram við landamærin að Pakistan. Handan þeirra búa millj- ó.nir Afgana í flóttamannabúðum, fólk, sem hrökklast hefur úr landi vegna hernaðar Sovétmanna. Sjúkrahús i afgönsku flótta- mannabúðunum í Pakistan eru nú að fyllast af særðum mönnum og sömu sögu er að segja um sjúkra- hús í Kabul. Aðstoðamtanríkisráðherra S-Afríku: Refsiaðgerðir bitna ekki á okkur einum Jólunnesarbori;, 5. september. AF. SVARTIR unglingar og kynblendingar réðust í dag á hús hvítra manna í Höfðaborg og borginni Austur-London með bensínsprengju- og grjótkasti. Er þetta í fyrsta sinn á árinu, sem ráðist er á hverfi hvíta fólksins. Aðstoðarutanrík- isráðherra Suður-Afríku sagði í dag, að refsiaðgerðir gegn hvítum mönnum í landinu myndu ekki bitna á þeim einum, heldur öllum ríkjum í sunnanverðri álfunni. Hinsta kveðjan AP/Símamynd Bálför indverska stjórnmálamannsins Arjun Dass fór fram í gær og hér er það dóttir hans, sem er að kveðja hann hinstu kveðju. Dass féll fyrir kúlum öfgamanna af flokki sikha en fréttir eru um, að þrír menn hafi verið handteknir, grunaðir um glæpinn. sjá frétt á bls. 23. Um 60 ungmenni, aðallega kyn- blendingar, réðust á eitt hverfa hvítra manna i Höfðaborg með grjótkasti og brutu margar rúður í húsum. A.m.k. einn maður skaut á unglingana og særðust þá tveir. í borginni Austur-London, sefn er nærri 900 km fyrir austan Höfða- borg, kom einnig til átaka þegar unglingar köstuðu bensínsprengj- um að íbúðarhúsum hvítra manna. Louis Nel, aðstoðarutanríkis- ráðherra Suður-Afríku, sagði i dag á fréttamannafundi í Pretoriu, að refsiaðgerðir erlendra ríkisstjórna gegn hvítum mönnum í landinu myndu fyrst og fremst bitna á öðr- um ríkjum í sunnanverðri álfunni. Beindi hann orðum sínum einkum til Bandaríkjamanna en búist er við, að Bandaríkjaþing muni brátt samþykkja einhvers konar refsiað- gerðir. Flest nágrannaríki Suður- Afríku eiga mikil viðskipti við land- ið þótt þau séu andvíg aðskilnað- arstefnunni Kasparov á vinningsvon Moskvu, 5. september. AP. ÖNNUR skákin í einvíginu milli þeirra Karpovs, heimsmeistara, og áskorandans, Kasparovs, var tefld í dag og fór hún í bið eftir 41 leik. Skákskýrendum ber saman um, að skákin í dag hafi verið skemmti- legasta skákin, sem þeir Karpov og Kasparov hafa teflt og voru miklar sviptingar í henni þegar á leið. Margir telja, að skákinni ljúki með jafntefli en aðrir telja þó, að Kasp- arov hafi vinningsvon. Hann vann eins og kunnugt er fyrstu skákina. Sjá „Karpov er enn... “ á bls. 20. Þing bresku verkalýðshreyfingarinnan Uppgjöri frestað fram í nóvember BUrkpool, EottUndi, S. september. AP. Á ÞINGI breska verkalýðssambandsins, sem nú er haldið í Blackpool í Englandi, náðist í nótt samkomulag um að reka ekki að sinni samtök verkamanna í véla- og málmiðnaði úr sambandinu. Málið verður hins vegar aftur tekið upp í nóvember og er þá óvíst hvort komist verður hjá klofningi TUC, bresku verkalýðshreyfingarinnar. Deilurnar innan verkalýðs- hreyfingarinnar snúast um hvort farið skuli að landslögum og efnt til allsherjaratkvæða- greiðslu í félögunum um verk- fallsboðanir. Vinstri menn í verkalýðshreyfingunni vilja hunsa lögin en aðrir vilja fara eftir þeim, m.a. forystumenn AUEW, sambands verkamanna í véla- og málmiðnaði, sem er næststærsta verkalýðsfélagið í Blm. Morgunblaðsins í viðtali við Yasser Arafat, leiðtoga PLQ: „ísraelar vilja hvorki frið né raunverulega styrjöld‘ Suu, Norður-Jemen. Frá Jóhonnu Kristjónsdóttur, blm. MorgunblaAoins. „ÞAÐ KEMUR æ betur í Ijós, að ísraelar hafa einfaldlega ekki áhuga á friði, hvað sem tali þcirra líður. Það er í þeirra þágu, að hvorki ríki raunverulegur friður né raunveruleg styrjöld og stjórn Reagans spillir þeim með endalausu dekri,“ sagði Yas.ser Arafat, leiðtogi PLO, frelsis- fylkingar Palestínumanna, m.a. í samtali, sem blaðamaður Morgunblaðs- ins átti við hann í gær í aðalstöðvum PLO í Assafia í Sanaa í Norður- Jemen. „Hvað gerðist? Þegar ég fór frá Líbanon 1982 sagði ég, að eldfjallið myndi halda áfram að gjósa og ég hef orðið sannspár — ólgan og ófriðurinn eru hvar- vetna á þessu svæði. Eftir að við vorum hraktir frá Beirút álitu flestir, að Palestinumenn væru búnir að vera en okkur hefur vaxið ásmegin þrátt fyrir allt. Við höfum risið upp i orðsins fyllstu merkingu og tekist að endurskipuleggja okkur. Það er fyrsta kraftaverkið og við erum komnir aftur til Líbanons, hvorki meira né rninna." Yasser Arafat Arafat ítrekaði það, sem þegar hefur komið fram í fréttum, að hann harmaði, að Bandarikja- stjórn hefði dregið sig til baka hvað snerti friðarfrumkvæði í þessum heimshluta. Bandaríska stjórnin hefði gengið á bak orða sinna, sem hún hefði gefið Huss- ein, Jórdanfukonungi, og Mubar- ak, forseta Egyptalands, og látið þar með undan þrýstingi frá yndi sínu og eftirlætisbarni, lsrael. Sji: „Ég er m»ður sögunnar*' á bls. 24of 25. Bretlandi með um eina milljón félagsmanna. Hefur félagið af þeim sökum tekið við opinberum styrk til að auðvelda félags- mönnum að senda atkvæði sín í pósti. Samkomulagið, sem náðist í nótt, var á þá leið, að í allsherj- aratkvæðagreiðslu í nóvember munu félagsmenn í AUEW sjálf- ir ákveða hvort þeir meta meira, skipanir forystumanna bresku verkalýðshreyfingarinnar eða landslög, og verður spurningin orðuð þannig, að undirlagi TUC, að þeir velkist ekki í vafa um, að brottreksturinn vofi yfir ef þeir velja síðari kostinn. óstaðfestar fréttir eru um, að Neil Kinnock, formaður Verkamannaflokksins, hafi átt meginþátt í samkomu- laginu því að hann óttast, að klofningur innan verkalýðs- hreyfingarinnar muni bitna mjög á flokknum í næstu þing- kosningum. Arthur Scargill, leiðtoga nám- amanna, hefur tekist að fá á dagskrá tillögu um að þegar Verkamannaflokkurinn komist til valda verði námamannasam- bandinu endurgreitt fé, sem hald var lagt á vegna ólöglegra verk- falla og dómar vegna ofbeldis einstakra manna endurskoðaðir. Kinnock kveðst munu virða til- löguna og hugsanlega samþykkt hennar að vettugi enda sé hún ekki um annað en afnám réttar- farsins í landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.