Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 t Faöir okkar, GÚSTAF A. GUOJÓNSSON, Bjarnarstíg 11, Reykjavlk, lést í Landspítalanum aöfaranótt 5. september. Börnin. t Hjartkær eiginmaöur minn og faðir, TIMOTHY FRANCES LAPERGOLA * andaöist 5. september í Philadelphiu. Ámta Gunnarsdóttir Lapergola, Nancy L. Bertrant. t Föðurbróöir minn, INGÓLFUR SIGFÚSSON, Holtageröi 33, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum 4. september. Ingólfur Tryggvason. t Elskulegur faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, MAGNÚS EINARSSON húsvöröur, Hverfisgötu 83, lést á Landspítalanum 4. september. Jón Magnússon, Erla Magnúsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Kristjén Einarsson, Péll Magnússon, Magnea Magnúsdóttir, Eóvald Magnússon, börn og barnabörn. t Útför systur okkar, MARGRÉTAR SVEINBJARNARDÓTTUR, Hátúni 10B, fer fram frá Lágafellskirkju laugardaginn 7. sept. kl. 13.30. Jóna Sveinbjarnardóttir, Benedikt Sveinbjarnarson. t Móöirokkar, MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR frá Pálmarshúsi, Stokkseyri, veröur jarösungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 7. september kl. 14.00. Oddný og Erla Þorkelsdætur. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÓSKARHARALDSSON netageröarmaöur, veröur jarösunginn frá Landakirkju Vestmannaeyjum laugardaginn 7. septemberkl. 14.00. Ásta Haraldsdóttir, Haraldur Óskarsson, Guðbjörg Karlsdóttir, Höróur Óskarsson, María G. Pálmadóttir, Elínborg Óskarsdóttir, Siguröur Georgsson, Sigbjörn Þór Óskarsson og barnabörn. t Innilegar kveöjur og þakkir sendum viö öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns og fööur, HJALTA ÞÓRHANNESSONAR, Kirkjustíg 1, Grindavík, Kristbjörg Jóhannsdóttir, Jóhann Hjaltason. Jón Hjartarson frá Sœbergi — minning Fæddur 18. aprfl 1902 Dáinn 30. ágúst 1985 Kær vinur, Jón Hjartarson, fyrrverandi bóndi að Sæbergi við Hrútafjörð, er látinn. Andlát svo fullorðins manns ætti ekki að koma á óvart, en þó er það svo að sjaldnast erum við viðbúin hinsta kallinu. Leiði og sjálfsásakanir yf- ir ónýttum tækifærum til samveru ná yfirhöndinni. En „of seint er að iðrast eftir dauðann". Fögru mannlífi er lokið eins og hið ís- lenska sumar, sem nú hverfur inn í haustið. Jón Hjartarson fæddist 18. apríl 1902 að Tannastöðum í Staðar- hreppi V-Hún., en fluttist með foreldrum sínum að Jaðri, í sömu sveit, en þar stofnuðu þau nýbýli. Þar átti Jón heima allt til ársins 1948 en þá um vorið flytur hann að eigin iörð, Sæbergi við Hrúta- fjörð. Arið 1950 kvæntist Jón Lilju Eiríksdóttur. Þau Jón og Lilja eignuðust einn son, Hjört, og ólu einnig upp Áslaugu dóttur Lilju. Barnabörnin eru tvö, Ragnar Jón Hjartarson og Lilja Tumadóttir, Að Sæbergi bjuggu og dvöldu Jón og Lilja allt til ársins 1985. Fjórtán ár eru nú liðin síðan' fjölskylda okkar flutti að Reykja- skóla í Hrútafirði. Fljótlega tók- ust góð kynni með okkur og hjón- "únum í Sæbergi, Jóni og Lilju, kynni sem með árunum hafa þró- ast í gagnkvæma vináttu. Þegar tími gafst til var komið saman og landsmálin rædd og spilað og sungið. Jón sem var góður söng- maður spilaði einnig á orgel og þrátt fyrir að hann væri kominn á áttræðisaldur taldi hann ekki eftir sér að vaka fram á morgun við söng og spil. Það voru góðar stundir og alltaf jafn gott að koma að Sæbergi. Um ár er nú liðið síð- an Jón og Lilja fluttu búferlum til Reykjavíkur. Var það ekki með öllu sársaukalaust fyrir Jón og vitum við að hugurinn dvaldi oft fyrir norðan. Starfsþráin óbuguð þó árin væru orðin 83. í maí sl. hittum við Jón í síðasta sinn. Talaði hann þá um að fara norður í sumar og ljúka við hest- húsið, sem hann byggði f fyrra- sumar, og svo sannfærð vorum við um að honum tækist það að það hvarflaði ekki að okkur að þetta yrði í síðasta skipti sem við sækt- um hann heim. Sæberg, þar sem Jón vann sín manndómsár og dvaldi er dró að hausti mannlífsins, er eins og nafnið bendir til við sæinn. Þar er landslag ekki margbrotið, en af bæjarhlaðinu má fylgjast með sól- aruppkomu og sólsetri. í suðri rís Tröllakirkja á Holtavörðuheiði í tign og fegurð og fjörðurinn við bæinn sem mörgum finnst lengst af úfinn og kaldur, en hefur þrátt fyrir það sínar fögru svipmyndir hvort heldur af honum glampar sól eða um hann leika mergð blá- hvítra ísjaka. Við ímyndum okkur að Jóni hafi ætíð þótt sín sveit bæði gjöful og fögur enda kunni hann að lifa með veðráttunni og landinu. Háttprýði og kyrrlát gleði fylgdu honum í starfi og leik. Það var gott að fá að kynnast hon- um og eiga með honum árin í Hrútafirði, fyrir það erum við þakklát og biðjum honum góðrar heimkomu. Guðný og Höskuldur Goði, Laugagerðisskóla. Miklar endurbætur á Gaul- verjabæjarkirkju undanfarið (■uherjibc, 28. ágúst NÚ í VOR, þann 9. júní sl„ var hald- inn aðaisafnaðarfundur Gaulverja- bæjarkirkju að lokinni guðsþjón- ustu. Fór fundurinn fram samkvæmt nýsamþykktum lögum frá Alþingi um kirkjusóknir, héraðsfundi, sókn- arnefndir og fleira. Kosin var sóknarnefnd til fjög- urra ára samkvæmt þeim lögum og jafnframt endurskoðendur sóknarinnar. Frá starfi í sóknar- nefnd hurfu þeir Gunnar Sigurðs- son frá Seljatungu og Jón ólafs- son frá Syðra-Velli. Báðir burt- fluttir úr sveitinni. Gunnar hafði verið í sóknarnefnd frá 1958, þar af formaður frá 1970. Jón var hins vegar kosinn fyrst í nefndina 1969. I sóknarnefnd nú voru kosin Sigurgeir Pálsson Baugsstöðum, Guðrún Jóhannesdóttir Fljótshól- um og Gunnar Þórðarson Hóls- + Innilegar þakkir og kveðjur til þeirra sem sýndu fjölskyldu minni vinsemd og hlýhug viö andlát og jaröarför konu minnar, RAGNHILDAR JÓNSDÓTTUR, frá Nýjabœ Seltjarnarnesi. Sigtryggur Hallgrímason. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför SIGVALDA GUÐMUNDSSONAR, Baröi, Miðfiröi. Böövar Sigvaldason, Eva Thorstensen, Sigríöur Sigvaldadóttir, Jóhannes Eggertsson, Ingibjörg Sigvaldadóttir og barnabörn. Lokað veröur vegna jaröarfarar BRYNDÍSAR KOLBRÚNAR SIGURDARDÓTTUR föstudaginn 6. september frá kl. 08.00-13.00. Efnalaugin Glæsir. Trönuhrauni 2. Hafnarfirði. Lokað Vegna útfarar STEFANÍU EÐVARÐSDÓTTUR veröur skrifstofa okkar lokuö frá kl. 12.00 föstudaginn 6. sept- ember. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar hf. Borgartúni 34, Reykjavík. húsum. Sóknarnefnd hefur kosið Guðrúnu formann nefndarinnar. Umsjónarmaður kirkjugarðs er Siggeir Pálsson og kirkjuhaldara Gunnar Þórðarson. Á undanförnum árum hefur verið unnið að margvíslegum endurbótum bæði á kirkju og kirkjugarði. Má þar nefna að kirkjan var öll klædd að utan og einangruð. Sökkull styrktur. Skipt um glugga og gler. Kirkjugarður kortlagður og sléttaður. Auðveld- ar sléttunin mjög bæði slátt og umhirðu garðsins. Síðast var steyptur burðarveggur undir hluta gólfs kirkjunnar og auk þess kom- ið fyrir snyrtingu í kirkjunni og litlu herbergi fyrir prestinn en hann er séra Úlfar Guðmundsson. Einnig var fyrir tveimur árum skipt um orgel í kirkjunni en organisti er Pálmar Eyjólfsson. Fráfarandi sóknarnefnd hefur því skilað miklu starfi í þágu kirkjunnar. Loks á þessi kirkja sem og flestar aðrar sér marga velunnara. Þeir hafa gefið margar gjafir, hvort sem verið hefur í peningum, kirkjumunum eða vinnuframlagi. — Valdim. G. Gauhrerjabæjarkirkja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.