Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 48
HUEKKUR t HBMSKEÐJU FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Sauðfé sækir tii byggða Sydra-Lanj;bolti. 5. september. f DAG var réttað hér í Hrunarétt um þrjú þús. fjár, sem sótt var innfjrir afréttargirðinguna í gær. Að undanförnu hefur kólnað mjög til fjalla og því fer féð aö sækja til byggða þegar grös sölna. Fyrstu fjallmenn fara þann 12. og fara þeir innfyrir Kerlingarfjöil allt að Hofs- jökli. Réttir eru svo 19. sept. í Hrunarétt. Það fé sem kom í dag leit vel út og eru lömbin holdug. Enn helst sami þurrkurinn og telja elstu menn þetta mesta þurrka- sumar í þeirra lífi. Sig. Sigm. Sjá lista yfir haustréttir á bls. 27. Raufarhöfn: Sumarið fór framhjá Raufarhöfn, 5. september. HÉR hefur verið andstyggilegt veður í sumar, hiti varla farið yfir 6 stig. í dag hefur snjóað dálítið og greinilegur haustbragur á öllu svo sumarið hefur víst farið framhjá. Hinsvegar hefur fiskast nokkuð vel. 14.000 tonn af loðnu eru komin á land og einnig hefur Núpurinn feng- ið sæmilegan afla. Það er þvi næg atvinna. Helgi. Á skólabekk eftir sumarfríið Morgunblaðið/Júlíus Það var ekki að sjá á börnunum i Akranesi að þau væru leið yfir því að skólarnir væru að befja störf á nýjan leik eftir sumarleyfi. Grunnskólar um allt land voru settir í gær og tugþúsundir barna komu þá í skólann í fyrsta sinn eftir sumarleyfi. Morgunblaðsmenn voru á ferð á Akranesi og var þá þessi mynd tekin af setningu Brekkubæjarskóla, annars grunn- skólans þar. Sjá ennfremur viðtöl við skólanemendur í Reykjavík á bls. 4 og 5 og frétt um setningu Tjarnarskóla á bls. 3. Skáli Jöklarannsóknafélags íslands við Grímsvötn. Hitaveita á Vatnajökli HITAVEITA var í sumar lögð í skála Jöklarannsóknarfélags íslands við Grímsvötn á Vatnajökli, svo þar er nú baðhiti enda þótt húsið standi í 1725 metra hæð yfir sjávarmáli inni á miðjum stærsta jökli í Evrópu. Hitinn fæst úr borholu, sem er rétt við húsvegginn. Hún er ekki nema milli 10 og 15 metra djúp en gefur samt umtalsverða gufu, sem er yfir 100 gráða heit, enda eru Grímsvötn eitt virkasta eldfjallasvæði landsins og þar gaus síðast árið 1983, eins og flestum ætti að vera í fersku minni. Að sögn Sigurjóns Rist for- manns Jöklarannsóknarfélags- ins var holan boruð fyrir tveim- ur árum og hefur gufan úr henni verið notuð til að knýja litla rafstöð í skálanum, sem fram- leiðir rafmagn fyrir sendistöð og mælitæki, sem félagið hefur í húsinu. Að sögn Sigurjóns fjölg- ar mannaferðum í Grímsvötn ár frá ári og hyggjast menn nú byggja þar stærra hús, sem væntanlega yrði einnig hitað upp með þessum hætti. Það ætti því ekki að þurfa að væsa um ferðamenn við Grímsvötn í framtíðinni. Mjólkin er 13 milljón lítra umfram neyslu 10% aukning á framleidslunni f ágúst MJÓLKURFRAMLEIÐSLAN á nýloknu verðlagsári (sem lauk 31. ágúst sl.) var samkvæmt bráðabirgðatölum Framleiðsluráðs landbúnaðarins 111.523 þúsund lítrar. Er það 1.922 þúsund lítrum meira en verðlagsárið á undan, eða l,75%aukning. Mjólkurframleiðslan hefur ekki verið meiri síðan á verðlagsárinu 1979-80, en mjólkurframleiðslan var í hámarki á árunum 1977-79 eins og kunnugt er. Á yfirstandandi almanaksári er mjólkurneyslan innanlands áætluð 98-98,5 milljónir lítr. af mjólk og er framlciðslan því um 13 millj. Itr. umfram neysluna innanlands. Ríkisstjórnin og Stéttarsamband bænda hafa nýlega undirritað samninga um hámark þeirrar mjólkurframleiðslu sem bændum verður ábyrgst fullt verð fyrir á næstu tveimur verðlagsárum. Þar er gert ráð fyrir 107 millj. ltr. fram- leiðslu á nýbyrjuðu verðlagsári og 106 millj. lítra framleiðslu á því næsta. Bændur verða því að draga framleiðsluna saman um 4,5 millj. lítra á þessu verðlagsári og 1 millj. til viðbótar á því næsta til að fá fullt verð fyrir framleiðsluna. Verð- lagsárin reiknast frá 1. september til 31.ágúst. Samkvæmt bráðabirgðatölum Framleiðsluráðs varð veruleg aukn- ing í mjólkurframleiðslunni i ágúst, eða rétt tæplega 10%. í mánuðinum var innlögð mjólk hjá mjólkursam- lögunum 11.813 þúsund ltr., sem er 1.061 þúsund lítrum meira en í sama mánuði í fyrra og er aukningin 9,86%. Ef litið er á breytingar á framleiðslunni á milli ágústmánað- ar nú og í fyrra kemur í ljós að bilið er mjög breitt, eða allt frá 10% samdrætti og upp í 17% aukningu. Aukningin kemur að mestu leyti fram sunnanlands og sagði Guð- mundur Gíslason starfsmaður Framleiðsluráðs að rekja mætti stóran hluta sveiflunnar til árferð- isbreytinga. Jafn margir innvigtun- ardagar voru nú í ágúst og sama mánuði í fyrra. Ef litið er á innviktunina hjá nokkrum af stærstu samlögunum kemur i ljós að í ágúst er aukningin mest í lítrum hjá Mjólkurbúi Flóa- manna á Selfossi, þar sem inn voru lagðir 4.246 þúsund ltr., 617 þúsund ltr. eða 17% meira en í fyrra. í Mjólkursamlag Borgfirðinga í Borg- arnesi komu 954 þúsund ltr. (17,28% aukning), Mjólkursamlag KEA á Akureyri 2.558 þúsund ltr. (7,57%), mjólkursamlagið á Sauðárkróki 937 þús. ltr. (1,85%) og mjólkursamlag- ið á Blönduósi 460 þús. ltr. (1,9%). Halldór Ásgrímsson á fundi á Akureyri: Hugsanlegt að veiða úr kvóta næsta árs í haust Akureyri, 5. september. „ÞESSA dagana er verið að marka fiskveiðistefnu næstu ára. Verði þá ofan á að mörkuð verði stefna til næstu þriggja ára, væri hugsanlegt að færa lítinn hluta af afiakvóta árins 1986 yfir á síðustu mánuðum ársins 1985. Þó vil ég sérstaklega taka fram, að ég er ekki að mæla með þessu,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, á fundi með útgerðar- mönnum hér á Akureyri í kvöld. „Þegar afiamarkið var ákveðið á síðasta ári, var ákveðið að það yrði endurskoðað á vordögum. Þá vildu sjómenn auka kvótann um 10%, út- vegsmenn 5%, en söluaðilar sáu enga ástæðu til aukningar. Þá ákvað ráðuneytið að auka kvótann um 5% sérstaklega með markaðs- aðstæður í huga og jafnframt að ástand sjávar hafði batnaði og rannsóknaleiðangur fiskifræðinga gaf vissar vonir um bata. Þá sagði ég að ekki yrði meira bætt við á þessu ári og ég sé ekki að ástæður hafi breytzt. Hitt er annað mál, að allt þetta ætti að liggja ljósar fyrir eftir að tillögur fiskifræðinga um afla á næstu árum koma fram þann 20. september næstkomandi," sagði Halldór. GBerg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.