Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 23 Morðstaðurinn Mynd þessi er af skrifstofu indverska stjórnmálamannsins Arjun Dass, sem myrtur var í skotárás á miðvikudagsmorgun. Indland: Þingið kallað sam- an til skyndifundar RASJIV Gandhi, forsætisráóherra Indlands, kallaói í dag þing landsins saman til skyndifundar til að ræða öryggisráðstafanir í Nýju Delhí í kjölfar skotárásar þriggja öfga- manna úr röðum síkha á miðviku- dag, þar sem tveir menn biðu bana en sex aðrir særðust. Annar hinna myrtu manna var náinn vinur Gandhis og ráðgjafi. Það var Arjun Dass, 46 ára gamall hindúi. Fór bálför hans fram í dag að sið hindúa. Gandhi var sjálfur viðstaddur athöfnina ásamt konu sinni, Sonju. Öflugur lífvörður gætti þeirra, en Gandhi var klæddur skotheldu vesti. Talið er, að með því að vera viðstaddur bálförina hafi Gandhi viljað leggja áherzlu á, að hann og stjórn hans sé staðráðin í að vinna bug á hiyðjuverkastarfsemi og láta fyrirhugaðar þingkosningar fara fram í Punjab eins og áformað hafði verið. Ekkert lát er þó á hryðjuverk- um síkha í Punjab. Þannig voru fjórir hindúar drepnir þar á þriðjudag og 12 aðrir særðust. Bálför Arjuns Dass fór fram í gær Nýju Delhí, 5. «eptember. AF. Vestur-Þýskaland: Hryðjuverkasamtök gera sprengjuárásir á tölvufyrirtæki Dortmund, Vestur-Þýskulundi 4. sept. AP Bylting^rsamtök, sem eru hliðholl Rauðu herdeildinni (RAF) í Vestur- Þýskalandi, hafa lýst ábyrgð á hendur sér af sprengjuárásum á tvö vestur-þýsk tölvufyrirtæki, en tjón fyrirtækjanna er metið á 1,4 milljónir dollara. Ekki hefur verið tilkynnt um nein meiðsli á fólki í sprengingunum sem urðu í tveim borgum Þýskalands snemma á mánu- dag. í bréfi sem barst þrem þýskum fréttastofum á mánudag segjast samtökin hafa beint árás sinni að tölvum „vegna þess að þær eru kúg- unartæki í höndum hers og lögreglu", eins og segir í bréfinu. Að sögn Alexanders Brechell, talsmanns skrifstofu yfirsaksóknara í Karls- ruhe, er ekki ástæða til að telja bréf- in fölsuð. Hann sagði að samtök þessi hefðu lýst ábyrgð á hendur sér af að minnsta kosti 12 sprengjuárásum frá ársbyrjun. Þessi neðanjarðar- hreyfing hefur verið virk frá því á síðasta áratug og beint spjótum sín- um að NATO og ýmsum iðnfyrir- tækjum. Hlaut verðlaun fyrir píanóleik Vevcy, Svíhh, 4. fteptember. AP. SAUTJÁN ára júgóslavnesk stúlka vann Clöru Haskil-verðlaunin i pí- anóleik og voru úrslitin tilkynnt I dag. 66 píanóleikarar frá 28 löndum tóku þátt í keppninni og Katasja Velkovic er bæði fyrsti Júgóslav- inn og yngsti keppandinn til að bera sigur úr býtum frá þvi að stofnað var til keppninnar 1963 I minningu píanóleikarans Clöru Haskil. Clara Haskil fæddist i Rúmeníu 1895. Hún nam píanóleik hjá Al- fred Cortot i París. Hún fékk svissneskan ríkisborgararétt 1949 og bjó í Vevey frá 1941. Haskil lést 1960 er hún féll niður stiga á járnbrautarstöð i Belgiu. 80 á sjúkrahús vegna eitrunar Manrhester, 4. september. AP. UM 80 manns voru fluttir á spítala eftir að hafa andað að sér eiturgufum sem mynduðust í efnaverk- smiðju í Manchester vegna leka á brúsum sem þar voru geymdir. Enginn varð þó fyrir alvarlegri eitrun. Lögregla og slökkvilið umkringdu verksmiðju- bygginguna og flutti brús- ana út undir bert loft eftir að þeir sem höfðu orðið fyrir eitruninni höfðu verið fluttir á sjúkrahús. Eit- urgufan Virðist hafa mynd- ast við efnahvarf er brús- arnir tóku að leka og klór- efnið sem þeir geymdu komst í snertingu við um- hverfið. Sigtún 9 við byrjum 16. september Tryggiö ykkur pláss í Dansstúdlói Sóleyjar í vetur. Það er í fremstu röö hér á landi, nýtur gifurlegra vinsælda og tryggir þér ánægjulegan árangur. Þú getur valiö um þrjú mismun- andi námskeið: • Jassballett fyrir byrjendur og framhaldsnema af báðum kynjum, 7 ára og eldri. • Tæknitímar (ballett - modern) fyrir karla og konur. • Teygju- og brektímar fyrir karla og konur á öllum aldri, jafnt kyrrsetumenn og íbróttamenn. Innritun alla virka daga kl. 10-12 og 13-17, 5.-12. september í síma 687701. Skírteini afhent í Sigtúni 9 laugardaginn 14. september. Ath. Til að geta tekið þátt ( námskeiðunum er nauösynlegt að nálgast skírteinið á réttum tíma. - Sími: 687701. Kennarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.