Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 Japanskt sælgæti, skógar- berjagrautur og epla Hi-C — meðal nýjunga sem kynntar eru á sýningunni „Heimilið ’85“ Á sýningunni „Heimiliö ’85“, sem nú slendur yfir í Laugardalshöll, kennir margra grasa, meðal annar getur þar að líta ýmsar nýjungar. Gestum er boðinn sérstakur kynn- ingaralsláttur á ýmsum þeirra og einnig býðst sýningargestum að bragða nýjar matvælategundir. Japanskir „rísbitar" Bonitas sf. nefnist fyrirtæki sem nýverið var stofnað hér á landi og flytur inn sælgæti, ferða- töskur, tennisspaða o.fl. A sýning- unni er kynnt nýjung fyrirtækis- ins, japanskt sælgæti, sem selt hefur verið víða erlendis um ára- bil en fæst nú í fyrsta skipti hér á landi undir vörumerkinu Gotterí. Sælgætið er framleitt í Japan en Mjóikursamsalan kynnir gjö nýjar vörutegundir i sýningunni. J^agan af unga litla. Þau hittu ömmu gæs. Þá sagði amma önd: „Himinninn er að hrynja, amma gæs.“ „Afhverju heldurðu það, amma önd?“ ..Hani pabbi sagði mér það.“ „Afhverju heldurðu það, hani pabbi?“ ,.Hæna mamma sagði mcr það.“ „Af hverju heidurðu það, hæna raamma?“ „Ungi litli sagði mér það.“ „Hví heldur þú það, Ungi litli?“ „Ég sá það mcð augunum, ég heyrði það með eyrunum og brot úr honum datt á stélið á mér.“ Þá sagði amma gæs: „Við skulum hlaupa, við skulum hlaupa og segja kónginum það.“... e! Sí I 1- ramhald í næsta blaði. ! Kjúllettur M BEINT ÚR FRYSTINUM -TILBÚIÐ Á ÍO MÍN. Á sýningunni Heimilið 85 í Laugardals- höllinni kynnir ÍSFUGL enn eina nýjung, KJÚLLETTUR úr kjúklingakjöti, raspaðar, kryddaðar og tilbúnar á 10 mín. Komið og reynið þessa frábæru nýjung. ísfugl fremstur fug/a Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit Sími: 666103 Starfsmaöur Verksmiðjunnar Vífilfells kynnir hér nýja tegund af svala- drykknum Hi-C með eplabragði. flutt inn frá Danmörku. Linda Haraldsdóttir, ein af eigendum fyrirtækisins, sagði í samtali við blm. að á síðustu árum hefði eftir- spurn eftir þessu japanska sæl- gæti, sem erlendis nefndist „rice- snacks", stöðugt aukist í Vestur- Evrópu. „í byrjun 8. aldar voru rísbitar, eins og við höfum kosið að kalla þá, fluttir inn til Japan frá Kína og kynntir sem nýtt hnossgæti," sagði Linda. „Rísbitarnir eru framleiddir úr sérstakri tegund hrísgrjóna sem nefnist arare. Eru þau sérlega hentug til framleiðslu á svokölluðu ríspasta, sem er uppi- staðan í mörgum tegundunum. Sælgætið er allt unnið úr náttúru- legum efnum og bragðbætt með kryddjurtum," sagði Linda. Bonitas sf. býður upp á um 50 sælgætisgtegundir. Mest af því eru alls kyns rísbitar en auk þess ýmsar tegundir af þurrkuðum ávöxtum, hnetum og rúsínum. Sælgætið er selt í grömmum og verðið, miðað við 100 grömm, frá 25 kr. upp í 90 kr. Linda sagði að ekki bæri á öðru en að nýja sæl- gætið félli í góðan jarðveg meðal sýningargesta. Næsta skref væri því að opna sérverslun í miðbæn- um. Svart á hvítu Bókaforlagið Svart á hvítu kynnir á sýningunni nýja heildar- útgáfu á íslendingasögunum í tveimur bindum, með nútíma stafsetningu. í tilefni sýningar- innar býðst gestum sérstakur kynningarafsláttur þannig að hægt er að eignast allar Islend- ingasögurnar fyrir kr. 4.200. Páll K. Pálsson, einn af eigend- um bókaforlagsins, sagði í samtali við blm. að ekkert hefði verið til sparað til að gera útgáfu þessa sem best úr garði. Texti bókanna væri frumunninn að nýju upp úr handritum Árnastofnunar og hefði fjöldi fræðimanna unnið við það verk á undanförnum mánuð- um. Engu væri sleppt og útgáfan alls 2.100 blaðsíður með skýring- um. Páll sagði að allur texti sagn- anna hefði verið tölvufærður og því nýjasta tækni nýtt við setn- ingu og prentun. Utgafan er sem fyrr segir í tveimur bindum. Kemur hið fyrra út 10. nóvember og seinna bindið eigi síðar en 15. mars á næsta ári. Útgáfan er fáanleg í þrenns konar bandi og verð hvors bindis á með- an á sýningunni stendur sem hér segir: Pappírskilja kr. 1.680; Venjulegt band kr. 2.100; Leður kr. 3.400. Almennt verð, að sýning- unni lokinni, er sem hér segir; Pappírskilja kr. 1.980; Venjulegt band kr. 2.480; Leður kr. 3.980. Sunnudagsjógúrt og skógarberjagrautur Mjólkursamsalan kynnir sjö nýjar vörutegundir á sýningunni sem um þessar mundir eru að koma í verslanir. Tvær nýjar teg- undir af köldum grautum hafa nú bæst við, skógarberjagrautur og apríkósugrautur. Eru nýju teg- undirnar framleiddar bæði í 1 lítra og 'k lítra umbúðum, en til þessa hafa köldu grautarnir að- eins verið framleiddir í 1 lítra fernum. Smá mál nefnast nýir súrmjólk- urbúðingur sem nú fást með van- illubragði og jarðarberjabragði. Þá eru komnar tvær nýjar jóg- úrttegundir á markaðinn sem bera samheitið sunnudagsjógúrt, önnur með banönum og jarðarberjum og hin með rúsínum. Samkvæmt upp- lýsingum Mjólkursamsölunnar eru þessar nýju tegundir fram- leiddar úr dýrari hráefnum en aðrar jógúrttegundir og eru því rúmum tveimur krónum dýrari. Hvað á kexió aó heita? Kaffibrennsla Akureyrar og Kexverksmiðjan Holt eru með Rauði kross íslands: Aðstoða átta ríki í Afríku RAUÐI kross íslands hefur lagt fram um þrjú hundruð þúsundir króna til styrktar sérstöku verkefni f Senegal í Vestur-Afríku. Þar er um að ræða alþjóöanámsstefnu og vinnuframlag 120 unglinga fri 16 ríkjum í Afríku og Evrópu. Unglingarnir voru á þriðju viku í Senegal þar sem þeir tóku þátt í að planta trjám og aðstoða á ann- an hátt íbúana til þess að verða sjálfbjarga. Flestir unglinganna voru í smáþorpi þar sem búa 3.600 manns og var þeim m.a. kennt að afla sér vatns og tryggja áfram- haldandi vatn bæði til neyslu og til vökvunar. Fimmtán hektarar lands voru plægðir, girtir og í þá sáð. Hér var um tilraun að ræða og næsta skrefið verða íbúarnir sjálf- ir að taka ef þeir vilja verða sjálfbjarga í framtíðinni. Til þess fá þeir aðstoð heimamanna sem hlotið hafa til þess sérstaka þjálf- un og eins mun Alþjóða Rauði krossinn fylgjast með framvindu þessa verkefnis og aðstoða eftir því sem ástæða þykir til. Fjárframlag Rauða kross ís- lands til þessa verkefnis var nýtt að mestum hluta í Senegal þar sem vinnan fór fram, en einnig að hluta til til þess að styrkja þátt- takendur frá sjö öðrum Afríku- ríkjum, þ.e. Benin, Cabo Verde, Nígeríu, Chad, Mali, Burkina Faso og Guinea. Rauðakrossfélögin í Noregi, Svíþjóð og Frakklandi styrktu einnig þetta verkefni með fjárframlögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.