Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 Synjað um leyfi til að annast endurmat fasteigna til bráðabirgða Alvarlegum ásökunum svarað með skætingi Fasteignamats ríkisins segir Guðmundur Oddsson formaður Bæjarráðs Kópavogs STJÓRNENDUR Kópavogskaupstaðar reyndu í sumar að fá heimild fjár málaráðuneytisins til þess að sinna að einhverju leyti fasteignamati í Kópa- vogi og leggja bráðabrigðamat á það húsnæði sem enn hefur ekki verið fullmetið eða endurmetið í langan tíma. Fjármálaráðuneytið hefur synjað þessari beiðni á grundvelli umsagnar Fasteignamats ríkisins. Bæjarritarinn í Kópavogi ritaði fjármálaráðuneytinu bréf þann 24. júlí sl. þar sem þess er farið á leit að Kópavogskaupstaður fái heimild til að leggja bráðabirgðamai. á þær fasteignir í Kópavogi, sem enn eru ekki komnar með fullnaðarmat og einnig að aðstoða og sinna ein- hverjum þáttum fasteignamatsins а. m.k. um stundarsakir. Sú ósk er lögð fram á grundvelli heimildar í б. gr. laga nr. 94 frá 1976 um skrán- ingu ogmat fasteigna. Ástæður fyrir þessum óskum eru þær að stjórnendur Kópavogskaup- staðar telja að sveitarfélagið hafi orðið af allmiklum fasteignaskatts- tekjum vegna þess að nokkuð stór hluti atvinnuhúsnæðis í Kópavogi hefur ekki verið endurmetinn eða fullmetinn svo árum skiptir. Sem dæmi um þetta er í bréfinu nefnt að iðnaðarhverfið við Smiðjuveg og Skemmuveg taldist fullbyggt fyrir um 5 árum og enn er það ekki komið í fullnaðarmat og hafi Fasteigna- mat ríkisins því ekki sinnt laga- skyldu sinni. Fjármálaráðuneytið sendi bréfið Fasteignamati ríkisins til umsagn- ar. Fasteignamat ríkisins sendi umsögn sína til fjármálaráðuneyt- isins þann 9. ágúst sl. og segir þar m.a.: „í fyrsta lagi verður að segj- ast, að bréf bæjarritarans ber ekki sérstakt vitni um þekkingu á mála- flokknum skráning og mat fast- eigna í Kópavogi, hann virðist tala um þessi mál eins og gestur, nýkom- inn í bæinn." Þá er því m.a. haldið fram að aðalmat fasteigna í bænum sem unnið var á árunum 1965-1970 hafi verið mjög vel unnið og að mat á iðnaðar- og atvinnuhúsnæði í Kópavogi hafi gengið fyrir sig með eðlilegum hætti. Endurskoðun á skráningu og mati fasteigna í Kópa- vogi hófst í byrjun árs 1977. Síðar segir: „Þegar svo kemur að þeirri hugmynd að starfsmenn Kópavogs- kaupstaðar fái heimild til að leggja mat á fasteignir til nota að eigin vild, þá minnir það óneitanlega svolítið á myndina af Pottasleiki.” Bæjarritaranum í Kópavogi barst síðan bréf, dags. 22. ágúst 1985, frá fjármálaráðuneytinu þar sem beiðninni var synjað. Guð- mundur Oddsson formaður Bæjar- ráðs Kópavogs sagði í samtali við Morgunblaðið að bréfið frá Fast- eignamati ríkisins væri í einu orði sagt hneyksli. „Þarna er alvarleg- um ásökunum svarað með skæt- ingi,“ sagði Guðmundur. „Við telj- um að við fáum ekki þá þjónustu sem okkur ber samkvæmt lögum. Við teljum okkur einnig hafa farið hina einu réttu leið til að fá þetta leiðrétt, þ.e. í gegnum ráðuneytið. Ég á ekki til orð yfir hvernig þessi stofnun hagar sér.“ „Þetta bréf er ekki einungis höfn- un á beiðni okkar heldur er í því bókstaflega sagt að við vitum ekk- ert um hvað við erum að tala. Við erum að tala um verulegar fjár- hæðir sem bærinn tapar aðeins vegna þess að þessi stofnun stendur sig ekki sem skyldi. Það er að sjálf- sögðu mjög alvarlegt að vilji til þess að lagfæra villur sem þessar virðist vera í algjöru lágmarki. En þessu máli er ekki lokið. Við höfum ákveðið að fara yfir allt atvinnuhúsnæði í Kópavogi og taka saman hvernig málin standa og senda ráðuneytinu þann lista. Sumt af þessu húsnæði hefur ekki verið metið síðan 1977. í bréfi Fasteignamatsins er því haldið fram að við séum haldnir einhverri skattagleði. Það er ekki það sem málið snýst um, en að sjálf- sögðu reynum við fá inn þær tekjur sem okkur ber samkvæmt iögum. Ég skil að stofnunin reyni að verja sig, en með bréfi okkar erum við einungis að bjóða fram aðstoð við matið. Það er ekki rétt sem Fasteignamatið heldur fram að við höfum ekkert vit á þessum málum, því árið 1979 réðum við sérstaklega tvo menn til þess að fara yfir og endurmeta íbúðarhúsnæði í Kópa- vogi með Fasteigiamatinu. Þeir segja í bréfinu að 90% húsnæðis sé fullmetið, en það gefur ekki rétta mynd, þar sem einmitt á eftir að meta stærsta og dýrasta húsnæðið í bænum, atvinnuhúsnæði. Við viljum reyna að komast hjá því að mismuna fólki. í þessum iðnaðarhverfum standa oft ná- kvæmlega e'ns hús hlið við hlið. Annað hefur ekki verið metið vegna duttlunga Fasteignamatsins í 5-10 ár, hitt hefur kannski verið metið í ár eða í fyrra og er því munurinn á mati þeirra verulegur. Til þess að allir i landinu sitji við sama borð þarf einfaldlega að leggja Fasteignamat rikisins niður og fara eftir brunabótamati alls húsnæðis," sagði Guðmundur Odds- son að lokum. ... , Meœxwim. T-kort fyrir táninga 14-18 ára og tölvubankarnir standa þeim opnir allan sólarhringinn. alltaf hægt að leggja inn alltaf hægt að ná í peninga T-kort er lykillinn og T-kort bjóðum við öllum 14-18 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.