Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 Flakið af Titanic, þar sem það liggur á hafsbotni. Myndin sýnir kinnung og borðstokk skipsins, en bráðabirgðakönn- un hefur þegar leitt í Ijós, að enn er margt heillegt og jafnvel óskemmt í skipinu. Eykur hætta á fímbul- vetri lfkur á árás Rússa? Washington, 5. sept. AP. SÚ KENNING vísindamanna að jafnvel minniháttar kjarnorkustríð myndi kalla „fimbulvetur“ yfir jörðina, takmarkar kosti Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna varðandi hernaðaraðgerðir, segir í nýrri skýrslu um þessi mál sem gerð var fyrir bandarísku varnarmálaskrifstofuna af ráðgjafarskrifstofunni Palom- ar. í skýrslunni segir að vangaveltur um siíkan fimbulvetur hljóti að fiækja aðgerðir sem gerðar yrðu til að draga úr útbreiðslu eða stöðvun hugsanlegs kjarnorkustríðs. „Þótt vitundin um slíkar afleiðingar hljóti að draga úr vilja stórþjóðanna til að hefja kjarnorkustríð, þá veldur þessi kenning aukinni óvissu fyrir þjóðhöfðingja og stjórnendur kjarnorkuvígbúnaðar," segir þar. Það var ekki fyrr en í mars á sem leiða myndi til mikillar hita- þessu ári sem Pentagon viður- kenndi opinberlega að eitthvað væri hæft í því að kjarnorkustríð gæti valdið svo mikilli reykmyndun og rykmekki að skyggði fyrir sólu, stigslækkunar og þar með fimbul- vetrar .um alla jörð. En höfundar skýrslunnar benda á, að ef litið er svo á að einungis allsherjarkjarn- orkustríð þyrfti til að valda þessum veðurfarsbreytingum, myndi kenn- ing þessi breyta litlu um áætlanir í hervæðingarmálum. Sé hins vegar litið svo á að jal'nvel takmarkað kjarnorkustríð gæti valdið miklum veðurfarsbreytingum myndu flest- ir, jafnvel allir, kostir í kjarnorku- stríði verða úr sögunni. Svo dæmi sé tekið, — telji Sovétmenn að Bandaríkjamenn taki kenninguna ,um kjarnorkuvetur alvarlega, gæti það komið þeim á þá skoðun að innrás í Vestur-Evrópu þyrfti ekki endilega að leiða til hernaðarátaka við Bandaríkin. Margt heillegt í flaki Titanic Woods Hok', Maksachusetts, 5. september. Al’. DR. Robert Ballard, sem stjórnaði rannsóknaleiöangrinum er fann hið sokkna skip Titanic, sagði í dag, að hann hygðist kanna og skoða skipiö úr djúpsjávarkafbát. Skýrði hann svo frá, að litmyndir, sem teknar hefðu Gengi gjaldmiðla London, 5. september. AP. GENGI dollarans var óstöðugt á gjald- eyrismörkuðum í Evrópu í dag og ollu því m.a. vandamál bandarískra stjórn- valda í sambandi við lánamál land- búnaðarins. Gull hækkaði lítillega I verði. Gjaldeyrissalar sögðu, að dollar- inn hefði fallið, eftir að fregnir bár- ust um það í gær, að lánakerfið vantaði 74 milljarða dollara til að greiða tap vegna lána. I Tókýó fengust 239,45 jen (239,90) fyrir dollarann um það leyti sem gjaldeyrismarkaðir lokuðu. I London kostaði sterlingspundið 1,3690 doliara í kvöld, en kostaði 1,3702 í gærkvöldi. Gengi helstu gjaldmiðla var ann- ars þannig, að fyrir dollarann feng- ust 2,8525 vestur-þýsk mörk (2,8455), 2,3458 svissneskir frankar (2,3438), 8,6825 franskir frankar (sama), 3,1985 hollensk gyllini (3,2005), 1.901,75 ítalskar lírur (1.899,12), 1,3680 kandadískir dollarar (1,3675). Gull kostaði 325,50 dollara únsan (325,30). , ERLENT, verið af flaki skipsins, sýndu margt mjög heillegt þar. Þannig hefði náðst m.a. mynd af lítilli flaggstöng, sem stæði þar „alveg óskemmd“. Nú er unnið að bráðabirgðakönn- un á fiakinu með ómönnuðum kaf- bát, sem tekur myndir af flakinu frá öllum hliðum. Nákvæm rann- sókn á fiakinu á hins vegar að fara fram næsta sumar og þá úr þriggja manna neðansjávarkafbát. Þær myndir, sem þegar hefðu verið teknar, sýna, að margt er enn óskemmt í skipinu. Þannig má sjá þar marga kassa af vínflöskum, sem virðast heilar. Titanic, sem átti að vera ósökkv- andi, sökk 14. apríl 1912, eftir að borgarísjaki reif 300 metra langt gat í aðra skipshiiðina. Sjö hundruð manns var bjargað, en 1.513 manns fórust með skipinu. Nýr leiðtogi Frjálslynda flokksins ('anberra, 5. september. AP. JOHN Howard var í dag kjörinn leið- togi Fjálslynda fiokksins í Ástralíu og verður hann því nú jafnframt leiðtogi stjórnarandstöðunnar á sambands- þingi landsins. Tók hann við af And- rew Peacock. Kjör Howards náðist ekki átaka- laust, en hann sigraði John Moore i atkvæðagreiðslu um flokksleiðtoga- embættið. Peacock hafði sjálfur hins vegar valið þann síðarnefnda til að taka við af sér. Howard var fjármálaráðherra í stjórn Maicoims Fraser, sem beið lægri hlut fyrir Verkamanna- flokknum í Ástralíu 1981. Karpov er aftur í krappri vörn Skák Margeir Pétursson EFTIR slaka taflmennsku sína í fyrstu skákinni fór Karpov sér að engu óðslega í byrjun annarrar einvígisskákarinnar sem tefld var í Moskvu í gærkvöldi. Hann end- urtók taflmennsku stna úr fyrra einvígi þeirra Kasparovs, en í miðtaflinu kom í Ijós að áskorand- inn hafði undirbúið sig afar vel fyrir þessa byrjun. Kasparov tefldi af milum krafti, fórnaði liði fyrir mjög sterka stöðu og aðstaða Karpovs virtist versna með hverj- um leik. Með því að taka á öllu sínu tókst heimsmeistaranum þó að finna leið til að halda í horfinu og er skákin fór í bið átti hann einhverja möguleika á jafntefli. Skákskýrendur í Moskvu voru sammála um að staða áskorand- ans væri betri, en sumir stór- meistaranna á einvíginu töldu þó að Karpov ætti að geta haldið jafntefli. Erfitt er að fullyrða neitt um það, en ég ætla að leyfa mér að spá Kasparov sigri vegna hins öfluga fjarlæga frípeðs hans á a-línunni, sem illa staösettir léttir menn hvíts eiga erfitt með að stöðva. En hvernig svo sem skákin fer var hún æsispennandi, margir bjuggust við stuttu jafntefli, en Kasparov ætlar greinilega að hamra járnið á meðan það er heitt. Taflmennska heimsmeist- arans er hins vegar óstyrk, eftir að hafa klórað sig út ur afar erfiðri stöðu virtist taflmennska hans í tímahraki vera afar óná- kvæm. 2. einvígisskákin: Hvítt: Anatoly Karpov. Svart: Gary Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6,6. Be2 — e6 Nú er komin upp þekkt staða úr Scheveningen-afbrigðinu í Sikileyjarvörn, en það var þrí- vegis teflt í fyrra einvígi þeirra. 7. 0-0 — Be7, 8. f4 — 0-0, 9. Khl — Dc7,10. a4 I 43. skák fyrra einvigisins lék Karpov hér 10. Del sem eftir 10. — b5 leiddi til algengustu leiðar Scheveningen-afbrigðisins. 10. — Rc6,11. Be3 - He8,12. Bf3 í 5. skákinni sl. vetur lék Karpov hér 12. Hel, en komst ekkert áleiðis. 12. —Hb8,13. Dd2 — Bd7 Það er ljóst að Kasparov hlýt- ur að hafa eytt ófáum stundum í rannsóknir á þessari stöðu í sumar. 1 45. skákinni lék hann 13. - Rxd4, 14. Bxd4 - e5, 15. Ba7 - Ha8, 16. Be3 - Bd7, 17. a5 og Karpov hafði örlítið betri stöðu. 14. Df2 — Rxd4, 15. Bxd4 — e5, 16. Be3 - Be6!? „ Djarfur leikur, því í fram- haldinu verður þessi biskup i stórhættu á c4 og um síðir varð Kasparov að fórna honum. Flest- ir stórmeistarar hefðu líklega leikið 16. — exf4 án umhugsunar í stöðunni. 17. f5 — Bc4, 18. Bb6 - Dc8, 19. Hfcl Dæmigerður leikur fyrir Karpov og líklega hefur honum liðið mjög vel í þessari stöðu, ekki sizt vegna hinnar óþægilegu hótunar 20. b3; Kasparov lumar hins vegar á sterku og óvæntu svari sem færir honum frum- kvæðið eftir miklar sviptingar. Það hefði hins vegar verið fróð- legt að sjá hvað Kasparov hefði haft í huga eftir 19. Hfdl, því þá er 19. — d5 svarað með 20. exd5 — Dxf5,21. d6. 19. — d5f! 20. b3 - Bb4, 21. Ra2 — Ba3. í fljótu bragði gæti virst svo sem svartur hafi leikið af sér manni og berjist af örvæntingu, en það kemur í ljós að um stór- kostlega fléttu er að ræða. 22. bxc4 — Bxcl, 23. Rxcl — Dxc4, 24. exd5 — e4, 25. Be2 — Dxc2! Drepur rétta peðið. Þarna stendur svarta drottningin frá- bærlega vel og bindur mestallt hvita liðið niður. Fram að þessu höfðu stórmeistararnir í blaða- mannaherberginu talið Kaspar- ov ramba á barmi glötunar, en eftir þennan leik skiptu þeir um skoðun. 26. Dd4 — Hbc8, 27. h3 — e3, 28. d6 — Dd2! 29. Rd3! Um annað var ekki að ræða. Hvíta staðan er gjörtöpuð eftir 29. Kh2 - Rd7! eða 29. Bc5? - b6. 29. — Dxe2 Það er ekki ólíklegt að hér hafi Kasparov átt að leika 29. — Rd7 eins og einn aðstoðarmanna hans, stórmeistarinn Dorfman, stakk upp á. 30. d7 — Rxd7, 31. Dxd7, — Dd2, 32. Hel — e2,33. Kgl Hér kom ekki síður til greina að leika 33. a5, enda svaraði Kasparov að bragði með: 33. — a5!, 34. g3?! Furðuleg veiking, svo virðist helst sem Karpov hafi ekki séð svar svarts, en hann var því sem næst leiklaus í stöðunni. Allir menn hans eru bundnir við að valda hver annan, eða við að hindra að e2-peðið verði að drottningu. 34. — Dh6,35. Bd2-Dc6 Vafalaust rétt ákvörðun. 35. — Dxh3? og 35. — Hcd8? mátti auðvitað báðum svara með 36. Hxe2! og 35. - Hed8, 36. Db5 virðist ekki færa svörtum mikið í aðra hönd. 36. Dxc6 — Hxc6,37. Hbl — Hc4 Hér er teflt beint af augum og ekki hirt um að valda veikleik- ana. 38. Hxb7 — Ilxa4, 39. Bel — Ha3,40. Hd7 Alls ekki 40. Rc5 - Hf3! og vinnur. 40. — a4,41. Kf2 í þessari stöðu lék Kasparov, svartur, biðleik. Hinum eðlilega leik 41. — Hal er vel svarað með 42. Ha7! - a3, 43. Rb4, en 41. - h5 eða 41. — Hb3! virðast gefa svörtum góða vinningsmögu- leika. A.m.k. er hvíta vörnin mjög erfið. Tveir manna hans verða bundnir við að valda svarta frípeðið á e2 og a-peð svarts á aðeins þrjá leiki eftir upp í borð. Auk þess njóta svörtu hrókarnir sín vel í stöðunni, því drottning- arvængurinn er að mestu auður og baráttan verður á báðum vængjum. Sovézki stórmeistarinn og byrjanasérfræðingurinn Gufeld sagði að báðir hefðu teflt svo vel að skákin ætti skilið að verða jafntefli. „E.t.v. bezta skákin sem þessir meistarar hafa teflt inn- byrðis,” bætti Gufeld við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.