Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 31 „Eins og aðrir góðir listamenn læt ég kon- una vinna fyrir mér“ — segir Daði Guðbjörnsson, sem sýnir í Gallerí Borg DAÐI Guðbjörnsson myndlistar- maður sýnir um þessar mundir í Gallerí Borg við Austurvöll. Á sýn- ingunni eru 21 verk, bæði olíumál- verk og dúkristur. Hann hefur áður haldið einkasýningu á Kjarvalsstöð- um og auk þess tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlendis. „Ég byrjaði að fikta við mynd- list 15 ára gamall," sagði Daði. „Þetta ágerðist svo smátt og smátt og ég fór í Myndlista- og handíða- skólann og síðar nam ég við Ríkis- akademíuna í Amsterdam." Daði sagðist vinna jöfnum höndum að olíumálverkum og grafík. „Mér finnst vera hvíld í því að breyta þannig um aðferð öðru hvoru. f dúkristunni vinn ég bara með svart og hvítt en í olíumálverkinu er áherslan öll á litunum. Á sýn- ingunni er þessu tvennu stillt upp hlið við hlið, þó slikt hafi ekki þótt góð lexía á sýningum." Ég hef verið talinn til þeirra sem vinna í anda hins svokallaða „nýja málverks", en sjálfum finnst mér erfitt að staðsetja verk mín í einhverjum „isma“. Þó má segja að þau séu blanda af abstrakt og simbólisma." Daði var að lokum spurður þeirrar sígildu spurningar hvernig gengi að lifa af listinni. „Éins og aðrir góðir listamenn læt ég konuna vinna fyrir mér,“ sagði Daði og hló. „Ég kenni við Myndlista- og handíðaskólann og svo selst nú alltaf eitthvað af myndum, þannig að ég fæ í það minnsta upp í kostnað. En litir og annað er óhemju dýrt vegna þess hversu tollar eru háir. Þarna er verðugt baráttumál fyrir samtök myndlistarmanna, en þau hafa því miður ekki sinnt þessum hlutum. Daði Guðbjörnsson myndlistarmaður. Mestur tími manna virðist fara í inlegum hagsmunum virðist sitja að rífast um strauma og stefnur í á hakanum," sagði Daði Guð- listinni, en barátta fyrir sameig- björnsson að lokum. Nýtt bamaleikfélag: Gaman leikúsið NÝTT leikfélag, barnaleikfélag, var stofnað fimmtudaginn 29. ágúst og ber það nafnið Gaman Leikhúsið. Fyrsta leikrit leikhópsins verð- ur „Töfralúðurinn" eftir danska höfundinn Henning Nilsen. Þýð- andi er Anna Jeppesen. Tónlist er eftir Per Östergaard. Leikritið fjallar í stuttu máli um fjóra nágranna sem eru aldrei sammála en dag einn kemur stúlka með dreka og þá snúast nágrannarnir á móti henni og drekanum. Að lok- um verða þó allir vinir. Leikstjórar eru Magnús Geir Þórðarson og Gottskálk Sigurðs- son. Með aðalhlutverkið fer Tinna Laufey Ásgeirsdóttir. Sýningar á þessari fyrstu leiksýningu Gaman Leikhússins verður í kringum 20. október. Tónlistarskóli Vesturbæjar: Annað starfsár skólans að hef jast Safnað fyrir kirkju- byggingu á Blönduósi Blönduósi, 5. septeraber. Alma E. Hansen skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbæjar. ANNAÐ starfsár Tónlistarskóla ÞESSIR tveir snaggaralegu ung- herrar efndu á dögunum til hluta- veltu til styrktar kirkjubyggingu á Blönduósi. Drengirnir söfnuðu alls 440 kr. og afhentu sóknar- prestinum, séra Árna Sigurðssyni, upphæðina. Drengirnir heita talið frá vinstri: Ásgeir örn Jóhannsson og Rúnar Örn Guðmundsson. J.S. Vesturbæjar er nú að hefjast. Rúm- lega hundrað nemendur stunduðu tónlistarnám við skólann síðastliðinn vetur undir leiðsögn átta kennara. í vetur verður kennt á flest hljóðfæri samkvæmt námsskrá sem Menntamálaráðuneytið lét útbúa fyrir tónlistarskóla lands- ins. Ennfremur verður kennd tón- fræði við skólann og fyrir yngstu nemendurna, sem eru á aldrinum 5—7 ára, verður haldið uppi for- skólakennslu. Undirbúningur skólahaldsins er nú í fullum gangi og brátt verður farið að innrita nemendur vetrar- ins. Skólastjóri og stofnandi Tónlist- arskóla Vesturbæjar er Alma E. Hansen. Bindindisfélag ökumanna: Úrslitakeppni ökuleikni hald- ^ in á morgun Úrslitakeppni ökuleikni Bind- indisfélags ökumanna fer fram á morgun, 7. september, og er keppnin jafnframt íslands- meistarakeppni. Undankeppni fór fram í ökuleikni á 30 stöðum um landið og voru þátttakendur alls um 600, sem er 50% aukning frá því í fyrra. Keppt verður bæði í karla- og kvennariðli. Keppnin hefst klukkan 9.00 við Mazda- umboðið Bílaborg með umferð- arspurningum en klukkan 11.00 hefst sjálf aksturskeppnin og verður hún á plani Ósta- og smjörsölunnar á Ártúnshöfða. í úrslitakeppninni á morgun verða eknar tvær umferðir og er ráðgert að seinni umferðin hefjist klukkan 15.00. Á milli umferða, eða klukkan 14.30, munu lögreglu- þjónar úr lögreglunni í Hafnar- firði, Kópavogi og Reykjavík ásamt fulltrúum slökkviliðsins í Reykjavík og Hafnarfirði reyna við þrautaplanið. Fyrstu verðlaun í hvorum riðli í ökuleikninni verða utanlandsferð- ir. Einnig mun Mazda-umboðið gefa bikarverðlaun fyrir þrjú ** efstu sætin í hvorum riðli. Mazda- -bifreið verður síðan í boði fyrir þann keppanda, sem tekst að aka villulaust í annarri hvorri umferð- inni. Viðkomandi keppandi þarf ekki að sigra til að hljóta bílinn, en hann þarf að vera með einn af 15 bestu tímunum í hvorri umferð. í sumar var Bindindisfélag öku- manna einnig með vélhjólakeppni og reiðhjóakeppni samhliða öku- leikninni. Úrslitakeppni í vél- hjólakeppninni mun ekki fara * - fram fyrr en vora tekur á ný. I reiðhjólakeppninni hins vegar engin úrslitakeppni. Þess í stað fengu keppendur happdrættis- miða og voru tvö reiðhjól í boði. Dregið var í happdrættinu um síð- ustu helgi og hlaut Sigríður V. Sæbjörnsdóttir frá Egilsstöðum annað hiólið og Gunnar Sigurðs- son frá Olafsvík hitt. Fataverksmiðjan Hekla með hug- myndasamkeppi FATAVERKSMIÐJAN Hekla á Ak- ureyrí efnir nú til hugmyndasam- keppni um ný vörumerki fyrir fatnað að norðan. Samkeppnin er öllum opin og er fólk hvatt til að senda inn hug- myndir sínar. Þrenn verðlaun verða veitt. Fyrstu verðlaun hljóða upp á 40.000 krónur, önnur verðlaun eru 20.000 krónur og þriðju verðlaun eru 10.000 krónur. Skilafrestur er til 15. september og skulu tillögur sendar til Fata- deildar Sambandsins, Holtagörð- um, Reykjavík. 1 raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar I fundir — mannfagnaöir tilboö — útboö | ýmislegt Lionsfélagar — Lionessur Fyrsti samfundur þessa starfsárs veröur í Lionsheimilinu Sigtúni 9, kl. 12 á hádegi í dag. Fjölbreytt dagskrá. Fjölumdæmisráö. Útboð — jarðvinna Stjórn verkamannabústaöa í Reykjavík óskar eftir tilboöum í gröft og fyllingu 15 húsgrunna og bílastæöa í Grafarvogi í Reykjavík. Útboösgögn veröa afhent gegn 10.000 kr. skilatryggingu á skrifstofu V. B. Suöurlands- braut 30 föstudaginn 7. september 1985. Tilboðin veröa opnuö mánudaginn 23. sept- ember kl. 15.00 aö viðstöddum þeim bjóöend- um sem þess óska. Stjórn V. B. Peningamenn — fjár- magnseigendur Innflutnings- og heildverslun óskar eftir fjár- mögnunaraöila. Um er aö ræöa lánsfjármagn og víxlakaup. Um verulega góö kjör er aö ræða fyrir þann er áhuga heföi. Tilboö sendist augld. Mbl. merkt: „Mikil velta 2156“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.