Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 17 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Gladstone sagði: „Orlög þjóða eru komin undir uppcldi æskulýðsins.“ Eina ráðið til að ala upp börn er að vera sjálfur þeim til fyrirmyndar, hvort heldur til góðs eða ills. (Einstein.) Að vera vel upp alinn er að kunna að geispa með munninn aftur. Undir gott uppeldi má einnig fella heil- brigðar matarvenjur. Á heimilis- matseðlinum mætti því gjarnan standa: Steiktur steinbítur með karrý 800 gr steinbítur 3 matsk. brauðmylsna 3 matsk. hveiti 'k~y* tsk. karrý 1 tsk. salt 50—100 gr smjörlíki eða önnur feiti Aðferð 1: 1. Steinbíturinn er hreinsaður og skorinn í sneiðar. 2. Brauðmylsnu, hveiti, karrý og salti er blandað saman í plast- poka. 3. Steinbítssneiðarnar eru settar í pokann og hristar með hveiti- mylsnunni þar til þær hafa fengið jafnan hjúp. 4. Feitin er hituð á pönnu og er fiskurinn steiktur í feitinni á venjulegan hátt eða þar til hann hefur fengið gullinn hjúp. Aðferð 2: Þessi aðferð gefur þykkri hjúp. 1. Blandað er saman hveiti, karrý og salti og sett í plastpoka. 2. Fiskstykkin eru síðan sett í poka og hrist með hveitiblönd- unni. 3. 1 egg er þeytt með 1 matsk. af vatni og fiskstykkjunum velt upp úr egginu og síðan brauð- mylsnunni (4 matsk.). 4. Fiskurinn steiktur á venjulegan hátt. Aðferð 3: 1. Blandað er saman 1 tsk. salti og 'k tsk. karrý og er því stráð yfir fiskstykkin. 2. Fiskstykkjunum er velt upp úr þeyttu eggi og síðan brauð- mylsnu (4 matsk.) og steikt á venjulegan hátt. Þó þessi karrý-blanda eigi frá- bærlega vel við steinbít má nota hana á aðrar fisktegundir. Aðferð 2 á t.d. prýðilega við ýsuflök. Með fiski þessum eru bornar fram soðnar kartöflur og hrásalat og bráðin feiti ef þurfa þykir. Verð á hráefni í agúst: Steinbítur 800 gr kr. 1 egg kr. 100 gr smjörvi kr. Vz kg kartöflurkr. Kr. 84,00 11,00 33,30 22,50 150,80 V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! 3R*f$unÞfafe!fe Verið velkomin Þetta er aðeins smá sýnishorn af stórglæsilegum haustfatnaði sem er í verslunum okkar!! Opið frá kl. 9—12 á morgun, laugardag LAUQAVEGI 66 — AUSTURSTRÆTt 22 — GLÆSIBÆ. SIMI FRÁ SKIPTIBOROI 45600. Laugavegi 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.