Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 25 u Kristjónsdóttur ir sögunnar i helgasta málstað í heimi fyrir því að framundan er barátta, en það verður að finna skynsam- lega og sæmandi lausn. Frá því 1974 höfum við lagt fram margar ilí í Líbanon, skömmu áður en tillögur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og þar hefur verið gerð samþykkt sem tryggir grundvall- arréttindi Palestínumanna. Allar þjóðir hafa lýst sig samþykka henni nema sionistastjórn ísraels. Sams konar ályktanir hafa verið gerðar á mörgum alþjóðlegum ráðstefnum síðustu ár, á fundi EB í Mílanó, á kvennaráðstefnunni í Nairobi nú síðast, en stefna PLO að eyða Ísrael, henda ísraelum í sjóinn. Nei, nei, nei. Það er lygi og ég skora á ísrael að sanna þá full- yrðingu. Við viljum að samþykkt Sameinuðu þjóðanna sé virt. Það er stefna okkar og ekkert annað. Ég er stoltur af því að gyðing- dómur, kristindómur og íslam eru hluti arfleifðar minnar og hefða. Ég vil að menn virði trú annarra og innan allra trúarbragða og stefna er rými fyrir margar vist- arverur nema hjá áhangendum si- onismans. Þar er aðeins eitt her- bergi. Ég geri skilsmun á sionist- um og gyðingum. í bernsku og æsku átti ég góða vini meðal gyð- inga í Palestínu en það eru sion- ista-gyðingarnir sem hrifsuðu land mitt og bera ábyrgðina. Þreytist hann ekki á baráttunni og endalausu umstangi og ferða- lögum og vonbrigðum? Ég er maður sögunnar, segir hann og þetta eru örlög mín og Palestínumenn munu ekki hverfa. Við látum ekki fara með okkur eins og Bandaríkjamenn fóru með indíánana. En þótt við njótum velvildar og gestrisni er það hluti harmleiks Palestínu að hvar sem við komum erum við gestir, gestir sem ekkert föðurland eigum. En Við erum fimm milljónir og meðal okkar er hæsta hlutfall mennta- manna allra araba. Það er fyrsta kraftaverkið og hið næsta að okkur tókst að rísa upp eftir það sem gerðist í Líbanon. Og ég hlýt að styðja bræður mína jafnvel þótt baráttan verði löng og ströng. Ég er að berjast fyrir flóknasta en helgasta málstað í heimi. Hafið það hugfast. Hér á ég ekki aðeins við baráttuna gegn fsraelum, því nokkur arabaríki hafa brugðist trausti okkar. Við fórum frá Beir- út og konur og börn voru eftir og því var heitið að öryggi þeirra skyldi tryggt. Síðan komu fjölda- morðin í Sabra og Shatilla, þau fyrri framin af ísraelum og þau seinni af Sýrlendingum, en þrátt fyrir viðleitni Sýrlendinga til að leggja stein í götu okkar nú síðast á fundinum í Casablanca, þar sem þeir kúguðu nokkrar arabaþjóðir til að hundsa fundinn, tókst fund- urinn svo vel, að samstaða var ótvíræð og mun styrkja stöðu okkar. Hvað segir hann um ýmis hryðjuverk, til dæmis nýlega í Aþenu, þar sem Palestínumaður var handtekinn fyrir að ætla að myrða sendiherra Jórdaníu svo eitthvað sé nefnt? Að baki alls þessa er sýrlenska leyniþjónustan og þetta er allt lið- ur í áróðri gegn okkur. Við mót- mælum því. Við viljum ekki slíkt en þeir eru hættir að birta mót- mæli okkar. Ég spyr hann um samband PLO við Jemen, sem er þó raunar óþarft, því að Jemen eru nú óum- deilanlega aðalstöðvar hermanna PLO. 1 landinu eru um þrjú þús- und fallhlífarhermenn í ýmsum búðum en samtals höfum við um tíu æfingabúðir þótt ég nefni ekki hvar þær eru allar. Sjóliðar PLO hafa svo bækistöð á eynni Kamaran en ég gef ekki upp neinn fjölda þar eins og gefur Yasser Arafat að skilja. En það er óhætt að segja að stjórnvöld hér hafa tekið okkur af mikilli velvild. Forseti lýðveld- isins hefur látið mér f té þessa byggingu og Jemenar höfðu lengi stutt okkur. Því gleðst ég líka yfir því að við getum endurgoldið þeim að nokkru meðal annars með því að koma á fót sjúkrahúsinu í Hadda. Hvað um valdastreitu og ágreining innan forystu PLO? Það er kjánalegur orðrómur sem styðst ekki við rök. En þótt svo væri teldi ég það ekkert óeðli- legt að menn hafi skiptar skoðan- ir. Ég er í forsvari fyrir menn, ekki hjörð skynlausra skepna. Hvernig sér hann fyrir sér næstu framtíð? Við höldum baráttunni áfram og væntum liðveislu allra vel- þenkjandi og réttsýnna manna, hvort sem í hlut eiga smáþjóðir eða risaveldi. Ég bið menn enn einu sinni að kynna sér stöðu okkar og málstað og gleyma ekki Palestínu, sagði Yasser Arafat að lokum. dagskrá Arafats í byggingunni. Ég hneigi mig og segist nú aldeilis skilja það en ég sé sem sagt að hugsa um að bíða. Hvort hann viiji kannski hringja í sendiherr- ann svo að ég geti rætt málið við hann. Þá kemur upp úr dúrnum að sendiherrann er á fundi með Ara- fat sem augnabliki áður hafði ver- ið steinsofandi. Þennan fund má alls ekki trufla. Þá fór í verra segi ég, en ég bíð bara. Herra Khoudar lofar hátíðlega að hringja á hótel- ið þegar fundinum er lokið og þá geti ég komið í hendingskasti og hitt Arafat. Ég segist ætla að bíða. Mér er boðið að fara aftur út í varðskýlið af því herra Khoudar þarf að hringja í sendiherrann sem skömmu áður mátti alls ekki trufla. Næsta klukkutímann eru ótal sendiboðar látnir fara á minn fund. Erindi þeirra allra er eitt og hið sama: það er lofað að hringja til mín á hótelið. Ég er þarna um- kringd vopnuðum og glaðbeittum hermönnum og drekk nokkra bolla af tei í viðbót og segist ætla að bíða. Ég hef nógan tíma og teið virðist óþrjótandi. Eftir eina vopnaleit í viðbót er ég leidd inn í húsið þar sem herra Khoudar sit- ur enn, nú nánast í svitakófi, en kurteis sem fyrr. Nú eru liðnir þrír klukkutímar síðan ég kom og eitthvað er að fara að gerast: Sendiherrann er mættur í eigin persónu. Hann tal- ar ekki mikla ensku en hefur þungar áhyggjur af því að ég hafi ekki fengið neina hressingu og lætur snarlega reiða fram te. Þeg- ar við höfum rætt málið furðu- skamma stund og skiljum hvorugt hitt gefst hann upp: Arafat ætlar að hitta mig uppi á aðalskrifstof- unni sinni. Sendiherrann segist vona að ég hafi ekki þurft að bíða. Ég verð svo undrandi að það ligg- ur við að ég detti niður af stólnum. Við göngum upp nokkra stiga, að- stoðarmenn Arafats koma til að skoða mig og bjóða mig velkomna og sýna mér fundaherbergið áður en við förum inn í aðalskrifstof- una og eins og hendi er veifað er formaðurinn mættur á svæðið klæddur khakifötunum sínum með derhúfuna og hreint ekki syfju- legur að sjá. Einkaritari hans Abu Ferash er þarna líka: Hann spyr hvort ég vilji kannski gera þeim þá gleði að þiggja tesopa. Arafat ber byssu við belti. Ólífugreinin sést hvergi en hann heilsar hlý- lega og byrjar á því að spyrja hvernig ég hafi vitað að hann var kominn til landsins, ég segist hafa fengið fregnir af því gegnum Mossad, leyniþjónustu ísraels. Það finnst honum góð fyndni og við hreiðrum um okkur í leðursóf- um skrifstofunnar. Hann er afslappaður í viðmóti og ekki jafn ófríður og eftir mynd- um að dæma. Notar hendurnar til að leggja áherzlu á orð sín, talar lágt. Eftir að við höfum nú lokið við- talinu sem tók raunar æðistund spyr Arafat almæltra tíðinda af íslandi og hver sé hugur íslend- inga til landa hans sem eigi sér ekkert föðurland. Raddir smá- þjóða skipta máli á alþjóðavett- vangi. Gleymið okkur ekki. Gleymið ekki Palestínu. Hann tek- ur niður derhúfuna og setur upp klútinn væna. Biður að heilsa heim. Mér var einhverntíma sagt að þegar Gyðingar höfðu ekki aðgang að helgum stöðum i Jerúsalem hafi alkunn kveðja milli þeirra verið: Sjáumst næsta ár í Jerúsal- em, og auðvitað er það engin ný speki að allt er í heiminum hverf- ult en samt er óneitanlega undar- legt að heyra formann frelsissam- taka Palestínu segja við mig í kveðjuskyni nú: Sjáumst að ári í Jerúsalem og þá skulum við halda veizlu. Landsbyggðin: „Læknaleysi meira en undanfarin ár“ — segir Guðmundur Sigurðsson, aðstoðarlandlæknir UM TÍU stöður heilsugæslulækna eru lausar úti á landi og er læknaeklan. heldur meiri en verið hefur undanfarin ár að sögn Guðmundar Sigurðssonar, aðstoðarlandlæknis. „t óvenju margar stöður hefur verið ráðið í til bráðabirgða og í mörgum tilvikum í aðeins einn mánuð i senn. Kjaradeila lækna sl. ágúst hefur átt sinn þátt í lækna- leysinu. A meðan kjaramál lækna voru í óvissu var lítið um fyrir- spurnir um einstakar stöður. Áberandi er hversu illa gengur að manna þær stöður þar sem að- eins er gert ráð fyrir einum lækni eins og í litlum þorpum úti á landi. Læknum finnst að vonum mjög bindandi að þurfa bókstaflega að vera á vakt allan sólarhringinn og eins eru launin mjög léleg þar miðað við vaktlækna í sjúkrahús- um í Reykajvík. Þó breyttist ástandið aðeins til batnaðar eftir síðustu samninga, en þó ekki nóg.“ Guðmundur sagði að nú þyrfti að ráða lækna á Þingeyri, Þórs- höfn, Vopnafjörð og Patreksfjörð. Nýlokið er við að ráða afleysinga- lækni fyrir Kópasker og Raufar- höfn og nýlega var auglýst ný læknisstaða í Grundarfirði, en læknir hefur ekki verið þar til þessa. Læknir frá Stykkishólmi hefur þjónað Grundfirðingum hingað til. Einnig er búið að aug- lýsa eftir lækni til Grindavíkur, en bæjarbúar þar hafa þurft að leita læknis til Keflavíkur. Frá Háskóla ísiands sl. vor út- skrifuðust 50 læknar, en Guð- mundur sagði að þeir færu yfir- leitt ekki í svo miklar ábyrgðar- stöður fyrr en þeir væru búnir með framhaldsnám. „Best þætti okkur að fá lækna með heimilis- lækningar sem sérgrein út á land en á meðan við getum ekki mann- að þær stöður með slíkum mönnum, verðum við að fá eins hæfa menn og mögulegt er hverjir' sinni,“ sagði Guðmundur að lok- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.