Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985
21
Hosni Mubarak, forseti Egyptalands (til vinstri á myndinni), rædir við dr. Alan Lutfy í gær. Mynd þessi var tekin
aðeins skömmu áður en sá síðarnefndi var skipaður forsætisráðherra í stað Kamal Hassans, sem sagði af sér ásamt
öllum ráðherrum sínum. Ný stjórn tekur væntanlega við völdum á laugardag.
Nýr forsætisráðherra
skipaður í Egyptalandi
Kairó, 5. september. AP.
HOSNI MUBARAK Egyptalands-
forseti skipaði í dag fyrrum
fjármálaráðherra í stöðu forsætis-
ráðherra landsins í kjölfar óvæntr-
ar afsagnar allrar stjórnar lands-
ins, en í henni voru 32 ráðherrar.
Var dr. Aly Lutfy skipaður forsætis-
ráðherra í stað Kamal Hassans.
Lutfy er einn af helztu efnahags-
sérfræðingum Egyptalands.
Talið er, að með skipun Lutfys
verði lögð meiri áherzla en áður
r að leysa hinn mikla efnahags-
vanda Egyptalands, en erlendar
skuldir landsins eru mjög mikl-
ar. Ekki hefur verið kunngert,
hve miklar þær eru, en talið er,
að þær nemi ekki minna en 25
milljörðum dollara. Mikill gjald-
eyrisskortur er í landinu og ör
verðbólga.
Lutfy var fjármálaráðherra
Egyptalands fyrir nokkrum ár-
um. Hann er 49 ára að aldri.
Hann sver embættiseið sinn
ásamt hinni nýju stjórn á laug-
ardag. Talið er, að ekki fleiri en
10 nýir ráðherra taki sæti í nýju
stjórninni, en að öðru leyti verði
hún skipuð sömu mönnum og áð-
ur.
Sænsk kona fær unnusta sinn
lausan með hungurverkfalli
Stokkhólmi, 5. aeptember. AP.
MARIE-ANNE Farrow, sænsk kona
sem fór í hungurverkfall til að undir-
strika kröfu sína um að sovéskur
unnusti hennar yrði látinn laus,
sagði á miðvikudag að hann myndi
koma til Stokkhólms í þessari viku.
Rarrow sagði fréttamönnum að
meðan á hungurverkfalli hennar
stóð hefði unnusti hennar, Valent-
in Jurov, verið settur á geðveikra-
hæli í Moskvu gegn vilja sínum,
aðeins viku áður en þau ætluðu að
ganga í hjónaband. „Ég talaði við
hann í síma í gær og hann sagði
mér þær góðu fréttir að honum
væri nú frjálst að fara úr landi,
sænska utanríkisráðuneytið hefur
staðfest þetta og hann hefur feng-
ið landvistarleyfi í Svíþjóð í eitt
ár,“ sagði hún.
Hin 30 ára gamla sænska lista-
kona og sovéski blaðamaðurinn
hittust fyrst er ungfrú Farrow var
á ferðalagi í Moskvu. Þau höfðu
fengið leyfi til að giftast en
snemma í júní var Jurov settur í
varðhald af einhverjum ástæðum
sem Farrow segist ekki vita hverj-
ar hafi verið. Um miðjan ágúst
settist hún að í tjaldi fyrir utan
sovéska sendiráðið í Stokkhólmi
og hóf hungurverkfall. Viku síðar
barst tilkynning um að Jurov
hefði verið látinn laus af geð-
veikrahælinu, en ungfrú Farrow
hélt áfram baráttu sinni, þar til
hún frétti að Jurov fengi að yfir-
gefa Sovétríkin.
Veður
víða um heim
L»g.t Hmt
Akunyri 3 alakýjaó
Am.t.rd.m 12 17 rignlng
Aþmw 20 33 h.ló*kfrt
D.rc.lon. 28 mi.tur
Berlin 12 15 rigning
BrðtMt 5 18 rigning
Chkwgo 22 27 akýjaó
Dubtin 9 15 h«ió.kírt
Fmruyiw 24 lóttakýjað
Frwikffurt 12 20 rlgnlng
Gmtf 11 21 haióakfrt
rr-l-l-l.l nmsmKi 13 17 •kýjaé
Hong Kong 2« 28 rigning
JmÚMlmn 17 27 haiðakfrt
Kaupm.nnah. 10 16 akýjaó
Lm Palm.i 32 hólftkýjaó
LtaMbon 17 32 halð.kirl
London 14 18 h.iðakfrt
Lo» Ang.1.. 1« 21 haiðtkirt
Lú>mnborg 14 aúld
IMig, 27 mi.tur
MMtorc. 29 •kýlað
Mimni 21 31 •ký|að
Montnml 14 23 akýjaó
Mo.lt va 11 23 •kýlað
Mow Vork 23 33 *ký|»ó
OMó • 16 •kýioö
Pará 13 20 •kýj»ó
Poking 1S 27 haiðaklrt
Roykjavfk 6 •kýiaö
Rró do Janoiro 14 27 •kýjað
Rómaborg 15 29 haióakirt
Stokkhóimur 13 16 •ký|«ó
Sidnoy 9 18 Iwióakfrt
Tókýó 26 32 haiðaklrt
Vínmtiorg 15 21 haiðtklrt
bóMhótn 8 •kýjað
Kambódía:
Yfir 2500
ar felldir
Bangkok, 5. september. AP.
SKÆRULIÐAR úr hópi Rauðu
kmeranna í Kambódíu héldu því
fram í dag, að þeir hefðu fellt 2.583
víetnamska hermenn í 14 miklum
orrustum, sem átt hefðu sér stað í
Kambódíu í ágúst. Hefðu bardagar
m.a. orðið í höfuðborginni sjálfri,
Phnom Penh, þar sem 11 Víetnam-
ar voru drepnir.
Los Anjjeles, 5. september. AP.
Geimferjan Discovery kom úr
vikulangri for sinni í betra ástandi
en nokkru sinni áður, en í förinni
gerði áhöfn ferjunnar við gervihnött
og þrem var komið á braut. Bráða-
birgðarannsókn á geimferjunni
sýndi engar skemmdir á bremsum
en hluti af hitaeinangrunarhlíf við
einn stýrihreyfil hafði undist. Aðeins
fimm af plötum þeim sem verja yfir-
borð geimferjunnar ofhitun urðu
fyrír skemmdum f lendingunni og
„samanborið við 29 skemmdar plöt-
ur í fyrri ferðum hlýtur það að teljast
mikil framför — þetta verður hugs-
anlega best hcppnaða fór sem geim-
ferjan fer nokkru sinni“. sagði
tieorge Driller talsmaður Banda-
rísku geimferðastofnunarinnar.
Víetnam-
í ágúst
í einni orrustu hefðu 127 víet-
namskir hermenn verið drepnir
og 220 til viðbótar hefðu særzt.
Átti sú orrusta sér stað 31. ágúst,
er skæruliðar réðust á tvær her-
deildir Víetnama í héraðinu
Battabang í vesturhluta lands-
ins. Báðum þessum herdeildum
var tvístrað gersamlega.
Nú er verið að búa geimferjuna
til flutnings með Boeing 747 til
Florida. Þar verður geimferjan
undirbúin fyrir geimferð sem
stefnt er að í mars á næsta ári. Þá
mun Discovery koma tilrauna-
gervihnettinum Teal Ruby á braut
fyrir bandaríska flugherinn. Teal
Ruby verður búin innrauðum raf-
eindasjónauka og mun geta fylgst
með ferðum flugvéla utanúr him-
ingeimnum.
Geimferjan Columbia mun
væntanlega fara í geimferð í byrj-
un október á vegum Atlantis-
áætlunar Bandaríkjahers. Farmur
geimferjunnar og tilgangur farar-
innar er því hernaðarleyndarmál.
Minni skemmdir á Discovery
en í nokkurri fyrri geimferða
Yfirlýsing Sovétmanna um
geimferðaáætlun:
Áskilja sér rétt til
geimvopnatilrauna
Moskvu, 5. sepiember. AP.
Sovétríkin tilkynntu á miðvikudag að þau teldu sér frjálst að hanna og
setja upp hvers kyns vopn gegn gervihnöttum úti í geimnum, haldi Banda-
ríkjamenn áfram tilraunum með vopn gegn gervihnöttum. Tass-fréttastofan
gaf út tilkynningu sem álitið er, að komin sé beint frá leiðtogunum í Kreml
þar sem segir að stjórnvöld telji sér frjálst að aflétta stöðvun á tilraunum
með slík vopn haldi Bandaríkjamenn áfram tilraunum sínum.
Bandarísk stjórnvöld gerðu lítið
úr þessari tilkynningu og sögðu
hana „fremur innihaldslitla". Rík-
isstjórn Ronalds Reagan tekur í
sama streng og í tilkynningu sem
gefin var út af Hvíta húsinu var
sovéska tilkynningin kölluð „hót-
un“. Þar var ítrekað að Banda-
ríkjamenn myndu halda áfram að
vinna að Geimvarnaáætluninni,
sem þekkt er undir skammstöfun-
inni ASAT.
í tilkynningunni segir að Sov-
étmenn hafi í raun unnið að svip-
aðri geimvarnaáætlun og í sér-
stakri tilkynningu frá varnar-
málaráðuneytinu segir að Sovét-
menn hafi oftar en einu sinni tor-
tímt gervihnöttum í geimnum með
geimvarnakerfi sínu.
Háttsettur maður í Pentagon,
sem kaus að halda nafni sínu
leyndu, bætti því við að varnar-
málaráðuneytið væri á báðum átt-
um um hvernig skilja bæri hótun
Sovétmanna um að hefja gerð
vopna til nota úti í geimnum. „Það
er mikili tvískinnungur í þessari
yfirlýsingu Sovétmanna," sagði
hann, „og ekki ljóst hvað þeir eiga
við er þeir tala um geimvopn. Þeir
gætu átt við það kerfi sem þeir
hafa þegar komið upp, þó það sé
ekki staðsett úti í geimnum. Eða
að þeir séu að gefa í skyn að þeir
ætli sér að koma upp nýju kerfi.
En hvað sem því líður, þá eiga þeir
eina starfhæfa geimvarnarkerfið í
heiminum, en við höfum ekkert
slíkt kerfi.“
ERLENT
LYFTARAR
Eigum til afgreiöslu nú þegar mikið úrval notaöra rafmagns- og diesel-
lyftara, ennfremur snúninga- og hliöarfærslur.
Tökum lyftara upp í uppgeröan, leigjum lyftara, flytjum lyftara.
Varahluta- og viögeröaþjónusta.
Líttu inn — viö gerum þér tilboö.
Tökum lyftara í umboössölu.
LYFTARASALAN HF.
Vitastíg 3, símar 26455 og 12452.
M
LANDSNEFND
ALÞJÓÐA VERZLUNARRAÐSINS
Iceland National Committee o! the ICC
Námskeið um
bankaábyrgðir
(DOCUMENTARY CREDITS)
Landsnefnd Alþjóöa verzlunarráðsins
heldur námskeiö um bankaábyrgöir
þriðjudaginn 10. september kl. 9.30—
17.00 á 2. hæö Hótel Sögu.
Tilgangur:
— gera reglum um bankaábyrgöir ýtarleg skil
— gefa þátttakendum kost á aö fá svör viö þeim spurn-
ingum sem upp hafa komiö í starfi þeirra meö banka-
ábyrgðir.
Þátttakendur:
Námskeiöið er ætlaö þeim sem starfa í tengslum við
bankaábyrgöir og hafa áhuga á aö auka skiining
sinn á þeim.
Leiöbeinandi:
Bemard S. Wheble, einn
aöalhvatamaöur aö gerö
alþjóölegra reglna um
bankaábyrgðir. Hann var
formaður bankanefndar
Alþjóöa verzlunarráösins
þegar reglurnar voru end-
urskoðaðarásl.ári.
Nánari upplýsingar eru veittar
í síma 83088.