Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 27 „Sjiðu hvað ég sé“ er yfirskriftin og það kemur væntanlega í ljós í Gamla bíói í kVöld og annað kvöld hvort Kuklið og Megas líta tilveruna sömu augum. F.v. Björk, Sigtryggur, Guðlaugur, Birgir, Einar Örn og Megas. „Verður ólíkt vinnu Megasar með eldri tónlistarmönnum“ — segir Sigtryggur Baldursson um sameiginlega tónleika Kukls og Meg- asar í Gamla bíói í kvöld „Sjáðu hvað ég sé“ er yfirskrift tónleika þar sem leiða munu saman hesta sína Megas og hljómsveitin Kukl, skipuð þeim Björk Guðmundsdóttur, Birgi Mogensen, Guðlaugi Óttarssyni, Einari Melax og Sigtryggi Baldurssyni. Allt eru þetta kunnir músíkantar, en á þessum tónleikum, sem verða í Gamla bíói í kvöld og annað kvöld kl. 21, rugla Kukl og Megas saman reitum sínum í fyrsta og ef til vill eina sinn. Báðir aðilar muna flytja nýtt og frumsamið efni, ýmist saman eða sitt á hvað. „Við höfum auðvitað vitað hvort af öðru og þekkst lengi, svona óbeint," sagði Sigtryggur Bald- ursson í Kuklinu í stuttu spjalli við Morgunblaðið, aðspurður um tilurð tónleikanna. „Þegar svo Megas og fleiri komu að máli við okkur og viðruðu þessa hugmynd leist okkur vel á. Það var strax sýnt að þetta yrði ólíkt vinnu Meg- asar með eldri tónlistarmönnum og þeirri músík sem hann hefur helst staðið fyrir. Þetta er ein alls- herjar samvinna, sem hefur kost- að geysilega miklar æfingar. En það verður talsvert um það á þess- um tónleikum að Megas leggi til orðin og við tóna og takta í sam- ræmi við þau. Svo lagar hann sig að okkur og við okkur að honum. Við í Kuklinu tókum okkur til, hristum upp í músíkinni hjá okkur og ákváðum að búa til poppmúsík, bara að gamni okkar. Arangurinn köllum við „frumefni vinsældalist- anna“ og það er þetta efni sem verður fyrst og fremst á boðstól- um hjá okkur á tónleikunum, ásamt völdum lögum af nýju plöt- unni okkar, The Noughty Nought, sem Corpus Christie-útgáfufyrir- tækið gefur út í Englandi og Am- eríku núna seinni hlutan í septem- ber,“ sagði Sigtryggur. Tónleikarnir í Gamla bíói verða varia endurteknir í bráð því Kukl er á förum í mikla hljómleikaferð um Evrópu þar sem þau hyggjast leika í helstu borgum meginlands- ins. Mótorkross: Síðasta keppni sumarsins Mótorkrosskeppni verður haldin í Njarðvík á sunnudaginn og hefst hún klukkan 14. Þetta er síðasta keppni sumarsins og mun hún skera úr um hver verður sigurvegari í stigakeppni. Fyrir keppnina hefur Ragnar Stefánsson forystu, hefur hlotið 210 stig. Annar er Valdimar John- sen með 209 stig og Marteinn Pét- ursson er í þriðja sæti með 204 stig þannig að búast má við jafnri og spennandi keppni á sunnudag- inn. Réttalistinn: Fyrstu fjárréttirnar verða um helgina Fyrstu fjárréttirnar verða um helgina. Það eru Hrútatunguréttir í Hrútafirði og Miðfjarðarréttir. Talsverðar breytingar eru á dagsetningu rétta af ýmsum ástæðum, og því erfitt að taka saman nákvæman réttalista. Ólafur Dýrmundsson ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands hefur þó tekið saman eftirfarandi lista um margar helstu réttirnar. Listinn er ekki tæmandi og ekki alveg nákvæmur vegna þess að verið er að breyta réttadögum alveg fram á þennan dag. Hraunsrétt í Aðaldal var til dæmis seinkað um viku frá því sem sagt var frá í Morgunblað- inu í gær: Fjárréttir: Auðkúlurétt í Svínadal Arnarhólsrétt í Helgafellssveit, Snæf. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. Fellsendarétt í Miðdölum, Dal. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. Fossvallarétt v/Lækjarbotna (Rvík/Kóp.) Grímsstaðarétt í Álftaneshr., Mýr. Heiðabæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. Hítardalsrétt í Hraunhr., Mýr. Hraunsrétt í Aðaldal, S-Þing. ' Hrunamannarétt Hrunamannahr., Árn. Hrútatungurétt í Hrutafirði, V-Hún. Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn. Kaldárrétt v/Hafnarfjörð Kaldárbakkarétt í Kolb.st.hr., Hnapp. Kjósarrétt í Kjósarhr. Kjósarsýslu Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. Kollafjarðarétt, Kjalarneshr., Kjós. Langholtsrétt í Miklaholtshreppi, Snæf. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V-Hún. Mælifellsrétt í Lýtingsstaðahr., Skag. Nesjasvallarétt í Grafningi, Árn. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. Reynistaðarrétt í Staðarhr., Skag. Selflatarétt í Grafningi, Árn. Selvogsrétt í Selvogi, Árn. Skaftholtsrétt í Gnúpverjahr., Árn. Skaftártungurétt í Skaftártungu, V.-Skaft. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. Skeiðaréttir á Skeiðum, Árn. Skrapatungurétt í Vindhælishr., A-Hún. Stafnsrétt í Svartárdal, A-Hún. Svignaskarðsrétt í Borgarhr., Mýr. Tungnaréttir í Biskupstungum, Árn. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A-Hún. Vogarétt á Vatnsleysuströnd, Gullbr. Valdarásrétt í Víðidal, V-Hún. Víðidalstungurétt í Víðidal, V-Hún. Þingvallarétt í Þingvallasveit, Árn. Þórkötlustaðarétt v/Grindavík Þverárrétt í Eyjahr., Snæf. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. Ölfusrétt í Ölfusi, Árn. Ölkeldurétt í Staðarsveit, Snæf. Hrossaréttir: Víðidalstungurétt, V-Hún. Skarðarétt, Skag. Reynistaðarrétt, Skag. Laufskálarétt, Skag. föstudagur 13. og laugardagur 14. sept. þriðjudagur 24. sept. mánudagur 16. sept. mánudagur 16. sept. mánudagur 16. sept. sunnudagur 22. sept. fimmtudagur 19. sept. laugardagur 21. sept. miðvikudagur 18. sept. laugardagur 14. sept. fimmtudagur 19. sept. sunnudagur 8. sept. mánudagur 23. sept. laugardagur 21. sept. sunnudagur 15. sept. þriðjudagur 24. sept. miðvikudagur 18. sept. þriðjudagur 24. sept. miðvikudagur 25. sept. laugardagur 14. sept. sunnudagur 8. sept. sunnudagur 15. sept. mánudagur 23. sept. miðvikudagur 18. sept. föstudagur 20. sept. mánudagur 16. sept. miðvikudagur 25. sept. miðvikudagur 25. sept. fimmtudagur 19. sept. laugardagur 21. sept. sunnudagur 15. sept. föstudagur 20. sept. sunnudagur 15. sept. fimmtudagur 12. sept. miðvikudagur 18. sept. miðvikudagur 18. sept. föstudagur 14. og laugard. 15. sept. miðvikudagur 25. sept. föstudagur 13. sept. föstudagur 13. og laugard. 14. sept. mánudagur 23. sept. mánudagur 23. sept. mánudagur 23. sept. þriðjudagur 17. og miðvikud. 18. sept. fimmtudagur 26. sept. fimmtudagur 26. sept. laugardagur 28. sept. sunnudagur 29. sept. sunnudagur 29. sept. laugardagur 5. okt. * Jón Baldvin Hannibalsson um aðsókn að bás Alþýðuflokksins á Heimilið ’85: Höfum veitt þúsundum upplýsingar Hljómsveitin Grafík. Hljómsveitin Grafík í Félagsstofnun stúdenta HLJÓMSVEITIN Grafík mun halda dansleik í Félagsstofnun stúdenta í kvöld og er þetta fyrsti opinberi dansleikur sem haldin er í Félagsstofnun stúdenta í haust. Hljómsveitina skipa: Rúnar Þór- isson, Rafn Jónsson, Jakob Magn- ússon, Hjörtur Howser og Helgi Björnsson. Hljómsveitin Grafík er nýkomin frá Danmörku þar sem hún hélt tónleika á vegum Norrock, sem er samtök norrænna popptónlistar- manna. Grafík mun hefja upptöku í október á stórri plötu sem kemur útfyrir jólin. „EF VIÐ mælum það í upplýsingaefni og stefnuplöggum sem við höfum afhent gestum sýningarinnar, þá skiptir það þúsundum hversu margir hafa heimsótt okkar bás,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann í gær hvort margir sýningargestir „Heimilisins ’85“ hefðu heimsótt bás Alþýðuflokksins á sýn- ingunni. Jón Baldvin sagðist sjálfur hafa verið í básnum megnið af þeim tíma sem sýningin hefur verið opin ásamt öðrum alþýðuflokks- mönnum, og sagðist hann vera ánægður með viðtökurnar sem flokkurinn fengi. Hann var spurð- ur um hvað gestir Alþýðuflokks- bássins spyrðu hann helst, og sagði hann þá: „Þeir spyrja mest um húsnæðismál — langmest, enda er ekki um aðrar úrlausnir í húsnæðismálum að ræða en þær sem við ieggjum til.“ vl.ÞVBUFLOKKVRlNN er fyrír þvg, ” .. *•>*«.* sxr s. Si K

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.