Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 13 HOLLUSTUBYLTINGIN/Jón Óttar Ragnarsson ÓNÆMISTÆRING I Öfugt við aðrar tegundir líf- ríkisins lifir maður ekki í jafn- vægi við náttúruna, heldur breyt- ir hann henni stöðugt til þess að þóknast duttlungum sínum. Fyrsta breytingin var e.t.v. þegar frummaður sló saman steinum og fékk á annan egg- hvassa brún og þar með ágætis vopn til að leggja stór veiðidýr að velli. Með hverju timaskeiði mann- kynssögunnar hafa breytingarnar orðið hraðskreiðari uns svo er komið að reynsla fyrri kynslóða hefur lítið gildi á okkar tímum. En ... Sérhverri breytingu fylgir einnig áhætta, sem sé sú að breytingin hafi í för með sér ein- hverjar afleiðingar sem ógern- ingur var að sjá fyrirfram. Því miður kemur æ betur í Ijós að þessi ótti er ekki ástæðulaus og að maðurinn lifir í raun háskalegu lifi þar sem áður óþekktar hættur leynast nú við hvert fótmál. Faraldrar Gott dæmi eru margir þung- bærustu sjúkdómar mannkyns- sögunnar sem blossuðu beinlín- ins upp vegna breytinga — oft smávægilegra breytinga — af mannavöldum. Hver hefði t.d. látið sér detta í hug að svo meinleysisleg uppfynd- ing sem sígarettan yrði kveikja að einhverjum kvalafyllsta faraldri sem sögur herma. Og ætli nokkrum íslendingi hefði dottið í hug að breytingarn- ar sem urðu á lífsháttum hans eftir aldamót gætu hrundið af stað því blóðbaði sem kennt er við hjartasjúkdóma? Smitsjúkdómar Enda þótt sýklar hafi búið í umhverfi okkar frá örófi alda geta smitsjúkdómar blossað upp í kjölfar umhverfisbreytinga ekki síður en hrörnunarsjúkdómar. Oftast stafa slíkir sjúkdómar af gerlum (bakteríum) eða veirum sem geta borist inn í líkamann í gegnum slímhúðir kyn-, meltingar- og öndunarfæra. Aðrir sýklar eru sem betur fer þannig gerðir að þeir komast því aðeins inn í líkamann ef þeim er beinlínis dælt milliliðalaust út í blóðrásina. ÓT Ónæmistæringarveiran er í síð- ari hópnum. Er líklegt að hún hafi um skeið blundað í afmörk- uðum afkimum jarðkringlunnar þar til hennar tími kom, (e.t.v. eftir stökkbreytingu á eldri veiru). Hver hefði trúað því að jafn nytsamleg uppfynding og flugvél- in yrði óbeint undirrótin að því að þessi veira komst á kreik og ógnar nú e.t.v. lífi mannkyns. Bætum við annarri breytingu, kynlífsbyltingunni — sem að sjálfsögðu náði ekki síður til kynhverfra einstaklinga en ann- arra — og skaðinn er skeður. Til allrar ógæfu hefur kynlíf kynhverfra karlmanna þá sér- stöðu að það getur opnað lífs- hættulega leið frá kynfærum (og saur) út í blóð ... milliliðalaust. Þessar tvær breytingar duga fyllilega til þess að skýra hvernig aldagömul sjúkdómsleið er orðin að ótrúlega öflugu og alþjóðlegu dreifingarkerfi. Lokaorð Áratugum saman hafa heilbrigð- isyfirvöld staðið frammi fyrir þcirri vá aö við eigum að vísu sæmileg lyf gegn ýmsum gerlum, en engin gegn veirum. Af þessum sökum er það hreinn barnaskapur að ætla að ónæmistæring verði eina hremm- ingin sem þetta öfluga dreif- ingarkerfi á eftir að skapa. Við þessum hættum verður að bregðast á réttan hátt, ekki með móðursýki, ásökunum eða kjána- legu tali um refsingu Guðs, held- ur með rannsóknum og aðgerð- um. En jafnframt ætti maðurinn nú að staldra ofurlítiö við og skoða af meiri tortryggni en áð- ur ýmislegt af því áferðarfailega nýjabrumi sem hann þeytir út í umhverfi sitt ár eftir ár. Því hversu smávægilegar þær breytingar sem við gerum á um- hverfi okkar virðast við fyrstu sýn vitum við aldrei hvenær af- kvæmiö snýst gegn skapara sínum eins og þessi hrikalegi faraldur sannar í eitt skipti fyrir öll. Og snúist hollustubylting nútím- ans um eitthvað er það einmitt að tryggja að mótun umhverfisins — allar breytingar scm við gerum á því — séu til þess fallnar að skapa fegurra mannlíf og auka hollustu á öllum sviðum, en ekki ótta, úrkynj- un ... eða dauða! Stefán Jón Hafstein Til starfa f Afríku STEFÁN Jón Hafstein, fréttamaður, sem hefur starfað á vegum Rauða kross íslands á aðalskrifstofu Rauða krossins í Genf undanfarna mánuði, er nú á leið til Afríku. Hann fer fyrst til Addis Ababa og verður þar í nokkra daga áður en hann heldur til Súdan. Tilgang- urinn með ferð hans er fyrst og fremst að kynna sér verkefni sem unnið er að í þessum tveimur Afr- íkuríkjum á vegum Rauða kross- ins og skrifa greinar um þau. Þá mun hann einnig reka sér- stök erindi fyrir Rauða kross ís- lands sem hefur á undanförnum fjórum árum tekið virkan þátt í hjálparstarfi Alþjóða Rauða krossins í þessum ríkjum. Héraösfundur Húnavatns- prófastsdæmis: Embætti vígslu- biskups verði flutt að Hólum í Hjaltadal HÉRAÐSFUNDUR Húnavatns- prófastsdæmis, haldinn sunnu- daginn 1. september, á Hvamms- tanga fagnar mjög framkomnum hugmyndum um að embætti vígslubiskups Hólastiftis verði flutt heim að Hólum og fagnar um leið yfirlýstum vilja núverandi vígslubiskups til þess að svo megi verða. Telur fundurinn endurreisn biskupstóls á Hólum m.a. auka á reisn staðarins. Tekur fundurinn undir framkomnar samþykktir norðlenskra presta er allar hníga í sömu átt. Ini ætlir að kaupa kjarabréf • Þú færð hámarksávöxtun en tekur lágmarks áhættu. • Þú getur innleyst kjarabréfin hjá Verðbréfasjóðnum með nokkurra daga fyrirvara. • Þú lætur sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum vinna fyrir þig. • Þú sparar tíma og fyrirhöfn • Þú veist alltaf hvert verðgildi kjarabréfanna er, vegna daglegrar gengisskráningar þeirra. • Nafnverð kjarabréfanna er kr. 5.000 og 50.000. Þannig geta allir verið með. • Kjarabréfin eru handhafabréf. ÞÚ FÆRÐ KJARABRÉFIN í PÓSTHÚSUM Á Akureyri, Akranesi, Borgarnesi, Egilsstöðum, Garðabæ, Hafnarfirði, Húsavík, Hvolsvelli, ísafirði, Keflavík, Kópavogi, Selfossi, Mosfellssveit, Vestmannaeyjum og í pósthúsum í Reykjavík. VERDBRÉFA SJÖÐURINNHF Hafnarstræti 7 101 Reykjavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.