Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 19 svokallaðs viðbótarsamnings eða einhver önnur grein varnarsamn- ingsins. Eins og ýmsir leggja nú málið fyrir til umræðu 34 árum eftir gerð varnarsamningsins er í raun og veru verið að gefa í skyn að Hermann Jónasson hafi sofið á verðinum gagnvart þeirri hættu á búfjársjúkdómum, sem felst í inn- flutningi kjötmetis til landsins, því að um það eru engin vitni að Hermann Jónasson hafi gert at- hugasemd við innflutning á kjöti til Bandaríkjahers með skírskotun til laga nr. 11/1928 um varnir gegn því að gin- og klaufaveiki og aðrir búfjársjúkdómar bærust til lándsins. Halldór E. Sigurðsson Þessar sömu ásakanir eru því í raun hafðar í frammi gagnvart öðrum framsóknarmönnum, sem setið hafa í embætti landbúnað- arráðherra, Halldóri E. Sigurðs- syni, sem lengst allra hefur farið með þessi mál, eða 7 ár samfleytt, og Jóni Helgasyni, sem nú er yfir- maður þessa málaflokks. Og hvað skal segja um fjármálaráðherrana á þessu tímbili? Hvaða menn skyldu hafa setið í því embætti síðan 1951? Það eru reyndar menn úr öllum stjórnmálaflokkum til hægri og vinstri (nema þeim allra nýjustu), m.a. Ragnar Arnalds og Sighvatur Björgvinsson, svo ekki sé farið lengra aftur í tímann. Eysteinn Jónsson Hjá okkur framsóknarmönnum ber þarna auðvitað hæst ráðherra ráðherranna, Eystein Jónsson, sem var fjármálaráðherra sam- fellt í full 8 ár, 1950-1958, og þannig yfirmaður tollgæslu 7 fyrstu ár varnarsamningsins og að því leyti til ábyrgðarmaður á lög- unum um varnir gegn gin- og klaufaveiki. Er vitað til þess að tollgæslan hafi undir stjórn Ey- steins Jónssonar stöðvað innflutn- ing á hráu kjöti til Keflavíkur- flugvallar? Eða eru menn nú að væna Eystein Jónsson um sof- andahátt í embætti, mann sem að skarpskyggni og árvekni tekur ýmsum fram að ekki sé meira sagt? Eða hvers á Halldór E. Sig- urðsson að gjalda sem auk þess að vera landbúnaðarráðherra í 7 ár var fjármálaráðherra í 3 ár og hafði því tvöfaldar skyldur í sam- bandi við hættu á því að búfjár-. sjúkdómar bærust . til landsins? Tómas Árnason var einnig fjár- málaráðherra um skeið og kom í hans hlut að bera ábyrgð á toll- skoðun og tolleftirliti auk þess sem hann var deildarstjóri varn- armáladeildar utanríkisráðuneyt- isins 1954—1959 og hafði þannig ekki lítil afskipti af framkvæmd varnarsamnings á mótunarárum samskiptanna við varnarliðið. Tómas er því í hópi þeirra lög- brotamanna, lífs og liðinna, sem hefðu átt að fá hirtingu fyrir dómi að áliti sumra, sem nú tala um þetta mál. starfsstéttum, enda slíkt ákvæði í lögum. 3. Það verður að teljast forsenda fyrir samdrætti í hefðbundinni búvöruframleiðslu að þeir sem þar draga saman geti skapað sér aðstöðu til annarra atvinnustarfsemi. Einnig bend-' ir fundurinn á nauðsyn þess að bæta það tækjutap sem verða kann uns búháttarbreyting skilar eðlilegum tekjum. 4. Það er krafa samtakanna að ríkisvaldið standi við þær skuldbindingar sem það gerir við búvöruframleiðendur bæði í fjárhagslegu og félagslegu til- liti. 5. Lækkun framleiðslukostnaðar búvöru er sameiginlegt hags- munamál bænda og neytenda. Því þarf að leita leiða að þessu marki." Stéttarsambandsfulltrúar að störf- um. Vinstra megin við borðiö má sjá m.a. Árna á Uppsölum, Helga á Grænavatni, Ejnar í Sólheimahjá- leigu og Val í IJthlíð. Hægra megin við borðið næst eru Haukur á Þrí- hyrningi og Ari á llrísum. r Olafur Jóhannesson í þessari upptalningu ber síðast en ekki síst að nefna nafn ólafs Jóhannessonar, sem ekki var að- eins forsætisráðherra árum sam- an og formaður Framsóknar- flokksins, heldur einnig utanrík- isráðherra 1980—1983, þ.e. á allra síðustu árum, svo að staða hans í sögulegri þróun þessa máls er að því leyti sérstök að ef tími var kominn til þess að endurskoða varnarsamninginn eða sjá á hon- um lagalegar veilur, þá verður að játa sem er að Ólafi Jóhannessyni sást yfir í því efni. Þar hafa þá aðrir orðið ólafi snjallari í lögum, þ.e. húverandi fjármálaráðherra, Gunnar á Hjarðarfelli og Þórar- inn Þórarinsson fyrrverandi rit- stjóri Tímans. Það er mikið afrek, sem þessir menn hafa unnið að auðnast að gera að gjalti á einni kippu lagaprófessorana Bjarna Benediktsson og Ólaf Jóhannesson ofan á alla hina, sem hér hafa. ver- ið nefndir og margir eru lög- fræðingar að mennt og allir vel að sér í lögum og lagatúlkun af langri reynslu af lagasmíð og laga- framkvæmd, menn eins og Ey- steinn Jónsson, Halldór E. Sig- urðsson, Benedikt Gröndal og Sig- hvatur Björgvinsson. Jafnvel Gunnar Thoroddsen verður nefnd- ur til þessarar sögu, lagaprófessor og hæstaréttardómari, sem var forsætisráðherra og fjármálaráð- herra löngum stundum á þessu tímabili. Hann er því í hópi þeirra afbrotamanna og afglapa, sem nú er sem óðast verið að afhjúpa. Bændastéttin blekkt Þó að ég bendi á þessar sögulegu staðreyndir og nefni nöfn margra manna í því sambandi, er fjarri mér að gerast boðberi einhverrar „átóritetstrúar11. Mikilhæfum mönnum getur skjátlast eins og öllum dauðlegum mönnum. Þaðan af síður ætla ég að setja mig sér- staklega í stöðu verjanda eða ábyrgðarmanns þess að varnar- samningur var yfirleitt gerður við Bandaríkjamenn árið 1951. En ég mun leyfa mér nú sem endranær að hneykslast á vondum málflutn- ingi að ég ekki nefni lýðskrum af hvaða tilefni sem slíkt er haft í frammi og taka undir með Cicero gamla að ekkert sé fyrirlitlegra í þessum heimi en sjálfbirgings- háttur og hégómaskapur. Verst er þó að fjölmiðlar — hirtingarvönd- ur þjóðfélgsins — skuli ala á slík- um eigindum í fari manna í stað þess að kveða þá niður, helst með háði. Og ekki er það uppörvandi að vita þá stétt manna, sem maður ber sérstaka virðingu fyrir, bændastéttina, blekkta vísvitandi með þessum hégómlega áróðri og þeirri alvörulausu umfjöllun, sem blöðin hafa nú látið henda sig enn einu sinni. Höíundur er þingmadur Framsókn- arílokks fyrir Norðurlandskjör- dæmi eystra. Stykkishólmur: Berjaspretta sæmileg Stykkishólmi 2. september. BERJASPRETTA er góð hér um slóðir á þessu hausti þ.e.a.s., kræki- ber, en bláber eru sáralftil og sjást varla og eru það mikil viðbrigði og aðalbláber verður ekki vart við. Þetta notfærir margur sér eins og áður til búdrýginda enda berjasaft bætiefnarík og holl. Næturfrost hafa komið en lítil, stormsveljandi hefir sýnt sig og því hafa kartöflugrös fallið, en vöxtur garðávaxta er góður það sem ég hefí séð til og hjá sumum ágætur. Heyskap er lokið og sumir luku honum fyrir eðlilegan tíma, því veður hafa verið sérstök til hey- anna, þurrkar góðir og því nýting öll með besta móti. Fé er vel fram gengið. Nú líður senn að réttum og haustannir taka við. Neyðarspennugjafar • Fyrir vélar og tæki t.d. tölvur sem mega wmmmmgm lyPYgpy 1 ekki missa spennu. • Stæröirfrá 125 VAtil 3.600 KVA. « 1 « • Einfasa eöa þrífasa spenna. • Innbyggöar rafhlööur. • Viöhaldsfrítt kerfi. • Alsjálfvirk innsetning viö spennufall eöa tap. • Notkunartími alít aö 60 mín. viö fullt , álag. • Alpes 1000: 60 KVA, 1x220 V, 50 HZ. H=180, B=106, D=80 sm. lllllllllllllllllllll lllllllllillillflllll Verndaöu kaupmáttinn tryggðu þér IGNIS á afsláttarverði Frystikistur . i HxBr.xD/cm 150 lítra 220 lítra 1 270 lítra 330 lítra 410 lítra 86x60x66 86x81x66 88x95x66 Áöur kr. ] Nú kr.* 18.300 18.540 20990 88x112x66 Frystiskápar 1140 lítra I 88x134x66 HxBr.xP/cm ~85x55x6cT 24.830 Uppseít 22.990 Nú kr.★ 360 lítra 180x60x60 Stk. 3 1 2 Kæliskápar 180 lítra 220 lítra HxBr.xD/cm 310 lítra 300 lítra 104x47x60 113x55x60 38.700 159x55x60 410 lítra 390 lítra 159x55x60 160x67x60 Áöur kr^ Uppselt [ÖPPsejt 29.600 37.900 Nú kr.^ 180x60x60 23.690 "3L93Ö 22.505 32.400 5*s80O 29.900 29.900 34.910 Stk. Þvottavél Topphlaöin H.xBr.xD. í sm 85x60x52 Uppþv.vél F.12/m.boröh. H.xBr.xD. í sm Áöur kr. 20.900 85x60x60 Áöur kr. Nú kr.* 18.200 Nú kr.* 28.560 I 26.900 að hækkar ekki kjötið í frystinum þínum! * Staögreiösluverö RAFIÐJAN SF, Ármúla 8, 108 Reykjavtk, sími (91)82535

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.