Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 BLEKKINGAR GAGN- VART BÆNDASTÉTTINNI Hugleiðing um framkvæmd varnarsamnings í 34 ár — eftir Ingvar Gíslason Fréttir og lægðir hegða sér næstum því eins. Lægðirnar flæða yfir landið hver á fætur annarri, ýfa loftstraumana og valda veðra- brigðum, stundum með nokkrum fyrirgangi, en hverfa þó allar að lokum út í buskann og enginn veit söguna meir, enda alltaf von á nýrri lægð. Frá því að fréttaflutningi af sölu hlutabréfa ríkissjóðs í Flug- leiðum hf. lauk fyrirvaralaust og án frekari eftirgrennslana um at- burðarásina, hafa íslensk dagblöð ekki sinnt öðru máli fremur en kjötflutningum frá Bandaríkjun- um til herliðs Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli. Eru menn nú að látast uppgötva, að Bandaríkja- menn hafi síðan 1951, þegar varn- arlið tók sér bólfestu í landinu, haldið uppi tilflutningum á hráu kjötmeti til stöðva sinna til neyslu liðsmönnum og öðrum Banda- ríkjamönnum, sem dveljast þar á vegum hersins. Reyndar má ætla að Bandaríkjamenn hafi flutt inn hrátt kjöt til bandarískra starfsmanna, sem gegndu borg- aralegum störfum á Keflavíkur- flugvelli á árunum 1946—1951, og ekki ólíklegt að hernámsliðið, sem hér dvaldist víða um land á styrj- aldarárum, hafi verið fætt á kjöt- meti, sem flutt var hrátt til lands- ins. Ef það skyldi reynast rétt, hefur hrátt kjöt verið flutt til landsins á vegum erlendra „dval- argesta" aðeins fimm árum fátt í hálfa öld. Ef þessir flutningar teljast brjóta í bága við lög nr. 11/1928 um varnir gegn því að gin- og klaufaveiki og aðrir bú- fjársjúkdómar berist til landsins, þá má með sanni segja að íslensk yfirvöld hafi verið iðin við lög- brotin, a.m.k. ráðherrar og heilar ríkisstjórnir, yfirdýralæknar hafa naumast verið aðsópsmiklir í emb- ætti að þessu leyti, lögregla og tollgæsla hafa ekki farið yfir var- færnismörkin í sínu starfi, og heldur sýnast ritstjórar og aðrir blaðamenn hafa verið sljóir fyrir fréttnæmum viðburðum og sein- þreyttir til vandræða yfirvöldum landsins. I>agað gat ég þá meö sann Það er ekki fyrr en nú á úthall- andi hundadögum árið 1985 „two scores and five years" eftir her- nám Engilsaxa að kunnur frétta- maður og ritstjóri, sem stýrði víð- lesnu flokksmálgagni í 50 ár og fjármálaráöherra, sem stjórnað hefur hafskipafélagi, sem stofnað var til þess að flytja hrátt kjöt og annan varning til varnarliðsins, taka sig fram um það þrifaverk að fletta ofan af lögbrotum og póli- tískum afglöpum hverrar ríkis- stjórnarinnar á fætur annarri, a.m.k. síðan 1951 og þó lengur ef allt er talið. Hafa þessir þjóð- kunnu menn rýnt af skarpskyggni sinni landslög og sögu samtímans. Þótt sumum kunni að koma í hug vísubrotið kerlingarinnar: Þagað gat ég þá með sann, þegar hún Skálholtskirkja brann, er vafalaust nærtækara að hafa yfir það gamalkunna máltæki: Betra er seint en aldrei. Enda skal það viðurkennt að vel má það telj- ast aðfinnsluvert frá almennu sjónarmiði að þessir kjötflutn- ingar skuli hafa verið þolaðir í 45 ár og lögleyfðir í 34 ár síðan varn- arsamningurinn var staðfestur með lögum frá Alþingi. Að vísu segja núverandi fjármálaráðherra og fyrrverandi ritstjóri Tímans og hafa það ekki síst eftir Gunnari Guðbjartssyni, að í lögum um staðfestingu varnarsamningsins (lög nr. 110/1951) verði ekki fund- in nein heimild um það að flytja megi inn hrátt kjöt á vegum varn- arliðsins. Betur að satt væri. En þrátt fyrir góðan vilja þeirra þre- menninga að skýra lög og mæla fyrir um lagaframkvæmd á ein- faldan og afdráttarlausan hátt, þá er ekki þar með sagt að þeir fari með rétt mál. Ef öll vitneskja um þetta mál er virt í samhengi, sýn- ist nær að lita svo á að skýring þeirra sé röng, a.m.k. svo hæpin að óvarlegt sé að treysta henni. Þar með er ekki sagt að ekki kunni að vera rétt að breyta lögum og laga- framkvæmd á þessu umrædda sviði. Slíkt kemur auðvitað til greina og er frambærilegt um- ræðuefni í sjálfu sér. En málið er ekki lagt þannig fyrir. Menn hafa leiðst út í að reka þetta mál á röngum forsendum. Þetta er dæmigert pólitískt mál og á að tak- ast upp sem slíkt, ef menn vilja breyta ríkjandi ástandi. Þetta er ekki dómstólamál og á ekki að ræðast á þeim grundvelli. Dómsmál í ríkisstjórn Margir munu því undrast það að forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra skyldu falla fyrir þeirri hugmynd hvaðan sem hún er kom- in að Stéttarsamband bænda hefji dómsmál á hendur utanríkisráð- herra út af þessu kjöt- flutningsmáli, hvernig sem það verður gert þegar til á að taka. Ýmsir hafa skilið samþykkt ríkis- stjórnarinnar um málsókn á þann veg að þar sé um einhvers konar herbragð að ræða, að hyggnir menn í ríkisstjórninni geri sér vonir um að þeir séu að vinna tíma í málinu, að þeim megi takast að koma í málið einhverri vitglóru, þó ekki væri annað en að fíra því niður á stig siðmannlegrar um- ræðu í stað lýðskrumsins, sem ein- kennt hefur umræðuna til þessa. Enda er mál að linni. Ahugi blaðanna Hlutur blaðanna í þessu máli er svo umræðuefni út af fyrir sig. Farið hefur nú sem venjan er, að blöð og aðrir fjölmiðlar hafa fund- ið blóðið renna til skyldunnar, þegar óskabarn þeirra í sandkass- anum, núverandi fjármálaráð- herra, byrjar að kveinka sér held- ur ókarlmannlega undan „pabba- drengjunum" í Sjálfstæðisflokkn- um, sem alltaf eru að erta hann og stríða honum á því að hann sé bara „nýríkur* heildsali og ekki i húsum hæfur hjá „flokkseigenda- félaginu", hinum heildsölunum. En ætli þetta sé svo í raun og veru? Ætli Albert Guðmundsson sé virkilega svo umkomulítill í Sjálfstæðisflokknum að hann þurfi alltaf að vera að kveinka sér eins og smákrakki út af frekjunni í Geir Hallgrímssyni og leita skjóls hjá Þjóðviljanum og NT ofan á þá skjaldborg sem einka- málgagn hans, DV, slær um hann og fréttamafían eins og hún legg- ur sig (með þeirri undantekningu sem felst í sjálfstæðri afstöðu Ell- erts Schram til málefna af þessu tagi)? Þjóðviljinn og NT virðast trúa því að þetta kjötmál sé vitni um „ægilegan" klofning í Sjálfstæðis- flokknum og undanfari að „rosa- legu“ uppgjöri milli Alberts og Geirs. Þessum blöðum er því ekki láandi þótt þau notfæri sér slíkt innanflokksástand í baráttu sinni við íhaldið. Hins vegar ættu stjórnendur þessara blaða að sjá að framganga fjármálaráðherra í þessu máli er byggð á duttlungum. Væri nær að almenningur væri varaður við slíkum uppákomum, heldur en að blöðin geri geðþótta- ákvarðanir af þessu tagi að af- reksverkum og tilefni til sérstakr- ar auglýsingastsrfsemi i áhrifa- mestu fjölmiðlum landsins. Tildrög og framkvæmd í 34 ár Skyndileg ákvörðun fjármála- ráðherra um að stöðva innflutning á kjöti til varnarliðsins er aug- ljóslega geðþóttaákvörðun hvað sem annars líður æskilegri breyt- ingu á varnarsamningnum, og máisvarar Framsóknarflokksins, góðir bændur þar á meðal, hafa enga ástæðu til að láta líða yfir sig af hrifningu út af þessum verkum ráðherrans. Eða þekkja menn ekki sögu varnarmálanna síðan 1951, hvernig varnarsamningurinn er til kominn, hverjir gerðu hann, hverjir mótuðu framkvæmd hans í fyrstu og hverjir hafa staðið að því að framkvæma hann í 34 ár og hvernig sú framkvæmd hefur ver- ið? Framkvæmd varnarsamnings- ins hefur að sjálfsögðu verið verk- efni á vegum ríkisstjórnarinnar öll þessi ár án tillits til þess hvaða flokkar og stjórnmálaöfl hafa staðið á bak við ríkisstjórn á hverjum tíma. Allir „gömlu" stjórnmálaflokkamir hafa átt að- ild að ríkisstjórn á þessum tíma með einum eða öðrum hætti. Mótunarstarf Bjarna Benediktssonar Framkvæmd varnarsamnings- ins og málefni Keflavíkurflugvall- ar yfirleitt hafa heyrt undir utan- ríkisráðherra, og hafa margir gegnt því embætti í áranna rás, fyrst Bjarni Benediktsson, sem hafði veg og vanda af gerð varn- arsamningsins og var aðalmál- svari ríkisstjórnar þeirrar (ríkis- stjórnar Steingríms Steinþórsson- ar), sem lagði málið fyrir Alþingi haustið 1951 og fékk samninginn staðfestan með lögum nr. 110/- 1951. Enginn maður gat vitað meira um efni samningsins en Bjarni Benediktsson né hvernig hann yrði skilinn í heild eða ein- stökum atriðum. Það kom í hlut Bjarna Benediktssonar sem utan- ríkisráðherra að annast um fram- kvæmd samningsins með þeirri lagaþekkingu sem hann bjó yfir fyrstu ár gildistíma samningsins og hann mótaði þannig allt þetta starf fram á þennan dag, því að lengi býr að fyrstu gerð. Það er því ekki framfærilegt að halda því að blaðalesendum að skilningnr Steingríms Hermannssonar og Geirs Hallgrímssonar nú sé í and- stöðu við álit og ætlan Bjarna Benediktssonar. Síðar kom það í hlut annarra manna og manna úr Ingvar Gíslason „Skyndileg ákvörðun fjármálaráðherra um að stöðva innflutning á kjöti til varnarliðsins er augljósiega geðþótta- ákvörðun, hvað sem annars líður æskilegri breytingu á varnar- samningnum, og mál- svarar Framsóknar- flokksins, góðir bændur þar á meðal, hafa enga ástæðu til að láta líða yfir sig af hrifningu út af þessum verkum ráð- herrans.“ öðrum stjórnmálaflokkum að gegna embætti utanríkisráðherra. Eg nefni það eitt að 3 framsóknar- menn hafa setið í þessu embætti samtals 13 ár á 34 ára tímabili síðan 1951. Þessir menn eru: Kristinn Guð- mundsson 1953—1956, Einar Ág- ústsson 1971—1978 og Ólafur Jó- hannesson 1980—1983. Alls hefur Framsóknarflokkurinn átt aðild að ríkisstjórn á þessu tímabili 21 ár (af 34 árum), þar af haft for- sæti í ríkisstjórn 10 ár (Steingrím- ur Steinþórsson 1950—1953, Her- mann Jónasson 1956—1958, ólaf- ur Jóhannesson 1971—1974 og 1978—1979, Steingrímur Her- mannsson síðan 1983). Hermann Jónasson Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, var land- búnaðarráðherra þegar varnar- samningurinn var gerður 1951, og það fær ekki staðist að hann hafi ekki vitað hvað í samningnum stóð eða hvernig ákvæði hans voru skilin, hvort heldur það var 8. gr. Kjaramálaályktun Stéttarsam- bandsfundarins: „Áfram ber að halda á braut framleiðslu- stjórnunar“ Stéttarsambandsþingið samþykkti kjaramálaályktun. Er hún svohljóð- andi: „Aðalfundur Stéttarasambands bænda haldinn á Laugarvatni 29.—31. ágúst 1985 telur að áfram beri að halda á braut framleiðslu- stjómunar og að sú stjórnun eigi að ná til allra þátta búvörufram- leiðslunnar. Slík stjórnun er forsenda þess að unnt sé að fullnægja þörfum markaðarins. Benda má á að nýgerðir samningar við ríkisvald- ið gefa bændum möguleika á markvissri stjórnun á framleiðslu mjólkur og kindakjöts. Fundurinn leggur áherslu á eft- irfarandi meginatriði: 1. Það eru nú sem fyrr megin stefnumið Stéttarsambands bænda að á íslandi skuli stunda landbúnaðarframleiðslu sem miðast fyrst og fremst við nýt- ingu landsins gæða og þeirra markaða sem fyrir eru bæði innanlands og utan. 2. Það er krafa bændasamtak- anna að þeim sem landbúnað stunda séu skapaðir hliðstæðir afkomumöguleikar og öðrum MorgunblaftiÓ/Hbj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.