Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADID, FÓSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 „í skólanum, í skólanum U GRUNNSKÓLAR landsins voru settir í gter og þá komu nemendur í fyrsta sinn saman í skólanum eftir sumarfrí. í Austurbæjarskóla um miðjan dag í gær mátti sjá fyrstu bekkinga í fylgd með mæðrum sinum, flestir feimnir en aðrir fullir af fjöri og tilhlökkun. Vinkonurnar Perla Ösp og Mar- grét Sara hefja í ár nám í fyrsta bekk, en voru í fyrravetur í forskóla- námi í fsaksskóla. Perla Ösp sagðist vera orðin fluglæs fyrir löngu sfðan. „Ég er búin að kaupa skólatösku, skriffæri og annað sem nota þarf í skólann, en ég ætla að notast við pennaveskið mitt frá því í fyrra. Ég hlakka mikið til að læra að reikna, teikna og skrifa. Hinsvegar finnst mér pínulítið skrýtið að koma inn í svona alvöruskóla. Það er allt svo stórt í sniðum og svo margir krakk- ar,“ sagði Perla Ösp. Margrét Sara sagðist mikinn áhuga hafa á hjúkrunarnámi þegar hún yrði stór. „Eiginlega langar mig til að verða lækniskona af þvi ég er alltaf að meiða mig. Ég er ekki alveg læs ennþá, en læri það sem upp á vantar væntanlega ásamt öðru. Mér fannst ágætt að vera í forskólanum í fyrra nema hvað strákarnir voru oft á tfðum nokkuð leiðigjarnir — þeir köstuðu alltaf snjóboltum i okkur stelpurnar." Guðný Herbertsdóttir, 7 ára, hélt fast í móður sína á skólagöngunum í gær. Hún hlakkar mikið til að byrja í skólanum en þó var hún heldur feiminn. „Ég þekki enga krakka hér ennþá, en vonast til að kynnast þeim fljótt." Hún sagðist hafa ferðast mikið í sumar og yfirleitt farið eitt- hvert um hverja helgi. í Hólabrekkuskóla i Breiðholti biðu Þórkatla María og Þórhildur Ósk eftir því að klukkan slægi 13.00 því þá átti sjötti bekkur að mæta i skólann. „Það er alveg frábært að vera að byrja aftur í skólanum þó svo að gaman sé að lifa á sumrin. Ég er ekki farin að taka neina ákvörðun um framhaldsnám eftir grunnskól- ann. Það getur alltaf eitthvað komið upp á sem drepur alla drauma svo að ég vil ekki ákveða neitt fyrir- fram,“ sagði Þórhildur Ósk. Þórkatla sagðist hafa ferðast um ísland i fríinu. „Við höfum grun um að við vinkonurnar lendum ekki saman i bekk núna því það á að fækka úr sex deildum niður f fimm. Mér finnst gott að byrja i skólanum aftur — maður hefur þá a.m.k. eitt- hvað að gera. Ég geri ráð fyrir að halda áfram í menntaskóla eftir grunnskólann.“ í Hólabrekkuskóla komu þrír 14 ára vinir út úr einni kennslustofunni nýbúnir að fá stundatöflurnar og tilbúnir í fótboltann. Þeir voru sammála um að lítið spennandi væri að byrja aftur í skólanum. Jóhann Gunnarsson var í sveit i Dalasýslu í allt sumar hjá móður- systur sinni. „Margir krakkanna, sem ég þekki, fóru í unglingavinnuna i sumar. Ég veit ekki hvað mig lang- ar til að læra eftir grunnskólann, en þó hef ég mikinn áhuga á allri smiðavinnu. Ætli ég drffi mig ekki bara i Iðnskólann." Jón Hjálmarsson vann í Heklu hf. við að bóna og þrifa bíla fyrir af- hendingu og sagðist hafa þénað hátt í 30.000 krónur fyrir það. „Ég er hinsvegar alveg óákveðinn hvað mig langar til að læra eftir grunnskól- Perla Ösp Ásgeirsdóttir og Margrét Sara Oddsdóttir, báðar 7 ára. Þórarinn Pálsson var, eins og J6- hann, í sveit i sumar í Húnavatns- sýslu. „Ég fékk 7.000 krónur á mán- uði og frítt húsnæði og fæði. Ætli ég haldi ekki áfram i menntaskóla — það dugir ekkert annað en að læra í dag.“ í Laugalækjarskóla var frfður hópur kvenna samankominn fyrir utan skólann og beið þess að kallað yrði á sjöundu bekkinga. Þær Auður, Vala, Sigrún og Jóna sögðust ekki vera neitt yfir sig spenntar að vera að byrja aftur i skólanum. Auður sagðist hafa verið að vinna í ísbúð í sumar. „Ég fór líka tvisvar til útlanda. Fyrst fór ég í hljómleika- ferð með lúðrasveit Laugarnesskóla og síðan fór ég með foreldrum mín- um til Spánar og var þar i fimm vikur. Ég er ekki ákveðin hvað ég vil verða þegar fram líða stundir — Guðný Herbertsdóttir var að hefja nám í fyrsta bekk Austurbæjarskóla Þórhildur Ósk Halldórsdóttir og Þórkatla María Eiríksdóttir fara í sjötta bekk. Frá stjórnarfundi Norræna fjárfestingarbankans, sem lauk í Reykjavík í gær. MocgunblaóiJ/Árni Sæberg Norræni fjárfestingarbankinn: Lán veitt til seiðaeldis í Keldu- hverfi og hitaveitu í Tyrklandi Á FUNDI stjórnar Norræna fjárfestingarbankans, sem lauk í Reykjavík i gær, var samþykkt að veita Arlaxi hf. lán að upphæð rúmlega 7 milljónir norskra króna til að reisa seiðaeldisstöð í Kelduhverfi, í samvinnu við norska aðila, með útflutning seiða til Noregs í stórum stíl í huga. Einnig var samþykkt að veita verktakafyrirtækinu Virki hf. og Orkustofnun lán að upphæð 2 milljónir Bandaríkjadala til að vinna að undirbúningi hitaveitu- framkvæmda í Tyrklandi í sam- vinnu við danska og finnska aðila. Að sögn Jóns Sigurðssonar for- stjóra Þjóðhagsstofnunar, sem er formaður bankastjórnarinnar, eru þessar lánveitingar háðar því að samningar takist um þessar fram- kvæmdir við hina erlendu aðila. Jón sagði að auk þessara um- sókna hafi verið ræddar umsóknir fjögurra annarra íslenskra aðila um lán en engar ákvarðanir verið teknar. Sagði hann að þessar um- sóknir voru frá fyrirtækjum sem stunduðu fiskeldi, en vildi ekki greina frekar frá þeim að svo stöddu. Norræni fjárfestingarbankinn tók til starfa sumarið 1976. Hlut- verk hans er að Iána til fram- kvæmda á Norðurlöndum þar sem um er að ræða samvinnu milli að- ila frá tveimur landanna eða fleir- um og hins vegar að lána til fram- kvæmda, sem aðilar á Norður- löndunum standa fyrir utan þeirra, sk. útflutningsverkefnalán. Aðspurður um hag Islendinga af þátttöku í bankanum sagði Jón að hann hefði tvímælalaust verið verulegur og benti á í því sam- bandi að við hefðum aðeins lagt til 1% af stofnfé bankans, en í okkar hlut hefðu komið 6% af lánsfénu ef reiknað væri þannig að tveir þriðju hlutar lánsins teldust f þvi landi þar sem framkvæmdin á sér stað en þriðjungur í landi sam- starfsaðilans. Bfldudalur: Fiskvinnslan vill kaupa skip Bíldudal, 5. september. FISKVINNSLAN á Bfldudal hefur nú gert kauptilboö í 150 lesta flskiskip til hráefnisöflunar. Sölvi Bjarnason, sem fyrirtækið gerði út, hefur verið seldur Fiskveiðasjóði á uppboði og fer af staðnum á morgun. í kvöld verður stofnað hér útgerðarfélag með það í huga að kaupa Sölva af sjóðnum. Sölvi Bjarnason kom að landi í dag úr sinni síðustu veiðiferð að sinni og landaði um 100 tonnum, mest þorski. Hann fer síðan t:l Reykjavíkur á morgun, þar sem hann fer í klössun á vegum Fisk- veiðasjóðs. Fiskvinnslan hefur gert Sölva út síðastliðin tvö ár og hefur nú gert kauptilboð i 150 lesta fiskiskip og hefur því tilboði verið tekið. Hvorki nafn skipsins né kaupverð hefur fengizt gefið upp hér á staðnum. Síðastliðinn sunnudag var und- irbúningsstofnfundur að útgerð- arfélagi með það í huga að kaupa Sölva Bjarnason af Fiskveiðasjóði, en stofnfundur verður í kvöld. Stærstu hluthafar fyrirtækisins verða Fiskvinnslan og Suðurfjarð- arhreppur auk heimamanna. Þó nokkrir bátar eru gerðir héð- an út á dragnót og handfæri. Afla- brögð hafa verið þokkaleg en gæftir slæmar. Nóg er því til af fiski hjá fiskvinnslunni um þessar mundir. Einn bátur hefur lokið kvóta sínum og bíður skelvertíðar, Tvö skip með loðnu TVÖ loðnuskip tilkynntu um afla af Jan Mayen-svæðinu í gærdag, en mjög fá skip voru á miðunum þá. Er leið á gærdaginn fjölgaði skipunum aftur. Gísli Árni RE var með 660 lestir og Sæberg SU 640. sem hefst um miðjan mánuðinn. Þá var Skaftafell hér í dag að lesta 3.000 kassa af fiski á Banda- ríkjamarkað. Fréttaritari Vinsældalisti rásar 2: Jagger og Bowie í efsta sæti VINSÆLDALISTI rásar 2 var valinn í gærkvöldi að vanda og er hann sem hér segir. Nýtt lag er f efsta sæti, mesti „stórstök- kvari“ í sögu listans. Var ekki á lista fyrir hálfum mánuði, nú í efsta sæti: 1. ( 4) Dancing in the Street/ Jagger & Bowie 2. ( 1) Into the Groove / Madonna 3. ( 3) Tarzan / Baltimora 4. ( 2) We don’t need Another Hero / Tina Turner 5. (18) Rock me Amadeus / Falco 6. ( 5) MoneyforNothing/ Dire Straits 7. (12) Shake the Disease / Depeche Mode 8. ( 8) Peeping Tom / Rockwell 9. ( 6) Árauðuljósi/ Mannakorn 10.(11) IntooDeep/ Dead or Alive

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.