Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 HecftAttn „ég teJ upp ob premur. «Sv/o Labba, 'eg belm <Xn j?in- " Ast er ... ... að reyna að yleyma yöllum hans. TM Reo. U.S. Pat. Off.—all rights reserved «1985 Los Angeles Titnes Syndicatc Ég held mér ekki vakandi meðan þú talar, svo ég býð þér bara góða nótt! Með morgunkaffinu Hlustandi spyr: Hvað gera dýrin í dýragarðinum á vet- urna? Kominn er gestur til að svara þessu! HÖGNI HREKKVlSI Tillögur um úrbæt- ur á ári æskunnar Dísa H. skrifar: Ég er sammála unglingnum sem skrifaði í DV 27. ágúst sl. og sagði að klukkustund í mánuði í sjón- varpinu er of lítill tími fyrir okkur unglingana. Hann (unglingurinn) sagði að hann væri nýkominn frá Portúgal og þar væri vinsældalist- inn sýndur vikulega í sjónvarpinu. Ég var sjálf 6 mánuði í Bretlandi fyrir stuttu og var þar líka sýndur vinsældalistinn í sjónvarpinu vikulega og þá „Top 20". Hvernig væri að hafa svona þátt fyrir okkur hér heima, þótt við höfum Skonrokk og er ekki nóg að hafa það tvisvar í mánuði. Það er hægt að hafa svona þátt á fimmtu- dagskvöldum eða einhverjum öðr- um kvöldum og þá sýna „Top 20“ og sýna lögin sem eru vinsæl hér á landi eða úti í löndum. Er þetta ekki ár æskunnar? Það hefur ekk- ert verið gert fyrir okkur krakk- ana hingað til, ekki nema þá „Live Aid“ sem var mjög skemmtilegt en við fengum bara að sjá frá Fíla- delfíu en alls ekkert frá Wembley. Hvernig væri nú að gera okkur unglingunum eitthvað til geðs? Eitt enn, hvernig væri að sýna spurningakeppnina sem var á milli Duran Duran og Spandau Ballet sem BBC sýndi, ég sá hana sjálf og hún er frábær, ég er viss um að aðdáendur Duran Duran og Spandau Ballet vilja það og aðrir krakkar líka. Eins og ég sagði er keppnin alveg frábær og þið ættuð ekki að missa af henni. Það hefur alltaf verið lítið gert fyrir ungl- Einn langþreyttur skrifar: Það er löngu orðið tímabært að vekja athygli á sóðaskapnum um- hverfis sorphaugana í Hafnar- firði. Sóðaskapurinn þar er með slíkum eindæmum að ekki verður lengur orða bundist. Sorphaugarnir eru ekki afgirtir og þegar sorptækna og almenning drífur þarna að með rusl af ýmsu tagi vill oft verða misbrestur á að það sé urðað með ýtu. Leiðir af því að sorpið fýkur í allar áttir og lýt- ir annars fagurt umhverfi. Ómar Ragnarsson flaug þarna ingana hér á landi miðað við það sem sjónvarpið gerir fyrir ungl- ingana úti í Bretlandi og fólkið hér á sjónvarpinu er bara til skammar hvað það gerir lítið fyrir unglingana. Ef ég ætti að þakka fyrir eitthvað sem gert er fyrir unglingana er það rás 2, hún gerir öllum aldurshópum til geðs. Þið Nigurður skrifar: Herra Velvakandi. Ég get ekki orða bundist útaf þættinum á rás eitt. Tylftarþraut. Þarna fara að sjálfsögðu mætir menn með ómerkilegt efni og drepleiðinlegan þátt. Það er jagast á orðinu hrina, sem í minni sveit átti við stormhrinu, nú svo er hrina líka notað í íþróttum svo sem hniti og blaki. Það er annað miklu betra orð yfir svona lagað eins og allir vita. Þá er orðagjálfur hið mesta og alveg óþolandi. Ekki bætir úr skák að þættirnir eru víst ellefu talsins. Ojaogja ... Á þetta er líklega aðeins hlustað af familíu olíufélaganna: Svona yfir fyrir fáeinum árum og kvik- myndaði sorphaugana og um- hverfi þeirra og mátti þar sjá yfir hvílíkt gríðarlegt svæði sorpið dreifðist. Stundum hefur það gerst að fólk hefur kveikt í rusli þarna og hefur þá reykinn lagt yfir syðsta hluta Hafnarfjarðar og jafnframt yfir fiskitrönur sem í hrauninu eru. Er þetta ósæmilegt með öllu. Vænti ég þess að reynt verði að bæta úr þessu áður en frekari spjöll á náttúru og öðru hljótast þarna af. sem eruð sammála mér ættuð endilega að skrifa í blöðin og hvetja starfsfólk sjónvarpsins til að sýna og gera meira fyrir okkur ef þið viljið það. Er þetta ekki Ár æskunnar eða hvað? Verið nú ekki feimin og skrifið nú rækilega í blöðin og segið ykkar skoðun á þessu máli. þáttur er ekki til að bæta, nei hann er til að fjarlægja háttvirta hlustendur. í guðanna bænum, herrar mínir. Vísan um Kobba Kona hringdi: Ég rak augun í vísu í blaðinu í gær og spurt var hvort nokkur kannaðist við hana. Sagan sem vísunni fylgdi um þennan Jakob Jónsson er mér ókunn en hins vegar sé ég strax að vísan er afbökun á vísu úr gömlu Alþingisrímunum. Rétt er hún svona: Stefán Sveinsson sigla vildi sér til gagns og skemmtunar, kvaðst hann aftur kominn skyldi kenna mönnum reykingar. Svo er til önnur vísa sem er ein- hverskonar svar við þessu: Þingmenn bentu á tóbakstollinn, töldu skaðlegt þvíumlíkt. Sögðu að mætti sjálfur skollinn senda menn að læra slíkt. Þessi Stefán Sveinsson var úr- smiður en sótti um styrk til að nema erlendis réttar aðferðir bæði við niðursuðu og reykingu á alls- konar fiski og kjöti. Austfirðingur hringdi einnig og hafði sömu sögu að segja og kon- an, vísuna um Stefán Sveinsson sé að finna í fimmtu rímu Alþingis- rímnanna. Jakob Jónsson hafi vissulega verið til og stundað verslun á Seyðisfirði, en hann hafi aldrei áður heyrt vísunni snúið upp á hann. Sorphaugarnir í Hafnarfirði Drepleiðinleg Tylftarþraut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.