Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 Ritskoðun? r Eg hef litið á það sem skyldu mína að fjalla hér í þáttar- korninu við og við um sitthvað sem má betur fara í ríkisfjölmiðl- unum, ekki bara um aiínúa er ég finn á blessaðri dagskránni, held- ur líka um skipulag og uppbygg- ingu ríkisfjölmiðlanna. Ég man ekki svo Kjörla hvort ég hefi nokkru sinni rætt hér um sjálft jarðarberið oná ístoppinum, hið margfræga útvarpsráð. Astæða þess að ég fjalla nú um þetta ráð ráðanna á ríkisfjölmiðlunum eru skarplegar athugasemdir Bríetar Héðinsdóttur leikara, leikstjóra og leikritaskálds í sunnudagsblaði Þjóðviljans fyrir skömmu, en þar ræðir Páll Valsson við Bríeti sem er nýkomin frá leiklistarnám- skeiði hjá leiklistardeild BBC. Eft- irfarandi ummæli Bríetar kveiktu á „menningarvita" þess er hér rit- ar: Mikið skammaðist ég mín þeg- ar ég þurfti að segja frá því (Útvarpsráði) hjá BBC hér í sumar, og raunar fór ég undan í flæmingi. Þar þykir það hrein villi- mennska að pólitískt kjörnir nefnd- armenn ritskoði útvarpsefni — hvað þá skipti sér af mannaráðningum! Hugur þeirra kom líka í ljós nú fyrir skemmstu þegar þeir fóru bara í verkfall eins og skot þegar þeir sættu því sem á Islandi er daglegt brauð ... Ég er hrædd um að allir stjórnmála- flokkar séu samsekir um það hvernig útvarpsráð vinnur. Þeir telja sig líklega fulltrúa almenn- ings og þar með sjálfkrafa vera orðnir hæstiréttur í öllum mála- flokkum, hvort sem þeir hafa hundsvit á þeim eður ei. íhugunarefni Það getur oft verið hollt að hverfa af hundaþúfunni um stund og skunda svo aftur heim í heið- ardalinn með andblæ framandi menningar og mannlífs í vitunum. Þannig sér hún Bríet íslenska nátttröllakerfið eins og í sjón- hending þá hún hverfur aftur til Reykjavíkur, endurnærð og hresst af hinni stórkostlegu útvarps- og sjónvarpsmenningu Breta og auð- vitað er þetta alveg hárrétt hjá henni að það þekkist vart nema í austantjaldslöndunum að réttur- inn til setu í öllum ráðum og stjórnum þessa lands sé tekinn frá þeim sem ekki er í ákveðnum flokki. Hvers á hin þjóðin að gjalda er ekki hefir áhuga á setu í ákveðn- um stjórnmálaflokki? Er hún kannski í svipuðum sporum og þeir austantjaldsbúar er ekki hafa geð í sér til að ganga í komm- únistaflokkinn? Ég held að við ís- lendingar búum ekki við öllu meiri lýðréttindi að þessu leyti en íbúar kommúnistaríkjanna, því það er ekki nóg með að óflokksbundnum íslendingi sé meinuð seta í æðstu valdastofnun ríkisfjölmiðlanna heldur og í bankaráðum, fram- kvæmdastofnun og óteljandi öðr- um valdastofnunum kerfisins. Ef við íslendingar viljum ekki verða að athlægi meðal vestrænna lýðræðisþjóða, þá verðum við að afnema þetta austantjaldsflokka- kerfi er ríður hér húsum í hverri einustu valdastofnun. Útvarpsráð á auðvitað að vera skipað full- trúum hinna ýmsu starfsgreina óháð flokksskírteini og svo nokkr- um sérfræðingum á sviði fjölmiðl- unar. Slíkt ráð getur verið eins konar ráðgefandi aðili er örvar og hvetur þá er starfa á ríkisfjölmiðl- unum til dáða og sker úr um við- kvæm deilumál er upp kunna að koma. Annars skiptir kannski engu máli hvað undirritaður þvaðrar um þetta mál hér, því ekki hefir hann haft rænu á því að rita sig inn í einhvern af þessum stjórn- málaflokkum er starfa á íslandi. Máski býður sú athöfn þess að hér rísi upp Samstaða að hætti pólskra? Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Bíómynd kvöldsins: Frönsk-svissnesk skálkapör ■I Að loknum 05 þættinum um — heldri mennina hefst bíómynd kvöldsins og nefnist hún Skálkapör (Les Vilaines Maniéres) og er svissnesk-frönsk frá árinu 1973. t myndinni er fjallað um stjórnanda vinsælla útvarpsþátta. í þáttunum ræðir hann við ungar ógiftar konur sem ekkert hafa á móti því að finna sér förunaut af ein- hverju tagi. í þáttum sín- um tekst stjórnandanum að skapa draumkennt andrúmsloft sem bæði hlustendur sem þátttak- endur láta glepjast af, og tekst honum að vefja mörgum þeim konum sem í þáttinn koma um fingur sér. Eftir einn þáttinn hittir hann ókunnuga konu sem hann eyðir helgi með. Hún reynir að draga hann út úr því híði sem hann virðist vera kominn inn í og reynir að leiða honum eitt og annað úr raun- ■i Kosningar í 45 Noregi og Sví- ““ þjóð eru á næsta leiti og menn farnir að taka fram skriffærin og æfa exin sín. í kvöld mun sjónvarpið sýna 25 mínútna fréttaþátt um kosningabaráttuna í Nor- egi og er það Bogi Ág- ústsson fréttamaður, sem segir frá því sem efst er á baugi. veruleikanum fyrir sjónir. Hvernig til tekst fáum við að sjá klukkan 22.05 í kvöld. Kosningabar- áttan í Noregi Er eitt- hvaö í póst- hólfinu? ■I Pósthólfið 00 verður á sínum — stað í dagskrá Rásar 2 í dag. Stjórnandi þáttarins er Valdís Gunn- arsdóttir. Þátturinn, sem er léttur tónlistarþáttur, hefur ver- ið með því sniðinu að hlustendum hefur gefist kostur á að senda inn bréf og segja frá einhverjum atburðum sem tengjast þeim sjálfum og jafnvel því lagi sem þeir óska að fá leikið í þættinum. Þátt- urinn hefst kl. 14.00 og stendur til klukkan 15.00 er sem sagt í eina klukku- stund eins og flestir dagskrárliðir rásarinnar. Vddfa Gunnarsdóttir er hin brosmildasta að sji, hefur eflaust gaman af þátta- stjórnun í útvarpi. Fjallað um „23 hunda“ ■I Bergmál, þáttur 00 í umsjón Sig- — urðar Gröndal, verður á dagskrá rásar 2. Sigurður Gröndal sagði að þátturinn yrði að þessu sinni í þyngri kantinum, eins og hann orðaði það, og yrði hann að megin- uppistöðu tónlist eftir Ryuichi Sakamoto, David Silvian, Vainity Fair, Yello og fleiri góðir lista- menn. Sigurður kvað síðan rúsínuna í pylsuendanum verða samtal við Þór Eld- on, en hann gaf nýlega út ljóðabókina „23 hundar" sem Súrrealistahópurinn Medúsa gaf út. Þór mun mæta í þáttinn um kl. 21.25. ÚTVARP FÖSTUDAGUR 6. september 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpið. 7.20 Leik- fimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Siguröar G. Tómassonar frá kvöldinu áö- ur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorö: — Asdis Em- ilsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Glatt er I Glaumbæ" eftir Guöjón Sveinsson. Jóna Þ. Vernharösdóttir les (8). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) Tónleikar. 10.45 „Mér eru fornu minnin kær". Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þátt- inn. ROVAK. 11.15 Morguntónleikar. Tónlist eftir Antonín Dvorák og Georges Enescu. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12J0 Fréttir 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 „Nú brosir nóttin", æviminningar Guðmundar Einarssonar. Theódór Gunn- laugsson skráöi. Baldur Pálmason les (8). 14.30 Miðdegistónleikar. a. Tveir trompetkonsertar, I D-dúr eftir Giuseppe Tartini og i B-dúr eftir Tomaso Al- binoni. Maurice André leikur meö St. Martin-in-the-Fields- hljómsveitinni; Neville Marr- irter stjórnar. b. Planókonsert nr. 2 i g-moll op. 22 eftir Camille Saint-Saéns. Cécile Ousset leikur með Sinfónlu- hljómsveitinni I Birmingham; Simon Raftle stjórnar. 15.15 Létt lög. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 A sautjándu stundu. Um- sjón: Sigrlður Ö. Haralds- dóttir og Þorsteinn J. Vil- hjálmsson. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristln Helgadóttir. 17.35 Frá A til B. Létt spjall um umferðarmál. Umsjón: 19.15 A döfinni. 19.26 Nýju fötin keisarans. Látbragðsleikur eftir ævintýri H.C. Andersens. Sögumaöur Sigmundur örn Amgrlms- son. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpið.) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Kosningar I Noregi. Fréttaþáttur frá Boga Ag- ústssyní. 21.10 Heldri manna llf. Björgvin M. Björgvinsson. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Til- kynningar. Daglegt mál. Guðvarður Már Gunnlaugsson flytur páttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Þilskipaút- gerð á Noröurlandi. Jón frá Pálmholti heldur áfram frá- sögn sinni (5). b. Búmanns- þula og gömul gáta. Guð- björg Aradóttir les. c. Skotist inn á skáldaþing. Ragnar Agústsson fer með stökur um hafið. Umsjón: Helga Agústsdóttir. (Aristocrats.) Lokaþáttur. Breskur heimildamynda- flokkur i sex þáttum um að- alsmenn ( Evrópu. I þessum þætti kynnumst við hinni öldnu og auðugu Thurn- og Taxis-ætt I Þýskalandi. Höf- uð ættarinnar, Jóhannes prins, á nokkur iönfyrirtæki, miklar jarðeignir i Evrópu og Amerlku og veglega höll I Regensburg. Þýðandi Ragna Ragnars. Þulur Ellert Sigur- björnsson. 22.05 Skálkapör. 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir Orgelsónötu nr. 1 eftir Gunn- ar Reyni Sveinsson. 22.05 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Úr blöndukútnum — Sverrir Páll Erlendsson. RÚVAK. 23.15 Kammertónleikar Sin- fónluhljómsveitar íslands I sal Menntaskólans við Hamrahllð 14. mars I vor. Stjórnandi: Klauspeter Seib- el. Einleikarar: Edda Erl- endsdóttir á planó og Einar Grétar Sveinbjörnsson á fiðlu. a. Brandenborgarkon- (Les Vilaines Maniéres.) Svissnesk-frönsk blómynd frá 1973. Leikstjóri Simon Edelstein. Aðalhlutverk: Jean-Luc Bideau og Franc- ine Rabette. Söguhetjan stjórnar vinsælum útvarps- þætti. Gestir hans eru ein- göngu ungar, ógiftar konur sem hann vefur um fingur sér. En dag nokkurn kynnist hann óvænt konu sem sýnir honum sjálfan sig I nýju Ijósi. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.20 Fréttir I dagskrárlok. sert nr. 31 G-dúr eftir Johann Sebastian Bach. b. Sinfónla nr. 29 I A-dúr K.201 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. c. Kammerkonsert fyrir fiölu, planó og 13 blásara eftir Alban Berg. Kynnir: Jón Múli Arnason. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 3.00. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Asgeir Tómas- son og Páll Þorsteinsson. 14.00—16.00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón ólafsson. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan: 11:00, 15:00. 16:00 og 17:00 Hlé 20.00—21.00 Lög og lausnir Spurningaþáttur um tónlist. Stjórnndi: Sigurður Blöndal. 21.00—22.00 Bergmál Stjórnandi: Siguröur Grön- dal. 22.00—23.00 A svörtu nótun- um Stjórnandi: Pétur Steinn Guðmundsson. 23.00—03.00 Næturvakt Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. (Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1.) SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 6. september

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.