Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985
7
Húsavík:
Allt leggst á
eitt smábáta-
útgerðinni
til ófarnaðar
Hóaavik, 4. september.
LÍTILL bolfiskafli á nærliggjandi miö-
um og gæftaleysi hafa einkennt síð-
astliðinn mánuð og hefur því í ágúst-
mánuði lítill afli borist á land af
heimamiðum. Einnig var frystihúsið
lokað fyrstu 10 daga mánaðarins
vegna sumarleyfa, svo segja má að allt
hafl lagst á eitt smábátaútgerðinni til
ófarnaðar.
Lagnet hafa hér verið sett í sjó og
sildar orðið vart en fengurinn ennþá
talinn í stykkjum en ekki tunnum
eða tonnum. Sama kuldatíðin og
hófst í byrjun júlí stendur enn, svo
illa lítur út með kartöfluuppskeru
og berjatínslu.
Fréttaritari
Tilboð 28—76%
yfir kostnað-
aráætlun
TILBOÐ í endurbætur á Reykjanes-
braut í Ytri-Njarðvík sem Vegagerð
ríkisins bauð út fyrir skömmu voru á
bilinu 28-76% yflr kostnaðaráætlun
Vegagerðarinnar. Hagvirki átti lægsta
tilboðið, 4,9 milljónir, sem er 28% yflr
kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á
3.818 þúsund kr.
Tveir aðrir verktakar buðu í verkið
og var hæsta tilboðið 6.715 þúsund
kr., eða 76% yfir kostnaðaráætlun.
Verkið felst í malbikun, kantsteina-
lögn og gerð umferðareyja og skal
því lokið l.nóvember.
Mun meiri keppni var hjá verktök-
unum að fá Strandaveg í Steingríms-
firði Selá II. 12 aðilar buðu í verkið
en lægsta boð áttu Árni Svanur og
Sigurður Guðbjartssynir, 907 þúsund
kr. tæpar, en það er 57% af kostnað-
aráætlun Vegagerðarinnar sem
hljóðaði upp á 1.605 þúsund kr.
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Norðurferð Sinfóníuhljómsveitar fslands:
Carmen og fimmta sinfónía
Beethovens á efnisskránni
í DAG, föstudag, hefst hljómleikaferð Sinfóníuhljómsveitar íslands um
Norðurland. Ferðin er fyrsta verkefni nýs starfsárs, sem er það þrítugasta
og sjötta í röðinni og hófst um síðustu mánaðamót. f ferðinni verða
heimsóttir sex staðir á fimm dögum
september.
Viðkomustaðir eru sem hér
segir:
Föstudagur 6. september: Ak-
ureyrarkirkja kl. 21.00.
Laugardagur 7. september: Fé-
lagsheimilið Tjarnarborg,
ólafsfirði, kl. 17.00.
Sunnudagur 8. september:
íþróttahúsinu að Laugum, Þing-
eyjarsýslu, kl. 14.30. Sama kvöld
verða tónleikar í félagsheimilinu
Húsavík kl. 21.00.
Mánudagur 9. september: Nýja
Bíó, Siglufirði, kl. 21.00.
Þriðjudagur 10. september:
Félagsheimilið, Bifröst, Sauð-
árkróki, kl. 20.30.
en ferðinni lýkur þriðjudaginn 10.
Efnisskrá verður sú sama á
öllum tónleikunum og verða
flutt vel þekkt verk ýmissa
meistara. Hljómsveitarstjóri er
Marc Tardue.
Fyrir hlé verður leikinn for-
leikurinn að óperu Mozart
„Brúðkaup Fígarós", Sigríður
Ella Magnúsdóttir syngur aríu
úr óperunni Titus einnig eftir
Mozart við undirleik hljómsveit-
arinnar. Fluttur verður fyrsti
þáttur úr sellókonsert Haydns i
C-dúr en einleikari verður
Carmel Russill. Leikin verða tvö
verk íslenskra tónskálda,
Draumalandið eftir Sigfús Ein-
arsson og Vorvindur eftir Sig-
valda Kaldalóns. Loks verða
fluttir forleikur og þættir úr
óperu Bizet „Carmen".
Eftir hlé leikur hljómsveitin
síðan fimmtu sinfóníu Beet-
hovens.
Sigríður Ella Magnúsdóttir
hóf ung tónlistarnám við Tón-
listarskólann í Reykjavík og
stundaði síðan framhaldsnám í
söng við tónlistarháskólann í
Vínarborg. Á Ítalíu hlaut hún
tvívegis ríkisstyrk til söngnáms
og hún hefur þrisvar unnið til
verðlauna á alþjóðlegum söng-
mótum. Hér á landi hefur hún
haldið fjölda tónleika og leikið í
óperum m.a. titilhlutverkið í
Carmen.
Sellóleikarinn Carmel Russill
er bresk og hóf fiðlunám 11 ára
gömul. Framhaldsnám stundaði
hún við Royal Northern College
of Music og lagði megináherslu á
kammertónlist. Carmel hefur
verið búsett hér á landi í sex ár,
leikið með Sinfóníuhljómsveit-
inni, tekið þátt i flutningi
kammertónlistar og annast
kennslu.
Hljómsveitarstjórinn Marc
Tardue er Bandaríkjamaður.
Hann hefur lengst af verið bú-
settur í Washington DC. Jafn-
framt að stunda hljómsveitar-
stjórn hefur hann verið eftir-
sóttur kórstjóri og undirleikari.
Marc hefur starfað mikið við ís-
lensku óperuna og stjórnaði sýn-
ingum á Carmen siðastliðinn
vetur. Hann er nú fastur
hljómsveitarstjóri i borginni
Grenoble i Frakklandi.
Sr. Þórsteinn
Ragnarsson
grestur
Óháða
safnaðarins
SÉRA Þórsteinn Ragnarsson hefur
verið ráðinn prestur Oháða safnaðar-
ins. Sr. Baldur Kristjánsson sem ver-
. ið hefur prestur safnaðarins í tæp tvö
ár lætur nú af störfum þar sem hann
fer til starfa úti á landi. Frestur til að
sækja um prestsstarf við Óháða söfn-
uðinn rann út 10. júlí og bárust þrjár
umsóknir.
Sr. Þórsteinn Ragnarsson lauk
cand. theol-prófi frá Háskóla Is-
lands haustið 1978 og var vígður til
prestþjónustu að Miklabæ í Skaga-
firði 1. október sama ár. Sr. Þór-
steinn er kvæntur Elsu Guðmunds-
dóttur og eiga þau fjórar dætur.
Organistaskipti verða einnig í
Séra Þórsteinn Ragnarsson
kirkjunni nk. sunnudag. Jónas Þór-
ir Þórisson lætur af störfum og við
tekur Heiðmar Jónsson. Messað
verður í kirkju Óháða safnaðarins
hinn 8. september nk. kl. 14. að af-
loknu sumarleyfi. Mun sr. Baldur
Kristjánsson þá kveðja söfnuðinn
um leið og hann setur sr. Þórstein
Ragnarsson inn í embættið.
(ílr frétUUIkyBBÍnfu)
Viðræður SÍS, ASÍ og BSRB um stofnun
fjölmiðlafyrirtækis skammt á veg komnar:
Oðrum launþegasamtökum
boðin aðild að viðræðunum
VIÐRÆÐUR milli Sambands íslenskra samvinnufélaga, Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja og Alþýðusambands íslands um stofnun nýs fjölmiðla-
fyrirtækis sem stæði einkum að útvarps- og sjónvarpsrekstri, eru skammt á veg
komnar. Haidnir hafa verið tveir fundir og á mánudag var skipuð undinefnd
sex manna, tveggja frá hverjum aðila til að fjalla nánar um málið. Ennfremur
hafa samtök launþega í þessum viðræðum boðið Sambandi bankamanna,
Bandalagi háskólamanna, Félagi bókagerðarmanna og Farmanna- og fiski-
mannasambandinu aðild að þessum viðræðum og er fundur með þessum
aðilum fyrirhugaður á mánudaginn kemur, en þessi samtök hafa lýst áhuga á
því að eiga hlut að þeim. Aðilar eru sammála um að hraða þessum viðræðum
sem kostur er.
Kristján Thorlacius, formaður
BSRB, sagði viðræðurnar vera á
frumstigi og enn of snemmt að
segja til um það hvort af stofnum
þessa fyrirtækis gæti orðið eða
hvenær. „Þetta fyrirtæki er fyrst
og fremst hugsað til þess að stuðla
að málfrelsi í landinu. Það er mín
skoðun og hún fær hljómgrunn í
þessum viðræðum, að almenn sam-
tök í landinu eigi að eiga hlut að
þvi að skapa fullkomlega frjálsan
aðgang að fjölmiðlum eins og út-
varpi og sjónvarpi og greiða þannig
veg hins frjálsa orðs, óháð eigend-
um og stjórnmálaskoðunum. Eg tel
það grundvallaratriði að þessi sam-
tök hafi það að höfuðmarkmiði með
slíkum rekstri, að þeir séu reknir
algerlega á faglegum grundvelli,"
sagði Kristján aðspurður um
ástæður BSRB fyrir aðild sinni að
viðræðunum.
í undirnefndinni eiga sæti:
Kristján Thorlacius og Haraldur
Steinþórsson frá BSRB, Helgi Guð-
mundsson og Þröstur ólafsson frá
ASÍ og Þorsteinn Ólafsson og Axel
Gíslason frá SlS.