Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11, SEPTEMBER 1985 Gengið London, 10. sept. AP. DOLLARINN lækkaöi nokkuð gagn- vart helstu gjaldmiðlum í dag nema kanadíska dollaranum. Er ástæðan sögð sú, að menn halda að sér hönd- um og bíða eftir nýjum hagtölum í Bandaríkjunum síðar í vikunni. í Tókýó fengust í kvöld 243 jen fyrir dollarann en 242,95 1 gær- kvöldi en í kauphöllinni í London féll dollarinn hins vegar aftur í það, sem var í gær. Fyrir pundið fást nú 1,3150 dollarar en 1,3062 í gær. Fyrir dollarinn fást nú: 2,9420 vestur-þýsk mörk (2,9450), 2,4262 svissneskir frankar (2,4290), 8,9650 franskir frankar (9,0545), 3,3020 hollensk gyllini (3,3040), 1.956,00 ítalskar lirur (1,957.75) og 1,3719 kanadískir dollarar (1,3710). Gullverðið var stöðugt í dag og fengust fyrir únsuna í kvöld 321,75 dollarar en 320,50 í gær. Veður víða um heim Lagtt Haset Akureyri 10 tkýieO Amiterdwn vantar Aþena 1« 30 heiðskírt Barcetona 25 ekýjaO Berftn 10 17 •kýjaó BrOstet • 20 heióskirt Chicago 17 30 •kýjaó Oubttn S 20 heióskirt Feneyjer 20 heióskfrt Frenkfurt 2 17 •kýjeó Genf 7 22 skýjaó n-l-l-i.: i HJIhlHM 8 11 skýjaó Honfl Kong 25 2« rigning Jerúsetem 1« 26 heióskfrl Keupmanneh. 10 15 akýjaó Laa Patmea vantar Ltseebon 10 27 haiðskirt London 13 24 heióakirt Loe Angefes 16 24 rigning Lúxemborg 15 hsióskfrt 25 heíóskfrt Mattorce 29 Mttskýjað Miemj 26 30 skýjaó Monfreal 13 20 rignlng Moskvs 8 14 •kýjsO New York 18 24 skýjaó Osló « 17 akýjaO ■k- rarw 15 21 heióskírt Peking 15 23 skýjaó Reykiavik 11 skýjaó Rtó de Janeiro 1« 27 hsióskfrt Rómaborg 17 30 haióskírt Stokkhólmur vantar Sidney 12 22 rignfng Tókýó 24 30 hetóskfrt Vinerborg 10 12 •kyjað bórshöfn vsntar H öföar til fólks í öllum starfsgreinum! Sælkeraofninn er alveg ótrú” lega fjölhæfur Verö aöeins kr. 3.490.- Ármúla 1a, s. 686117. Kosningaúrslitin í Noregi Stjórnin situr áfram með stuðningi Framfaraflokks Ósln 10. sumf Rit7Jtn. Osló, 10. sept. Ritzau. Stjórnarflokkarnir héldu velli í kosningunum í Noregi í gær og Káre Willoch verður áfram forsæt- isráðherra. Um stund virtist raunar allt útlit fyrir að til stjórnarskipta kæmi, en af því verður sem sagt ekki. Ríkisstjórnin verður hins vegar að reiða sig á stuðning Fram- faraflokksins. Verkamannaflokkurinn og for- maður hans, Gro Harlem Brundtland, eru óumdeilanlegir sigurvegarar kosninganna, en fylgisaukning stjórnarandstöð- unnar hrökk þó ekki til að velta stjórninni úr sessi. Stjórnar- flokkarnir þrír, Hægriflokkur- inn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Miðflokkurinn, fengu saman 78 þingmenn en stjórnarand- staðan, Verkamannaflokkurinn og Sósíalíski vinstriflokkurinn 77. Þá eru eftir tveir, sem komu í hlut Framfaraflokksins, og upp á náð og miskunn þeirra er stjórnin komin. í útvarps- og sjónvarpsþætti strax eftir að úrslitin lágu fyrir tók Willoch það skýrt fram, að ekki yrði orðið við ósk Fram- faraflokksins um viðræður við stjórnarflokkana. Carl Hagen, formaður Framfaraflokksins, hefur hins vegar lýst því yfir, að flokkurinn muni ekki verða til að fella stjórnina. Hægriflokkurinn tapaði mestu einstakra flokka í kosningunum eða 1,6% miðað við þingkosning- arnar árið 1981 og þremur þing- mönnum. Ef miðað er aftur á móti við sveitarstjórnarkosning- arnar árið 1983 bætti flokkurinn viðsig3,8% atkvæða. Aldrei fleiri konur Ósló, 10. sept. Ritzau. STAÐA kvenna á norska stór- þinginu styrktist mjög í kosningun- um í gær, mánudag. Eru þær nú 54 af 157 þingmönnum en voru áður41. Konur skipa nú 34,4% þing- sætanna eða rúman þriðjung, en nefna má til samanburðar að í sænska þinginu, Ríkisdeginum, eru þær 27,5% og um 25% í Danmörku og Finnlandi. Á það ekki minnstan þátt í þessari sókn norsku kvennanna að Verka- mannaflokkurinn ákvað að setja kvóta á frambjóðendur flokksins, þannig að konur skyldu skipa a.m.k. 40% sætanna. Þingkonum fyrir alla aðra flokka en Fram- faraflokkinn fjölgaði einnig. í herbúðum tveggja flokka ríkti fögnuður með kosningaúrslitin, hjá Verkamannaflokknum og Sósíalíska vinstriflokknum. Hér er Hanna Kvannmo, formaður SV, (I.t.v.), ásamt öðrum foringjum flokksins, Kristin Halvorsen og Theo Koritzinsky, og liggur augljóslega vel á þeim. Viðbrögðin á Norðurlöndum: Ólíkt mat á úrslitunum Kaupmannahöfn og Helainki, 10. sepL Ritzau VIÐBRÖGÐIN við kosningaúrslit- unum í Noregi eru ekki öll með sama hætti á Norðurlöndum eins og við er að búast. Jafnaðarmenn fagna þeim og telja, að aftur sé farið að falla frá í sókn hægri- manna en talsmenn borgaraflokk- anna eru ekki á sama máli í því. Segja þeir, að þegar á allt sé litið og einkum kosningabaráttuna sjálfa, megi norsku borgaraflokk- arnir vel við una. „Ef við höfum í huga kosninga- baráttuna í Noregi má stjórnin una vel við sinn hlut,“ sagði Palle Simonsen, fjármálaráðherra dönsku stjórnarinnar og starf- andi forsætisráðherra í fjarveru Schluters. „Þegar tekið er tillit til þess, að norski Verkamanna- flokkurinn nýtti sér efnahags- lega viðreisn í landinu til stór- kostlegra yfirboða, er ekki hægt að segja annað en að úrslitin hafi verið góð.“ Formenn tveggja stærstu flokkanna í Finnlandi, Jafnaðar- manna og Hægriflokksins, voru ekki alveg sammála um hvernig túlka bæri niðurstöðurnar. Liik- anen, formaður jafnaðarmanna, sagði, að úrslitin sýndu, að hægrisveiflunni væri lokið og benti í því sambandi á kosninga- úrslit í einstökum kjördæmum i Vestur-Þýskalandi og Bretlandi. Seppo Isotalo, leiðtogi Hægri- flokksins, sagði, að stjórnar- flokkar ættu jafnan heldur undir högg að sækja og því mætti norska ríkisstjórnin vel við una. Auk þess væri í raun að myndast í Noregi tveggja flokka kerfi og við þær aðstæður hefði stjórnar- andstöðuflokkurinn allt að vinna við kosningar. Lokatölur úr kosningunum Hér á eftir fara lokaúrslit ( þingkosningunum i Flokkur Noregi: atkv. % +/♦'81 +/+’83 A 1.055.508 40,8 30,4 +3,6 +1,9 H 785.870 +1,3 +4,0 KRF 214.2&1 8,3 +1,1 -0,5 SP 169.963 6,6 +0,1 +0,6 SV 140.583 5,4 +0,5 +0,1 FRP 96.158 3,7 +0,8 +2,6 V 80.583 3,1 +0,8 +1,3 RV 14.673 0,6 +0,1 +0,6 DLF 12.867 0,5 0,0 +0,2 NKP 4.201 0,2 +0,1 +0,2 Aðrir 9.907 0,4 +0.3 +0.1 Skammstafanirnar standa fyrir þessa flokka: A er Verka- mannflokkurinn, H Hægriflokkurinn, KRF Kristilegi þjóðar- flokkurinn, SP Miðflokkurinn, SV Sósialíski vinstriflokkurinn, FRP Framfaraflokkurinn, V Vinstriflokkurinn, RV Rauða kosningabandalagið (marxistarnir/leninistarnir), DLF Frjáls- lyndi þjóðarflokkurinn (borgaraflokkur, áður hluti af Vinstri- flokknum) og NKP er Norski kommúnistaflokkurinn. Plús eða mínus ’81 á við þingkosningarnar þá en plús eða minus ’83 á við sveitarstjórnarkosningarnar fyrir tveimur ár- um. Elsti flokkurinn horfinn af bingi Ósló, lO.sept. Ritzau. ÞINGKOSNINGARNAR í Noregi voru míkíll harmleikur fyrir Vinstriflokkinn, elsta stjórnmála- flokkinn í landinu, sem fyrir 101 ári kom á þingræði í Noregi og takmarkaði völd konungsins. Nú á hann engan fulltrúa á norska stór- þinginu. Vinstriflokkurinn átti fyrir kosningarnar tvo þingmenn en þegar komið var á kjörstað að þessu sinni ákváðu 20% af fyrri kjósendum hans að leggja öðrum flokkum lið. Virðist það einkum hafa verið Verkamannaflokkur- inn, Miðflokkurinn og Sósíalíski vinstriflokkurinn sem högnuðust á þessum sinnaskiptum. Vinstriflokkurinn hefur átt menn á þingi allt frá árinu 1884 og hefur komið mikið við norska stjórnmálasögu. Á millistríðsár- unum tók Verkamannaflokkur- inn við þvi hlutverki Vinstri- flokksins að vera helsti and- stæðingur Hægriflokksins, en eftir sem áður voru ítök hans nokkuð mikil. Ágreiningur, sem kom upp í flokknum um aðildina að Efnahagsbandalaginu, olli því hins vegar, að flokkurinn klofn- aði árið 1972 og hefur síðan ekki borið sitt barr. Á síðustu árum hefur Vinstri- flokkurinn reynt að hasla sér völl sem umhverfisverndarflokk- ur en það virðist engan árangur hafa borið. Það sem gerði svo útslagið, var sú yfirlýsing flokks- forystunnar að hún myndi styðja hugsanlega stjórn jafnaðar- manna eftir kosningar. Fannst þá mörgum kjósendum flokksins tími til kominn að styðja þá heldur Verkamannaflokkinn heilshugar eða einhvern annan flokk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.