Morgunblaðið - 11.09.1985, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985
fclk í
fréttum v;
FYRIRSPURN BAR ÁRANGUR
Mynd af braki togarans
„Grimsby Townu fundin
IMorgunblaðinu 30. ágúst sl.
birtist á síðum þessum bréf
frá enskum manni að nafni Lond
þar sem hann biður okkur að
aðstoða sig við að finna einhvern
sem á mynd af braki breska
togarans „Grimsby Town“ sem
standaði hjá Hjörleifshöfða 23.
apríl 1946. Faðir hans var einn
af þeim er drukknuðu, þá aðeins
26 ára gamall.
Lond hefur verið tjáð að brakið
hafi verið sýnilegt í nokkur ár
eftir atburðinn. Hann sagði
ennfremur í bréfinu að hann
hygðist heimsækja staðinn þar
sem skipið sökk innan skamms.
Nú hefur okkur borist mynd
af skipinu „Grimsby Town“ á
strandstað og birtum hana hér
með. Myndina tók Gunnar Fred-
riksen.
„Grimsby Town" var að veið-
um þegar það strandaði og skip-
verjar því við vinnu á þilfari.
Brotsjóarnir sem gengu yfir
skipið tóku fimm menn fyrir
borð og var tveimur þeirra bjarg-
að en hinir drukknuðu, þar á
meðal faðir bréfritara. Björgun-
arsveit SVFÍ úr Vík í Mýrdal
bjargaði 15 manns til lands og
flutti þá til Víkur. En sandurinn
hélt togaranum.
k°nid á rJ. m **« óei, ^
'?n t»r £**»«
'Wn,, •*m •kip/ð
ÆjuE***-*
C?-
Breski togarinn Grimsby Town á strandstað við
Hjörleifshöfða, þar sem hann strandaði árið 1946.
Kennedy-fjöl-
skyldan hrelld
Sennilega eru fáir sem geta stát-
að af jafnmiklum áhuga almenn-
ings á persónuhögum sínum og
Kennedy-bræður hinir amerísku
og fjölskyldur þeirra. Um það bil
300 bækur hafa verið skrifaðar um
fjölskyldu þessa, margar líklega í
allt annað en góðum tilgangi.
En þessu má líklega venjast eins
og öðru og eru Kennedy-ar farnir
að láta sér fátt um finnast. Nú er
þó væntanlega enn ein bókin á
markaðinn sem gæti reynst þeim
skeinuhættari en margar aðrar.
Þetta er „Saga Joan Kennedy"
(„The Joan Kennedy story“) sem
trúnaðarvinkona hennar, Marcia
Chellis, hefur skráð.
Joan Kennedy var sem kunnugt
er eiginkona Edwards Kennedy
sem er bróðir þeirra Roberts og
John en þeir féllu báðir fyrir
morðingjanendi, John meðan hann
gegndi embætti forseta Bandaríkj-
anna. Robert var hins vegar ekki
orðinn forseti þegar hann var
myrtur en á góðri leið með að verða
það. Edward hefur lengi dreymt
um að verða forseti Bandaríkj-
anna, og sóttist um tíma eftir útn-
efningu Demókrataflokksins
bandarísk. Þá dró hann sig reynd-
ar í hlé, en til eru þeir sem enn
telja að hann eigi eftir að hreppa
þetta eftirsótta starf fyrr eða síð-
ar.
Joan verður tíðrætt um frama-
girni eiginmannsins fyrrverandi í
bókinni og það sem hún þyrfti að
láta yfir sig ganga af þeim sökum,
svo mannorði hans væri engin
hætta búin.
1972 og 1976 ákvað Edward
Kennedy að gefa ekki kost á sér
sem forsetaefni demókrata. Það
hefur þó að öllum líkindum ekki
verið vegna þess að hann hefði
ekki hug á starfanum heldur vegna
þess að slys nokkurt sem hann
hafði lent í nokkrum árum áður
við Chappaquiddick-eyju hafði
spillt fyrir honum, hann var grun-
aður um að hafa sýnt heigulshátt
og ekki getað brugðist karlmann-
lega við aðstæðunum. Þannig var
að með honum í bílnum var ung
stúlka, sem drukknaði þegar
Edward ók fram af brú. Sjálfum
tókst honum að synda í land.
Þegar Kennedy ákvað 1980 að
gefa loks kost á sér var þetta ásamt
mörgu öðru notað gegn honum í
kosningabaráttunni. Hjónaband
hans og Joans hafði og verið los-
aralegt sem þykir ekki traustvekj-
andi þar vestra. Hann þurfti því á
konu sinni að halda til að styðja
við bakið á sér og sanna fyrir þjóð-
inni að þau væru hin hamingju-
sömustu hjón.
í bókinni segist Joan hálfpart-
inn hafa neyðst til að hella sér útí
þessa baráttu með honum. Hún
segist ekki geta deilt með honum
framadraumunum en samt verið
tilneydd að hjálpa til.
Joan Kennedy hafði átt við alkó-
hólisma að stríða en þau hjón
fullyrtu, þegar Edward barðist
fyrir útnefningu demókrataflokks-
ins, að hún hefði unnið bug á
honum. Um það voru alltaf á lofti
einhverjar efasemdir svo hún
slapp ekki við það að öll hennar
vandamál væru dregin fram í
dagsljósið. Allt þetta segist hún
nú eingöngu hafa gert vegna
skyldurækni sinnar við eigin-
manninn og væntumþykju, án þess
að hafa hrifist með honum inn í
kosningabaráttuna af eigin áhuga.
Hún fann fyrir þörf hans og vildi
þess vegna berjast með honum.
Saga Joans Kennedy er séð frá
allt öðru sjónarhorni en bækur
ókunnugs fólks um Kennedy-fjöl-
skylduna, og það verður mun erfið-
ara fyrir hana að hafna staðhæf-
ingum Joans. Þessvegna verður
það enginn gleðidagur á þeim bæ
á morgun, þegar bókin kemur út.
Yoko selur úr búi Lennons
Yoko Ono mun leyfa sölu á
ýmsum smámunum úr eigu
Johns Lennon innan skamms, svo
sem veggspjöldum, dagatölum og
minnisbókum. Segist Yoko gera
þetta vegna þess að fjölmargir
geri sér mat úr ýmsu dóti sem
ranglega sé sagt vera úr búi Lenn-
ons. Ekki ætti það að spilla fyrir
ákvörðun Yoko að hún fær um 200
milljónir fyrir söluleyfið.
Robert er
„pabbi“ minn
Margir sneru sér við á götu New York-
borgar, Broadway, er hinn kunni leikari
Robert Wagner kom þangað til að sjá kvikmynd-
ina „Big River“ í fylgd ungrar stúlku, Natöshu.
Natasha er 15 ára dóttir Natalie Wood og Rich-
ard Gregson. Natalie giftist síðar Robert Wagner
en drukknaði er þau hjónin voru í fríi fyrir
nokkrum árum.
Natasha ólst upp með dætrum Roberts frá
fyrra hjónabandi og segist sjálf hafa valið hann
sem „föður“ sinn eftir móðurmissinn.