Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 51 í V f li í i ? || IM 5 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA Tí) 10100 KL. 14—15 & FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Velvakandi ekki tilgangslaus Hjörtur Jónsson skrifar: Frú A.T. skrifar í Velvakanda þann 1. september og lætur þar í ljós álit sitt á Velvakanda, sem er líklega fjöllesnasti þáttur, sem skrifaður er í blað á íslandi. Yfirleitt segist A.T. hafa haft gaman af þáttum Velvakanda, en í seinni tíð hafi brugðið til hins verra, það þurfi að skrifa um eitt- hvað, sem máli skipti, eitthvað, sem hafi tilgang. Hún segist bein- línis vera pirruð þegar skrifað sé um kommúnista eða baldna ungl- inga, hljómsveitir eða þess háttar, segir að fáir taki mark á því, sem í Velvakanda stendur, og henni ofbýður ástand þáttarins. Það er vel hægt að haga skrifum betur, segir A.T., og vill að Morgunblaðið lagi þetta eða leggi Velvakanda hreinlega niður. Ég er A.T. sammála um það, að Velvakandi hefur verið frekar daufur í dálkinn alllengi undan- farið og þyrfti að verða þar breyt- ing á til batnaðar og í þeim tilgangi hefur A.T. vonandi, öðrum þræði, skrifað þessa grein án þess að þar komi fram haldgóðar ábendingar til að leysa vandann. mál hve mikið ritstjórinn á að skipta sér af efninu sjálfu, hve snjall sem hann er, þó hans áhrifa gæti auðvitað í öllum viðtölum og mörgu fleiru. Ef til vill má finna að því við ritstjórann, að orða ekki hvatningarorð sín til lesenda með fjölbreytilegri hætti en gert er. Menn verða því fyrst og fremst að líta í eigin barm þegar þá langar til þess að lesa skemmtilegri og áhrifameiri Velvakanda. Þetta er opna okkar lesendanna, sem við berum ábyrgð á, og mér finnst að áskorunin eigi að stílast til okkar lesenda, að vanda efni þessarar opnu sem allra mest. Hvað snertir orð A.T. að nú sé svo komið að Velvakandi sé næst- um alveg tilgangslaus og mætti leggja hann niður, þá nota ég hennar eigin orð og segi mér „of- býður" þessi hugsunarháttur og slík uppgjöf, maður fleygir nú ekki bílnum sínum þó fugl driti á vélar- hlífina. Lesendur Morgunblaðsins geta haft skiptar skoðanir um það hvernig Velvakandi eigi að líta út, það er auðvitað mál, og það er vafalaust ávinningur fyrir rit- stjórrann að heyra álit les- endanna, fá sitt lítið hjá hverjum og trúa engum. Pistill A.T. er í raun og veru hluti af því, sem A.T., ég og ef til vill fleiri eru óánægðir með í Vel- vakanda og þyrfti þess vegna ekki að svara greininni sérstaklega, hún gaf þó tilefni til þessara hug- leiðinga. Velvakandi er tilgangslaus þáttur A.T. skrifar Kæri Velvakandi. Yfirleitt hef ég haft gaman af aft leaa það sem stendur í d&lkum þfnum &n þess ad velta því sér- staklega fyrir mér. Allskyns raus anda, farift ad fara meir og meir f taugarna, & mér. Ég verö bein- línis pirruö þegar ég les bréf konu sem kvartar yfir framferði ungl- inga, eða húsmóður sem er fyllt hryllingi yfir kommúnisma & Bréf Anurtan fyrir H •« (| k., , n„ niður f fyrata sinn og skrifa J þér sjálf er aú að mér ofbýðnr I og ég veit að þetta má bíeta. Það I er vel batgt að haga skrifom í I Velvakanda þannig að þau hafi I einhvern tilgang og einhver taki I u a u_. . gtendur. En I Gunnar hefði fíl- að hlíðina í botn Hvernig á Velvakandi að vera? Velvakandi er ritvettvangur hins almenna lesanda blaðsins. Þar eiga þeir greiðan aðgang með skoðanir sínar og áhugamál af ýmsu tagi, gaman og alvöru, óbundnir af stjórnmálaskoðunum og fordómum geta þeir náð til allra landsmanna. Eg hefi hugsað mér Velvakanda þjóna tvíþættum til- gangi fyrst og fremst. I fyrsta lagi birtast þar frekar stuttar greinar um alls konar mál, sem til heilla horfa fyrir land og þjóð. Það geta verið þjóðmál af ýmsu tagi, hug- myndir, ádeilur og dægurmál og margt fleira, þar eru alls ekki undanskilin æskulýðsmál, hljóm- listarmál eða kommúnismi. Þessar greinar ættu að vera vandaðar bæði hvað snertir mál og mál- fylgju, einskonar leiðaraskrif hins almenna borgara, viðbót við leið- araskrif blaðsins. í öðru lagi kæmu svo greinar og athugasemdir les- enda, símtöl og sitthvað fleira auk framlags ritstjórans sjálfs. Það er vel hægt að haga skrifum Velvakanda þannig, að þau hafi tilgang, og mark sé á þeim tekið, segir A.T. Já, við skulum vona það. En vandinn er bara sá, að það er aðeins að litlu leyti á valdi Morgunblaðsins hvernig hér tekst til. Það er á valdi A.T. og okkar allra hinna. Fáir sem senda inn greinar kæra sig um það að í þeim sé mikið hrært eða þær styttar, svo sem A.T. ýjar að að hægt væri að gera. Sumum finnst nóg um að þær séu færðar til nútímamáls. Það hlýtur líka að vera ærið álita- ólafur skrifar: Ein að norðan var að spyrjast fyrir um það af hvaða þjóðerni þeir væru sem nefndu fyrirtæki sín Vídeó-eitthvað, pub og inn. Því er til að svara að þeir eru íslensk- ir. Það er engin ástæða til að halda annað. Þeir vilja bara finna fyrir- tækjum sínum nöfn sem eru það góð að þeir geti selt vöru sína út áþau. Með pistlinum frá einni að norð- an var mynd af kjúklingastaðnum Kentucky Fried Chicken í Hafnar- firði, en sá staður er eðlilega ágætt dæmi um fyrirtæki sem ber nafn á erlendu tungumáli. Sá staður selur eflaust talsvert af sinni vöru einungis vegna nafnsins — hver myndi vilja kaupa kjúklinga hjá fyrirtæki sem héti t.d. Kópaskers kjúklingar? Svo virðist sem lítið vinnist við að spyrna gegn áhrifum erlendra tungumála í íslensku máli. Það verður sennilega ekki gert nema þá með því að takmarka öll sam- skipti við aðrar þjóðir, bæði með ferðum til útlanda svo og í gegnum fjölmiðla. Nú er svo komið að annar hver maður undir þrítugu fílar allt í botn eða hann er á bömmer og ef hann er ekki á bömmer er hann jafnvel að meika það. Samkvæmt því væru talsverðar líkur á að tugþrautarmeistari síns tíma, Gunnar á Hlíðarenda, hefði fílað hlíðina í botn hefði honum verið stefnt utan í dag. Við íslendingar verðum að taka því þótt málið breytist í tímans rás. Það að við skiljum kannski ekki börnin okkar er það þara vegna þess að við fylgjumst ekki nógu vel með. Við erum að átta okkur á því að sú íslenska sem töluð hefur verið í rúm 1100 ár hefur ekki alltaf verið eins, að ekki sé á það minnst hverjir séu færir að dæma um rétt og rangt mál. Guðna Kolbeinssyni varð á að segja að orðið lækur væri læks í eignarfalli og ekki urðu allir ánægðir með það, en hver er kominn til með að segja að það sé rangt. Það er kominn tími til að frjálslyndari viðhorfa taki að gæta í afstöðu manna til tungumálsins svo það verði ekki eins og tröllauk- in ófreskja sem enginn nær tökum á. Staðreyndin er nefnilega sú að þeir eru fáir íslendingarnir sem náð hafa mjög góðum tökum á móðurmáli sínu. Blaöburóarfólk óskast! Austurbær Laugavegur 34—80 Hverflsgata 4—62 Hverfisgata 63—120 Sjafnargata
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.