Morgunblaðið - 11.09.1985, Side 56

Morgunblaðið - 11.09.1985, Side 56
 HIBQOIRIHBMSKEDJU KEILUSALUWIWW OPIWW 1000-00.30 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 VERÐ I LAUSASOLU 35 KR. Viðræður í Þorlákshöfn: Aðgerðum frest- að til föstudags VIÐRÆÐUR um bónussamning fyrir liskvinnslufólk fóru fram í Þorláks- höfn í gaer og að þeim loknum var ákveðið að fresta boðaðri bónusvinnu- stöðvun á morgun til föstudags. Samkomulag varð á fundinum um nokkur atriði nýs bónussamnings og hefur nýr fundur verið ákveðinn á fimmtudag. Agreiningur er einkum um tvser kröfur, en samkomulag varð með aðilum um að láta ekki uppskátt um efnisatriði viðræðnanna og sjá hver yrði niðurstaða samningafundar VMSÍ og VSÍ sem fyrirhugaður er í dag. „Það kom greinilega fram á þessum fundi í dag að grundvöllur er til að halda viðræðunum áfram og því ákváðum við að fresta verk- fallinu aftur,“ sagði Þórður Ólafsson, formaður verkalýðsfé- lagsins, í samtali við Morgunblað- ið. Hann sagði að vinnuveitendur í Þorlákshöfn hefðu óskað eftir þessum viðræðum á föstudaginn og engin ástæða hefði verið til að hafna því, en verkalýðsfélagið er í samfloti með félögum í VMSÍ i viðræðunum í Reykjavík, því sér- samningur hefur ekki verið í gildi um bónusmál í byggðarlaginu. Drengur lenti í drifskafti dráttarvélar TÓLF ára gamall drengur slasaðist alvarlega þegar hann lenti í drif- skafti dráttarvélar síðdegis í gær. At- burðurinn varð í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu og var drcngurinn einn að heyvinnu um kílómetra frá bænum. Hann lenti með hönd í drif- skafti með þeim afleiðingum að hana tók af um úlnlið og brotnaði illa upp að olnboga. Þannig á sig kominn hljóp drengurinn um kíló- metra heim að bænum og gat gert viðvart um slysið. Sjúkrabifreið var þegar kölluð á vettvang frá Húsvaík og var drengurinn fluttur til Akureyrar. Vonir stóðu til að hægt yrði að bjarga höndinni. Arangurslaus sáttafundur LAUST FYRIR miðnætti í gær var samningafundi iðnaðarmanna í Áburðarverksmiðjunni í Gufun- esi við vinnuveitendur slitið án þess að samkomulag næðist. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Fundurinn í gær stóð í rúmar 10 klukkustundir. Verkfall iðnaðarmanna hefur nú staðið í rúman mánuð og síðast var samn- ingafundur 27. ágúst síðastliðinn. Þá hefur verið ákveðinn óform- legur viðræðufundur samningsað- ila í Vestmannaeyjum í dag, en af honum gat ekki orðið í gær. Vopnafjörður bættist í gær í hóp þeirra staða, þar sem bónus- vinnustöðvun er og í dag bætist Akranes og Fáskrúðsfjörður einn- ig í þann hóp. Hins vegar var ákveðið að fresta bónusvinnu- stöðvun, sem koma átti til fram- kvæmda á Breiðdalsvík í gær, til laugardags. Bónusvinnustöðvanir koma til framkvæmda víðar síðar í vikunni. Þá hafa félögin á Sauðárkróki og í Hafnarfirði boð- að samúðarbónusvinnustöðvanir og félögin í Keflavík boðað stöðv- un frá 18. þessa mánaðar. Framkvæmdastjórnarfundur Verkamannasambandsins verður í dag klukkan 11. ^ Morgunblaðið/ÓI.K.Mag. Ádráttur í Elliöaánum Hinn árlegi ádráttur í Elliðaánum fór fram í gærdag og mætti að venju stór hópur áhugamanna til að hjálpa til og horfa á. Það eru Rafmagnsveita Reykjavíkur og Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem standa fyrir þessu í vertíðarlok á hausti hverju og er markmiðið að ná klaklaxi. Talsvert gekk af laxi í Elliðaárnar í sumar og yfir 1000 laxar lentu í klóm stang- veiðimanna. Ádrátturinn gekk einnig vel. Fjárhagsvandi ríkissjóðs fjórir milljarðar króna — Niðurskurður fjármálaráðherra í vegamálum stefnir byggðum í landinu í hættu, segir Matthías Bjarnason FJARLAGAGERÐ ríkisstjórnarinnar virðist vera kominn í algjöran hnút, því niðurskurðartillögur fjármála- ráðherra eru svo gífurlega miklar að einstakir ráðherrar segja það af og frá að þeir sætti sig við slíkan niður- skurð. Til dæmis segir Matthías Bjarnason, heilbrigðis-, trygginga- og samgönguráðherra, að það komi ekki til greina að hann sætti sig við tillög- ur fjármálaráðherra, sem hann nefnir ekki niðurskurðartillögur, heldur seg- ir fjármálaráðherra vilja skera ákveðna málaflokka, eins og vegamál niður við trog, og stefna þar með byggð í landinu í hættu. Morgunblað- ið hefur heimildir fyrir því að fjár- málaráðherra, Albert Guðmundsson, leggi til að fjárveitingar til ráðuneyta Matthíasar Bjarnasonar verði nálægt einum milljarði minni en fjárveitinga- óskir Matthíasar hljóðuðu upp á. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gera tillögur fjármála- ráðherra ráð fyrir því að fjárveit- ingar til fagráðuneytanna verði um tveimur milljörðum minni en óskir hljóðuðu upp á, auk þess sem hann leggur til að um tveggja milljarða verði aflað hér innanlands á næsta ári með auknum óbeinum sköttum. Samtals er því verið að ræða hér um fjögurra milljarða fjárhags- vanda ríkissjóðs. Mikill ágreiningur var á fundi ríkisstjórnarinnar í gær, þar sem fjárlagagerð var rædd. Bæði var ágreiningur á milli stjórnarflokk- anna um hvaða leiðir skulu farnar, svo og á milli einstakra fagráð- herra um hvaða málaflokkar skuli helst skornir niður. „Því fer víðs- fjarri að ég sé sáttur við þessar tillögur," sagði Matthías Bjarnason heilbrigðis- og samgönguráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þessar tillögur um niðurskurð á mínum málaflokkum eru svo of- boðslegar, að ekki tjóir að tala um þær. Enda kemur það ekki til greina, á meðan ég sít í þessu starfi, að framkvæmdir verði skornar niður með þessum hætti. Ég er tilbúinn í niðurskurð og að- haldsaðgerðir, en ég er ekki til- búinn til þess að skera ákveðna málaflokka niður við trog, eins og vegamál og fleira," sagði Matthías. Matthías sagði að útilokað væri að sætta sig við slíkar tillögur, „nema þá að við ætlum að leggja byggð úti um landið niður og lifa á því að lána fé til náms og húsnæð- ismála.* Niðurstaða ríkisstjórnarfundar- ins í gær varð sú að vísa þeim til- lögum sem fyrir liggja til þing- flokksfunda stjórnarflokkanna sem verða á morgun og föstudag, og að halda ríkisstjórnarfund á nýjan leik á föstudagskvöld, þar sem reynt yrði að ganga frá fjárlaga- dæminu. Sjóflutningar varnarliðsins: Útboð flutninganna aftur- kallaö vegna formgalla Verður endurtekið í byrjun október BANDARÍSKA flotamálaráóuneytið hefur afturkallað útboð Sjóflutninga- deildar bandaríska flotans á sjó- flutningum fyrir varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli vegna formsgalla við framkvæmd þess. Tilboðsfrestur átti að renna út á morgun, 12. september. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins verða flutningarnir boðnir aftur út og þá með réttum hætti, væntanlega í byrjun október með tiiboðsfresti til mánaðamóta októ- ber-nóvember. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á útboðsskilmálum, og er reiknað með að samningurinn muni gilda frá 1. desember til 30. september á næsta ári. Tvenns konar formsgallar voru á útboði Sjóflutningadeildarinnar: í fyrsta lagi var ekki birtur lög- formlega úrskurður um að farm- gjöld Rainbow Navigation Inc. væru óeðlilega há, en á þeim grunni byggja bandarísk stjórn- völd þá ákvörðun sína að bjóða flutningana út. í öðru lagi láðist að auglýsa að réttum hætti þá fyrirætlun að bjóða flutningana út, en lögum samkvæmt verður það að gerast með 15 daga fyrirvara. Mál Rainbow á hendur flota- málaráðherra Mark Lehman fyrir meint brot á flutningalögunum frá 1904 og fleiri lögum með því að láta bjóða flutningana út verður væntanlega tekið fyrir á morgun eða á föstudaginn. Smygl í þremur skipum TOLLVERÐIR fundu 116 flöskur af áfengi, liðlega 60 kassa af bjór auk nokkurs magns af matvælum, sjónvarpstækis, myndbandstækis og hljómflutningstækja við tollleit um borð í þremur skipum úti á landi í byrjun vikunnar. Tollverð- ir fóru norður í land um helgina og við tollleit um borð í Snæfelli frá Hrísey á sunnudag fundust 25 kassar af bjór, 24 flöskur af áfengi og 220 kfló af matvöru — einkum kjöti. Á mánudag fundu tollverðir svo 37 kassa af bjór, 30 flöskur af áfengi, myndbandstæki og hljómflutningstæki við tollleit í Siglufjarðarhöfn um borð í Sól- berginu frá Ólafsfirði, sem var að koma frá Cuxhaven. Ellefu skipverjar hafa viðurkennt að eiga varninginn, í fyrrinótt fundust 62 flöskur af áfengi við tollleit í Keflavík um borð i Sveinborginni frá Siglufirði. Áfengið fannst í kortaborði. Sveinborgin var að koma frá Þýzkalandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.