Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985 1 Mótettukór Hallgrímskirkju: Söngfólk vantar í allar raddir SÖNGFÓLK vantar nú í allar raddir í Mótettukór Hallgrímskirkju, þar sem ákveóið hefur verið að stækka kórinn. Skilyrði fyrir inntöku er að fólk hafí einhverja reynslu af kórstarfí, sé á aldrinum 16—40 ára og kunnátta í nótnalestri er æskileg. Æfingar eru á miðvikudagskvöldum og laugardagsmorgnum. Inntökupróf fyrir þá sem áhuga hafa verða í kvöld, föstudaginn 13. september, milli kl. 18 og 20, og á morgun, laugar- dag, milli kl. 11 og 14, í Hallgrímskirkju. Hörður Áskelsson söngstjóri kórsins veitir nánari upplýsingar í síma 32219. Mótettukórinn er um þessar mundir að hefja fjórða starfsár sitt. Síðasta starfsári lauk með tónleikum á Akureyri og Húsavík í júni sl. í mars voru haldnir Bach-tónleikar í samvinnu við kór Hamrahlíðarskóla. Einnig var flutt kantata á síðustu pásk- um. Síðustu vikurnar hefur kórinn sungið jólalög inn á hljómplötu ásamt Kristni Sigmundssyni óperusöngvara, sem bókaforlagið örn og örlygur mun gefa út. Kórinn mun halda hátíðartón- leika hinn 27. október nk. Þar verða fluttar þrjár kantötur: „Ein feste Burg ist unser Gott“, „Christ lag in Todesbanden" og einsöngskantatan „Jauchzet Gott“, sem Margrét Bóasdóttir syngur. Þessir tónleikar eru eins- konar lokaframlag Mótettukórs- ins á Bach-árinu. Fleiri tónleikar eru síðan ráð- gerðir eftir áramótin og síðar í haust verður tekið til við að æfa nýja og fjölbreytta efnisskrá með mótettum frá ýmsum tímum. (Úr fréttatilkynninpi) Mótettukór Hallgrfmskirkju á tónleikum. Nú á að stækka kórinn og vantar söngfólk í allar raddir. Sé ekkert betra en kvótann sem grund- völl veiðistjórnunar — segir Halldór Ásgrímsson „ÉG VEIT að sjálfsögðu ekkert um það, hvað Matthías Bjarnason hefur fyrir sér í því, að ekki sé meirihluti á Alþingi fyrir áframhaldandi kvótakerfí. Ég vil nú benda á það, að þótt þetta stjórnunarkerfi gangi undir nafninu kvóta- kerfí, þá er í þvf valfrelsi. Annars vegar aflamark og hins vegar sóknarmark. Það liggur að sjálfsögðu fyrir að endurskoða þarf þessar reglur með tilliti til reynslunnar. Ég hef sagt það áður og segi það enn, að ég sé ekkert annað, sem getur verið betri grundvöllur fyrir stjórnun veiðanna. Ég hef ekki heyrt neinn nefna betri leið í því sambandi, en það er sjálfsagt að taka allar slfkar - hugmyndir til athugunar,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra. „Ég legg á það áherzlu að við byggjum áfram á sama grunni og gert hefur verið á undanförnum tveimur árum. Hins vegar tel ég nauðsynlegt að marka stefnuna til lengri tíma, meðal annars til þess, að það sé hægt að setja um það reglur með hvaða hætti botnfisk- kvóti eigi að skerðast vegna rækju- veiða og veiða á öðrum tegundum en helztu botnfisktegundum. Það er auðvitað ekki hugmyndin, að þau skip, sem verið hafa á rækjuveiðum, fái endalaust að halda botnfisk- veiðikvóta. Þetta er svona dæmi um breytingar, sem geta orðið. Ég tel einnig nauðsynlegt, að skip, sem velur sóknarmark, geti átt kost á aflamarki síðar og fengið metna þá reynslu, sem fæst af sóknarmark- inu. Til að þetta sé hægt, þarf að marka stefnuna til lengri tíma en eins árs. Það skiptir megin máli hve mikið magn verður leyft að veiða. Það finnst mörgum að sér hert og vilja geta veitt meira, en það er enginn, sem vill láta eitthvað á móti og það er ekkert, sem getur létt á þessu í heildina en meiri afli. Ég get hins vegar ekkert um það sagt hvort leyfður verður meiri afli á næsta ári en þessu. Það er ekkert nýtt mál að tala um kvótafærslu milli ára. Aðal- fundur LÍÚ samþykkti í fyrrahaust með nokkrun meirihluta að skora á mig að leyfilegt yrði að færa afla frá árinu 1984 yfir á þetta ár. Það var ekki unnt að verða við því vegna þess að stjórnunarreglur giltu að- eins til eins árs. Verði stefnan mörkuð til lengri tíma, þarf að nota tækifærið til að auka sveigjanleik- ann. 31. desember er engin heilög dagsetning, það getur verið að það séu þær aðstæður, að betra sé fyrir aðila að veiða í nóvember en í jan- úar og svo framvegis. Ég tel því að það þurfi að skapa þennan sveigjan- leika og einnig myndi draga úr færslum milli skipa með þessu. Vegna þess hef ég litið svo á, að almennur vilji væri fyrir því, að geta haft einhvern hreyfanleika milli áranna. Ég hef ekkert annað gert en að rifja upp þessa staðreynd og einnig sagt að það gæti komið til greina að taka slíka reglu I notkun strax seinna i haust. Það finnst öllum að sér þrengt og vilja meiri afla og kenna stjórnunarkerf- inu um það í stað þess að líta á ástand stofnanna. Ég er sannfærð- ur um það að þörf sé á stjórnun veiðanna og að það þurfi að byggja upp stofnana. Ég vænti þess og veit, að það eru fleiri í þjóðfélaginu, sem sjá þá þjóðarhagsmuni,“ sagði Halldór Asgrimsson. 4 gerðir af 90 Jú, þetta er ekki misritun Viö bjóöum viöskiptavinum okkar nú þegar kvenleðurstígvél í slíku úrvali og þó eigum viö von á fleiri geröum næstu daga og vikur. Mismunandi litir, breiddir, hælar, fóöur og verð. Hjá okkur ætti sérhver aö fá viö sitt hæfi. í mörgum tilvikum fást töskur í stíl. Sýnishorn af nokkrum geröum P. Kaiser 01815 litir: svart-dökkblátt verö: 4.668.00 Oswald 1201 litir: svart-dökkblátt verö: 3.895.00 Panzl 2511 litir: svart-grátt-brúnt verö: 3,699.00 Salamander 73951 litur: steingrátt verö: 4.490.00 Vimark 2126 litir: svart-brúnt verö: 5.885.00 age hi Domus Medica, Simi 18519 DiNERS CLUB INTERNATtONAL POSTSENDUM Opiö föstudaga til 6.30 og á laugardögum frá 9.30 — 12.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.