Morgunblaðið - 13.09.1985, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985
25
PJíítgMl! Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson,
Fréttastjórar Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakið.
Norsku
þingkosningarnar
Islendingar fylgdust margir
hverjir vel með kosningabar-
áttunni og úrslitum hennar í
Noregi. Sigurvegari kosn-
inganna er Verkamannaflokk-
urinn, undir forustu Gro Har-
lem Brundtland. Ríkisstjórn
Káres Willoch hélt þó velli, en
þarf að reiða sig á stuðning
Framfaraflokksins, sem er yst
til hægri í norskum stjórnmál-
um. Willoch getur hins vegar
fagnað því að vera fyrsti borg-
aralegi forsætisráðherrann í
Noregi á þessari öld, sem er
endurkjörinn.
Kjördæmaskipanin í Noregi
gerir það að verkum að ríkis-
stjórnin heldur þingmeirihluta,
þrátt fyrir minnihluta at-
kvæða. Misskipting atkvæða,
sem borgaraflokkarnir hafa
viljað leiðrétta, en Verka-
mannaflokkurinn ekki, tryggir
þannig þeim fyrrnefndu áfram-
haldandi völd.
Verkamannaflokkurinn
bætti við sig 3,6% atkvæða
miðað við þingkosningarnar
1981, en fylgistap Hægriflokks-
ins er 1,3% miðað við sömu
kosningar. í sveitarstjórnar-
kosningunum 1983 tapaði
Hægriflokkurinn einnig fylgi,
en niðurstöður þingkosn-
inganna nú og kosninganna
1983 sýna hins vegar fylgis-
aukningu flokksins upp á 4%.
Verkamannaflokkurinn túlkaði
úrslit sveitarstjórnarkosn-
inganna sem dóm yfir ríkis-
stjórn Willochs. Sé sá dómur
réttur hefur ríkisstjórnin bætt
stöðu sína verulega á síðustu
tveimur árum. Þetta breytir því
hins vegar ekki að Verka-
mannaflokkurinn fór með sigur
af hólmi sl. mánudag.
Fréttaskýrendur eru yfirleitt
sammála um að úrslit norsku
kosninganna styrki baráttu rík-
isStjórnar Olavs Palme í Sví-
þjóð fyrir að halda völdum.
Nýlegar skoðanakannanir sýna
að fylgi ríkisstjórnarinnar er
litlu meira en borgaraflokk-
anna þar í landi. Áhrif kosn-
inganna í Noregi á stjórnmál í
öðrum löndum verða ekki met-
in. Forustumenn vinstri flokka,
sérstaklega bræðraflokka
Verkamannaflokksins á hinum
Norðurlöndunum, hafa fagnað
úrslitunum og bent á að „hægri
sveiflan" á Vesturlöndum sé nú
liðin undir lok.
Það var ljóst þegar líða tók á
kosningabaráttuna í Noregi að
ríkisstjórnin átti í vök að verj-
ast. Og ef litið er til annarra
landa þar sem borgaralegar
ríkisstjórnir eru við völd, þá
eiga þær yfirleitt undir högg að
sækja, þó ólíkar ástæður kunni
að liggja þar að baki. Margaret
Thatcher, forsætisráðherra
Breta, hefur átt í deilum jafnt
við pólitíska andstæðinga sem
samherja. Þrátt fyrir að undir
hennar stjórn hafi efnahagslíf í
Bretlandi tekið stakkaskiptum,
hefur mörgum þótt hægt miða,
þrátt fyrir harkalegar aðgerðir
til að rétta við efnahag þjóðar-
innar.
Helmut Kohl, kanslari
Vestur-Þýskalands, stendur
einnig höllum fæti og ríkis-
stjórn hans nýtur stuðnings
minnihluta kjósenda, ef marka
má skoðanakannanir. Ástæður
þessa eru að mörgu leyti af öðr-
um toga spunnar en fallandi
gengi Thatchers. Njósnamálið í
Vestur-Þýskalandi hefur rýrt
traust almennings á ríkis-
stjórninni svo og ýmis hneyksl-
ismál sem tengjast einstökum
ráðherrum stjórnarinnar. Þá
skiptir miklu að ríkisstjórninni
hefur ekki tekist að vinna bug á
atvinnuleysi, sem hefur haldið
áfram að aukast. Svo virðist
sem Poul Schlúter, forsætis-
ráðherra Dana, og ríkisstjórn
hans standi einna traustast,
þegar litið er á stöðu borgara-
legra stjórnmálaflokka í
Vestur-Evrópu, hann á þó við
ýmis vandamál að stríða.
Baráttan í kosningunum í
Noregi snerist að miklu leyti
um viðhorf manna til velferð-
arríkisins. Verkamannaflokk-
urinn hélt því fram að Hægri-
flokkurinn og ríkisstjórnin í
heild vildi velferðarríkið feigt.
Bentu þeir sérstaklega á heilsu-
gæsluþjónustuna. Þessi mál-
flutningur virðist hafa fallið í
frjóan jarðveg, enda almenn-
ingur á ýmsan hátt hræddur
við breytingar og þá einkanlega
niðurskurð. Þetta ættu sjálf-
stæðismenn að hafa í huga,
þegar þeir leggja út í næstu
kosningabaráttu, en Sjálfstæð-
isflokkurinn er sá stjórnmála-
flokkur á íslandi, sem á mest
sameiginlegt með Hægriflokkn-
um norska og öðrum borgara-
flokkum í Vestur-Evrópu.
Það hefur tekið mörg ár að
byggja upp velferðarríki á Is-
landi þar hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn átt stóran hlut að
máli. Andstæðingar flokksins
hafa haldið þeim málflutningi á
Iofti að sjálfstæðismenn séu
orðnir velferðarríkinu frá-
hverfir. Takist Sjálfstæðis-
flokknum ekki að sannfæra
kjósendur um að hann standi
vörð um það sem áunnist hefur,
en sé um leið tilbúinn til að lag-
færa það sem miður hefur far-
ið, er hætta á að margír snúi
við honum bakinu.
Norræna ljóðlistarhátíðin:
DAGSKRÁ Norrænu Ijóðlistarhátíðarinnar sem staðið hefur í Norræna húsinu þessa viku
lýkur í kvöld. Þátttakendur í þessari hátíð hafa verið 21 erlent ljóðskáld auk sex íslend-
inga. Morgunblaðið ræddi stuttlega við nokkra hinna erlendu gesta í vikunni og fara fjögur
þeirra viðtala hér á eftir.
Hver og einn
verður að
finna sinn
farveg
— segir spænska
skáldið Justo
Jorge Padrón
„ÉG LÍT svo á að Ijóðum og Ijóða-
hefð í Evrópu - megi skipta í tvo
flokka. Austur- og Suður-Evrópa
skipa annan hópinn, Mið- og Norð-
ur-Evrópa hinn,“ sagði spánska Ijóð-
skáldið Justo Jorge Padrón.
„Þessi skipting á ekkert sameig-
inlegt með pólitískri skiptingu því
rússnesk skáldskaparhefð á rætur
sínar að rekja til gamallar grískr-
ar, rómverskrar hefðar, sem við
byggjum á. Ljóðskáld í Rússlandi
og reyndar líka víða í Austurlönd-
um hafa ekki orðið fyrir umtals-
verðum áhrifum af nýjum stefnum
í ljóðlist (óbundið ijóð) og halda
enn við gamlar rímnahefðir. Rúss-
ar notast enn við rím,- en Kín-
verjar, Japanir og Kóreumenn
halda enn í dag fast við myndletur.
Þangað hafa engar nýjar stefnur
og form í Ijóðlist náð eins og í
öðrum löndum, ljóðskáldin nota
enn hástemmd orð og mjög tilfinn-
ingahlaðna tjáningu í Rússlandi."
- Hvaða stefna hafði mest áhrif
utan Rússlands?
„Súrrealisminn. Það varð bylt-
ingin með tilkomu súrrealismans
og ég lít svo á að áhrif hans á ljóða-
stefnur eins og til dæmis express-
íonisma, modernisma og ítalska
futurismann, sem allar hafa að
geyma vissa samsvörun ef grannt
er skoðað, sé mjög sterk. Samsvör-
unin er ekki einungis milli ólíkra
listastefna, hún kemur einnig fram
í verkum ljóðskálda frá ólíkum
þjóðum, vegna þess að með bylt-
ingu hins frjálsa ljóðforms var
auðveldara að þýða ljóð yfir á
aðrar tungur og þar með opnaðist
möguleiki á að kynnast ljóðum
stórskálda annarra þjóða. Mögu-
leikar á þýðingum hafa gert ljóð-
MorgunblaSið/Bjarni
Justo Jorge Padrón.
listina alþjóðlega og menn hafa
orðið fyrir áhrifum hver frá öðr-
um.“
- Hvaðviltþúsegjaumþínljóð?
„Eg lít svo á að ljóðagerð sé
samruni samþjappaðs máls,
mannlegra tilfinninga, heimspeki-
hugmynda og ímyndunarafls.
Hver og einn verður að finna sinn
eiginn farveg og hvað mig snertir
þá verð ég fyrir áhrifum af
spænskri myndlistarhefð, sem
blandast þeim áhrifum sem ég
verð fyrir dags daglega. f því
sambandi má nefna óttann sem
hvarvetna ríkir eftir atómsprengj-
una. Með tilkomu hennar öðlaðist
maðurinn aðra tilfinningu fyrir
lífinu. Þessi ótti er svo ólíkur því
sem áður var þekkt. Ljóð mín bera
merki óttans því ljóðskáld verða
að skrifa fyrir samtíma sinn og
þar með gefa mynd af þeim heimi
sem hann lifir í, eins og kemur
fram í ljóðabók minni „Hringar
helvítis". Hún er saga manns á
okkar tímum, sem verður fyrir
öllum þeim dulrænu áhrifum, sem
ýta manninum út á ystu nöf svart-
sýni, einmanaleika, geggjun, ást-
leysi og sjálfsmorðs. En ljóð mín
hafa líka aðrar hliðar eins og tvær
síðustu bækur mínar „Heimsókn
hafsins" og „Gjafir jarðarinnar"
bera merki um, en fyrir þær veitti
spænska rithöfundasambandið
viðurkenningu fyrir bestu ljóðin
árið 1984.1 þeim kveður við annan
tón í samtali um líf og dauða milli
mín og hafsins, ljóð sem eru á
mörkum töfra og raunveruleika."
- Finnstþérljóðnjótaalmennra
vinsælda í dag?
„Ljóð eiga sér alltaf vissan hóp
aðdáenda en í dag finnst mér þau
eiga erfitt uppdráttar. Þau týnast
í allri þessari fjölmiðlaþróun und-
anfarinna ára og þessir nýju fjöl-
miðlar sinna ekki ljóðum sem
skyldi. Þess vegna einangrast
mörg skáld þjóðfélagslega, sem er
mjög slæmt. Ég tel mig að þessu
leyti mjög heppinn, ég ferðast
mikið og hef möguleika á að halda
sambandi við aðra sem eru að fást
við að yrkja og fylgjast með því
sem þeir eru að gera. Ferðalögin
og starf mitt sem ritstjóri tíma-
ritsins „Equívalencías", sem gefur
út þýdd ljóð eftir þekkta höfunda
frá ýmsum löndum, aftrar því að
ég staðni í eigin listsköpun."
- Nú hefur þú verið hér áður og
kynnt þér íslenska ljóðlist. Hver
er árangur þeirra heimsókna?
„Eg hef til dæmis gefið út bók
með ritgerðum um ymsa helstu
lausamálshöfunda á Islandi. Hún
var gefin út af Háskólanum í
Madrid 1974. Á sama ári kom út
eftir mig ritgerðasafn um ljóða-
gerð á öllum fimm Norðurlöndun-
um. Þar var Islands náttúrlega
ýtarlega getið. Síðustu árin hef ég
verið að undirbúa stórt safnrit
íslenskra Ijóða frá þessari öld og
hef lokið um helming hennar. Á
næsta ári kem ég hingað aftur í
boði Norræna hússins til að ljúka
því verki. Sú bók kemur út hjá
helsta forlagi Spánar í 15.000 ein-
tökum, sem seld verða bæði á
Spáni og öðrum spænskumælandi
löndum. Vonandi opnar þessi bók
möguleika til að gefa út í framtíð-
inni verk einstakra íslenskra ljóð-
skálda á spænsku."
- Er munur á ljóðum skálda í
Suður- og Norður-Evrópu?
„Spönsk ljóðahefð er viðkvæm-
ari og nautnafyllri. Myndmálið
raunhæfara og áþreifanlegra þó
það sé óbeint og táknrænt. Les-
andinn andar að sér umhverfinu
sem verið er að lýsa og áhrifum
þess. Norðar í Evrópu eru ljóðin án
milliliða og skrifuð á máli sem er
nær daglegu tali. Formið hefur
meiri þýðingu fyrir okkur Spán-
verja. Þennan mun má rekja til
tungumálsins sem við tölum og þá
um leið þess orðaforða sem við
búum við. Grísk-latneski uppruni
okkar gefur okkur ríkan orðaforða
og þá um leið betri möguleika á
að ná fram nákvæmlega þeim
hughrifum sem við viljum.
Justo Jorge Padrón, 1943, er
þekktasta ljóðskáld Spánar, sem
komið hefur fram eftir stríð. Ljóð
hans hafa verið þýdd á 22 tungu-
mál og hann hefur hlotið 16 al-
þjóðlegar viðurkenningar, m.a.
alþjóðlega viðurkenningu sænsku
akademíunar 1972. Einnig viður-
kenningu hinnar konunglegu
spönsku akademíu 1973-1977, sem
veitt er á 5 ára fresti. I spænsku
akademíunni eru 36 meðlimir og
var útnefning Padrón samþykkt
samhljóða. Aðeins einu sinni áður
hefur úrskurður hennar verið
samhljóða. Það var þegar Garcia
Lorca var valinn 1928.
Padrón er aðalritari spænska
Pen-klúbbsins og meðlimur Mall-
armé-Akademíunar í París. Hann
skipulagði 6. Alheimsráðstefnu
ljóðskálda í Madrid 1982.
r
„Eg er ekki
pólitískur
heldur
gagnrýninn“
— segir bandaríska
ljóðskáldið
James Tate
JAMES Tate er bandarískt skáld
sem les úr verkum sínum á dag-
skránni í kvöld. Tate vakti mikla
athygli í Bandaríkjunum þegar hann
gaf út fyrstu Ijóðabók sína árið 1967.
Fyrir hana „The lost Pilot“ fékk
hann verðlaunin „Yale Award of
Younger Poets“.
„Óhætt er að segja að ég er
mjög upptekin af lslandi þessa
stundina," sagði James Tate í
spjalli við blm. Morgunblaðsins.
„Ég hef að vísu verið hér áður, það
var árið 1973, og ég nýt þess að
koma hingað. Staða ljóðsins er
ólík á mismunandi stöðum í heim-
inum og mér finnst það hvetjandi
að sjá hversu staða þeirra er sterk
James Tate
Morgunblaðið/Júlíus
hér á landi. Ég hef verið að reyna
að ímynda mér hvernig það er að
vera ljóðskáld á íslandi og setja
mig í þeirra spor — það er mjög
gaman. Ég gæti trúað að ef 10
bestu Ijóðskáld Bandaríkjanna
hættu einn daginn að yrkja væri
flestum sama, þar er að segja ef
þeir tækju eftir því. Ef aftur á
móti 10 bestu ljóðskáldin á íslandi
hættu, myndi það eflaust vekja
mikla athygli meðal almennings
og þykja alvarleg tíðindi."
Hvernig er þá að vera ljóðskáld
í Bandaríkjunum?
„Það er óhætt að segja að það er
mjög sérkennilegt að vera skáld
þar. Þar virðist mér sú hætta sí-
fellt vera fyrir hendi að ljóðin séu
ekki lesin nema af öðrum ljóð-
skáldum. Fjöldinn í Bandaríkjun-
um er upptekinn af öðrum miðlum
og hefur ekki tíma fyrir skáld-
skap. Þó svo að þessi hætta sé
fyrir hendi og leiti oft á hugann,
þá er staðreyndin sú að við okkur
er yfirleitt mjög vel tekið á ferða-
lögum okkar í Bandaríkjunum þar
sem við lesum upp.
Slíkt afskiptaleysi sem við
búum við veitir okkur visst frelsi,
því það eru ekki gerðar neinar
kröfur til okkur né er reynt að
ritstýra okkur.
Þetta hefur ekki breytt afstöðu
minni til lesandans, ég skrifa ekki
fyrir ákveðinn hóp eða sérstaklega
fyrir önnur skáld.
Tæknin og allir þessir nýju
miðlar geta ekki ýtt ljóðinu burt,
það hefur alltaf verið til staðar —
þvímenn hafa alltaf haft þörf
fyrir að skrifa."
Lítur þú á þig sem pólitískt
skáld?
„Öllum er frjálst að gagnrýna
það þjóðfélag sem þeir búa í og
það hef ég gert, en mér finnst ég
ekki vera pólitískur. Erlendum að-
ilum hefur þó fundist ég vera póli-
tískur og einu sinni birtist lof-
grein um mig í Sovétríkjunum
fyrir gagnrýnan tón gagnvart
Bandaríkjunum. Það er jákvætt
að vera gagnrýninn á það þjóðfé-
lag sem maður lifir í en ég lít alls
ekki á mig sem pólitískt skáld,
heldur vil ég vera frjáls og fá að
skipta um skoðanir, sýnist mér
svo.“
„Ljóðskáldið
hlýtur að vera
bjartsýnt“
segir David
Gascoyne
„EINSTAKLINGUK með penna og
blað sem yrkir, verður alltaf til,
hvort sem verk hans verða birt eða
ekki,“ sagði David Gascoyne, skáld,
við blm.Morgunblaðsins.
Gascoyne á að baki langan og
merkan rithöfundarferil sem
hófst þegar hann gaf út sína
fyrstu ljóðabók árið 1932 „Roman
Balcony" aðeins 16 ára. Auk
skáldskapar hefur hann gefið út
fjölda þýðinga og ritgerða. Lífs-
ferill Gascoynes er ekki síður
merkilegur en höfundarferill
hans. Hann kynntist ungur súr-
realistum í París þar á meðal
Salvador Dali og stóð hann fyrir
alþjóðlegri sýningu súrealista árið
1936. Gascoyne lét ekki þar við
sitja það árið heldur gekk til liðs
við lýðveldissinna á Spáni og
starfaði í Barcelona við kynningar
og áróðursstarf. Hann hefur dval-
ið langdvölum í París, en er nú
búsettur í Suður-Englandi
Þegar blm. Morgunblaðsins
hitti hann að máli var tími hans á
þrotum og ekki hægt að spyrja
hann um hinn merkilega feril.
Heldur var einungis rætt um
stöðu ljóðsins í dag.
„Ljóðskáld núna standa á brún
einhvers sem þeir vita ekki hvað
er, kannski er það endir þessa
heims, guð forði okkur frá því, eða
það er endir einhvers sérstaks
tímabil. Ef til vill erum við að
færast nær því að vera sannar
mannverur. Upp frá þessu tíma-
Morgunblaðið/Bjarni
David Gascoyne, Ijódskáld.
bili kemur kannski eitthvað stórt
og mikið eða að það verður ekkert,
aðeins — tóm.
Tilgangur ljóðsins er að hug-
hreysta fólk og vekja hjá því vonir
um betra líf, hjálpa því að vera
bjartsýnt. Ég er ekki að segja að
lífið sé dans á rósum, ég hef geng-
ið í gegnum erfið tímabil og mætt
skugga míns sjálfs. En ljóðskáldið
verður því að vera bjartsýnt, ef
það getur það ekki hvað hefur það
þá að segja, segja fólki að fremja
sjálfsmorð? Vandamál margra
núna í hinum vestræna heimi er
trúleysi sem hefur í för með sér
vonleysi. Ljóðið getur vakið fólk
upp og aukið tiltrú á lífinu, því
það leitar djúpt eftir hinum innra
manni."
„Ljóðið er
hverju sam-
félagi nauðsyn“
Rætt viö írska ljóð-
skáldið Seamus Heaney
„Ég hef lesið töluvert af íslend-
ingasögunum, þó ég segi ekki að ég
hafi rannsakað þær sérstaklega, en
þær eru mjög heillandi," sagði írska
skáldið Seamus Heaney í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins. Hean-
ey er eitt fremsta Ijóðskáld íra í dag
og hefur hann gefið út fjölda Ijóða-
bóka og unnið til verðlauna eins og
Eric Gregory Award 1%6 og Maug-
ham-verðlaunin. Hann er búsettur á
írlandi en kennir hluta úr ári við
Harvard-háskólann.
„Island er mjög heillandi bæði
landslagið og menningin sem virð-
ist ekki klædd dulargervi. Sú
mynd sem maður hefur af landinu
Mornunblaðið/Árni Sæberx
Seamus Heaney
í huganum er sú að hér búi vel
upplýst, sjálfstæð, bændaalþýða í
landi sem er dökkt og óspillt. Ég
held að þetta sé að mörgu leyti
mjög rétt mynd af landi og þjóð.
Við fórum í ferðalag í vikunni út á
land og þá fannst mér eins og
hluti af mér hefði verið hér áður,
enda er landslagið hér á landi að
mörgu leyti mjög líkt því sem er á
Vestur-írlandi. írar hafa glatað
tungumálinu og með því féll
margt í gleymsku, íslendingar
hafa hins vegar haldið tungumál-
inu, og muna fortíðina, sem hefur
ekki spillst þrátt fyrir kynni af
umheiminum.
Það hefur mikill þróttur farið í
það á írlandi að endurreisa írska
menningu, sem er í nánu sam-
bandi við tungumálið. Sem skáld
skrifa ég ekki sérstaklega fyrir
íra, frekar en aðra, og ég held ekki
að ljóðskáldið hugsi mikið um
fyrir hverja það skrifar — hins
vegar skrifa ég út frá írskum
grunni. Ég skrifa á ensku því þó
svo að írska sé þjóðtunga mín er
enskan móðurmálið. Okkar hefnd
•við yfirráðum Englendinga er að
ráðast til atlögu við enskuna og
auka við hana með okkar skrifum,
eins og til dæmis Joyes gerði.
— Hvað með stöðu Ijóðsins í
dag?
„Það hefur alltaf verið staður
fyrir ljóðið, og ég held að það sé
nauðsynlegt hverju samfélagi, það
sér maður best í þjóðfélögum eins
og Austur-Evrópu og öllum litlum
samfélögum. Staða ljóðsins hefur
auðvitað breyst — allt hefur
breyst. Hins vegar held ég að það
hafi ekki breyst eins mikið og
margir vilja vera láta. Sú hugm-
ynd að ljóðskáld fyrr á öldum hafi
haft fjölda áheyrenda og allir hafi
þekkt þau og verk þeirra er ekki
rétt, heldur draumur."
«
Mannvistarleifar finn-
ast að Gelti í Grímsnesi
Steinninn sem Guðlaug fann í uppgreftri skemmunnar.
Selfossi, 7. september.
í SIÐUSTU viku komu í Ijjós hjá
bænum Gelti í Grímsnesi minjar sem
margt bendir til að geti verið frá
löngu liðnum tíma, jafnvel margra
alda gamlar.
Minjar þessar komu í ljós þegar
grafið var fyrir frárennslislögnum
rétt við íbúðarhúsið að Gelti. í
skurðinum mátti greinilega sjá
þykkt lag sem var blanda af ösku
o.fl. ekki ólíkt gólfskán í bæjar-
húsum fyrri alda. Einnig var þar
þykkt lag af ösku sem Elínborg
Brynjólfsdóttir að Gelti sagði ekki
ósvipað þeirri ösku sem borin var
úr húsum á öldinni sem leið. Einn-
ig komu í ljós steinar sem benda
til þess að þarna hafi verið ein-
hvers konar hús. Á einum stað í
skurðveggnum má greina leggjar-
brot.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
íbúar að Gelti telja sig hafa fundið
mannvistarleifar. Fyrir 5—6 árum
var grafið fyrir skemmu sem
stercdur rétt við skurðinn sem
grafinn var í síðustu viku. Þá
sagðist Elínborg Brynjólfsdóttir
hafa athugað stálið í veggjum
gryfjunnar og telur sig hafa fundið
merki um mannvistarleifar undir
mörgum vikurlögum sem greini-
lega voru eftir gos. í uppgreftri
skemmunnar fann Elínborg sér-
kennilega tilhöggvinn stein sem
hún varðveitti ásamt sýnum af því
sem hún fann þegar hún rótaði
lítillega í moldinni, eru það viðar-
kol, viðarbútur og sérkennilegur
rauður leir sem hún sagði að hefði
verið í um 5 sm þykku lagi. Leirinn
var mjúkur eins og smjör en
harðnaði þegar hann hafði staðið
nokkra stund undir beru lofti.
Elínborg, sem fæddist 1919 að
Gelti og er uppalin þar, segir þess-
ar leifar hafa verið á mun meira
dýpi en núverandi yfirborð jarð-
vegsins í kringum bæinn bendir
til, því þegar grafið var fyrir íbúð-
arhúsinu hafi jarðveginum verið
ýtt til. Taldi hún rústirnar sem
komu fram í frárennslisskurðinum
vera á um 3ja m dýpi miðað við
upprunalegt yfirborð. Hún sagði
rústirnar ennfremur liggja þvert
á stefnu gömlu bæjarhúsanna sem
hún fæddist í og stóðu nokkru
Úr skurðinum þar sem leifarnar
fundust. Gólfskánin er I sömu hæð
og skóflublaðið, fjær má sjá leifar
af hleðslu.
sunnar og vestar.
Göltur í Grímsnesi er talin vera
gömul landnámsjörð og líklega
byggða af sömu mönnum og
byggðu Öndverðarnes. Elínborg
kvaðst hafa haft samband við
Þjóðminjasafnið en þaðan hefðu
ekki komið nein viðbrögð í þá átt
að rannsaka þennan fund þeirra.
Sig. Jons.
Ferjur frá Grundartanga
í stað Akraborgarinnar?
w r i ■ 1 • n xl • w 1 •• a •«
Járnblendifélagið kannar möguleika
ferjusamgangna á Hvalfirði
Landleiðin styttist um 50 km
Á VEGUM íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga er unnið að athugun
á ferjusamgöngum yfir Hvalfjörð. Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri Járn-
blendifélagsins sagði að góðu þjónustustigi ætti að vera hægt að halda uppi
með tveimur ferjum og taldi að rekstur þeirra yrði hagkvæmur. Hann taldi
rétt að útgerðarfélagi Akraborgar yrði gefínn kostur á að reka ferjurnar því
rekstri Akraborgar yrði sjálfhætt með tilkomu þeirra.
Stjórn Járnblendifélagsins fól
okkur að skoða möguleika á að
koma ferjusamgöngum hér yfir
Hvalfjörð. Við erum að vinna að
áætlun um þetta og verður hún
lögð fyrir stjórn fyrirtækisins á
stjórnarfundi í nóvember þar sem
ákvörðun verður tekin um fram-
haldið," sagði Jón Sigurðsson,
þegar rætt var við hann um ferju-
hugmyndina í vikunni. Jón sagði
að unnið væri að athugun á kostn-
aði við mannvirki báðum megin
fjarðarins og möguleikum á kaup-
um á notuðum ferjum eða nýjum.
Frá Grundartanga eru 2 km yfir
á Eyri (Hvaleyri) í Kjós. Markað-
urinn er á fjórða hundrað þúsund
„bíleiningar" á ári, en það er sú
umferð sem fer fyrir Hvalfjörð og
með Akraborginni. „Bíleining"
samsvarar einum fólksbíl, en
stærri bílar eru metnir sem fleiri
en ein bíleining. Akstursleiðin um
Hvalfjörð styttist um 50 km með
tilkomu ferju á milli Grundar-
tanga og Eyrar, fyrir þá sem koma
að norðan og vestan en gert er ráð
fyrir að það taki 10 mínútur að
komast yfir með ferjunni auk ein-
hvers tíma við lestun og losun.
„Fram til þessa hef ég ekki getað
séð annað en að þetta geti orðið
gott fyrirtæki," sagði Jón þegar
hann var spurður um hagkvæmni
rekstrarins. Hann sagði að gert
væri ráð fyrir að fargjald fyrir
bílinn samsvaraði bensínkostnaði
Frá Grundartanga
við að aka fyrir Hvalfjörð en
hagkvæmnin væri það mikil fyrir
bíleigjendur að það mætti þess
vegna kosta meira. Hann sagðist
telja eðlilegt að Skallagrímur hf.,
útgerðarfélag Akraborgar, tæki
reksturinn að sér því ekki væri
ætlunin að Járnblendifélagið færi
sjálft út í þennan rekstur. Hann
taldi sjálfgert að rekstri Akra-
borgarinnar yrði hætt um leið og
ferja kæmi á Hvalfjörð þar sem
mikið tap væri á þeim rekstri á
hverju ári og ekkert vit í að halda
honum áfram.
En af hverju er stjórn Járn-
blendifélagsins að vasast í þessum
málum? Jón svaraði því þannig;
„Fyrst og fremst af því að í því
er fólgið verðmæti fyrir verk-
smiðjuna. Við færumst nær
Reykjavíkursvæðinu, landleiðin
þangað styttist um meira en 50
km og við verðum þar með orðnir
hluti af þjónustu- og vinnumark-
aði höfuðborgarsvæðisins, með
sama hætti og Suðurnes til dæm-
is.“