Morgunblaðið - 13.09.1985, Side 37

Morgunblaðið - 13.09.1985, Side 37
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985 37 Oheilladagur að mun teljast afar eðlilegt, að langa mest til þess þegar vaknað er á morgnana að leggjast fyrir aftur, breiða sæng yfir haus og halda áfram að sofa. Brauð- stritandi fólki þykir þetta þó heldur óskynsamlegt því „ævi- tíminn eyðist unnið skyldi langt- um rneir", eins og skáldið sagði. Því er þó þannig farið með suma daga að þeir eru verri en aðrir dagar, allt gengur á aftur- fótunum og menn hugsa með sér þegar kvölda tekur að betra hefði verið að þjóna lundinni þann morguninn og liggja áfram. I dag er einmitt sá dagur sem verst þykir til þess fallinn að taka sér eitthvað fyrir hendur. Það er nefnilega föstudagur og hann ber uppá 13. dag mánaðarins. Sú hjátrú er þekkt um alla Evrópu að föstudagurinn þrett- ándi sé mestur óhappadagur sem til er. Aldrei skyldu menn byrja verk á þeim degi og fara að öllu með mikilli varúð. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig trú þessi er tilkomin, en hún mun vera pápisk, föstudagurinn er alltaf settur í samband við krossfestinguna og talan 13 táknar Júdas. Hingað til lands hefur hún því væntanlega borist með kristninni. Það bland- ast svo inní hjátrúna að seinni hluti vikunnar hefur alltaf þótt verri til þess að hefja verk en fyrri hlutinn. En hvað um það, menn ættu að minnsta kosti að hugsa sig tvisvar um, áður en þeir hella sér útí önn dagsins. Hún kyssti þrjótinn Diana Ross er söngkona sem flestir kannast við. Hún hefur ekki farið á mörg tónleikaferðalög síðustu ár, en er nú á leið til Bretlands og þarlendir mega vart vatni halda af spenningi og hrifningu. Diana þessi ku ekki deyja ráðalaus þegar hættu ber að höndum. Til dæmis ruddist einhverntíma óður maður með hníf í lúkunum uppá svið þar sem hún var að syngja og ætlaði að ráða hana af dögum. Með því að kyssa þrjótinn blíðlega á vangann gerði hún hann svo dolfallinn að hann var leiddur gapandi út af sviðinu án nokkurra málalenginga. COSPER C PIB - - Dóttir min ætlar aó fara að gifta sig og maðurinn minn vill að hún fái íbúðina hér fyrir ofan. ARNOLD -L Nýtt fyrirtœki á traustum grunni o> LANDSSMIÐJAN HF. ■V SÍMI91-20680 Viltu losna við bakverkinn og eymslin í hálsinum? Pá skaltu reyna heilsudýnu og -kodda frá Bay Jacobsen, viðurkennda frainleiðslu sem skilar ótrúlegum árangri. Dýnan sér um að dreifa þunga líkamans í svefninum, þannig að blóðstreymi haldist jafnt um allan skrokkinn, hún heldurgóðum hita á bakinu og hefur notaleg nuddáhrif á vöðvana. Ummál: 70/80/90x190 cm. Þykkt: Aðeins 3 cm og því leggst hún ofan á dýnu sem fyrir er. Þyngd: 1,9 kg. Verð: 3.600.- kr. r' Vinsamlegast sendið mér □ .....stk. heilsudýnu, breidd □ .....stk. kodda á kr. 1.390,- Nafn: Koddinn tryggir höfðinu og hálsinum rétta hvíldarstöðu og réttur þéttleiki ásamt góðum hita gerir það að verkum að þú vaknar með slaka háls- og axlarvöðva eftir góðan nætursvefn. Ummál: 45x55 cm. Þykkt: 9-11 cm. Verð: 1.390,- kr. —‘tPr . cm x 190, á kr. 3.600 Simanr. Heimili: Póstnr.: Svcitarfél. Klippið seðilinn út og sendið með pósti til: Blistoð Pósthólf 192 230 Keflavfk V__________________________________________________________/ Hvernig vœri að slá til strax í dag og senda okkur útfylltan pöntunarseðilinn og við sendum þér vöruna um hæl ípóstkröfu. 14 daga skilafrestur. DREIFING A iSLANDf BUSTOÐ Sími: 923377 230 Keflavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.