Morgunblaðið - 13.09.1985, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985
ntumrn
© 1985 Umversal Press Syndicate
7-4
t/ Mér finnst hann m'iklu unglegri,
síBdn hann lilabi á. Scr hofubið."
HÖGNI HREKKVÍSI
*,pA£> ERV HÓ FLEIRI,E>EM UlNNfer GOTT
AÐ F'A S£R BITA UM M\E>UAZTT\£>! "
Staðsetning starfsemi
Verndar skiptir máli
Skúli Ólatsson skrifar:
Vernd getur með nokkru stolti
sýnt fram á árangur af starfi sínu,
sem sést best af því, að fyrrver-
andi fangar hafa ekki verið áreitt-
ir á þeim tveimur stöðum sem
Vernd hefur haft til umráða.
Þrátt fyrir takmörkuð fjárráð
eða kannski vegna þessara tak-
mörkuðu fjárráða, hefur ekki ver-
ið ráðist í neinar of stórar fram-
kvæmdir og ekki hafa risið upp
neinar stórar stofnanir, sem gætu
orðið óviðráðanlegar og til vand-
ræða fyrir þá sem reynt er að lið-
sinna.
Staðsetning þess húsnæðis sem
Vernd á nú á ef til vill ekki hvað
minnstan hlut i þeim árangri sem
Vernd hefur náð. Húsnæði nálægt
miðborginni virðist heppilegra en
til dæmis húsnæði í íbúðarhverfi.
Nú hefur Vernd fest kaup á húsi á
Teigunum og er þar áætlað að
hýsa 30 manns. Þarna yrði áber-
andi stofnun sem Vernd og
skjólstæðingar Verndar ættu ekki
auðvelt með að stjórna.
Arfur ungu
kynslóðarinnar
Ólafur Á. Kristjánsson skrifar:
Meðal annars sem ég er ekki
sáttur við í fari ungu kynsióðar-
innar er þetta endurtekna kvak
um að þess bíði senn arfur sem eru
erlendar skuldir sem foreldrar
þeirra hafa tekið og haldið illa á.
Ekki ætla ég að verja óhóflegar
lántökur vegna þess að þær hefðu
eflaust getað orðið nokkrum millj-
örðum færri og án þess að at-
hafnalífið hefði beðið tjón af. Það
hefði bara þurft að stjórna af
meiri festu.
Ef rétt er að íslendingar séu
með ríkustu þjóðum heims, sé
miðað við höfðatöluna, hlýtur
eitthvað að koma til móts við
skuldirnar og jafnframt koma í
hlut hins unga fólks.
í Morgunblaðinu 4. september
síðastliðinn er birt ræða nýkjörins
formanns Sambands ungra
sjálfstæðismanna, sem hann hélt
á nýafstöðnu landsþingi þeirra.
Yfirskrift ræðu hans í Morgun-
blaðinu var svohljóðandi: „For-
eldrar okkar lifa um efni fram og
við þurfum að borga."
Meðal þess sem haft er eftir
formanninum nýkjörna er: „Mik-
ilvægasta verkefni okkar ungra
sjálfstæðismanna fyrir kynslóð
okkar er að tryggja að hún fái
eitthvað annað í arf en skatta og
skuldir." Þvílík speki sem nýkjör-
inn formaður og hagfræðingur að
auki hefur upp á að bjóða.
Hér með er spurt hverjum ætlar
formaðurinn að afhenda eftirtald-
ar eignir foreldra, sem smátt og
smátt falla frá, ef ekki börnum
þeirra og aðstandendum: Öll íbúð-
arhús í landinu yfirfull af hús-
gögnum og húsmunum, allar raf-
orkuvirkjanir, hitaveitur, vegi,
Kona úr Garðabæ skrifar:
Á þriðjudaginn birtist grein í
Velvakanda þar sem varað er við
Flokki mannsins. Langar mig að
taka undir það sem stendur í
þeirri grein.
Þessir krakkar, sem eru í sam-
tökum, eru út um allt og maður er
ekki einu sinni hultur fyrir þeim
úti á götu. Þau ganga að manni og
vilja ræða við mann um þjóðmálin
þannig að varla er hægt að komast
undan þeim.
Fyrir einu ári eða svo stóðu þau
fyrir undirskriftasöfnun í sam-
bandi við atvinnuleysi og gengu á
fólk og spurðu hvort það væri ekki
á móti atvinnuleysi. Auðvitað
vilja allir aö sem flestir hafi vinnu
en að standa að undirskriftasöfn-
un með þeim hætti sem þessi
Flokkur mannsins gerði, er með
öllu óhæft. Það var meira að segja
ráðist á krakka sem voru að fara í
allan skipastólinn, fiskiðjuver og
verksmiðjur, vinnuvélar, bíla,
hafnir, skólabyggingar, samkomu-
hús, landsímann, listaverk úti og
inni og svona má endalaust telja.
Ég hefði nú haldið að að
minnsta kosti drjúgur hlutir með-
lima Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna hlotnaðist meira í arf frá
foreldrum sínum látnum en bara
skuldir.
Þetta unga fólk ætti að beina
athygli sinni að fyrstu áratugum
þessarar aldar og athuga hvernig
þá var umhorfs í efnahagsmálum
landsins. Afar og ömmur þessa
fólks ætti hæglega að geta frætt
það um ástandið sem þá ríkti og
hversu mikinn arf það mátti búast
við að fá frá kynslóðinni sem þá
var að skilja við sitt lífsstarf.
Þá voru engar erlendar skuldir
og heldur engar eignir. Flestir
bjuggu í óupplýstum moldarkof-
um likt og fénaðurinn og fólkið
svalt, því ekki var til nóg að borða.
Landbúnaðarverkfæri þessa
tíma voru páll og reka, orf og
hrífa, og hestar til aðdráttar og
ferðalaga í vegalausu landi þar
sem engar brýr höfðu heldur verið
lagðar yfir fljót.
Sömu sögu má segja um sjávar-
útveginn sem var lítið annað en
handfæraveiðar á smábátum og
vélarlausum seglskipum. Þá voru
húsakynni ekki upp á marga fiska.
Þetta var arfur aldamótafólksins.
Það þjóðfélag sem við lifum við
i dag er arfur sem fyrri kynslóðir
þessarar aldar hafa látið okkur í
té og þakklætið er ekki meira en
svo að þunga fólkið bölsótast yfir
því að öllum þessum gæðum skuli
fylgja nokkrir ógreiddir reikn-
ingar.
bíó og ekkert vit höfðu á stjórn-
málum.
Upphaflega er þessi flokkur
sprottinn upp úr félagsskap sem
nefndist Samhygð og var einhvers
konar mannræktarfélagsskapur
hefur mér skilist. Mér var sagt að
sá félagsskapur hefði verið lagður
niður og þessi Flokkur mannsins
stofnaður í staðinn. Samhygð var
upphaflega félagsskapur sem átti
að vera ópólitískur og óháður öll-
um trúarbrögðum. Síðan var nátt-
úrulega þessi flokkur stofnaður og
um leið allir þeir sem i Samhygð
voru, voru narraðir til að taka
þátt í þessum Flokki mannsins.
Það er mín meining að þarna á
bak við búi meira en eitthvað lítið
gruggugt enda hefur það komið á
daginn að þessi félagskapur er
angi af alþjóðlegri hreyfingu.
Með þökk fyrir birtinguna.
Nýi miðbærinn og væntanleg
nýbygging í Skuggahverfinu, þar
sem reiknað er með þéttri byggð,
eru eflaust ákjósanlegir staðir
fyrir starfsemi Verndar í svipuð-
um einingum og nú er og vel hefur
reynst.
Þessir hringdu ..
N iðurgreiðslurnar
hafa ekki verið
styrkur til bænda
Andrés Sighvatsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
í sambandi við það sem stendur
í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs-
ins þann 25.8. síðastliðinn um ~
niðurgreiðslur, væri æskilegt að
fólk gerði sér grein fyrir að hinar
svonefndu niðurgreiðsiur á land-
búnaðarafurðum fyrir innlendan
markað hafa aldrei verið styrkur
til bænda. Þær hafa miklu fremur
verið eitt af tækjum stjórnvalda,
eða styrkur þeirra til neytenda á
hverjum tíma til þess að auðvelda
þeim að halda kaupgjaldi og verð-
bólgu í skefjum. Þannig hefur
einnig verið komið til móts við þá
sem lægstlaunaðir eru.
Auðvitað eiga bændur að fá
raunverð fyrir sína mikilvægu
framleiðsluvöru eins og aðrir
framleiðendur. Fólk á heldur ekki
að fá svo lágt kaup að það geti
ekki keypt þessa nauðsynlegu og
hollu vöru á réttu verði.
Þakkir fyrir góða
þjónustu í hljóm-
plötuverslun
í Glæsibæ
E.F. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja:
Þannig er mál með vexti að ég
keypti plötu fyrir mánuði og sendi
hana til vinafólks míns í útlönd-
um. Plötuna keypti ég í hljóm-
plötuverslun í Glæsibæ. Þegar
platan komst hins vegar til við-
takanda kom í ljós að hún var
skemmd. Var hljómplatan endur-
send og fór ég þá með hana í versl-
unina til að fá henni skipt og var
það gert góðfúslega.
Langar mig núna að koma á
framfæri þakklæti mínu til af-
greiðslustúlkunnar í hljómplötu-
versluninni í Glæsibæ því hún var
virkilega almennileg.
Eitthvað gruggugt býr
að baki Flokki mannsins