Morgunblaðið - 19.09.1985, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 19.09.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 3 Sihanouk tók lagið í veislu Ragnhildar NORODOM Sihanouk, prins frá Kambódíu, sem hélt af landi brott árdegis í gær, sýndi það meðan á dvöl hans hér stóð að honum er fleira til lista lagt, en sinna leið- ahlutverki í stjórnmálum. lok veislu, sem Ragnhildur Helgadóttir, starfandi utanrík- isráðherra, hélt honum í Ráð- herrabústaðnum í Reykjavík á mánudagskvöld, kvaddi prins- inn sér hljóðs og söng óvænt þrjú lög. Eitt þeirra var kamb- ódískt, en tvö eftir Frakkann Yves Montand. Segja viðstaddir gestir, að söngrödd prinsins hafi verið ágæt og var þessu fram- taki hans ákaflega vel tekið. Sihanouk er mikill tónlistar- unnandi og hefur sjálfur samið nokkur tónverk og leikið á hljóðfæri. Hann leikur m.a. á saxófón og á meðan kóngurinn í1 Thailandi sat á valdastóli tóku þeir Sihanouk stundum saman nokkur jazzlög. Sihanouk prins, sem er tæp- lega 63 ára gamall og varð kon- ungur í Kambódíu 19 ára að aldri, hefur ennfremur haft gerð kvikmynda með höndum. Ein þeirra er byggð á sögunni um Litla prinsinn. Jafnframt hefur hann sent frá sér skáldsögur, en engum sögum fer af viðtökum gagnrýnenda við allri þessari menningarviðleitni hans. Norodom Sihanouk prins. VUlti tryllti Vim: Ungur piltur kærir dyra- vörð fyrir líkamsárás FJÓRTÁN ára piltur hefur kært dyravörð unglingaskemmtistaðarins Villta tryllta Villa fyrir líkamsárás, sem átti sér stað, að sögn piltsins, eftir miðnætti á föstudagkvöldið. Svo virðist sem komið hafi til átaka milli piltsins og dyravarðar, sem lyktaði með því að pilturinn handleggsbrotnaði. Rannsóknar- lögregla ríkisins vinnur að rann- sókn málsins. Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Patrekur dreginn til hafnar Fimmtudaginn í síðustu viku fékk Patrekur BA trollið í skrúfuna á rækjumiðunum á Dohrn-banka. Veður var af norð-austri, 8 vindstig, og rak bátinn hratt í áttina að stórum ísjaka. Eldborg HF 13 var nærstödd og kom hún strax til hjálpar og dró Patrek frá jakanum. Síðan var settur togvír á milli skipanna og dró Eldborgin Patrek til Patreksfjarðar. Gekk ferðin vel. Skipstjóri á Eldborgu er Bjarni Gunnarsson. LEIÐTIL AF ÐGN SINNI Hefurðu hugleitt að til eru fleiri en ein leið til þess að lifa af eign sinni. Spariskírteini rfldssjóðs er ein leiðin - örugg og auðveld. T.d. spariskírteini með vaxtamiðum, sem færa þér mjög góða ávöxtun greidda á 6 mánaða fresti og höfuðstóllinn stendur óskertur og verðtryggður eftir og heldur áfram að ávaxtast. AUÐVELDARI OG ÖRUGGARI LEIÐ ER VARLA HL. Sölustaðir eru: Seðlabanki íslands, viðskiptabankarnir, sparisjóðir, nokkrir verðbréfasalar og pósthús um land allt. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.