Morgunblaðið - 19.09.1985, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985
3
Sihanouk tók lagið
í veislu Ragnhildar
NORODOM Sihanouk, prins frá
Kambódíu, sem hélt af landi brott
árdegis í gær, sýndi það meðan á
dvöl hans hér stóð að honum er
fleira til lista lagt, en sinna leið-
ahlutverki í stjórnmálum.
lok veislu, sem Ragnhildur
Helgadóttir, starfandi utanrík-
isráðherra, hélt honum í Ráð-
herrabústaðnum í Reykjavík á
mánudagskvöld, kvaddi prins-
inn sér hljóðs og söng óvænt
þrjú lög. Eitt þeirra var kamb-
ódískt, en tvö eftir Frakkann
Yves Montand. Segja viðstaddir
gestir, að söngrödd prinsins hafi
verið ágæt og var þessu fram-
taki hans ákaflega vel tekið.
Sihanouk er mikill tónlistar-
unnandi og hefur sjálfur samið
nokkur tónverk og leikið á
hljóðfæri. Hann leikur m.a. á
saxófón og á meðan kóngurinn í1
Thailandi sat á valdastóli tóku
þeir Sihanouk stundum saman
nokkur jazzlög.
Sihanouk prins, sem er tæp-
lega 63 ára gamall og varð kon-
ungur í Kambódíu 19 ára að
aldri, hefur ennfremur haft gerð
kvikmynda með höndum. Ein
þeirra er byggð á sögunni um
Litla prinsinn. Jafnframt hefur
hann sent frá sér skáldsögur, en
engum sögum fer af viðtökum
gagnrýnenda við allri þessari
menningarviðleitni hans.
Norodom Sihanouk prins.
VUlti tryllti Vim:
Ungur piltur kærir dyra-
vörð fyrir líkamsárás
FJÓRTÁN ára piltur hefur kært
dyravörð unglingaskemmtistaðarins
Villta tryllta Villa fyrir líkamsárás,
sem átti sér stað, að sögn piltsins,
eftir miðnætti á föstudagkvöldið.
Svo virðist sem komið hafi til
átaka milli piltsins og dyravarðar,
sem lyktaði með því að pilturinn
handleggsbrotnaði. Rannsóknar-
lögregla ríkisins vinnur að rann-
sókn málsins.
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson
Patrekur dreginn til hafnar
Fimmtudaginn í síðustu viku fékk Patrekur BA trollið í skrúfuna á rækjumiðunum á Dohrn-banka.
Veður var af norð-austri, 8 vindstig, og rak bátinn hratt í áttina að stórum ísjaka. Eldborg HF 13 var
nærstödd og kom hún strax til hjálpar og dró Patrek frá jakanum. Síðan var settur togvír á milli
skipanna og dró Eldborgin Patrek til Patreksfjarðar. Gekk ferðin vel. Skipstjóri á Eldborgu er
Bjarni Gunnarsson.
LEIÐTIL
AF ÐGN SINNI
Hefurðu hugleitt að til eru fleiri en ein
leið til þess að lifa af eign sinni.
Spariskírteini rfldssjóðs er ein leiðin -
örugg og auðveld. T.d. spariskírteini
með vaxtamiðum, sem færa
þér mjög góða ávöxtun greidda
á 6 mánaða fresti og höfuðstóllinn
stendur óskertur og verðtryggður eftir
og heldur áfram að ávaxtast.
AUÐVELDARI OG ÖRUGGARI
LEIÐ ER VARLA HL.
Sölustaðir eru:
Seðlabanki íslands, viðskiptabankarnir, sparisjóðir,
nokkrir verðbréfasalar og pósthús um land allt.
RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS