Morgunblaðið - 19.09.1985, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.09.1985, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 17 hana en hún hefur vantrú á hjálp og skilningi bláókunnugr- ar manneskju. Lisa Alther hefur prýðilega hæfileika til að tjá sig i rituðu máli en það sem meira er hún dregur líka upp skýrar og mann- eskjulegar persónur og sýnir af- ar geðfelldan skilning á flóknu mannlegu eðli. Þetta er þó ekki torlesin bók, hún er heldur ekki bók sem ræð- ur neinum úrslitum en hún er vel þess virði að vera lesin. Heinrich Harrer: Return to Tibet Útg. Penguin 1985 Harrer er höfundur frægrar bókar, Sjö ár í Tíbet, sem kom út fyrir æði löngu. Þar sagði frá því er hann var búsettur i Tibet en flúði um það bil er Kínverjar hertóku landið. Síðan hefur Tíb- et verið lokað land, það er kunn- ara en frá þurfi að segja. Þar til nú allra síðustu árin, að Kinverj- ar eru farnir að leyfa ferða- mönnum að fara þangað, i fyrstu undir strangri leiðsögn en smám saman hefur með breyttum starfsháttum í Peking verið lin- að á tökunum gagnvart Tíbet. Og þá kemur í ljós að þrátt fyrir allt hefur Tíbet haldið sinu og þjóðin hefur aldrei ánetjast kommún- isma, nema síður sé. Heinrich Harrer fékk leyfi til að fara um stund aftur til Tíbet fyrir þremur árum og eftir þá för er bókin skrifuð. Hún er skrifuð af yfirgripsmikilli þekk- ingu á fortíð lands og þjóðarinn- ar sem það byggir og skilningi á þjóðarsálinni. I bókinni víkur Harrer sér til í timanum, rifjar upp fyrri veru sína og fléttar mjög svo smekklega saman við það sem hann upplifir i ferðinni þrjátiu árum síðar. Tíbet er i margra hugum sveipað dul og kannski ekki að ósekju. Óhætt er að fullyrða að bók Harrers hjálpar lesanda til að öðlast bæði töluverðan skiln- ing og nokkra þekkingu á þeirri furðuveröld sem Tíbet er. Elmore Leonard: The Hunted Útg. Penguin 1985 Rosen hefur búið i ísrael i nokkur ár. Einkum og sér i lagi heldur hann til i svitu á Hóteli Davíðs konungs i Jerúsalem en bregður sér bæjarleiðir stund- um, lendir í upphafi bókarinnar á kvennafari sem væri i sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Nema vegna þess að eldur kemur upp í hótelinu þar sem hann og stúlkan Edie eru að eiga stund og hann sveipar utan um hana jakkanum sínum eins og sæmir sjentilmenni. En i jakkanum var vegnabréfið hans og Rosen miss- ir sjónar á stúlkunni. Og þar sem einhverjir virðast sækjast eftir lífi hans og sitja um hann fer þetta allt að verða flókið. Ein- hverra hluta vegna fær hann mánaðarlega háar dollara- greiðslur, en hann getur ekki komist á braut nema fá vega- bréfið sit og allt rekst þetta hvað á annars horn. Vera Rosens í ísrael er framan af bókinni óútskýrð og þótt hún sé síðar skýrð er sú skýring varla fullnægjandi. Fullmargar persónur og fullmikil yfirborðs- mennska og slitróttur þráður á stundum. Einhverjir segja á kápu að þetta sé bezti reyfari sem hafi verið gefinn út i Banda- ríkjunum i háa herrans tið. Það eru sennilega útgefendur bókar- innar. Mary Higgins Clark: Stillwatch Fontana 1985 Mary Higgins Clark er banda- rískur höfundur sem hefur skrif- að nokkra ágæta reyfara sem ýmsir munu kannast við, svo sem Where Are the Children?, The Cradle Will Fall og A Stranger Is Watching. Rétt eins og siðastnefnda bókin fjallar Stillwatch að verulegu leyti um fólk undir eftiriiti vegna synda fortíðarinnar, en það efni virðist höfundinum afar hugleikið. Og hún meðhöndlar það líka aldeilis meistaralega. Bókin hefst á því að fræg sjón- varpskona, Pat Traymore, kem- ur til Washington til þess að gera þátt um öldungadeildar- þingmannin Abigail Jennings sem líkur eru á að verði útnefnd fyrsta konan í embætti varafor- seta. Abigail er afskaplega vel metin og virt en litið er vitað um fortið hennar, og þegar Pat fer að kanna málið kemur vitaskuld sitthvað óvænt í ljós. En þetta er ekki nema einn þráður þess flókna vefs sem Mary Higgins Clark spinnur i sögu sinni. Pat er jafnframt að kanna eigin upp- runa. Þegar hún var þriggja ára gömul gerðust hræðilegir at- burðir i húsi foreldra hennar i Washington. Faðir hennar, ung- ur og efnilegur fulltrúadeildar- þingmaður, drap móður hennar i æðiskasti, misþyrmdi dóttur sinni hrottalega og framdi siðan sjálfsmorð. Eða hvað? Pat er ákveðin i að komast að hinu sanna og til þess að lappa upp á takmarkað minni sitt flyst hún inn í húsið þar sem foreldrar hennar bjuggu og þessir voveif- legu atburðir gerðust. En þar er fylgst með henni... Skemmst er frá þvi að segja að höfundi tekst bráðvel að vefa þessa tvo (eða öllu heldur þrjá) þræði saman og þó lesandi hafi sifellt á tilfinningunni að þeir muni einhvers staðar liggja saman er Higgins Clark yfirleitt skrefi á undan. Persónusköpun er líka töluvert vandaðri en ger- ist og gengur i reyfurum af þessu tagi. Það er gömul lumma þegar spennusögum er hrósað að erfitt sé að leggja þær frá sér fyrr en á síðustu blaðsíðu. En Stillwatch stendur fyllilega und- ir siíkum ummælum. Hverni # lístþérá? EHthandfiang íslaðþriggja Þennan stól prýöa allir kostir sem prýtt hafa skrifstofu- stólana okkar til þessa og aö auki er hann einfaldari í stillingu. í staö þriggja handfanga áöur stillir þú bak stólsins, setu og hæö hans meö einu handfangi. Hannaöur j samvinnu viö sjúkraþjálfara. Okkar stolt íslensk framleiðsla. STAL!ÐJANhf SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.