Morgunblaðið - 19.09.1985, Page 19

Morgunblaðið - 19.09.1985, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 19 Algjört Kvikmyndir Snæbjörn Valdimarsson HÁSKÓLABÍÓ: BESTA VÖRNIN (BESTT DEFENSE) ★ Leikstjóri: Willard Huyck. Handrit Huyck og Gloria Katz, byggt á skáldsögunni Easy and Hard Ways Out e. Robert Grossbach. Tónlist Patrick Williams. Aöalleikendur Dudley Moore, Eddie Murphy, Kate Capsbaw, George Dzundza, Helen Shaver. Bandari.sk, frá Paramount. Frumsýnd 1984. „Við viljum gera góðar myndir, skemmta fólki... “ Williard Huyck í viðtali í bókinni The New Hollywood, e. Axel Madsen. Thom- Dópog Disney- rónar Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson A Small Killing ★ ★ Leikstjóri Steven Hilliard Stern. Handrit byggt á skáldsögu Ric- hards Barth, The Rag Bag Clan. Aðalhlutverk Edward Asner, Jean Simmons, Sylvia Sidney, Andrew Prine, Pat O’Malley, Mary Jackson. Bandarísk sjónvarpsmynd, gerö 1981. Dreif- ing Regnboginn. 100 mín. Það sem öðru fremur vakti athygli mína á þeirri yfirlætis- lausu mynd, A Small Killing, var að Edward Asner fer með annað aðalhlutverkið, en þessi afbragðsskapgerðarleikari er alltof sjaldséður hérlendis. Annars lætur spólan lítið yfir sér og fær sjálfsagt að hvíla að mestu í friði. Hún hefur engan þann dýrðarljóma til að bera sem kitlar hégómagirnd hins almenna leigjanda. En A Small Killing á sinn sjarma, þó hann framkalli kannski ekki glýju i augun. Ed Asner leikur leynilögregluþjón sem vinnur í skuggahverfum LA, og dulklæðist sem róni til að komast betur inni mannlífið í umdæminu. Flækingskerling er myrt í hverfinu, að því er örugglega er talið af fíkniefna- sala. Málin þróast svo að Asner fær virðulega, miðaldra ekkju (Simmons) til að dulbúast sem flækingur, „plastpokafrú", og aðstoða sig við að fletta ofan af eiturlyfjasölunum, sem gjarn- an nota „frúrnar" til að annast dreifingu á efninu. Það er margt vel gert í A Small KiIIing og kærkomin breyting að söguhetjurnar eru manneskjur komnar vel af létt- asta skeiði, og verða meira að segja ástfangnar upp fyrir haus. Og Asner bregst ekki frefar en fyrri daginn, hress og atkvæðamikill sem róninn/lög- reglumaðurinn. Simmons fer með litlu minna hlutverk, en það er auðvelt að sjá í gegnum gervi hennar, það leggur ábyggilega enginn trúnað á hana sem „plastpokafrú“. Til j>ess er hún of fáguð í fasi og snyrtileg. Og það er fleira sem stingur í augun. Fyrst og fremst flækingslýður stórborg- arinnar sem lítur út fyrir að vera hið mesta sæmdarfólk með hjarta úr gulli. Svona eins og maður gæti ímyndað sér róna í Disney-mynd. Þessi ólík- indi gera það að verkum að úti- lokað er að taka A Samll Kill- ing alvarlega sem löggumynd, þrátt fyrir einkar hressilega frammistöðu Asners. Hins veg- ar er hún ljúfur rómans um samskipti tveggja roskinna einstaklinga sem uppgötva að þau eiga ennþá nægar heitar tilfinningar sem þau héldu út- kulnaðar. varnarleysi as Y. Crowell Co. N.Y. 1975. Svo er að sjá að þau Huyck og Katz séu haldin alvarlegu minnisleysi svo fjarri sem Besta vörnin er þessum ágætu framtíðarhugsjónum. f sem stystu máli segir myndin af mislukkuðum verkfræðingi (Dudley Moore), sem vinnur við að teikna búnað í hergögn. Eddie Murphy (í gestahlutverki) gerir hinsvegar tilraunir með ný vopn í sandauðnum Kuwait. Fyrirtæki það sem Moore vinn- ur hjá, er að hanna nýja gerð af gírókompás og gengur það allt á afturfótunum uns okkar manni berast í hendur frá verðandi njósnara fullkomnar teikningar af gripnum. Moore verður allt í einu hetja en fær jafnframt fljótlega á hæla sér óaldarlið eins og FBI, KGB... Þau Huyck og Katz voru borin á- höndum Hollywood-framleiðenda eftir að þau skrifuðu handrit Am- erican Graffiti. Þá tók við stórskell- urinn Lucky Lady, síöan hefur leiö- in legiö niður á við. Besta vörnin er einfaldlega léleg gamanmynd þó hún státi af prýð- isleikurum, sem í sjálfu sér standa sig ekki illa. En hugmyndin og út- færsla hennar, bæði hvað varðar leikstjórn og handrit er ófyndin, slöpp og ófrumleg, hvernig sem á er litið. Furðulegt að tveir af bestu karl-gamanleikurum á tjaldinu í dag taka þátt í lágkúrunni. Það er eitthvað meira en lltiö aö þegar tveir af bestu karhgamanleikurum hvíta tjaldsins fá engu bjargaö I BesU rörnia. HÚSNÆÐIS REIKNINGUR REGUJBUNDINN SPARNAÐUR MEÐ SKATTAFRÁDRÆTTI HÁRRI ÁVÖXTUN OG LÁNTÖKURÉm Landsbankinn býður nú nýja sparireikninga fyrir verðandi húsráðendur. Skattaf rádrá tt ur. Fjórðungur árlegs sparnaðar er frádráttarbær frá tekjuskatti. Reglubundinn sparnaður. Samið er um sparnaðarupphæð til eins árs í senn. Hún þarf að vera á bilinu 3 til 30 þúsund krónur ársfjórðungs- lega. Há ávöxtun. Ávallt er boðin besta ávöxtun sem Landsbankinn veitir á almennum innlánsformum. Innstæður eru verð- tryggðar og vextir þeir sömu og á 6 mánaða verðtryggð- um reikningum. Áuk þess er reiknuð vaxtaupphót ef ávöxtun annarra almennra innlánsforma reynist betri. Lántökuréttur. Lántökuréttur í lok 3ja til 10 ára sparnaðartíma er tvöfaldur til fjórfaldur sparnaðurinn. Hámark 400 þúsund til ein milljón krónur. Úttekt. Hægt er að taka út af Húsnæðisreikningi eftir 3 til 10 ár. Upplýsingabæklingur. Kynnið ykkur frekar þennan nýja sparireikning Landsbankans í upplýsinga - bæklingi sem liggur frammi í afgreiðslum bankans. LANDSBANK3NN (írxddur er tptmiur eyrtr HUSNÆÐIS REIKNINGUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.