Morgunblaðið - 19.09.1985, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985
34. sambandsþing ungmennafélags Islands
Ungmennafélag íslands
er fjöldahreyfing ungs fólks
í landinu, það fer ekki á
milli mála þegar lesin er
starfsskýrsla undangeng-
inna tveggja ára. Skýrslan
var lögð fram á 34. sam-
bandsþingi UMFÍ að Flúð-
um 6.-8. sept. sl. Þar
kemur m.a. fram að 213 fé-
lög er innan UMFÍ með
26.859 félagsmenn.
Iþróttaiðkendur eru
41.078 sem eru 49,08%
íþróttaiðkenda í landinu. í
stjórnar- og nefndarstörf-
um á vegum aðildarfélaga
taka þátt 4.139 einstakling-
ar. íþróttastarfsemin er
meginviðfangsefni hreyf-
ingarinnar einkum innan
hinna stærri félaga en í
minni sveitarfélögum eru
ungmennafélög oft burðar-
ásar félagsstarfs íbúanna
og starfsemin því fjöl-
breytt.
Morgunbl&ðid/Sig. Sigm.
Stjórn og varastjórn UMFÍ, talið fri vinstri: Guðmundur H. Sigurðsson, USAH, Diðrik Haraldsson, HSK, Sæmundur Runólfsson, USVS, Dóra Gunnars-
dóttir, UIA, Magndís Alexandersdóttir, HSH, Pálmi Gíslason formaður, UMSK, Þóroddur Jóhannsson, UMSE, Bergur Torfason, HVI, Þórir Jónsson,
UMSB, Björn Ágústsson, UÍA, og Arnór Benónýsson, HSK.
Starfsamt þing UMFÍ
ÞRÍTUGASTA og fjórða sambands-
þing Ungmennafélags íslands var
haldið að Flúðum í Hrunamanna-
hreppi dagana 6.—8. september.
Tæplega 70 fulltrúar frá 16 héraðs-
samböndum sóttu þingið auk stjórn-
armanna UMFÍ og nokkurra gesta.
Þingforsetar voru kjörnir þeir
Þóroddur Jóhannsson UMSE og
Þráinn Þorvaldsson HSK. Fram
kom í skýrslu formanns Pálma
Gíslasonar að starfsemi hreyfing-
arinnar hefur verið með blóma og
unnið hefur verið að hinum marg-
víslegu málum. Má þar nefna
kynningar og útbreiðslustarfsemi
m.a. með útgáfu Skinfaxa sem
hefur nú komið út í 75 ár. Erlend
samskipti hafa aukist, einkum eru
þau mikil við Norðurlöndin, gagn-
kvæmar heimsóknir hafa aukist,
einkum eru þau mikil við Norður-
löndin, gagnkvæmar heimsóknir
hafa aukist og rekstur sumarbúða
fyrir börn og unglinga hefur farið
vaxandi. Átak í skógrækt var gert
á árinu og plantað um 26 þúsund
trjáplöntum. UMFl gekkst fyrir
göngudegi fjölskyldunnar og var
þátttaka ágæt. Haldið var áfram
starfi undir kjörorðinu „Eflum
íslenskt". Auk íþróttastarfsins er
langstærsti þátturinn hjá öllum
félögum og samböndum innan
UMFÍ ferðalög, skemmtana og
samkomuhald svo og hverskonar
sýningar og kynningarfundir. Á
laugardeginum fóru þingfulltrúar
í skoðunarferðir að Þrastarlundi
og Þrastarskógi í Grímsnesi en þar
eiga samtökin 45 ha. land sem
Tryggvi Gunnarsson gaf árið 1911.
Hver maður gróðursetti eina trjá-
plöntu en alls voru gróðursettar
um 5 þús. plöntur í Þrastarskógi
á þessu ári. Kvöldvaka var haldin
fyrir þingfulltrúa f félagsheimil-
inu á Flúðum á laugardagskvöldið.
Meðal tillagna sem samþykktar
voru á þinginu var ákvörðun um
að eignast betra og stærra hús-
næði en húsakynni þau sem UMFÍ
á nú I Mjölnisholti 14 þar sem
skrifstofur samtakanna eru til
húsa eru orðin of lítil og ófullnægj-
andi. Þingið skoraði á fjölmiðla,
sérstaklega forráðamenn hljóð-
varps og sjónvarps, að stórauka
fræðslu um skaðsemi áfengis og
annarra vímuefna. Hvatt var til
áframhaldandi baráttu fyrir skóg-
rækt, áframhaldandi baráttu und-
ir kjörorðinu „Eflum íslenskt" og
lýsir UMFÍ sig reiðubúið að hefja
samstarf um þetta verkefni með
þeim aðilum sem hagsmuna hafa
að gæta og tilbúnir eru til sam-
starfs. Miklar umræður urðu um
næsta landsmót ungmennafélags-
ins sem fram á að fara á Húsavík
sumarið 1987. í spjalli við Pálma
Gíslason sem var einróma endur-
kjörinn formaður kom fram að
þetta hafa verið skemmtilegt og
starfsamt þing. Innan UMFI eru
nú 213 félög sem mynda 26 hér-
aðssambönd með samtals um
27.000 félagsmenn. Framkvæmd-
arstjóri er Sigurður Geirdal.
Sig. Sigm.
Frá 34. 8amband8þingi UMFÍ á Flúðum
Okkur hefur tekist aö fá fráteknar nokkrar íbúöir á eftirsóttum staö á Mallorka
fyrir fólk sem langar til aö eignast aöstööu undir suörænni sól.
Kjörin eru óvenjuleg. Hagstaeö lán og tryggöir sumarleigumöguleikar sem endur-
greiöa ibúöirnar ef fólk vill á ca. 15 sumrum, ef fólk vill nota þær sjálft aöeins
yfir vetrarmánuöina, þar sem appelsínuuppskera er í janúar.
Risasundfaug í fallegum útigaröi, upphituö innisundlaug, gufubaöstofa, heilsu-
ræktar- og endurhæfingarsalir, setustofur, veitingastaöir, kjörbúö o.fl.
Efnt veröur til ódýrrar fárra daga kynnisferöar seint í þessum mánuöi.
Sýnishorn af varöi íbúöa og kjörum. (Háö reglum ísl. gjaldeyriayfirvalda).
Verö Þaraflánaö til lOára Leigutekjur 5sumur Leigulekjur lOsumur Leigutekjur 15sumur
2. hæö 3. hæö 1.737 þ.kr. 1.775þ. kr. 625þ.kr. 625 þ. kr. 500 þ. kr. 500 þ. kr. 1.000 þ.kr. 1.000þ.kr. 1.500 þ.kr. 1.500 þ.kr.
f SAMTÖKIN
SCIARHUS
Garöastræti 17, 3. hæö, sími 11651, (skrifstofan opin
virka daga kl. 4—6 síöd. og aöra tíma eftir samkomu-
lagi).