Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 25 ríkja, og Spánn, Frakkland og Þýskaland hafa öll átt þar yfirráð. Lega landsins er mikilvæg frá hernaðariegu sjónarmiði og því margir haft augastað á því. Hol- lendingar urðu snemma miklir sæfarar og kaupmenn, og eiga marga landkönnuði innan sinna raða. Kotterdam, heimsins stærsta höfn Á 17. öldinni var Amsterdam stærsta vörumiðstöð í heimi, í dag fer meira vörumagn um Rotter- dam en nokkra aðra höfn í heimi. Velgengni hafnarinnar segja Hol- lendingar byggjast á því að þar sé alltaf laus polli fyrir hvert það skip sem inn í höfnina kemur, og öll afgreiðsla skipsins gengur því hratt fyrir sig. Höfnin er stærsta gámahöfn í Evrópu, og þar sem afgreiðsla gengur fljótt og vel fyrir sig er hægt að ferma og af- ferma risastórt gámaskip á einum degi. Frá höfninni liggja leiðir til allra átta, auðvelt að sigla varn- ingi niður stórfljót Evrópu og gott vega og járnbrautakerfi liggur frá höfninni í allar áttir. Önnur samgöngulífæð liggur varla eina einustu mynd. Kröller Muller-safnið í Otterlo hýsir einn- ig mörg frægustu málverk þessa meistara, þó aðallega málverk sem eru unnin á síðustu æviárum hans. Kröller Miiller-safnið sérhæfir sig í söfnun og varðveislu högg- mynda af ýmsu tagi, sem eru stað- sett á víð og dreif um garðinn í kringum sýningarhúsið. Einna eftirtektarverðast er tilbúinn garður sem gestir eru beðnir um að ganga inn í einir með sjálfum sér og nota nokkrar mínútur til hugleiðslu. f sýningarsalnum eru nokkur verk eftir hinn sérkenni- lega bandaríska listamann Christo, og meðal annars sýndur aðdragandi og þróun að einu viða- mesta verki hans, er hann strengdi bleikan plastdúk utan um ellefu eyjar rétt utan við Florida, en eyjunum ellefu var pakkað inn í bleikan plastdúk í hálfan mánuð áður en náttúran fékk að hafa sinn gang á nýjan leik! Hollendingar geta líka státað af því að standa framarlega í vísind- um. Heimsókn í Gist-brocades leiddi í Ijós ýmsar nýjungar í líf- efnaiðnaðinum, en þeir framleiða enzym úr margskonar örverum, nota m.a. bakteríuflóruna úr ís- lenskum hverum í framleiðsluna. Fyrirtækið er einnig einn helsti penicillinframleiðandi heims, framleiða mörg grunnefni fyrir lyfjaiðnaðinn og þeir eru farnir að gera merkilegar tilraunir með að láta bakteríur hreinsa mengað vatn og loft. Holland er konungsríki og kon- ungsfjölskyldan býr í Haag, en þar er jafnframt aðsetur stjórnar- innar. Beatrix drottning og kon- ungsfjölskyldan koma fram sem fulltrúar þjóðarinnar og hefur drottningin takmörkuð völd, en allar meiriháttar ákvarðanir eru teknar í þinginu sem starfar í tveim deildum, 150 þingmenn í neðri deild og 75 í efri. flatt. Stigagangar eru víða svo þröngir í gamla bæjarhlutanum að talíulyftur eru undir hverju þakskeggi til að fólk geti flutt búslóðir sinar. Aðalfarartækin eru sporvagnar og reiðhjól, og oft má sjá heilu fjölskyldurnar hjóla saman, stundum þrír á sama hjóli. Hjólreiðafólk er á öllum aldri, og sjá má ömmur og afa á gömlum um loftin blá, frá Schiphol-flug- velli er flogið til 188 staða í 85 löndum og flugvöllurinn hefur tvö ár í röð verið valinn flugvöllur ársins af breska tímaritinu Busin- ess Traveller. Fríhöfnin er auk þess ein sú hagstæðasta í heimi. Hollendingar hafa löngum þótt með umburðarlyndustu þjóðum. Holland var fyrsta landið sem veitti svörtum þrælum frelsi, þeir voru meðal hinna fyrstu til að af- nema dauðarefsingu og galdra- brennum var hætt þar heilli öld fyrr en annars staðar. Minni- hlutahópar eru nú um 10% þjóð- arinnar og gert ráð fyrir að þeim fari ört fjölgandi, verði um 20% árið 2000. Flóttamenn hafa um langan aldur fundið nýtt heimili í Hollandi, og nú á síðustu árum hefur Amsterdam verið Mekka hippa og margir listamenn af er- lendu bergi brotnir fest rætur þar. Listasöfn eru mörg, sérstaklega þó í Amsterdam, en þar er meðal annars safn sem heitir eftir einum frægasta hollenska málaranum, Vincent Van Gogh. Á safninu eru málverk er spanna hina tiltölulega stuttu starfsævi þessa meistara málverksins sem var þó ekki hátt skrifaður meðan hann lifði, seldi „Segðu þá Scheveningen!“ Haag er aðsetur stjórnar og fulltrúa erlendra ríkja, tíguleg borg með breiðgötum og stórum almenningsgörðum. Ein útborg Haag nefnist Scheveningen, nafn- ið er erfitt í framburði og réð ör- lögum margra Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, því þeir voru umsvifalaust skotnir ef þeir þótt- ust vera hollenskir og gátu ekki borið nafnið rétt fram. í Scheven- ingen eru góðar strendur, farfugl- arnir þó flestir komnir til sinna heimkynna a þessum tíma árs, en þetta er vinsæll sumarleyfisstaður Hollendinga og nágranna þeirra, svo sem Þjóðverja sem margir hverjir eiga sér nú íbúðir eða sumarhús á þessum slóðum. 1 Scheveningen er m.a. spilavíti sem á 100 ára afmæli á þessu ári, en þar standa menn í biðröðum til að fá tækifæri til að spila út aurum sínum. Haag er skemmtilega ólík höf- uðborginni Amsterdam, sem hefur verið kölluð borg gimsteinanna, eða Feneyjar norðursins. Skurðir og sýki setja óneitanlega svip sinn á Amsterdam, meðfram síkjunum standa háreist hús, sum hver farin að síga talsvert, eða halla undir Götulíf í gimsteinaborginni. hjólum sem nú eru orðin eftirsótt af unga fólkinu og kölluð ömmu- hjól eða hallelúja-hjól, ef til vill vegna þess að fyrrum eigendur þeirra eru horfnir á vit forfeðr- anna. I miðborginni eru götu- leikhús, og hópar tónlistarfólks leika listir sínar fyrir vegfarendur á kvöldin. Fjölskyldulíf fyrir opnum tjöldum Hollendingar eru sagðir rækta vel fjölskyldulífið, næstum dauða- synd að gleyma afmælisdegi í fjöl- skyldunni, og öllum umhugað um að hafa heimili sín sem opnust. Ef til vill þess vegna hafa þeir þann sið að draga yfirleitt ekki fyrir gluggatjöld, sagt er að með því vilji þeir sýna að þeir hafi ekkert að fela, og húsmæður leggja metn- að sinn í að sýna að heimilisstörf- in séu vel og samviskusamlega unnin. Hollendingar eru trúræknir en í landinu eru ótal trúflokkar. Sagt hefur verið um þá að ef einn Hol- lendingur væri staddur á eyðieyju leggðist hann óðara á bæn, en ef þeir væru tveir eða fleiri, væri far- ið að deila um trúmál í stað bæna- gjarðarinnnar. Menntakerfið og stjórnmálaflokkarnir draga dám af þessu, í landinu eru ótal stjórn- málaflokkar sem kenna sig við mismunandi trúflokka og sama má segja um skólana. Þeir sem sækja Holland heim mega ekki láta hjá líða að bragða þjóðarréttinn, hráa síld með mikl- um hráum lauk, og er hægt að kaupa hana á öðru hverju götu- horni, ótrúlegt lostæti. Ekki má heldur gleyma hrísgrjónaborðinu, rijsttafel, en það er sérréttur ind- ónesísku matsölustaðanna, 20 mismunandi réttir, sem Hollend- ingar panta gjarnan er þeir ætla að sitja heilt kvöld með vinum og kunningjum yfir matborðinu ... Leigubíllinn rennir i hlað Schiphol-flugvallar, „þú hefur nógan tíma,“ segir bílstjórinn hughreystandi um leið og hann sveiflar töskunum upp í farang- urskörfuna, og stuttri viðkynn- ingu við duglega þjóð í harðbýlu landi er lokið að þessu sinni. Á leiðinni út í flugvél Arnarflugs rifjast upp brandari sem Bretar hafa sagt um frændur okkar fra, „ef við flyttum íra til Hollands og Hollendinga til Irlands myndu ír- ar áreiðanlega drukkna í Hollandi en Hollendingum tækist án efa að lifa góðu lífi á Irlandi." En ætli það myndu ekki fleiri þjóðir drukkna í Hollandi... texti: Valgerður Jónsdóttir myndir: Ragnar Axelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.