Morgunblaðið - 19.09.1985, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985
Stjórn Frakklands kynnir fjárlög:
Aðhaldsaðgerðum
verður haldíð áfram
Minningarathöfn um þá sem fórust meó s-kóresku flugvélinni fór fram á
stórum leikvangi í Seoul, höfudborg Suður-Kóreu. Létu þá margir Kttingjar
hinna látnu bugast.
Mistök flugmannsins
en ekki njósnaflug
— segir v-þýskur rithöfundur um s-kóresku
flugvélina sem Sovétmenn skutu niður
París, 18. september. AP.
RÍKISSTJÓRN sósíalista í Frakk-
landi tilkynnti á miðvikudag að í fjár-
lögum stjórnarinnar fyrir næsta ár
myndi núverandi aðhaldsaðgerðum
verða haldið áfram en kaupmáttur
fólks þó aukinn lítillega. í fjárlögun-
um felst m.a. þriggja prósenta lækk-
un tekjuskatts sem lofað hefur verið
annað árið í röð. Ahrif þessarar
skattalækkunar koma væntanlega
fram í byrjun næsta árs og fyrir
þingkosningarnar í mars 1986.
Ríkisstjórn sósíalista hefur
haldið fast við fyrirætlanir sínar
um takmörkun ríkisútgjalda, þrátt
fyrir hættu á fylgistapi fyrir
bragðið, sagði talsmaður ríkis-
stjórninnar Georgina Dufoix, að
loknum ríkisstjórnarfundi, en álit-
ið er að ríkisstjórnin missi völdin
eftir kosningar. Samkvæmt nýju
fjárlögunum mun tekjuhalli þjóð-
arinnar aukast í 145 milljóna
franka árið 1986 úr 140 milljónum
á þessu ári. Fjárlögin gera ráð
fyrir ríkisútgjöldum uppá 1.034
trilljónir franka, sem er 3,9 pró-
sent aukning frá í fyrra, og miða
við 6,1 framleiðsluaukningu í
Frakklandi á árinu. Áætlaður halli
á fjárlögum um 145 billjónir
franka samsvarar 3 prósentum af
þjóðarframleiðslur Frakklands í
samræmi við það markmið sem
Francois Mitterrand hafði sett,
sagði Dufoix.
í uppkasti fjárlaga ársins 1986
kemur fátt á óvart enda höfðu flest
aðalatriði þess spurst út undan-
farna tvo mánuði. Almennt séð
fela fjárlögin í sér áframhaldandi
aðhald á sviði ríkisfjármála í því
skyni að draga úr verðbólgu og
tryggja efnahagsgrundvöll fram-
leiðslufyrirtækja.
Waxhington, 18. september. AP.
SUÐUR-KÓRESKA nugvélin, sem
Sovétmenn skutu niður með 269
manns innanborðs, flaug inn í sov-
éska lofthelgi vegna mistaka flug-
mannsins, ekki vegna þess, að hún
væri í njósnaflugi. Kemur þetta fram
í bók, sem nú er að koma út eftir
vestur-þýskan rithöfund.
„Mistök af þessu tagi hefðu ekki
komið fyrir flugmenn á Vestur-
löndum og eftir þá endurskipu-
lagningu, sem átt hefur sér stað
hjá suður-kóreska ríkisflugfélag-
inu, er ólíklegt, að þau hendi aftur
þar,“ sagði Franz A. Kadell, höf-
undur bókarinnar, á fréttamanna-
fundinum í gær.
Kadell, sem er blaðamaður og
sagnfræðingur og starfar nú í
Washington, sagði, að það væri
eftirtektarvert hve fjölmiðlar í
Bandaríkjunum hefðu verið fúsir
til að gleypa við þeim tilbúningi
Sovétmanna, að flugvelin hefði
verið í njósnaflugi fyrir banda-
risku leyniþjónustuna. Sagði
hann, að viðbrögð sovéska hersins
eftir að flugvélin var komin inn í
sovéska lofthelgi hefðu að vísu
gefið leyniþjónustunni ómetanleg-
Kaupmannahöfn:
Ekkert sam-
band á milli
tilræðanna?
Kaupmannahöfn, 18. aeptember. AP.
NIU manns, sem handteknir voru í
Kaupmannahöfn á þriðjudag vegna
sprengjutilræðanna í júlí, hafa verið
leystir úr haldi.
Þetta voru fyrstu handtökurnar
vegna júlí-sprenginganna, en þá
urðu miklar skemmdir á banda-
rískri ferðaskrifstofu í miðborg
Kaupmannahafnar og samkundu-
húsi gyðinga í borginni. Shita—
samtökin „Heilagt stríð" í Beirút í
Libanon lýstu ábyrgð á tilræðunum
á hendur sér og kváðu þau framin
í hefndarskyni fyrir árásir Israela
í Suður-Líbanon.
Engar vísbendingar hafa fundist
um að samband sé milli júlí-tilræð-
anna og sprenginganna á sunnudag,
þegar stórskemmdir urðu á mat-
vöruverslun og ferðaskrifstofu í
eigu gyðinga.
ar upplýsingar en um það gætu
Sovétmenn engum kennt nema
sjálfum sér.
„Ef Sovétmenn hefðu raunveru-
lega trúað því, að flugvélin væri í
njósnaflugi, hefði það komið þeim
miklu betur að neyða flugmennina
til að lenda. Þeir hefðu þá komist
yfir njósnabúnaðinn ef um hann
hefði verið að ræða og þær upplýs-
ingar, sem safnað hefði verið með
honum. Þá hefði enginn maður
þurft að týna lífi,“ sagði Kadell.
í bókinni, sem heitir „KAL
007-morðin“, kemst Kadell að
þeirri niðurstöðu, að Sovétmenn
hafi vitað, að um var að ræða
venjulega farþegaflugvél en þrátt
fyrir það skotið hana niður og
drepið alla, sem voru um borð.
Norður-írland:
900 kg af
sprengiefni
fundust í bíl
Belfast, Nordur-Irlandi, 18. sept AP.
Á annað hundrað fjölskyld-
ur, sem fluttar voru brott af
heimilum sínum í Belfast,
þegar um 900 kíló af sprengi-
efni fundust í sendibfl þar í
nágrenninu, sneru heim í
morgun.
Sprengiefnið var falið í stál-
tunnun í bílnum, og voru sérfræð-
ingar frá hernum kvaddir á vett-
vang til að annast meðhöndlun
þess.
Lögreglan sagði, að bílnum
hefði verið stolið í gær heima
hjá fjölskyldu nokkurri og vopn-
aðir menn haldið heimafólki í
gislingu í nokkrar klukkustundir.
Stöðvuðu lögreglumenn bílinn
eftir að hafa umkringt hús á
Andersonstown-svæðinu í Bel-
fast, en þar er eitt helsta hreiður
Irska lýðveldishersins, IRA, í
borginni.
Fimm menn voru handteknir
og færðir til yfirheyrslu, að sögn
lögreglunnar.
Hosni Mubarak í
fjögurra landa ferð
Kairó, 18. september. AP.
HOSNI MUBARAK, forseti Egyptalands, leggur af stað á morgun í fjögurra
landa ferð og er förinni fyrst heitið til Spánar. Mun hann þar leggja áherslu
á, að Bandarikjastjórn gangist strax í að koma á viðræðum milii Araba og
ísraela um frið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs.
forsetanna, hans og Reagans. Auk
þess mun hann fara fram á meiri
hernaðarlega og efnahagslega
aðstoð, en aðstoð Bandaríkja-
manna við Egypta nemur nú 2,1
milljarði dollara.
Eftir nokkurra stunda viðdvöl í
Portúgal fer Mubarak til Spánár
í opinbera heimsókn og þaðan til
Bandaríkjanna. Á heimleiðinni
mun hann svo heilsa upp á Mitter-
rand, Frakklandsforseta.
í ræðu, sem Mubarak flutti í gær
við komu Margaretar Thatcher,
forsætisráðherra Bretlands, sagði
hann, að ef ekki yrði þegar í stað
reynt að koma á friðarviðræðum
myndu ofbeldis- og öfgaöflin fær-
ast í aukana. Mubarak hefur að
undanförnu verið nokkuð þungorð-
ur í garð Bandaríkjastjórnar
vegna afstöðu hennar til Palest-
ínumanna og munu þessi mál
verða ofarlega á baugi í viðræðum
Sænsku bæjar- og sveitarstjórnakosningarnar:
Skánarflokkurinn vann
sterkasta virki
jafnaðarmanna í Malmö
Laftdi, 18. aeptember. Fri Pétri PéturHKyní.
Jafnaóarmenn fara áfram meó
völdin í landinu, þ.e.a.s. ríkis-
stjórnin — en þeir misstu Malmö
og því hefóu fáir trúaó fyrir kosn-
ingar. Úrslit bæjar- og sveitar-
stjórnarkosninganna, sem fóru
fram samtímis þingkosningunum,
sýna að jafnaóarmenn hafa tapað
töluveröu fylgi á Skáni. Þeir
misstu meirihluta sinn á nokkrum
stöóum bæói í bæjarstjórnum og
sýslunefndum, svo sem í Malmö,
Helsingborg, Eslöv og Kristjáns-
staó.
Jafnaðarmenn hafa setið við
völd í Malmö í samfleytt 66 ár,
eða frá 1919. Þar hefur jafnan
verið þeirra sterkasta virki og
þar á bæði flokkurinn og verka-
lýðshreyfingin djúpar rætur —
sem sagt stolt hinnar glæstu
hefðar hreyfingarinnar. Alveg
frá því kosningarétturinn var
rýmkaður og alþýðan fékk fé-
lagsleg og stjórnmálaleg rétt-
indi, hefur Sósíaldemókrata-
flokkurinn getað treyst á fylgis-
menn sína þar hvað sem á gekk í
landsmálapólitíkinni. Þar var
fyrsta alþýðuhús landsins reist,
þaðan komu leiðtogar eins og
August Palm og Per Albin
Hansson. Þar var blað hreyf-
ingarinnar, Arbetet, lengi gefið
út.
En hvaða afl er það sem tekist
hefur að brjóta á bak aftur þetta
stolta vígi jafnaðarmanna. Jú,
það heitir Skánarflokkurinn,
sem er einskonar óánægjuflokk-
ur af Glistrup-gerð. Undirritað-
ur hefur gert stuttlega grein
fyrir þessum flokki í Morgun-
blaðinu (10/9 ’85). Hann fékk
óvænt 5 sæti í bæjarstjóm af 61
og þegar borgaralegu flokkarnir
og Skánarflokkurinn leggja sam-
an krafta sína hafa þeir meiri-
hluta. Sósíaldemókratar hafa
þegar lýst því yfir að þeir muni
ekki undir neinum kringum-
stæðum vinna með Skánar-
flokknum sem þeir telja ólýð-
ræðislegan flokk, en borgara-
flokkarnir geta vel hugsað sér að
styðjast við fýlgi hans þegar um
er að ræða málaflokka þar sem
hagsmunir þeirra fara saman.
Formaður Skánarflokksins hef-
ur lýst yfir stuðningi flokks síns
við sameiginlega stefnuskrá
borgaraflokkanna og þar með
var valdatímabili jafnaðar-
manna lokið.
Skánarflokkurinn hefur í raun
og veru ekki sett fram neina sér-
staka stefnuskrá í bæjarmálum
Malmö. Stefnuskrá flokksins
fjallar öll um Skán — bæði inn-
anríkis- og utanríkismál þessa
landshluta, sem flokkurinn vill
að verði frjalst og fullvalda ríki í
tengslum við NATO og Efna-
hagsbandalag Evrópu. Flokkur-
inn vill einnig stöðva straum
innflytjenda og flóttamanna til
Skánar, innleiða frjálsa fjöl-
miðlastarfsemi og auglýsingar í
sjónvarp og útvarp.
Fylgi flokksins er bending um
það að fólkið hafi viljað ein-
hverja breytingu, án þess að
hafa hugmynd um í hvaða átt.
Það má einnig túlka það þannig
að stjórnmálamennirnir hafi
fjarlægst fólkið.