Morgunblaðið - 19.09.1985, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER1985
33
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakið.
Spánn og ísland
Opinberri heimsókn for-
seta íslands, frú Vigdísar
Finnbogadóttur, til Spánar
lauk í gær.
Við komuna til Madrid, höf-
uðborgar Spánar, tók Jóhann
Karl, Spánarkonungur, á móti
forsetanum með allri þeirri
viðhöfn, sem heyrir til heim-
sókn þjóðhöfðingja.
Forsetinn og konungurinn
vóru fulltrúar þjóða, sem eiga
mikilvæg söguleg, menning-
arleg og viðskiptaleg tengsl,
sem báðar þjóðirnar vilja
rækta til langrar framtíðar.
Forseti íslands tók fram í
ræðu, sem flutt var í kvöld-
verðarveizlu spænsku kon-
ungshjónanna, að báðar þjóð-
irnar, sú spænska og íslenzka,
væru tengdar hafinu, sem um
aldir hefði verið samgönguleið
þeirra í milli. Forfeður beggja
hafi „boðið hafinu birginn og
fundið sömu heimsálfu, ís-
lendingar árið þúsund, Kristó-
fer Kólumbus undir lok fimm-
tándu aldar".
íslendingar og Spánverjar
hafa vitað hvorir af öðrum all-
ar götur frá því að íslenzk þjóð
varð til. Samskipti þjóðanna
ná aftur á tólftu öld, en þá
„kom Hrafn Sveinbjarnarson,
frumherji læknavísinda á ís-
landi, til Spánar til að kynna
sér þá læknislist, sem hann
hafði frétt að stæði þar á háu
stigi", eins og forsetinn komst
að orði.
Spánverjar sóttu og
snemma yfir hafið til fiski-
miða umhverfis ísland og
„brætt hvalspik lýsti upp
dimma vetur á Spáni". Við-
skipti þjóðanna hafa og lengi
staðið; spönsk vín leitað mark-
aða hér á landi, íslenzkur
saltfiskur á Spáni. Viðskipta-
tengsl þjóðanna hafa orðið
fjölþættari hin síðari árin. ís-
lendingar, sem þreyja verða
langt skammdegi, hafa og sótt
margar sólskinsstundir á hvít-
ar Spánarstrendur.
Viðskipti þjóðanna hafa
verið íslendingum mjög í hag.
Útflutningur til Spánar nam
tæpum 1.100 m.kr. á sl. ári en
innflutningur þaðan rúmum
300 m.kr. Telja Spánverjar að
íslendingar þurfi að auka
viðskipti sín við Spán til að
meiri jöfnuður náizt í verzlun-
arsamskiptum þjóðanna.
Geir Hallgrímsson, utanrík-
isráðherra, var í för forsetans
í heimsókninni til Spánar.
Hann ræddi m.a. við utanrík-
isráðherra Spánar um við-
skipti landanna og leitaði
stuðnings Spánverja gegn 13%
tolli Evrópubandalagsins á
saltfiski, þegar þeir ganga í
bandalagið um næstu áramót.
Báðar þjóðirnar, íslend-
ingar og Spánverjar, eiga
forna skáldskaparhefð. Um
þetta efni sagði forseti íslands
í ræðu sinni:
„Á þrettándu öld var ort á
Spáni eitt fegursta sagna-
kvæði, sem um getur, Poema
de Mio Cid. íslendingar þekkja
mannlýsingar þessa kvæðis.
Sömu manngerðirnar koma
fyrir í íslendingasögunum, þar
sem sagnaritarar okkar á mið-
öldum lýsa samtímamonnum
sínum, fólki af holdi og blóði,
sem rækir skyldur við frænd-
garð sinn og höfðingja, sögu-
hetjur, sem eins og söguhetjur
okkar setja heiður og rétt ofar
öllu“. Meðal öndvegishöfunda
spænskra bókmennta, sem
þýddar hafa verið á íslenzku,
eru Cervantes og Lorca.“
Fleira knýtir þessar tvær
þjóðir, íslendinga og Spán-
verja, saman en það sem að
framan er rakið. Báðar þjóð-
irnar eiga aðild að Atlants-
hafsbandalaginu, varnar-
bandalagi vestrænna þjóða,
sem tryggt hefur frið í okkar
heimshluta frá stofnun þess.
Stjórnmálaþróun á Spáni, frá
eins flokks kerfi til lýðræðis,
hefur verið hröð og athyglis-
verð. Spánverjar hafa nú inn-
siglað eða staðfest lýðræði sitt
með aðild að Atlantshafs-
bandalaginu.
Vigdís Finnbogadóttir, for-
seti íslands, sagði í ræðu í
Spánarheimsókn sinni:
„Spánn og ísland hafa hvort
um sig komist að raun um að
ekkert er þýðingarmeira en að
lifa við frelsi. Frelsið er annað
og meira en önnur réttindi,
það er dýrmætur fjársjóður
fyrir alla í heiminum."
Oregorio Peces Barba, for-
seti neðri deildar spænska
þingsins, sagði við sama tæki-
færi að ísland og Spánn ættu
sem Evrópuþjóðir að sýna
„samstöðu og berjast fyrir
frelsi, lýðræði og framþróun".
Enginn vafi er á því að
heimsókn forseta íslands til
Spánar styrkir tengsl land-
anna, menningarleg, við-
skiptaleg og stjórnmálaleg. Sá
var og tilgangurinn, að rækta
vináttu við gamalgróna menn-
ingar- og viðskiptaþjóð. Eða
eins og forsetinn komst að orði
í Spánarræðu sinni:
„Það er von mín að þessi
kynni styrki enn vináttubönd
þjóða okkar og að traust vin-
átta megi ávallt vera öðrum
fordæmi — eins og lýsandi viti
sem beinir sæförum heimshaf-
anna í örugga höfn. Þegar
hugsað er til framtíðarinnar
er gott til þess að vita að fyrir
þetta verði okkar minnst.“
yMeðan PLO-samtökin vilja afmá
Israel verður engin málamiðlun“
Rætt við sendiherra ísraels á íslandi
„ÍSRAELAR hafa alltaf haft góóa reynslu af íslendingum. Ég vil Uka tvö
dæmi: Þegar Sameinuöu þjóöirnar viöurkenndu ísrael 29. desember 1947 sat
Thor Thors, fulltrúi íslands hjá Sameinuöu þjóðunum, í nefnd sem bar máliö
upp á þinginu og hafði hann framsögu. Á kvennaráöstefnunni í Nairobi í
sumar voru bornar upp ásakanir á Israela fyrir kynþáttahatur. Þá stóðu
fulltrúar íslendinga upp og sögöu aö fundarmenn ættu að halda sig viö þau
málefni sem að konum snúa. Þetta er alveg rétt: Kvennaáratugurinn, og
ráðstefnurnar í Mexíkó 1975, Kaupmannahöfn ’80 og Nairobi ’85 voru ekki
haldnar til aö deila um hluti, sem hafa fengiö nógsamlega umfjöllun á öörum
vettvangi.“
Þessi orð mælir Jehudith J.
Huebner, sendiherra fsraels á ís-
landi og í Noregi með aðsetur í
Osló. Hún kom til íslands í síðustu
viku og hafði blaðamaður þá tal af
henni.
— Hvert er hlutverk sendi-
herra?
„Það er margþætt. Ég reyni að
gera grein fyrir pólitískri stefnu
ríkisstjórnar ísraels á líðandi
stund, og einnig framtíðaráform-
um hennar, og leitast við að efla
sambandið við stjórnvöld þeirra
landa, sem ég er sendiherra í. Ég
hef verið sendiherra á íslandi og í
Noregi í tvö ár og hefur það gengið
vel. I báðum löndum hefur mér
verið sýndur skilningur. Vissulega
hefur málstaður Israela sætt
gagnrýni, en það er nokkuð, sem
verður að gera ráð fyrir. Því er
mikilvægt að geta skýrt frá okkar
afstöðu.
Það eru tvö atriði, sem mig
langar til að árétta. Þegar ísraelar
gerðu innrás inn í Líbanon fyrir
þremur árum, hafði PLO komið
sér upp feiknlegu vopnabúri í
landinu, sem hefði getað stefnt
öllum löndum fyrir botni Miðjarð-
arhafs í hættu. Við höfum orðið
vitni að því þegar Yasser Arafat
sest að í landi, sem herstjóri. Það
hefur í sjálfu sér ekkert að segja,
en hann undirbjó meira og við
urðum að grípa inn í.
Þá er ástandið í Líbanon það
flókið og deiluaðilar margir að
lausn er vandfundin. Ég vil því
ekki tala um að árangur hafi
náðst með innrásinni, en drjúg
ástæða var til hennar.
ísraelar hafa að mestu kallað
herlið sitt heim frá Líbanon, utan
hvað litlu svæði var haldið syðst í
landinu sem eins konar stuðara til
að verja landamæri Israels. Aftur
á móti hafa Sýrlendingar sýnu
meiri ítök í Líbanon heldur en við
og eru flæktari inn í ástandið
þar.“
— Nú neitar Shimon Perez, for-
sætisráðherra Israels, staðfast-
lega að sitja við sama borð og full-
trúar PLO. Er nokkurrar lausnar
að vænta í Palestínu?
„Meðan PLO-samtökin vilja af-
má ísrael verður ekki um neina
málamiðlun að ræða. 1922 veitti
Þjóðabandalagið Bretum stjórn
yfir Palestínu. Um miðbik ársins
1948 voru tvö ríki á svæðinu, sem
þekkt er undir nafninu Palestína:
Jórdanía og ísrael. Og það eru
bæði til Palestínug/ðingar og Pal-
Jchudith J. Huebner sendiherra
ísraels á fslandi.
estínuarabar. PLO-samtökin eru
ekki afleiðing sex daga stríðsins,
þau voru stofnuð 1964. Við bárum
í upphafi ekki kala til Palestínuar-
aba, en eftir það sem gerst hefur í
gegnum árin hefur sú afstaða
breyst. Við megum lifa í þessu
landi og Sameinuðu þjóðirnar
veittu okkur fulltingi sitt til þess.
Því sjáum við enga málamiðlun
gagnvart aðilum sem láta eins og
Israel sé ekki til. ísrael er stað-
reynd. Ef fulltrúar PLO viður-
kenndu þetta og segðu: ræðum
málin, þá væru ísraelsmenn reiðu-
búnir til að ræða málin."
— Bandaríkjamenn sendu ný-
verið fulltrúa sinn í málum Aust-
urlanda nær til Jórdaníu að ræða
við Hussein konung og talsmenn
PLO. Hvernig taka Israelar því?
„Bandaríkjamenn eru hlynntir
ísrael, en viðræðurnar sem koma
átti á milli Jórdana og fulltrúa
PLO annars vegar, og ísraela hins
vegar, hefðu í raun verið viðræður
PLO og Husseins, en ekki Perez og
Husseins."
— Víkjum málinu að efna-
hagsmálum í ísrael?
„Við erum nú að reyna að vinna
bug á verðbólgunni. Verðbólgan
var aðeins 6 prósent í júní og 27
prósent í júlí, en síðastliðin átta
ár höfum við átt við 400 til 500
prósent verðbólgu að stríða. Þá
þurfum við að reyna að minnka
erlendar skuldir og lántökur, en
við höfum aðallega tekið lán frá
Bandaríkjamönnum. Nú er sam-
steypustjórn vinstri og hægri
manna við völd í ísrael og fyrstu
aðgerðir hennar, þegar hún tók
við, var að frysta laun og verð-
lagningu. Þá var upphæð fjárlaga
minnkuð aðallega með því að
draga úr skriffinnsku. Komið hef-
ur verið á skattajöfnun sem er
fólgin í því að hærri skattar voru
lagðir á munaðarvörur og eftirlit
hert með skattgreiðslum einkafyr-
irtækja.
I ísrael er 6 til 8 prósent at-
vinnuleysi sem verður að vinna
bug á. Það er erfitt í raun, en
reynt hefur verið að auka fram-
kvæmdir í einkageiranum, jafn-
framt því sem seglin hafa verið
dregin saman í ríkisbákninu. En
þetta er ekki einfalt mál og má
líkja efnahagsmálum landsins við
sjúkling sem hefur gengist undir
skurðaðgerð: Nær hann sér, eða
ekki?“
— I sumar voru fjörutíu ár frá
því að heimsstyrjöldinni síðari
Íauk. I tilefni þessa fór Reagan,
Bandaríkjaforseti, til Vestur-
Þýskalands og hafði m.a. viðkomu
í kirkjugarðinum í Bitburg, þar
sem nokkrir hermenn SS-sveit-
anna liggja grafnir.
„Reagan er skilningsríkur gagn-
vart Israelum. En hann er einnig
stjórnmálamaður og verður
stundum að gera fleira en gott
þykir. Blöðin höfðu gert mikið úr
þessu máli, þannig að hann gat
ekki snúið aftur, og Helmut Kohl,
kanslari, batt eiginlega þannig um
hnútana, að Reagan átti ekki ann-
ars kost. En ég get ekki sætt mig
við að hann skyldi hafa heimsótt
kirkjugarðinn í Bitburg."
— Telur þú að þýska þjóðin sem
slík eigi sök á fjöldamorðum gyð-
inga í seinni heimsstyrjöldinni?
„Ég fæddist í Austurríki og
flúði þaðan á sínum tíma undan
nasistum. Ég missti alla mína
ættingja í stríðinu og get aldrei
fyrirgefið það sem gerðist þá. Ég á
eina dóttur og ég hef brýnt glæpi
nasista fyrir henni. Það er ekkert
til sem heitir alger fyrirgefning á
þeim voðaverkum sem nasistar
frömdu, en ég er ekki þeirrar skoð-
unar að sakfella eigi þær kynslóð-
ir Þjóðverja sem ekki voru vaxnar
úr grasi þegar heimsstyrjöldinni
lauk,“ sagði Jehudith J. Huebner
að lokum.
Þá færi ég til London
Opið bréf til forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar
Keykjavík, 16. september.
Hr. forstætisráðherra, Stein-
grímur Hermannsson.
I hádegisviðtali við NT hinn
11. þessa mánaðar, sem ber yfir-
skriftina „þá færi ég heldur til
London" fer þú niðrandi orðum
um islenska læknastétt en berar
um leið vanþekkingu og fordóma
sem varla eru sæmandi æösta
valdsmanni landsins.
Viðtal þetta er tekið í tilefni
af undirbúningi fjárlaga og hefur
þú að vonum þungar áhyggjur
af fjárhag landsins. Þú ræðir um
leiðir til að rétta slagsíðuna á
honum og augu þín beinast að
því hvort ekki megi nú eitthvað
spara í heilbrigðiskerfinu. Þú
undrast að þær sparnaðarráð-
stafanir sem boðaðar voru fyrir
ári, skuli ekki hafa borið árangur
og það vekur réttláta hneykslan
þína að þrír starfsmenn skuli
vera fyrir hvern sjúkling á Land-
spítalanum. (Það er nú eitthvað
annað í ráðuneytunum eða bless-
uðum bönkunum sem að útvega
okkur peninga fyrir lítilræði.)
Þá berst talið að hjartaskurð-
lækningum og telur þú hina
mestu fásinnu að byrja á slíkum
aðgerðum hér á landi, það sé
alltof dýrt. íslenskir læknar
muni aldrei geta gert slíkar
aðgerðir sómasamlega vegna
æfingarleysis og svo sé nóg af
stofnunum erlendis sem taka
vilja hjartasjúklingum okkar
opnum örmum. Að vísu kostar
það gjaldeyri en mikið er borg-
andi fyrir æfingu og hæfni.
Sem sagt þú færir til London.
Loks minnist þú á að við ís-
lendingar þyrftum að taka upp
nýja starfshætti i heilsugæslu
og þá væntanlega til að minnka
kostnað við heilbrigðisþjón-
ustuna.
Ég hef starfað á heilbrigðis-
þjónustu í þrjá áratugi og því
langar mig til að gera athuga-
semdir við þau sjónarmið, sem
fram koma í viðtalinu.
Ég trúi því nefnilega ekki að
þú sem forsætisráðherra farir
með vísvitandi blekkingar heldur
hafir þú verið blekktur, en það
hefur komið fyrir áður.
Heilbrigðisþjónusta kostar
peninga og góð heilbrigðisþjón-
usta kostar mikla peninga. Hér
á landi er að mati f^estra, sem vit
hafa á, rekin allgóð heilbrigðis-
þjónusta. Hún er þar af leiðandi
alldýr og þó ódýrari en í flestum
þeim löndum sem við berum
okkur saman við í menningar-
legu tilliti.
Fé sem varið er til heilbrigðis-
þjónustu má vissulega færa til
milli einstakra þátta hennar.
Spara má sums staðar en leggja
meira í annars staðar. Meiri
háttar niðurskurður á fjárfram-
lögum til heilbrigðismála mundi
hins vegar óhjákvæmilega leiða
til verri þjónustu. Ég tala nú
ekki um ef niðurskurðurinn ætti
að skipta verulegu máli fyrir
þjóðarbúskapinn. Þrír starfs-
menn fyrir hvern sjúkling þykir
hvergi ofrausn á sjúkrahúsi, sem
Árni Björnsson
auk þess að reka alhliða þjónustu
við skjúklinga er kennslusjúkra-
hús, fimm væri nær sanni.
Hvað hjartaskurðlækningar
snertir, langar mig til að fræða
þig um það að daglega eru gerðar
aðgerðir á íslenskum sjúkrahús-
um sem eru tæknilega jafnerfið-
ar og flestar hjartaaðgerðir. I
mörgum tilvikum eru þetta að-
gerðir við sjúkdómum, sem eru
miklu sjaldgæfari en hjartasjúk-
dómar.
Ég man þá tíð að allir sjúkl-
ingar með mein í miðtaugakerfi
voru sendir til Danmerkur, þar
sem doktor Busch gerði á þeim '
aðgerðir endurgjaldslaust.
Meinsemdir í miðtaugakerfi eru
sem betur fer sjaldgæfari en
kransæðastífla, samt talar eng-
inn um að senda þá sjúklinga til
London, enda mundu skurðlækn-
arnir í London tæplega gera sér
að góðu að fá fyrir það Fálkaorð-
una eins og doktor Busch.
Um það má deila hvenær við
erum í stakk búin til að byrja á
hjartaaðgerðum. Við eigum
þjálfað starfslið og starfsaðstaða
er fyrir hendi.
Ég á mjög erfitt með að trúa
því að sá kostnaður sem því fylg-
ir að hefja starfsemina geti ráðið
úrslitum um hag íslensku þjóðar-
innar.
Nýir starfshættir í heislu-
gæslu! Gaman væri að vita hvað
þú meinar.
Mér vitanlega hefur ekki enn
tekist að finna fyrirbyggjandi
aðgerðir gegn þeim sjúkdómum,
sem nú eru aðalviðfangsefni heil-
brigðisstétta og eru flestir tengd-
ir lengingu mannsævinnar. Það
væri kannski ráð að fara að
stytta hana aftur.
Þau 30 ár sem ég hef starfað í
heilbrigðiskerfinu, hefur meðal-
aldur landsmanna lengst mjög
verulega þannig að meðalaldur
kvenna eru nú um 80 ár. Ung-
barnadauði hefur lækkað stöðugt
og er nú með því lægsta sem ger-
ist í heiminum. Nokkrum sjúk-
dómum hefur verið útrýmt alveg
og dánartíðni af völdum annarra
hefur minnkað verulega.
Ég ætla mér ekki þá dul að
þakka þetta íslenskri læknastétt
eingöngu, því ég er ekki stjórn-
málamaður. Fyrir 30 árum var
íslenska þjóðin rík, samt hefur
okkur tekist að safna meiri
skuldum en nokkru sinni.
Ómældum hluta af lánsfénu hef-
ur verið varið í óarðbæra fjár-
festingu, sem alls staðar blasir
við.
íslenskur landbúnaður, fóst-
urbarn flokksins þíns hangir á
horriminni. Starfsfólk í öðrum
aðalatvinnuvegi þjóðarinnar er í
verkfalli eða fæst ekki til vinnu
vegna lélegra launa. Af sömu
ástæðu fást ekki kennarar til að
mennta börnin okkar og til að
hafa í sig og á og borga okurlánin
vegna húsnæðis þarf íslenski
meðaljóninn að vinna lengri
vinnutíma en þekkist á byggðu
bóli.
Til að finna vegakerfi á borð
við okkar þarf að fara alla leið til
Afríku. Lengur mætti telja en
þetta nægir. Á þeirri efnahags-
þróun, sem ég hef nú lýst, berið
þið, íslenskir stjórnmálamenn,
fremur öðrum ábyrgð.
Gæðastaðall einstaklinga og
stétta skal metinn af verkunum.
Ef sá gæðastaðall sem fæst við
mat á verkum íslenskra stjórn-
málamanna á undanförnum ára-
tugum ætti að gilda fyrir ís-
lenska læknastétt þá færi ég til
London.
Með vinsemd og virðingu,
Árni Björnsson
AF ERLENDUM VETTVANGI
Eftir KARL BLÖNDAL
Minni bardaganaut eiga
að lífga upp á nautaatið
— en nautabanar óttast hið gagnstæða
Spánskir nautabanar komast oft við illan leik frá viðureignum
sinum við nautin. Reyndar eru banaslys fátíð, en margir eiga
misjafna sögu að segja af hvössum hornum tudda. í samvinnu við
stjórnvöld hafa spánskir nautgriparæktendur nú hafið ræktun minni
og skæðari nauta, til að leysa svifaseinu kjöttröllin af hólmi. sem nú
eru notuð í nautaati.
„Dauðinn um
síðdegið“
Þúsundum rauðra nellika var
varpað inn á leikvöllinn og
mannfjöldinn veifaði hvítum
vasaklútum. „Torero, torero,"
bergmálaði um stærsta nauta-
atsvöll heims, Las Ventas í Madr-
id. En nautabaninn hljóp ekki
heiðurshring um völlinn, ær af
fögnuði, eins og allajafna eftir
góða frammistöðu: hann var bor-
inn yfir völlinn í líkkistu. Lófa-
takið var til heiðurs örendum
manni.
Margir höfðu spáð José Cubero
glæstri framtíð sem nautabana.
„Yiyo“, eins og hann var kallaður,
var talinn hafa gott vald á starf-
inu og búa yfir þeirri kuldalegu
íbyggni og upphafna þokka, sem
krafist er af nautabana.
En á litla þorpsvellinum í
Colmenar seig á ógæfuhliðina:
Yiyo hafði rétt sært nautið til
ólífis með rýtingi sínum, er það
keyrði vinstra horn sitt í hjarta
nautabanans. Fáum sekúndum
síðar hnigu bæði naut og nauta-
bani örend í gulan sand leik-
vangsins.
Nautaat er þjóðaríþrótt Spán-
verja og „dauðinn um sídegið",
eins og Hemingway lýsir honum
á ljóðrænan og raunsæjan hátt í
senn, orkar sterkar á þjóðina en
þau fimmhundruð morð sem að-
skilnaðarhreyfing Baska hefur
framið undanfarin fimmtán ár
með hryðjuverkum sínum.
Spánverjar voru því harmi
slegnir nú, sem endranær, yfir
því að greind mannsins skyldi
hafa farið halloka fyrir dýrsleg-
um frumkrafti nautsins. Og venju
samkvæmt voru uppi raddir með
og á móti nautaatinu.
Nautaatið er hápunktur
skemmtana sumarsins á Spáni,
þrátt fyrir baktjaldamakk fram-
kvæmdastjóra leikvanga og
óvandaðra umboðsmanna nauta-
bana til þess að lokka ferðamann-
astrauminn á nautaat, og árlega
fara fram um 5.000 nautaöt og
20.000 naut, sérstæklega ræktuð
til þess arna, eru leidd inn á
leikvanginn, til að verða borin
þaðan út.
Og endrum og eins hafnar
nautabaninn á sjúkrabörunum.
Tala látinna nautabana er reynd-
ar ekki há, eða 16 á 80 árum, en á
hverju ári slasast rúmlega
hundrað nautabanar. 1984 var
eitt blóðugasta árið í sögu nauta-
atsins. Nafntoguðustu nautaban-
ar Spánar voru oft og tíðum grátt
leiknir af hornum bola og þeytt
um leikvanginn eins og þeir væru
brúður. Einn djarfasti nautaban-
inn, Emilio Munoz, slasaðist illi-
lega í þremur viðureignum í röð
og „E1 Pilarico" lamaðist þegar
nautið lagði ekki til atlögu við
rauðu skikkjuna hans, heldur
hann sjálfan.
Hverja helgi er nauta-
bani stangaður
Horfur eru ekki betri fyrir
nautabana í ár: hverja helgi sær-
ist nautabani og helgina, sem
Yiyo fann ofjarl sinn komust þrír
aðrir nautabanar í tæri við horn-
in. Og sjálfur „Anonete", goð
þeirra sem dá hið „listræna" í
viðureign manns og nauts og sjá
fullkomnun listarinnar í stíl
þessa nautabana, liggur nú í
sjúkrahúsi með rifinn lærvöðva.
Daginn áður en Anonete slasaðist
varð hann vitni að dauða Yiyos.
Það kemur ekki heim og saman
við kröfur áhorfenda að nauta-
banar skuli þráfaldlega fara
vaðbjúgi í viðureignum sínum um
þessar mundir. Áhorfendur
kvarta undan því að nautin séu
alltof meinlaus og þæg — sem er
hægur vandi úr öruggum áhorf-
endastæðunum.
Það er aftur á móti staðreynd
að undanfarin 40 ár hefur verið
lögð áhersla á að rækta stóra og
stæðilega tudda, fremur en bar-
áttuglaða og árásargjarna. En
þar liggur einmitt hættan. Marg-
ir nautabanar hegða sér nefni-
lega eins og þessi ógnvekjandi,
500 kg þungu skrímsl séu sauðm-
einlausar skepnur. Þeir eiga til að
strjúka þeim dramblátir og sig-
urvissir um eyrun og gleyma mik-
ilvægustu lífsreglu nautabanans:
Misstu aldrei augun af andliti
nautsins.
Sjálfstraustið varð örlagavald-
ur hins reynda „Paquiri“ fyrir
ári, en hann lagði yfir 2000 naut
að velli á ferli sínum. Hann sneri
sér frá nautinu eitt augnablik og
nautið „Avispado" (hinn slægi)
gerði sér lítið fyrir, keyrði annað
horn sitt í ofanvert læri nauta-
banans og 30 cm upp í búk hans.
Hinn 36 ára gamli nautabani lést
í sjúkrabíl á leiðinni frá sveita-
velli í Pozoblanco í sjúkrahús í
Cordoba.
Yiyo féll í sömu gildruna. Lík-
ast til hélt hann bardagann unn-
inn eftir að hafa veitt nautinu
„Burlero“ (sá sem blekkir) bana-
stunguna, því að hann beindi at-
hygli sinni að áhorfendum, sem
þegar voru farnir að fagna
frammistöðu hans, í stað þess að
einbeita sér að nautinu. Þá lagði'
helsærð skepnan til síðustu atlög-
unnar.
Sorfin horn og
hættulaus
Nautabanar og umboðsmenn
þeirra sáu oft til þess sjálfir að
nautabaninn gæti mætt nautinu
nokkurn veginn áhyggjulaus. Eft-
ir þeirra tilmælum var sorfið
framan af hornum nautanna til
þess að þau gætu ekki stungið af
jafnmikilli nákvæmni.
1 þeim tilgangi að útryma spill-
ingu og blekkingarbrögðum úr
þjóðaríþróttinni greip núverandi
ríkisstjóm til þess ráðs að láta
athuga horn fallinna dýra eftir
hvert nautaat og setti ströng við-
urlög við því að hafa átt við horn-
in. Upp frá því verða nautabanar
að reiða sig á upprunalega eigin-
leika eins og áræðni, tækni, var-
kárni og samviskuleysi.
Minni naut og
skeinuhættari
En nautabanar óttast aðra nýj-
ung meira en þessar aðgerðir
stjórnarinnar: Nautgripabú er nú
hætt að rækta stóra og þunga
tudda til nautaats, m.a. vegna til-
mæla og stuðnings stjórnarinnar.
Nýja fyrirmyndin er ættuð frá
gamalli tíð: nautið verður minna,
hvikara í hreyfingum og baráttu-
glaðara, en það sem nautabanar
fást nú við.
Sérfræðingur sósíalistanna í
nautaati, þingmaðurinn Juan
Antonio Arévalo, reyndi að
hughreysta nautabanana: „óttist
ekki,“ sagði hann, „nýju nautin
eru að vísu sneggri og árásar-
gjarnari, en það er líka auðveld-
ara að reikna þau út“ — reyndar
aðeins fyrir nautabana, sem
eitthvað kann fyrir sér í listinni.
Nautið stangar Cubero á hol: „Misstu aldrei sjónar ...
... á andliti nautsins”: Kista Cuberos borin yfir leikvanginn í Madrid.