Morgunblaðið - 19.09.1985, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 19.09.1985, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 ESAB Rafsuóutæki vír og fylgihlutir Nánast allt til rafsuöu. Forysta ESAB ertrygging fyrirgæöum og góðri þjónustu. Allartækni- upplýsingar eru fyrirliggjandi ísöludeild. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN. SELJAVEGI 2, SiMI 24260 ESAB VORU- BÍLSTJÓRAR tannhjóla-og stimpildælur í sturtukerfi = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LA3ER-SÉRFANTANIR-ÞUÓNUSTA Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ^ Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins verða til viötals k í Valhöll Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 10— ^ 12. Er þar tekið á móti hverskyns fyrirspurnum og i ábendingum og er öllum borgarbúum boöið aö not- k færasérviötj I ; * * k Laugardaginn 21. sept. verða til viötals Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- ^ son formaöur skipulagsnefndar í stjórn launamálanefndar og ^ heilbrigöisráös og Einar Hákonarson formaöur Kjarvalsstaða ^ • og Ásmundarsafns og í stjórn skipulagsnefndar. t J Blaóburóarfólk óskast! Kópavogur Austurbær Skjólbraut Laugavegur 34-80 Fálkagata Hverfisgata 63—120 1—51 ftoripitiMsi&i®* Philip Jenkins leikur í Norræna húsinu í kvöld BRESKI píanóleikarinn Philip Jenk- ins heldur tnnleika í Norræna húsinu í Reykjavík í kvöld, fimmtudag 19. september kl. 20.30. Hann mun leika Chaconne eftir Bach í útsetningu Busonis, þrjú verk eftir Franz Liszt, þrjú íslensk þjóðlög eftir Hafliða Hallgrímsson og sónötu í g-moll eftir Robert Schumann. Philip Jenkins hefur haldið fjöldamarga tónleika hérlendis og er íslendingum að góðu kunnur bæði sem einleikari og í samleik með öðrum. Hann er um þessar mundir á tónleikaferð um landið og verða síðustu tónleikar hans að þessu sinni á Akureyri á laugar- dag. Aðgöngumiðar að tónleikunum í Norræna húsinu verða seldir við innganginn. (Fréttatilkynning) Norræni hcilunarskóiinn: Fræðsluerindi um eðalsteina FRÆÐSLUERINDI um eðalsteina verður haldið á vegum Norræna heilunarskólans í Valsheimilinu við Hlíðarenda í kvöld, kl. 20.30. Danski steinasérfræðingurinn Henning Ole Hansen mun fræða fólk um á hvaða hátt menn komast að áhrifamætti eðalsteina sér og sínum til lækninga og verndar. (Úr rréttatilkyniiinjni.) iNNLEivrr Sigfrið Þonsdottir, eigandi Krákunnar. Morgunblaðiö/Friðþjófur „Krákan“ - nýr veitinga staður við Laugaveg KRÁKAN nefnist nýr veitingastað- ur sem opnaður hefur verið á Laugavegi 22, þar sem áður var veitingastaðurinn Keisarinn frá Kína. Eigandi Krákunnar er Sig- fríð Pórisdóttir. Sigfríð sagði í samtali við blm. að boðið væri upp á lítinn en spennandi matseðil og væri stefna Krákunnar að „flakka“ víðsvegar um heiminn í matseld sinni. I framtíðinni væri ætlunin að fá erlenda gestamatreiðslu- menn til að kynna hin ýmsu lönd. Sá fyrsti, sem reyndar væri ís- lenskur, væri væntanlegur í lok september og hefði hann komið víða við s.s. í Ameríku, Frakk- landi, Hollandi og víðar. í febrú- ar væri svo von á gestamat- reiðslumanni til að kynna Indón- esíu. Einnig væri ætlunin að gangast fyrir vínkynningum endrum og eins. Matreiðslumeistari hússins er Sigurður Tómasson og honum til aðstoðar er Heimir Einarsson. Krákan býður upp á alls kyns jurtafæðu og sér Bryndís Björnsdóttir um þann hluta matseldarinnar. Morgunblaðs- mönnum var á dögunum boðið til kvöldverðar á Krákunni og urðu síður en svo fyrir vonbrigðum með matinn. Reyndist hann hið mesta hnossgæti og ekki sakar að verðinu er stillt mjög í hóf. Á matseðlinum er m.a. að finna kryddleginn kjúkling, matreiddan á indverska vísu; gratineraðan karfa; djúpsteiktan skötusel; marineruð svínarif; djúpsteikta sveppi og olífupaté. Sigfríð sagði að hún legði mikið upp úr alls kyns kryddjurtum og væru þær notaðar óspart til mat- argerðarinnar. Krákan er jafnframt lítið gall- erí og um þessar mundir sýnir Guðmundur Björgvinsson þar verk sín. Krákan tekur 46 manns í sæti og er opin alla daga frá kl. 10 til kl. 23. Amnesty International: Samviskufangar sept- embermánaðar 1985 — Einn þeirra er Andrei Sakharov Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli almennings á máli eftirfarandi samviskufanga í september. Jafn- framt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu við að slík mannréttindabrot eru framin. Sovéiríkin. Andrei Sakharov er 65 ára gamall kjarneðlisfræðingur sem hefur dvalið í útlegð í Gorky frá 1980 eftir að hafa hallmælt innrás Sovétríkjanna í Afganistan. Andrei Sakharov hefur verið við slæma heilsu undanfarin ár, m.a. hefur háþrýstingur, hjartaverkur, nýrnasjúkdómur, Parkisonsveiki og endurtekin hjartaáföll hrjáð hann. Honum versnaði mjög við meðferð sem hann hlaut þegar hann fór í hungurverkfall í fyrra en þá var hann mataður með valdi og látinn taka sterk geðlyf og fékk hann þá slag. Andrei Sakharov hefur aldrei hlotið opinbera ákæru og hann hefur verið sviptur rétt- indum útlegðarfanga, þ.e.a.s. hann má hvorki fá heimsóknir né hafa samskipti við fólk gegnum síma eða bréf. Hann hefur óskað þess að fá að verja sig fyrir dómstólum. Pakistan, Jamaluddin Naqui, á sextugsaldri, er fyrrverandi pró- fessor við háskóla í Pakistan. Hann var færður fyrir dóm í des- ember 1981 og gefið að sök að eiga að dreifa ritum sem beindust gegn ríkinu, hagsmunum þess og hug- myndafræði. Á meðan á réttar- höldum yfir Jamaluddin Naqui stóð þjáðist hann af háþrýstingi, sykursýki og eftirköstum af slagi og varð hann að dvelja á sjúkra- húsi frá október ’82 til apríl ’83. Þá var hann fluttur í fangelsi þar sem hann dvaldist til janúar ’85 en þá var hann aftur fluttur á sjúkrahús, í þetta sinn vegna byltu sem hann hlaut í fangelsinu. Hann ku vera í meðferð vegna veikinda sinna. Vegna veikinda Jamaluddin Naqvi hafa réttarhöldin yfir hon- um frestast og engar yfirlýsingar hafa verið gefnar af yfirvöldum um áframhald á málum hans. Marokkó. Abdelfattah Fakihani er 36 ára gamall frönskukennari og meðlimur í róttækum sósíal- istasamtökum. Hann var hand- tekinn í janúar 1976 ásamt fleiri meðlimum og stuðningsmönnum sósíalistasamtakanna. A meðan á varðhaldi stóð var Abdelfattah Fakihani pyntaður, m.a. með bar- smíðum og rafmagni. í janúar 1977 var hann ásamt 177 öðrum með- limum sósíalistasamtakanna færður fyrir dóm og gefið að sök að hafa ógnað öryggi landsins og m.a. haft ætlanir að steypa kon- unginum af stóli. Samkvæmt upp- lýsingum frá fulltrúa Amnesty- samtakanna, sem var viðstaddur réttarhöldin, náðu þau ekki að fullnægja alþjóðlegum stöðlum um sanngjörn réttarhöld og fengu fangarnir ekki vörn sem skyldi. Abdelfattah Fakihani og 43 aðrir fengu lífstíðarfangelsisdóm og 129 hlutu 5 til 30 ára fangelsisvist. Þeir sem vilja leggja málum þessara fanga lið, og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu íslands- deildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykjavík, sími 16940. Skrifstofan er opin frá 16:00—18:00 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef óskað er. (FrétUtilkynning.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.