Morgunblaðið - 19.09.1985, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985
35
Nýplata:
Bjarni og Njáll syngja
íslensk og erlend lög
ÚT ER KOMIN hljómplata þar sem
þeir Bjarni Lárentínusson tenór og
Njáll Þorgeirsson baritón syngja
tvísöng við píanóundirleik Jóhönnu
Guðmundsdóttur.
Á plötunni eru 17 lög, íslensk og
erlend. Þa á meðal eru: „Svana-
söngur á heiði", „Þú komst í hlað-
ið“, „Ég er hinn frjálsi föru-
sveinn", „f fyrsta sinn ég sá þig“
og „Á vegamótum".
Þetta er fyrsta hljómplatan sem
út kemur með þeim félögum, en
þeir hafa sungið saman í áraraðir
við ýmis tækifæri, á tónleikum og
skemmtunum víða um land.
Halldór Víkingsson tók plötuna
upp, útgefandi er Fermata, en
Fálkinn annast dreifingu.
(Fréttatilkynning)
Ljósritunarsýning
á Hótel Loftleiðum
NÝSTÁRLEG Ijósritunartafla er
meðal margra nýjunga sem kynntar
eru á U-BIX-ljósritunarvélasýningu
sem nú stendur yfir í Kristalssal
Hótel Loftleiða.
Ljósritunartaflan er stór fund-
artafla búin þeim eiginleikum að
hægt er jafnóðum að fá A4-ljósrit
af öllu sem skrifað er á hana.
Alls eru 9 tegundir ljósritunar-
véla á sýningunni og þar á meðal
vélar sem ljósrita í litum, vélar
sem ljósrita nákvæmlega þann
hluta frumritsins sem notandinn
óskar og margar fleiri.
U-BIX-ljósritunarvélar eru
meðal þeirra mest seldu í heimin-
um. Söluaðili U-BIX hér á landi er
Skrifstofuvéiar hf.
Sýningin er opin fimmtudaginn
19. september og föstudaginn 20.
september frá klukkan 12 til 18
báða dagana. Öllum er heimill að-
gangur.
(Fréttatilkynning)
Ingveldur Hjaltested og Jónína Gísladóttir.
Málverkasýning og tónleikar
í Bolungarvík og á Flateyri
Við höfum opnað aftur eftir gagngerar endurbætur
sem gera okkur kleift að veita fljótari og betri þjónustu.
Nú getum við tekið við bílum af öllum stærðum og gerðum.
Tryggðu þér öruggt eftirlit og umhirðu þess búnaðar
bílsins sem mest mæðir á. Með því að...
... taka upp símtólið og
panta tíma í síma 21246, eða
renna við á smurstöð Heklu hf.
Laugavegi 172. Þar sem ...
... þú slappar af í nýrri
vistlegri móttöku, færð þér
kaffi oa lítur í blöðin.
A meðan ...
... við framkvæmum öll
atriði hefðbundinnar §mumingar,
auk ýmissa smáatriða t.d.
smumingar á hurðalömum og
læsingum. Auk þess ...
... athugum við ástand viftu-
reima, bremsuvökva, ryðvamar og
pústkerfis og látum þig vita
ef eitthvert þessara atriða
þarfnast lagfæringa. Allt...
... þetta tekur aðeins 15-20
mínútur og þú ekur á brott með
góða samvisku á vel smurðum bíl.
TORFI Jónsson opnar málvcrkasýn-
ingu í Ráöhússalnum í Bolungarvík
í kvöld, fimmtudag 19. sept. kl. 18.
Sýningin stendur í þrjá daga og eru
þar til sýnis verk sem Torfi hefur
málað á Vestfjörðum.
f tilefni sýningarinnar halda
Ingveldur Hjaltested söngkona og
Jónína Gísladóttir píanóleikari
tónleika í Félagsheimilinu í Bol-
ungarvík laugardaginn 21. septem-
ber kl. 16.
Sunnudaginn 22. september
halda þær Ingveldur og Jonína
tónleika í samkomusal Hjálms hf.
á Flateyri. Hefjast þeir kl. 21 og
þá opnar Torfi Jónsson einnig
málverkasýningu þar og stendur
húníþrjádaga.
Áskriftarsíminn er 83033
(Fréttatilkynning.)