Morgunblaðið - 19.09.1985, Side 37

Morgunblaðið - 19.09.1985, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 37 Qpinber heimsókn forseta íslands Spánarkonungur lýsir áhuga sínum á íslandsheimsókn Madríd, 18. Heptember. Krá fréttariUra Mor^unbladHÍna, Öddu Bjarnadóttur. Forseti Íslnds bauð til móttöku í Kl Pardo-höllinni fyrir utan Madr- íd á þriðjudagskvöld, scinna kvöldið í opinberri heimsókn hennar til Spánar. Spænsku kon- ungshjónin voru heiðursgestir en þó nokkur fjöldi íslendinga sem eru búsettir á Spáni voru einnig meðal gesta. I»eir komu margir langt að til að hitta Vigdísi forseta og hún bauð þeim öllum í hliðar- stofu í höllinni að móttökunni lok- inni til að geta talað við þá í ró og næði. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, fylgist með starfsfólki í vefnaðarverksmiðju f Madrfd sem hún skoðaði ígær. Konuf voru í meirihluta í hóp Islendinganna. Sumar þeirra eru sestar hér að og hafa búið lengi en aðrar eru í námi. Marín Cri- and de Crevecoeur, sem mér er sagt að sé alltaf kölluð Mæja, konsúll íslendinga á Malaga, var meðal fslendinganna sem komu í Kvatt eftir góða heimsókn Madrid, 19. seplembrr. Krá rréttarilara Morgunblartnins Önnu Bjarnadóttur N J Jóhann Karl II, Spánarkonung- ur, fylgdi Vigdísi Finnbogadóttur forseta og fylgdarliði hennar út á flugvöll í Madrid um fjögurleytið að staðartíma í dag. Flogið var til vallarins á þyrlum og þar beið rauður dregill og heiðursvörður herdeildanna þriggja. Pjóðsöngvar íslands og Spánar voru leiknir og heiðursskotum skotið af fallbyss- um. Forseti kvaddi konunginn og forsætisráðherrann mjög hlýlega og flaug til London með farþega- flugi Iberia-flugfélagsins í Airbus A-300-vél. Dagurinn hófst snemma hjá forsetanum. Hún skoðaði Iðn- listastofnun ríkisins um morg- uninn og sá spænska alhliða- muni, húsgögn, veggteppi og fleira. Siðan flaug hún og fylgd- arlið hennar með þyrlum til Konunglegu hallarinnar, klaust- ursins og Bligthons-setursins í E1 Efdorial, en það er kennt við Lorentzius helga og er í um 50 km fjarlægð norður af Madrid. Flogið er yfir fjalllendi og var mjög tígulegt að sjá þyrlurnar koma yfir fjöllin af heiðbláum himninum og setjast fyrir innan aldna klaustursveggina. Filipus II, Spánarkonungur, lét reisa þetta klaustur á seinni hluta 16. aldar og þar bjó hann þar til hann lést. Abóti klaust- ursins tók á móti gestunum og leiddi þá fyrst inn í litla kapellu þar sem leikið var á orgel af mikilli list. Gestirnir skoðuðu síðan klaustrið og sáu konung- legt grafhýsi Spánar. Þar hvíla 24 fyrrverandi ráðandi konungar og drottningar í svörtum gull- slegnum kistum sem bera nöfn konunganna á latínu og hvíld- arstaður núverandi konungs er þegar til reiðu. Gengið var í kap- ellu þar sem minjagripir frá tíð Filipusar II konungs eru. Stofa hans er við hlið kapellunnar og hann gat opnað glugga og hlýtt á messu úr stofu sinni. Klaustrið hefur að geyma eitt merkilegasta bókasafn í heimi. Þar eru skinnhandrit og bók eft- ir Ágústínus kirkjuföður, Skírn barna, frá 5. öld. Þar eru einnig kortabækur og skoðaði Vigdís forseti gamla uppdrætti af ís- landi. í klaustrinu eru einnig eitt mikilvægasta safn bóka á arab- ískri tungu. Fjölmiðlar fylgdust vel með ferð forseta íslands, og útvarp og sjónvarp gerðu heimsókninni mjög góð skil. Ritstjórnargrein er skrifuð um forsetaheimsókn- ina í eitt helsta blað Spánar í dag og það var auðséð á öllu að Vigdís forseti, utanríkisráðherra og annað fylgdarlið buðu af sér góðan þokka á Spáni og voru aufúsugestir. Heimsókn hefst til Hollands London, 19. Meptember. Krá fréttariUra MorgunblaA.NÍns Önnu Bjarnadóttur Ferð forseta íslands í fylgd utanríkisráðherra til Hollands hefst á fimmtudag. Flogið verður með vél Arnarflugs í sérstöku flugi frá London til Kotterdam og mun Hollandsdrottning taka á móti gestunum þar. tslandskynning verður í Hol- landi meðan á heimsókn Vigdís- ar forseta stendur og mun hún Ljósi varpað á lítið land í norðurhöfum — Rætt við forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur London, 19. oeptembrr. Kr» frétUriUri Morgnnblaboinii önnu Bjarnadóttur. ,Það sem mér þykir mikilvæg- ast við þessa ferð til Spánar er að ísland skuli hafi vakið svona mikla athygli í stóru landi," sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands í samtali við blaðamann Morgunblaðsins á leiðinni frá Madrid til London að aflokinni opinberri heimsókn til Spánar. „Það er svo hlýtt og gott til þess að hugsa, að þetta skuli vera hægt. Við fengum samkallaðar konung- legar móttökur og mikil hlýja og einstök gestrisni mættu okkur í ferðinni. Eitt af því áhrifaríkasta sem við sáum var hin stóra og mikla höll og kiaustur í E1 Efdorial í morgun. Það var stórkostlegt að ganga þar um og vita að við vær- um ein í þessari gífurlegu bygg- ingu. Þar eru miklar gersemar geymdar og sagan og forni tím- inn voru svo nærri manni." Það var tilfinnanlegt á Spáni hve sagan skiptir miklu máli i nútímanum. Vigdís forseti talaði mikið um frelsi og lýðræði í heimsókninni. Hún sagði ð saga beggja landanna og ritn ning þeirra tengdu löndin sama> „Það vakti mikla athyg.i í spænsku blöðunum í morgun," sagði Vigdís, „að ég óskaði Spánverjum til hamingju með að eiga frelsið í ræðunni sem ég hélt í þinghúsinu á þriðjudag. Leiðari E1 Paif í morgun fjallaði um þessa konu sem talaði um frelsi og lýðræði og neitar að tala um stjórnmál. Það er einnig nefnt að ég legg mikla áherslu á menningu í ræðum mínum, en mér finnst einmitt svo mikil- vægt að benda á menningar- böndin sem tengja þjóðirnar. ís- lendingar og Spánverjar eiga það sameiginlegt að hetjurnar í epískum bókmenntum þjóðanna eru klæddar holdi og blóði, og almenningur skilur þær. Og þess vegna lifa gömlu Ijóðin og sög- urnar með báðum þjóðunum. Það er mjög mikilvægt að þjóðir skilji menningu hvor annarrar af því að það auðveldar svo oft samskipti milli landa eins og til dæmis viðskipti, sem eru mér ávallt ofarlega í huga á svona heimsóknum." Vigdís forseti sagði þegar fréttamönnum gafst tækifæri til að sjá íbúð hennar í E1 Pardo- höllinni að það væri skrítið til þess að hugsa að venjuleg kona frá íslandi væri orðin heimavön í höllum. Hún sagði í samtalinu í flugvélinni að hún hefði að sjálfsögðu breyst á þeim fimm árum sem hún hefur verið for- seti, en ekki af því að hún hefði kynnst konungbornum tignar- mönnum heldur vegna þess að allir breytast við að eldast um fimm ár. „Ég heimsæki þessi konungs- ríki sem fulltrúi íslendinga og tákn íslands og það er tekið á móti mér sem slíkri. Ég hef síðar orðið svo lánsöm að eignast þessa þjóðhöfðingja að vinum og mér er það mikilvægt vegna þess að það færir ísland, þennan litla depil norður í Atlantshafi sem svo mörgum þykir svo órafjar- lægur, nær öðrum þjóðum og getur hjálpað okkur. Ljósi er varpað á Island við opinberar heimsóknir og það getur orðið þjóðinni til góðs. Fjarlægðir milli landa hafa minnkað með tæknibyltingunni og mér finnst mikilvægt að við íslendingar nýtum okkur það og minnum á okkur með flestum hætti, m.a. með ferðum mínum og opinber- um heimsóknum." fara í eina af móttökum íslensku viðskiptaaðilanna. Geir Hallgrímsson, utanrík- isráðherra, mun eiga fund með utanríkisráðherra Hollands á fimmtudagseftirmiðdag og ræða við hann um samskipti Islands við Evrópubandalagið, málefni Atlantshafsbandalagsins og samskipti austurs og vesturs. Jóhann Karl II. Spánarkonungur. veisluna. Hún hefur aðstoðað margan landann sem hefur lent í óhöppum og vandræðum á Spáni, og fara miklar sögur af dugnaði hennar og starfsorku. Kristín Pálsdóttir, fararstjóri Útsýnar á Malaga, var einnig í móttökunni og sagði mér í stuttu samtali að það hefði síður en svo dregið úr ferðamannastraumi fslendinga til Malaga, þótt meira úrval væri nú af sólar- landaferðum en þegar Spánar- ferðinar hófust. Steingerður Sig- urðardóttir var einnig í hópnum, svo og Helga Jónsdóttir, sem hefur skrifað greinar í Morgun- blaðið frá Spáni og ennþá fleiri sem yrði of langt mál að nefna. Þó má nefna að Kristján Stef- ánsson, sem er skiptinemi á Suður-Spáni, var kominn til Madríd í boði fjölskyldunnar sem hann dvelur hjá — hún var svo hrifin þegar hann fékk boðskortið hjá forsetanum að hún keypti strax undir hann flugmiöa ti4 höfuðborgarinnar. Æðstu ráðamenn Spánar og helstu sendiherrar voru einnig í veislunni. Konungshjónin féllu inn í hópinn alveg eins og venju- legt fólk, og þeir sem þorðu að hafa sig í frammi gátu skipst á orðum við þau. Soffía drottning, sem er hlýleg kona með heitt og ákveðið augnaráð, sagðist hafa haft mjög gaman af að fá tæki- færi til finna Vigdísi, forseta ís- lands og fræðast dálítið um land og þjóð. Hún sagði að það gæti verið verulegt gagn af opinber- um heimsóknum, þá væri mikið skrifað um lönd gestanna í blöð og fólk fræddist um þau, og auk- in viðskipti milli landanna ' fylgdu oft í kjðlfarið. Filipe Gonzalez, forsætisráð- herra, var einmitt að segja Jó- hanni Karli II konungi frá sinni ferð til Kína þegar ég fékk tæki- færi til að tala við konung. Hann sagði að þau hjónin hefðu heim- sótt Kína 1948 og nú hefði for- sætisráðherrann verið að segja sér að Kínverjar vildu gjarnan fá þau aftur í heimsókn. Hann sagðist hafa verulegan áhuga á að heimsækja ísland en sagði að þau hjónin gætu eiginlega ekki ferðast til landa í einkaerindum áður en þau hefðu komið þangað í formlegu boði. Forseti íslands og utanríkisráðherra sögðu mér að konungshjónunum hefði verið boðið til íslands og þau væru velkomin þangað hvenær sem þau hefðu tíma til. Konungshjónin og aðrir gestir stoppuðu lengur en gerist og gengur í svona móttökum, og hlýtur fólk því að hafa skemmt sér vel — enda voru veitingarnar góðar, m.a. hangikjöt og reyktur lax. Þjónar gengu um á kjólföt- um og enginn var svikinn af móttökunum í boði forseta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.