Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985
+
Móðirmín,
GUÐRÚN RÚTSDÓTTIR,
andaðist í Landspitalanum aöfaranótt miövikudagsins
18. september.
Anna Margrét Jafetsdóttir.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
ÞORLEIFUR TH. SIGUROSSON
húsasmiöur,
Básenda 8,
andaöist 17. september.
María Eyjólfsdóttir og dætur.
+
Útför móður minnar,
ÖNNU ÁRNADÓTTUR,
Þórarinsstöðum,
Hrunamannahreppi,
verður gerð frá Hrunakirkju laugardaginn 21. sept. kl. 15.00 e.h.
Árni Magnússon.
+
Hjartkær sonur okkar og bróðir,
ÞORVALDUR BREIÐFJÖRÐ ÞORVALDSSON,
Öldugranda 7, Reykjavík,
sem lést i Borgarspítalanum aðfaranótt 14. september. verður
jarðsunginn í Fríkirkjunni föstudaginn 20. september kl. 13.30.
Fyrir hönd aöstandenda,
Ásta Sigfriedsdóttir,
Þorvaldur Kristjánsson,
S. Berglind Þorvaldsdóttir,
Sigurður Þorvaldsson,
Eggert K. Eggertsson,
Garöar B. Þorvaldsson,
Kjartan Þ. Þorvaldsson,
Guðný Þorvaldsdóttir,
Hafdís Þorvaldsdóttir.
+
Minningarathöfn um hjartkæra móöur okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ÞORGERÐI EINARSDÓTTUR
frá Akureyrí,
Digranesvegi 50,
Kópavogi,
veröur í Fossvogskapellu fimmtudaginn 19. september kl. 16.30.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 20. september
kl. 13.30.
Hrafnhildur Jónsdóttír,
Gréta Óskarsdóttir,
Stella Jónsdóttir,
Jóna Berta Jónsdóttir,
Þorgerður Þorgilsdóttir,
barnabörn
Sígurður Þorsteinsson,
Haukur Gunnarsson,
Kjartan Sumarliðason,
Helgi Aðalsteínsson,
barnabarnabörn.
og
+
Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
SIGURGEIR GUÐJÓNSSON
húsasmíðameistari,
Grænuhlíð 5,
Reykjavík,
verður jarösunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 20. september
kl. 13.30.
Sigurbjörg Ólafsdóttir,
Guörún Sigurgeirsdóttir,
Guðjón V. Sigurgeirsson, Sigrún Jóhannesdóttir,
Sigmundur Sigurgeirsson, Guöný Guönadóttir,
Helga Sigurgeirsdóttir, Jón Borg Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faöirokkar,
ERLING SMITH,
Hrafnístu, Hafnarfirði,
verður jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. september
kl. 10.30 fyrirhádegi.
Elsa Smith,
Paul Ragnar Smith,
Óthar Smith.
Valberg Sigurmunds-
son — Minningarorð
Fæddur: 30. janúar 1920
Dáinn: 11. september 1985
í dag er til moldar borinn Val-
berg Sigurmundsson, Hraunbæ 44
Reykjavík.
Venjulegustu og eðlilegustu við-
brögð manna eru að þá setur
hljóða þegar vinir eru brottkallað-
ir. Svo fór einnig fyrir mér, þótt
ljóst væri fyrir nokkru að hverju
stefndi.
Hverju fá orð áorkað þegar við
stöndum á landamærum lífs og
dauða. Við reynum að gera okkur
grein fyrir þessu undri sem lífið
og dauðinn eru, og hversu oft er
skammt þar á milli, og þá um leið
hversu skömm dvöl okkar hér á
jörðu er. Hlýtur það að vera hugg-
un í harmi öllum syrgjendum að í
raun og veru er dvöl okkar hér sem
örstutt leiftur, því skammt til
endurfunda þeirra sem unna og
syrgja.
Nú þegar Valberg hefur kvatt
þetta jarðlíf, hrannast upp minn-
ingar í huga þeirra er best þekktu
hann, minningar sem verma.
Það var fyrir fimmtán árum að
eg stefndi lítilli bátskel upp í
Viðeyjarfjöru, beint niður að Við-
eyjarstofu. Ferðinni var heitið
þangað út til að ryðja grjóti úr
fjörunni, hlaða grjótgarð sem ég
hugðist tengja flotbryggju við, svo
'unnt yrði að hefja fólksflutninga
út í þennan unaðsreit sem Viðey
er. Hafði ég fengið leyfi til þess
skömmu áður. Er í fjöruna kom
var þar fyrir mér ókunnur maður,
vörpulegur á velli, en rólegur í
fasi. Ég heilsaði honum og kynnti
mig, kvaðst hann heita Valberg
Sigurmundsson, þetta voru okkar
fyrstu kynni. Valberg hafði þá um
nokkurra ára skeið stundað fjár-
búskap í Viðey eða frá árinu 1963.
Hafði hann þá tekið miklu ást-
fóstri við eyna sem mér reynist
mjög auðvelt að skilja eftir 15 ára
kynni af manni og eynni.
Valberg fæddist á Fossá Hjarð-
arnesi, Barðaströnd, 1920 og ólst
þar upp í foreldrahúsum. Fluttist
til Reykjavíkur um 1949, hóf þar
búskap með eftirlifandi eiginkonu
sinni, Jóhönnu Gísladóttur, og áttu
þar heima síðan.
Þrjátíu og sex ára gamall varð
Valberg fyrir nokkrum heilsu-
bresti en áhuginn á lífinu og lífs-
baráttunni brast ekki þó líkams-
hreystin væri ekki sú hin sama og
áður.
Eyjabúskapur hefur ævinlega
verið talinn nokkuð erfiður og það
með réttu. Stafar það fyrst og
fremst af óblíðri veðráttu hér á
norðurhveli jarðar.
Öll þau ár sem Valberg hefur
stundað fjárbúskap í Viðey, hefur
hann farið á lítilli trillu á milli
lands og eyju, jafnt sumar sem
vetur, til að hirða um og hlúa að
fénaði. Það gerði hann af mikilli
samviskusemi og alúð sem hirðin-
um góða einum er lagið.
Á vorin fór hann út til að annast
sauðburðinn, á sumrin til að slá
hin grasmiklu og fögru tún Viðeyj-
ar. Gegndi sá sláttur tvíþættu
hlutverki, í fyrsta lagi til öflunar
fóðurs handa ánum, í öðru lagi til
að snyrta umhverfi Viðeyjarstofu.
Hann fór á vetrum út í eyju til
að fóðra ærnar, sem fyrr segir á
lítilli trillu, trillu sem honum þótti
mjög vænt um, skildi ég það mæta
vel eftir að hafa fylgst með honum
og hans Viðeyjar vetrarferðum í
fimmtán ár. Þær ferðir voru ekki
allar farnar á spegilsléttum haf-
fleti.
Ég verð að segja það eins og er,
að oft staldraði ég við og horfði á
Valberg á sundunum á sinni litlu
bátskænu, sem hann nefndi Uða,
er hann var að fara eða koma frá
skyldustörfum í Viðey, þegar vetr-
arstormarnir æddu svo sterkir að
með ólíkindum var að einn maður
gæti komist að og frá hafnar- og
bryggjulausri eyju eins og Viðey
er á vetrum. Til að slíkt mætti
takast, þurfti góðan bát, góð hand-
tök, sterkan vilja, greind og kjark.
Ekki varð vinátta okkar Val-
bergs til á einni nóttu, heldur þró-
aðist hún með tímanum, ég held
traustari og betri eftir því sem
árin urðu fleiri, kannski var hann
ekki fljóttekinn, sem kallað er,
hans eðli var að flana ekki að
hlutunum, hann var athugull og
orðvar. Hann var glaðlyndur að
eðlisfari og oft stutt í húmorinn,
hann gætti þess að sá húmor særði
ekki. Hreinskiptinn var hann og
sagði umbúðalaust það sem honum
bjó í brjósti, hverju sinni og þá
sama hver átti í hlut.
Greiðvikinn var hann og hjálp-
samur. Hann bar virðingu fyrir
umhverfi sínu og öllu sem lífsanda
dró. Hver sem það gerir, býr yfir
ákveðnu ríkidæmi, það ríkidæmi
er ekki mælt í krónum, enda held
ég að Valberg hafi ekki sóst eftir
þeim. Hræddur er ég um að næsta
vor þegar ég fer að bjástra, ef líf
og heilsa leyfir, bjástra við grjót
og flotbryggju í Viðeyjarfjöru, að
mér finnist fjaran tómlegri en
endranær, þegar enginn Valberg
er þar til staðar, glaður og reifur
eins og hann hafði ævinlega verið
síðastliðin 15 vor þá er ég hef
komið þar út til starfa í fjörunni.
Valberg og Jóhanna eignuðust
eina dóttur, Jónu Sigríði, er hún
gift Sigfúsi Karlssyni, eiga þau
þrjá sonu, þeir eru Varlberg, Karl
og Hjalti. Hætt er við að þessum
ungu mönnum finnist skarð fyrir
skildi, þegar enginn afi er lengur
í Viðey til að heimsækja, því þar
ríkti sönn og gagnkvæm vinátta á
milli, eins og ævinlega gerir hjá
kærleiksríku og góðu fólki. Ég veit
að það er mikill söknuður og eftir-
sjá í góðum afa, hjá þessum ungu
mönnum sem eru að byrja lífið og
eiga erfitt með að skilja hlutina
rétt eins og við hin sem eldri erum.
Ég heimsótti Valberg á sjúkra-
húsið örfáum dögum fyrir andlát
hans, sú heimsókn verður mér
minnisstæð. Hann var þá mjög
farinn af kröftum en sálarþrekið
óbugað, ég gat ekki annað en dáðst
að þeirri sálarró er hann sýndi,
sárþjáður af þeim miskunnarlausa
sjúkdóm sem engum hlífir, vitandi
það að senn væri komið að leiðar-
lokum. Þrátt fyrir þessar aðstæður
færðist bros yfir andlit hans þá
er við ræddum saman í hinsta sinn,
þvílíkt sálarþrek.
Svo var Guði fyrir að þakka, að
Valberg stóð ekki einn og óstuddur
í þjáningum sínum, við hlið hans
stóð eiginkona hans, Jóhanna
Gísladóttir, sem lagði sig alla fram
af þeirri samviskusemi, þolinmæði
og þeim kærleika sem aðeins heil-
steyptar manneskjur búa yfir.
Þegar mótlætið er mest koma
mannkostir einstaklinganna best
í ljós. Hún létti honum byrðina
eftir því sem í hennar valdi stóð.
Veit ég að honum var það ómetan-
legt. Allir sem þekktu Valberg
náið, trúa því og treysta að jafn
góður drengur og hann var, eigi
góða heimkomu og stefni nú til enn
meiri birtu og þroska á þeirri ei-
lífðarbraut sem öllum er ætlað að
ganga handan móðunnar miklu.
Eiginkonu, dóttur og dótturson-
um svo og öllum ástvinum, votta
ég mína dýpstu samúð.
+
Útför eiginkonu minnar,
PETREU GEORGSDÓTTUR,
fer fram föstudaginn 20. september kl. 15.00 frá Fossvogskapellu.
OddurJónsson
og aörir vandamenn.
Ég veit að minningin um góðan
dreng mun lifa og létta þjáningar
þeirra sem syrgja.
Hafi hann þökk fyrir kynnin.
Hafsteinn Sveinsson
Þann 11. þessa mánaðar lést í
Landspítalanum Kristinn Valberg
Sigurmundsson. Hann fæddist á
Fossá í Barðastrandarhreppi 20.
janúar 1920 og var yngsta barn
hjónanna Sigurmundar Guð-
mundssonar bónda þar og Kristín-
ar Kristjánsdóttur konu hans.
Sigurmundur var sonur Guð-
mundar Oddgeirssonar í Sauðeyj-
um og Sigríðar Andrésdóttur konu
hans, en Kristín var dóttir Krist-
jáns Jónssonar hreppsstjóra í
Hergilsey og Magdalenu Ólafs-
dóttur. Drengurinn var látinn
heita eftir Valborgu Þorvalds-
dóttur húsfreyju á Auðshaugi sem
dó árið áður, og í höfuðið á móður
hennar, Kristínu prófastsfrú á
Brjánslæk. Börn Sigurmundar og
Kristínar voru sex auk Valbergs.
Haraldur, síðar bóndi á Fossá, og
Kristján, eigandi sælgætisgerð-
arinnar Kristal í Reykjavík, sem
báðir eru á lífi, og Yngvi, Sigríður
og Magdalena, sem öll eru nú lát-
in.
Valberg fór ungur að starfa við
búskapinn. Hann eignaðist fljót-
lega nokkrar kindur og einn hest.
Einnig stundaði hann sjóróðra
með föður sínum og var eins og
sjómennskan væri honum í blóð
borin. Um tvítugsaldur hafði hann
eignast eigin bát sem hann nefndi
Úða og var hann smíðaður af
Gísla Jóhannssyni á Bíldudal.
Þann bát átti Valberg lengi. Ég
sem þetta rita er systurdóttir
Valbergs og ólst upp á'Fossá. Og
þar sem við vOrum einu börnin á
bænum áttum við mikið saman að
sælda. Það voru átta ár á milli
okkar og hann var stundum
þreyttur á þessari litlu frænku
sinni sem elti hann hvert fótmál.
Þá vildi slettast upp á vinskapinn
eins og gengur. En þegar frá leið
urðum við góðir félagar. Hann
lánaði mér oft hestana sína, en
hann átti alltaf góða hesta og var
annt um þá og lánaði þá ekki
hverjum sem var. Þær voru marg-
ar ferðirnar sem við fórum saman
á hestum. Oft vorum við í sjóferð-
um og þá var maður öruggur að
hafa Valla við stýrið. Oft var
heyskapur stundaður út í eyjum,
jafnvel út í Sauðeyjum og flytja
þurfti hey á litlum vélbáti þessa
löngu leið fyrir opnu hafi. Þá skall
oft hurð nærri hælum ef veður
breyttist.
Valberg var kominn undir þrí-
tugt þegar hann flutti til Reykja-
víkur. Fram að því hafði hann fé
sitt á Fossá og vann þar á sumrin
en stundaði í nokkra vetur vinnu í
Reykjavík. í Reykjavík kynntist
hann þeirri stúlku sem síðar varð
kona hans, Jóhönnu Gísladóttur
frá Hnappavöllum í Öræfum, og
bjuggu þau allan sinn búskap í
Reykjavík. Jóhanna var Valla
ómetanlegur lífsförunautur.
Dugnaður hennar er einstakur og
ást hennar og umhyggja fyrir
manni sinum brást aldrei. Ég man
að móðir Valla talaði oft um það
hvað hún Hanna væri honum góð
og hvað hún væri hugulsöm við
þau gömlu hjónin. Skrifaði þeim
alltaf svo góð bréf. Valberg og Jó-
hanna eignuðust eina dóttur, Jónu
Sigríði, f. 1949. Jóna er kennari,
gift Sigfúsi Karlssyni og eiga þau
þrjá syni: Valberg, Karl og Hjalta.