Morgunblaðið - 19.09.1985, Page 53

Morgunblaðið - 19.09.1985, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 53 248,5 metra rúlluterta Þegar sautján kokkar lögðu saman krafta sína á dögunum í Sviss, varð til 248,5 metra löng rúlluterta. 1 hana þurfti svo lítið sem 2.600 egg, 75 kíló sykur, 83 kíló hveiti og 200 kiló af jarðar- berjasultu. Getur því hver sem vill reynt uppskriftina. Leikur þessi var gerður til þess eins að komast i hina frægu heimsmetabók Guinnes. Á mynd- inni má sjá fyrstu gestina leggja til atlögu við tertuna, en það fylgdi ekki sögunni hvort hún kláraðist. Kvennalúðrasveit í tilefni Listahátíðar kvenna Amorgun, föstudag, hefst Listahátíð kvenna, en hún er haldin í tilefni af lokum kvennaáratugar. Á kvennafrídag- inn fyrir tíu árum lék fyrsta kvennalúðrasveit hér á landi. Þá komu 20 konur saman úr lúðra- sveitum víða að og léku undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Á morgun kl. 17.00 mun önnur kvennalúðrasveit leika í farar- broddi skrúðgöngu. Lagt verður af stað frá Ásmundarsafni og farið sem leið liggur niður Skólavörðu- stíg að kvennahúsinu við Vestur- götu 3. Lúðrasveitinni stjórnar Lilja Valdimarsdóttir, hornleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands og ís- lensku hljómsveitinni. „Ég er búin að smala saman lúðrasveitarkonum úr ýmsum átt- um auk tónlistarnema og er komin með um 40 kvenna hóp. Við höfum komið nokkrum sinnum saman og æft stíft,“ sagði Lilja f samtali við Morgunblaðið. „Reyndar höfum við spilað saman tvisvar áður. Ekki hefur það þó verið nákvæm- lega sami hópurinn heldur verið hóað í þær sem sjá sér fært að spila í hvert skipti því flestar kvennanna starfa í öðrum lúðra- sveitum og hafa því nóg á sinni könnu. Mér gekk nokkuð vel að ná i áhugasamar konur til að vera með í sveitinni að þessu sinni. Sárafáar islenskar konur leika á málm- blásturshljóðfæri, einkum hin dýpri. og á slagverk. Hér á landi rfkir enn gömul hefð um skiptingu kynja á hljóðfæri. Á sl. áratug, sem helgaður var jafnréttisbar- áttu kvenna, hefur konum f is- lenskum lúðrasveitum fjölgað verulega. Hugmynd okkar er að vekja athygli á því að við getum þetta sjálfar, en þó erum við á móti því að lúðrasveitir almennt séu skipaðar öðru kyninu fremur en báðum,“ sagði Lilja að lokum. Úr leikritinu Aa b * Onæmistæring í leikhúsum Bandarikjamenn hafa aldrei verið hrifnir af leikritum sem fjalla um fé- lagsleg vandamál. Það kemur aðeins örsjaldan fyrir að slik leikrit nái verulegum vinsæld- um. Hinn svokallaði „sósíal- realismi" hefur yfirleitt verið þeim mjög á móti skapi. Þó kemur fyrir að „vanda- mála-leikrit“ dúkka upp á Broadway, og svo er einmitt um þessar mundir; tvö leikrit sem fjalla á beinan og óbeinan hátt um ónæmistæringu, eins og sjúkdómurinn hefur verið nefndur á islensku, ganga nú f leikhúsunum þar. Annað leikritið, „Aisl“, er eftir William nokkurn Hoff- man og fjallar um tvo karl- menn, homma, sem búið hafa saman lengi. Leikurinn hefst á því að annar þeirra, Rich, er að reyna að gera féíaga sfn- um, Saul, skiljanlegt að sam- bandi þeirra sé lokið. Hann neitar lengi vel að gefa upp hina raunverulegu ástæðu en kveður loks uppúr með það að hann sé með ónæmistæringu. Félaginn ákveður að standa með honum og fjallar leikritið svo um hvernig hann berst gegn sjúkdóminum, andlega ekki síður en líkamlega. Hitt leikritið tengir tvær sögur, annars vegar segir frá manni sem fengið hefur sjúkdóminn og hinsvegar er fjallað um hvernig almenn- ingur bregst þeim vanda sem að steðjar vegna ónæmistær- ingarfaraldursins. Það er eftir Lee Kramer og ber nafnið „The Normal Heart“. 7 I SAMA VERD UM LAND ALLT! a

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.