Morgunblaðið - 26.09.1985, Síða 4

Morgunblaðið - 26.09.1985, Síða 4
4 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985 Hafskip: Laxá og Langá seldar fyrir um 19 milljónir HAFSKIP hefur í sumar selt tvö af elztu skipum sínum, Langá og Laxá, fyrir samtals um 19 milljónir króna. Laxá verður afhent kaupendum í næstu viku, en Langáin var afhent í sumar. Ragnar Kjartansson hjá Haf- skip sagði í samtali við Morgun- blaðið, að skip þessi væru um 20 ára gömul og nánast orðin úrelt. Það hefði lengi staðið til að selja þau, en markaður fyrir notuð kaupskip hefði verið ákaflega erf- iður að undanförnu. Verð á skipum sem þessum var því heldur lágt, 8 milljónir hefðu fengizt fyrir Langá og 11 fyrir Laxá. Sýning á störf- um kvenna í nýja Seðla- bankahúsinu SÝNING á störfum kvenna verður opnuð þann 24. október nk. í nýju Seðlabankabyggingunni við Arnar- hól og mun hún standa til 31. októ- ber. Það er ’85-nefndin sem stendur fyrir sýningunni og er hún liður i aðgerðum nefndarinnar vegna loka kvennaáratugs Sameinuðu þjóðanna. Nefndin hefur fengið afnot af hluta af Seðlabankabygg- ingunni endurgjaldslaust. I frétt frá ’85-nefndinni segir að sýningunni sé ætlað að verða einhvers konar þverskurður af þeim störfum og starfsgreinum sem konur sinna og þar verða einnig veittar upplýsingar um launakjör, starfsaðstöðu og kröfur sem gerðar eru til náms eða starfs- reynslu í viðkomandi greinum. Þess er vænst að sýningin muni nýtast við starfs- og námsval jafnt yngra kvenna sem eldri, sem eru að leita út á vinnumarkaðinn á ný. Einnig verða veittar upplýsingar um störf viðkomandi fag- og verkalýðsfélaga. Hver dagur verð- ur helgaður ákveðinni starfsgrein. Þegar hafa 20—30 stéttarfélög tilkynnt þátttöku. Ragnar sagði, að ekki væri fyrir- hugað um þessar mundir að kaupa önnur skip í staðinn. Hafskip væri með fjögur leiguskip á Atlants- hafsleiðinni, og fjögur eigin skip á siglingarleiðum til Norðurlanda, Þýzkalands, Bretlands og á öðrum styttri leiðum. 4,5 % launa- hækkun um mánaðamótin LAUN hækka almennt um 4,5% frá næstu mánaðamótum - að minnsta kosti fyrir félaga í ASÍ, BSRB og BHM. Laun þessara hópa hækkuðu síðast um 2,4% hinn 1. ágúst. Þetta eru siðustu launahækk- anirnar, sem samið var um í kjarasamningunum í byrjun sumars. Samningar ASÍ og BSRB falla úr gildi um áramót en samningar BHM gilda til febrúarloka á næsta ári. Einstök félög fengu þessum hækkunum í ágúst og október slegið í eina 7% hækkun frá 1. september sl. MorgunblaðiA/Sigurgeir Sighvatur Bjarnason kemur með fullfermi loðnu til heimahafnar, fyrsta skipið með loðnu til Eyja á þessari vertíð. 100.000 tonn af loðnu komín á land Þriðjudagsaflinn tæp 13.000 tonn LOÐNUAFLINN er nú að nálgast 100.00 tonn frá því veiðar hófust í ágúst síðastliðnum. Á þriðjudag til- kynntu 19 skip um samtals 12.880 tonna afla og er það langmesti sól- arhringsaflinn á vertíðinni. Loðn- unni er nú landað um allt norðan- vert og austanvert landið, allt frá Bolungarvík til Vestmannaeyja. Fyrsta loðnan á þessari vertíð barst til Eyja um langan sjóveg þegar Sighvatur Bjarnason kom þangað síðasta laugardag með 680 tonn. Loðnunni var landað hjá Fiskimjölsverkmiðjunni í Vest- mannaeyjum, sem er eigandi skipsins. Siglingin af loðnumiðun- um fyrir Norðurlandi til Eyja tók Iðja og vinnuveitendur sömdu um nýjan bónus Vinnuveitendur og Iðja, fé- lag verksmiðjufólks, undirrit- uðu samning á þriðjudaginn um nýja reiknitölu kaupauka í bónus. Reiknitalan hækkar úr 81 krónu í 90,75 kr. frá og með 16. september að telja, en taki frá þeim tíma grunnbreyting- um samkvæmt kjarasamning- um aðildarfélaga Alþýðusam- bands íslands við Vinnuveit- endasamband íslands og Vinnumálasamband íslands. Þessi samningur er sambæri- legur við þann sem Verka- mannasamband íslands gerði við bónusfólk í fiskvinnslu og undirritaöur var 16. september sl. Bjarni Jakobsson formaður Iðju sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að hann væri ánægð- ur með samningana. „Með þess- um samningum hefur náðst fram sú leiðrétting sem við höfum verið að vinna að. Ég er ánægð- astur með að samningarnir tók- ust á jafnstuttum tíma og raun ber vitni,“ sagði Bjarni. Grunnskólanemi kaupir bát Vogum, 24. september. 15 ARA gninnskólanemi í Stóru- Vogaskóla, Vogum, Kristján Kristmannsson hefur nýlega fest kaup á bátnum Hafdísi frá Grinda- vík, sem er 2'A tonn aó stærð. Bát- inn kaupir Kristján í samstarfi viö fööur sinn, Kristmann Klemens- Kristján var 9—10 ára þegar hann fór að stunda sjóinn fyrst. Það var með Þórði Vormssyni á grásleppuveiðum. Síðan hefur Kristján stundað sjósókn á hverju ári, bæði á grásleppuveið- um og á handfæri. — Til hvaða veiða fer Hafdís? „Við hugsum okkur að fara á færi næsta sumar, en báturinn verður í landi í vetur. Þá verður sinnt nauðsynlegu viðhaldi." — Hvernig hefurðu aflað fjár til kaupanna? „Það hefur komið til með vinnu á sumrin, síðastliðin tvö sumur.“ Kristján Kristmannsson um borö í Hafdísi. Monfunblaðið/E.G. — Hvernig hafa þínir tekið þessu? jafnaldrar „Þeir hafa tekið sagði Kristján. þessu vel,“ E.G. Óbreytt vísitala greiðslu- jöfnunar LAUNAVÍSITALA til greiðslujöfn- unar fyrir október hefur verið reikn- uð út af Hagstofunni á grundvelli upplýsinga frá Kjararannsókna- nefnd og Þjóðhagsstofnun. Vísital- an er 1.043 stig, hin sama og í september. Vísitala þessi er notuð við út- reikninga á greiðslujöfnun hús- næðisstjórnarlána. um tvo sólarhringa. Sighvatur er nú aftur á landleið með fullfermi og landar í heimahöfn. Átta Eyja- bátar eru byrjaðir á loðnunni og tveir til viðbótar halda bráðlega af stað. Alls eru um 35 skip farin til veiðanna og orðið tregt um lönd- unarpláss víða. Auk þeirra skipa, sem getið var í Morgunblaðinu á miðvikudag, tilkynntu eftirtalin skip um afla á þriðjudag: Gullberg VE, 620, Húnaröst ÁR, 620, Jón Kjartans- son SU, 1.100, Guðrún Þorkels- dóttir SU, 700, Ljósfari RE 570 og Grindvíkingur GK 1.170 tonn. Síð- degis á miðvikudag höfðu Keflvík- ingur KE með 540 tonn og Sigurð- ur RE með 1.400 tonn tilkynnt um afla. Tvö skip seldu erlendis TVÖ skip seldu afla sinn erlendis á miðvikudag. Fengu þau þokkalegt verð fyrir hann. Hegranes SK seldi 158,7 lestir, mest karfa, í Cuxhaven. Heildarverð var 5.449.100 krónur, meðalverð 34,34. Vísir SF seldi 43,5 lestir, mest kola, í Grimsby. Heildarverð var 1.692.000 krónur, meðalverð 38,86. Skáldin á Norrænu ljóðlistarhátíðinni: Biðja Gorbashov um fararleyfi fyrir son Tarkovskis SKÁLDIN sem þátt tóku í Norrænu Ijóðlistarhátíðinni í Reykjavík í byrjun þessa mán- aðar sendu Gorbashov, leiðtoga Sovétríkjanna, áskorun um að leyfa syni Tarkovski-hjónanna að fara frá Sovétríkjunum. Áskorunin fer hér á eftir: „Norræn sem og skáld frá öðrum löndum stödd á fyrstu norrænu ljóðlistarhátíðinni í Reykjavík í september 1985, biðja yður innilega og virð- ingarfyllst, herra Gorbashov, að veita syni kvikmyndahöf- undarins Andrei Tarkovski og Larissu, konu hans, leyfi til að fara frá Sovétríkjunum til foreldra sinna, sem dvelj- ast erlendis. Virðingarfyllst: David Gas- coyne, Seamus Heaney, Uffe Harder, Harald Sverdrup, Lars Huldén, Georges Asta- los, Einar Már Guðmundsson, Karsten Hoydal, Marianne Larsen, Britta Marakatt— Labba, Harald Forss, James Tate, Mimmo Morina, Sigurð- ur Pálsson, Thor Vilhjálms- son, Ivan Malinowski, Stefán Hörður Grímsson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Sigmund Mjelve, Þorsteinn frá Hamri, Matthías Johannessen, Ge- orge Johnston, Knut ödeg&rd, Einar Kárason, Sigurður A. Magnússon, Einar Bragi, Justo Jorge Padrón.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.