Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985 > MorgunblaJið/RAX Fraeið er þurrkað í stokkum í kornhlöðunni i Sámsstöðum. in if^ ■ | ■ ^ ipíHj r Grasfrærækt ínnanlands er að verða að veruleika Hreinsunarstöð fyrir 100 tonn að komast í gagnið á Sámsstöðum í Fljótshlíð UNDANFARIN ár hefur yerið unnið að því að koma upp aðstöðu til grasræktar hér á landi. Upp- bygging er langt komin á aðstöðu á tilraunastöð RALA á Sámsstöð- um til stofnfræræktar, hreinsunar og leiðbeininga við bændur sem kynnu að vilja stunda frærækt Blaðamaður Morgunblaðsins kom við á Sámsstöðum á dögun- um og ræddi við Kristin Jónsson tilraunastjóra um þessi mál, hann sagði: „Síðustu níu árin hefur verið unnið að athugun á möguleikum þess að rækta fræ í nokkuð stórum stíl hér á landi. Aðaláhersian hefur verið lögð á íslenskar grastegundir, það er túnvingul og vallarsveifgras. Síðari árin hefur einnig verið lögð nokkur áhersla á að rækta fræ af beringspunti en hann er frá Alaska og er landnemi í gróð- urríki okkar. Beringspunturinn hefur reynst duglegur, bæði til uppgræðslu og í túnrækt og eru bændur mjög spenntir fyrir honum. Fræræktin hefur verið samvinnuverkefni Landgræðslu ríkisins, Búnaðarfélags íslands og Rannsóknastofnunar land- búnaðarins. „Bændur opnir fyrir þessu“ Svo til allt grasfræ er nú flutt inn til landsins. Ekki var hægt að fá nægilega harðgerða stofna Beringspuntsfræi safnað í Gunnarsholti. Lj6am. D.P. af þessum tegundum, einkanlega til landgræðslu. Á allra síðustu árum hafa þó komið erlendir stofnar sem eru mun harðgerð- ari. Þrátt fyrir það teljum við að íslensku stofnarnir séu betur aðlagaðir aðstæðum hér. Það er meginástæðan fyrir því að rétt er talið að fara þessa leið. Við höfum verið að vinna að aðferðum við sáningu og áburð- argjöf. Síðan höfum við verið að þróa tækni við hreinsunina í litlu rannsóknaherbergi. Þar í gegn hafa farið mest 3 tonn á ári. Við erum núna að verða í stakk búnir til að gera þetta í meira mæli og gefa bændum sem kynnu að vilja stunda þetta leiðbeiningar. Okkur hér er ekki ætlað að fram- leiða venjulegt fræ, heldur stofn- fræ, sérstaklega gott og hreint, fyrir fræræktendur. Þá erum við langt komnir með að byggja upp afkastameiri hreinsunaraðstöðu, sem hreinsað getur 100 tonn á ári, og getum við þá boðið fræ- ræktendum aðstöðu til hreinsun- ar.“ Kristinn sagði að einn bóndi, Guðlaugur Jónsson á Voðmúla- stöðum í Austur-Landeyjum, væri byrjaður á frærækt og hefði hann komið með fyrstu fræupp- skeruna að Sámsstöðum i haust. „Bændur eru ábyggilega opnir fyrir þessu,“ sagði Kristinn. „En þeir geta ekki framleitt í sam- keppni við hömlulausan inn- flutning á fræi. Ég tel að við ættum að nota okkur þessa möguleika og framleiða veruleg- an hluta af okkar fræi sjálfir." „Ekki fjárhags- legur grundvöllur fyrir einstaklinga“ Guðlaugur Jónsson á Voð- múlastöðum sagðist hafa sáð í 3 ha akur til fræræktar fyrir þremur árum í tilraunaskyni fyrir áeggjan Kristins á Sáms- stöðum sem lagt hefði fræið til. í fyrra hefði átt að þreskja en fræið hefði ekki reynst nógu þroskað og því hefði akurinn verið sleginn til heyöflunar í það skiptið. Isumar hefði fræið hins- vegar náð að þroskast og því verið þreskt um miðjan ágúst. Fræinu var ekið að Sámsstöðum til þurrkunar og hreinsunar. Ekki sagðist Guðlaugur vita um endanlega útkomu úr þessu, en af þessum akri hefði hann fengið um 1 tonn af óhreinsuðu fræi. „Það er ljóst að fræræktin getur engan veginn staðist fjár- hagslega hjá okkur en eigi að síður er gaman að fást við hana og athuga hvort hún er möguleg. Af þessari tilraun virðist mér að það sé hægt að rækta fræ, en vegna mikils kostnaðar er enginn fjárhagslegur grundvöllur fyrir einstaklinga til að standa í þessu. Verulegur stuðningur verður að koma til ef ætlast er til að menn fari út í fræræktun," sagði Guð- laugur. - HBj. Sinfóníuhljómsveit Æskunn ar heldur tvenna tónleika Sinfóníuhljómsveit Æskunnar á cflngu f vikunni. Morgunbisftið/Bjami. Sinfóníuhljómsveit æskunnar heldur tónleika í Menntaskólanum við Hamrahlíð laugardaginn 28. september kl. 17. og í Ytri—Njarð- víkurkirkju daginn eftir, sunnudag, kl. 16. Á efnisskrá er Flugeldasvítan eftir Hándel, The Quiet City eftir Aaron Copland, Serenade fyrír 13 blásara eftir Richard Strauss og Sinfónía nr. 3 (Eroica) eftir Beet- hoven. Sinfóníuhljómsveit Æskunnar (SÆ) var stofnuð í janúar sl. f beinu framhaldi af Zukofsky— námskeiðunum sem haldin voru hér árlega frá 1977 til 1983. Nám- skeiðin þóttu nokkuð einangruð og utan við tónlistarskólaárið, svo í byrjun Árs æskunnar og Árs tón- listarinnar var látið til skarar skríða og skólastjórar tónlistar- skóla landsins ákváðu að standa að stofnun SÆ. Starf sinfóníu- hljómsveitarinnar verður í nám- skeiðaformi, þrisvar til fjórum sinnum á ári, undir leiðsögn hæfra stjórnenda og kennara. Fyrsta námskeiðið var haldið í febrúar sl. undir stjórn bandaríska fiðluleikarans og hljómsveitar- stjórans Pauls Zukofsky. Kennar- ar auk hans voru Bernard Wilkin- son á tréblásturshljóðfæri og Jos- eph Ognibene á málmblásturs- hljóðfæri. Fjöldi tónlistarnema sótti námskeiðið sem lauk með tónleikum 1 Menntaskólanum við Hamrahlíð. Annað námskeið SÆ hófst 14. september og lýkur laugardaginn 28. með tónleikum sem fyrr segir. Þáttakendur eru rúmiega 70 á aldrinum 14 til 22 ára, aðallega frá Reykjavík og Akureyri. Nám- skeiðið er undir stjórn Bretans Marks Reedman, sem dvalið hefur hér á landi sl. fimm ár og stjórnað bæði strengjasveit og hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík. Kennarar eru hinir sömu og á fyrra námskeiðinu. Björn Jónsson, skólastjóri Hagaskóla, hefur lánað skólahúsnæði fyrir æfingar, lfkt og fyrir fyrra námskeiðið. Rut Magnússon, framkvæmda- stjóri Tónlistarfélagsins, hefur umsjón með rekstri SÆ. Sagði hún í samtali við Morgunblaðið að geysilegur áhugi væri meðal ungra tónlistarmanna fyrir hinni ný- stofnuðu sinfóníuhljómsveit. Eng- inn einn tónlistarskóli hefði mögu- leika á að halda úti fullskipaðri sinfóníuhljómsveit og því eina leið- in að tónlistarskólar landsins sameinuðust þannig um eina hljómsveit. Rekstur SÆ er fjármagnaður á ýmsan hátt. Þáttakendur greiða námsgjald fyrir hvert námskeið, tónlistarskólar landsins sem varð- ar þetta mál greiða árgjald og eru þeir nú orðnir níu talsins, lítill hópur styrktarfélaga greiðir ár- gjald og leitað hefur verið til fyrir- tækja og hins opinbera. Rut Magnússon sagði að endingu að vissulega væri fjárhagshliðin áhyggjuefni, en nú þegar loksins væri búið að koma langþráðri sinfóníuhljómsveit ungra tónlist- armanna á fót, væru aðstandendur hennar ákveðnir í að gefa sig ekki. Allir ungir tónlistarmenn hefðu aðgang að Sinfóníuhljómsveit æskunnar og fyrirhugað væri að halda áðurnefnd námskeið fyrir meðlimi hljómsveitarinnar þrisv- ar til fjórum sinnum á ári, sem lyki með tónleikum hverju sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.